Morgunblaðið - 31.05.2008, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 11
FRÉTTIR
Sumarkoma í Kraganum
- Sumarhátíð sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi
Dagskrá
Seltjarnarnes, kl. 10.00
Morgunkaffi í Félagsheimili sjálfstæðismanna að Austurströnd 3.
Álftanes, kl. 11.30
Sjálfstæðismenn á Álftanesi bjóða Hafnfirðingum og
Garðbæingum í hádegissnarl í Haukshúsum.
Kópavogur, kl. 16.00
Grill í Guðmundarlundi (sunnan í Vatnsendahlíð, fyrir ofan nýja
hesthúsasvæðið á Kjóavöllum).
Mosfellsbær, kl. 18.00
Vorhátíð við félagsheimili sjálfstæðismanna í Háholti 2.
Sjálfstæðismenn í Suðvesturkjördæmi
gera sér glaðan dag laugardaginn 31. maí.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins og menntamálaráðherra, og þingmennirnir Bjarni
Benediktsson, Ármann Kr. Ólafsson, Jón Gunnarsson,
Ragnheiður Elín Árnadóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir
heimsækja sjálfstæðisfólk í kjördæminu.
UM FJÖGUR hundruð björgunar-
sveitarmenn voru að störfum þegar
mest var vegna Suðurlandsskjálft-
ans á fimmtudag. Um sextíu lög-
reglumenn voru á vettvangi og
fjörutíu sjúkraflutningamenn komu
frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis-
ins auk sjúkraflutningamanna frá
Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Rauði kross Íslands sendi þá fimm-
tíu sjálfboðaliða til að aðstoða þá
sjálfboðaliða sem fyrir voru. Þetta
kom fram á blaðamannafundi sem
haldinn var í Björgunarmiðstöðinni
í Skógarhlíð í gærdag.
Farið var yfir helstu verkferla
og bar ekki á öðru en menn væru
almennt mjög ánægðir með hvern-
ig til tókst. Á fundinum kom m.a.
fram að Samhæfingarstöðin hefði
verið virkjuð um leið og skjálftinn
leið hjá. Stöðin var fullmönnuð á
skammri stundu og aðgerðar-
stjórnir almannavarnanefndar á
Suðurlandi voru að störfum í
Hveragerði, á Selfossi og í Þor-
lákshöfn.
Fyrstu verkefni Samhæfingar-
stöðvarinnar voru að fá upplýsing-
ar um stærð og staðsetningu
skjálftans. Eftir útsendingu frétta-
tilkynningar var haldinn stöðuf-
undur og reglulega í framhaldinu.
Stöðugt var miðlað upplýsingum til
almennings í gegnum ljósvaka-
miðla og vefsvæði. Eftir hvern stö-
ðufund var send út tilkynning auk
þess sem Rauði krossinn efldi
hjálparsímann.
Fimm manns voru við svörun en
venjulega er einn á vaktinni.
Menn á vettvangi gengu hús úr
húsi og heimamenn voru teknir
tali. Alls staðar að bárust fréttir af
innbústjóni og strax var ljóst að
mörg hús voru ónýt. Veitt var að-
stoð við rýmingu á húsnæði.
Fjöldahjálparstöðvar voru settar
upp í Hveragerði, á Selfossi, í Þor-
lákshöfn, á Eyrarbakka og Hellu.
Þeim þremur síðustu var lokað
fljótlega eftir opnun, þar sem eng-
inn þurfti á aðstoð að halda.
Allt gekk vel miðað við þær að-
stæður sem unnið var við. Að sögn
Víðis Reynissonar hjá almanna-
varnadeild ríkislögreglustjóra
gengu fjarskiptin afskaplega vel.
Þakkaði Víðir nýju Tetra-kerfi sem
allir viðbragðsaðilar hafa aðgang
að því að fjarskiptin gengu betur
en áður er sambærilegar náttúru-
hamfarir hafa skollið á. Mikill kost-
ur að hafa það kerfi í gær, sagði
Víðir.
Veita þjónustu vegna skjálfta
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra sagði á blaðamannafundinum
að ákveðið hefði verið að setja upp
þjónustumiðstöð fyrir þá sem þurfa
á aðstoð að halda vegna jarð-
skjálftanna. Lagði Björn þetta til á
ríkisstjórnarfundi í gærmorgun og
var tillagan samþykkt. Að miðstöð-
inni munu koma Árborg, Ölfus,
Hveragerði, sveitarfélögin í Flóa
og Grímsnesi, Viðlagatrygging,
Rauði krossinn, landlæknir og aðr-
ir, sem veita íbúum á svæðinu
þjónustu vegna skjálftanna.
Íbúar á jarðskjálftasvæðinu geta
leitað til þjónustumiðstöðvarinnar
eftir hvers kyns aðstoð í tengslum
við afleiðingar skjálftans. Gert er
ráð fyrir því að þjónustumiðstöðin
verði á skjálftasvæðinu og starf-
rækt næstu mánuði. Ekki liggur
fyrir nú hvar hún verði en helst er
horft til Selfoss enda mest mið-
svæðis. Þjónustumiðstöðin tekur
væntanlega til starfa á mánudag.
Almenn ánægja með verkferla
Morgunblaðið/RAX
Grjóthrun Mikið grjóthrun varð í Ingólfsfjalli í jarðskjálftunum á Suðurlandi í fyrradag en upptökin voru undir
fjallinu suðvestanverðu. Meðal annars fór af stað stórgrýti sem skoppaði yfir garð og inn á tún á Tannastöðum.
Tetrakerfinu þakkað að fjarskipti gengu betur en áður við náttúruhamfarir
Þjónustumiðstöð sett upp á skjálftasvæðinu og verður starfrækt næstu mánuði