Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Hún tók okkur alltaf
fagnandi, brosti blítt
og með gleðihljóm í röddinni. Það var
notalegt að heimsækja frænku sína,
hún fyllti mann einhverri orku.
Jafnvægið og yfirvegunin skinu
þrátt fyrir að hafa fengið óboðinn
Björg Sveinbjörnsdóttir
✝ Björg Svein-björnsdóttir
fæddist á Jaðri í
Hrunamannahreppi
21. nóvember 1945.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Skóg-
arbæ í Reykjavík 16.
apríl síðastliðinn.
Útför Bjargar var
gerð frá Grafar-
vogskirkju 30. apríl
sl.
gest sem tróð sér inn í
lífið og setti það úr
skorðum. Hann bank-
aði fyrst á dyrnar
1976, hún varð hrædd,
vissi ekki hvað var að
gerast. Það var ekki
fyrr en sex árum
seinna að það varð
ljóst hver þetta var.
Hægt og sígandi gekk
út stúlka sem hafði
vogað sér allt, gat allt.
Já, við vitum hvernig
fór.
„Það þýðir ekkert að
vorkenna sér,“ sagði Björg, „til
hvers, til hvers?“
Í einni bæjarferð sinni kom Björg
auga á mann sem var ansi reffilegur
og fínn í tauinu. Hún horfði á mann-
inn og hugsaði: „Hvor skyldi vera
hamingjusamari, ég eða hann?“
Frænka okkar var búin að prufa
svo margt til þess að láta sér líða bet-
ur. Sagðist hafa lært eitthvað af
þessu öllu saman en: „Það sem stend-
ur upp úr er ég sjálf.“ Björg var alltaf
með verki en hún fann leið til þess að
komast hjá þeim, sagðist fara yfir þá,
sagðist vera búin að aðgreina hugann
frá líkamanum. „Ég er bara í hug-
anum.“ Björg sagði þetta hafa verið
mikla þjálfun, mikla þjálfun.
Það fór ekki leynt að Björg var
ótrúlega sterk kona með góða lund,
jákvæð og með skemmtilegan húmor.
Þú vissir að þú færir bráðum að
losna. Með brosi sagðir þú: „Ég er
farin að hlakka til að geta aftur farið
að dansa tangó – finnskan tangó.“
Við sjáum þig í anda.
Guð blessi fjölskyldu þína.
Frænkur þínar,
Ásta Sveinbjarnardóttir og
Sigríður Anna Einarsdóttir.
Elsku langafi.
Takk fyrir allan ísinn og
annað sem ég fékk bæði heima
hjá þér og úti á Krít.
Það var alltaf jafn gaman að
hitta þig bæði hjá ömmu og í
þínu húsi.
Ég segi Heru litlu systur
minni frá þér.
Þinn,
Haraldur Daði.
HINSTA KVEÐJA
✝ Gísli Guð-jónsson fæddist
í Kolsholti í Vill-
ingaholtshreppi 3.
júlí 1923. Hann lést
á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
lands 25. maí síð-
astliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Skúla
Þórarinsdóttir, f. í
Votmúla, Aust-
urkoti 7.5. 1891, d.
29.7. 1980 og Guð-
jón Gíslason, f. á
Egilsstöðum í Villingaholts-
hreppi 16.11. 1888, d. 23.7. 1978.
Þau bjuggu í Kolsholti. Gísli var
fjórði í röðinni af fimm systk-
inum. Tvö létust í frumbernsku.
Þau sem upp komust eru: Helga
Þórlaug, f. 24.8. 1918, d.21.8.
1980 og Skúli f. 26.2. 1929.
Hinn 5.11. 1955 kvæntist Gísli
Sigríði Magnúsdóttur frá Flögu í
Villingaholtshreppi, f. 1. 11.
1924, d. 13.7. 1987. Börn þeirra
eru: a) Kristín, f. 10.7. 1955,
maki Hafsteinn Guðjónsson.
Hennar börn eru: 1) Sigríður, f.
venjuleg sveitastörf. Vorið 1941
fer hann til Reykjavíkur til að
vinna og seinna sama ár ræðst
hann til starfa hjá breska herlið-
inu. Árið 1942 ræður hann sig í
byggingarvinnu. Þar kynnist
hann Sigurði Sófusi Karlssyni,
pípulagningameistara og vinnur
hjá honum í 7 ár, fyrstu 3 árin
sem aðstoðarmaður en fer síðan
á samning. Gísli öðlast síðan
réttindi sem pípulagningarmeist-
ari árið 1958 eftir nám í Iðnskól-
anum í Reykjavík og á Selfossi.
Haustið 1949 tekur hann að
sér að leggja í nýtt íbúðarhús í
Flögu sem tilvonandi tengdafor-
eldrar hans voru að byggja og
þá tókust kynni með honum og
eiginkonu hans. Gísli og Sigríður
hefja sambúð á árinu 1950 og öll
sín búskaparár eru þau á Sel-
fossi. Fyrst búa þau á Reynivöll-
um 6 en árið 1954 flytja þau í
nýbyggt hús sitt að Eyrarvegi
16. Vorið 1964 flytja þau í nýtt
hús að Sólvöllum 5, þar sem þau
bjuggu hvort til síns dánardags.
Árið 1950 hóf hann störf hjá
Kaupfélagi Árnesinga sem pípu-
lagningamaður og var það hans
vinnustaður í um 43 ár.
Gísli verður jarðsunginn frá
Selfosskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
24.12. 1976. Gift
Erni Inga Arn-
arsyni. Börn þeirra
eru: Haraldur Daði
og Hera. 2) Ægir, f.
14.10. 1984. Unn-
usta Kolbrún Am-
anda Hasan. 3)
Máni, f. 13.6. 1993.
b) Guðjón Skúli, f.
27.12. 1958, maki
Guðrún Ágústs-
dóttir. Börn hans
eru: 1) Katrín, f.
1.1. 1980, maki
Egidijus Jankaus-
kas. Dóttir þeirra er Kristey. 2)
Guðný, f. 20.5. 1987, unnusti
Vigfús Þór Hróbjartsson. 3)
Gísli, f. 12.9. 1989, unnusta Her-
dís Rútsdóttir. 4) Gissur, f. 6.8.
1991. c) Vignir Rafn, f. 14.4.
1967, maki Laufey Björk Þor-
steinsdóttir. Börn hans eru: 1)
Magnús Mar, f. 9.9. 1989. 2)
Arna María, f. 6.10. 1997. 3) Ívar
Gísli, f. 6.7. 1999. 4) Örvar Atli,
f. 12.8. 2004. 5) Arnór Gauti, f.
25.5. 2006. Fóstursonur: Þor-
steinn Andri, f. 24.3. 1989.
Gísli ólst upp í Kolsholti við
Það var alltaf gaman þegar við
heimsóttum Gísla afa á Selfoss. Þar
var alltaf venjan að gæða sér á ein-
hverju góðgæti að hætti afa, sem
var t.d. kókopuffs eða klakaís frá
Spáni.
Afi var fastheldinn og mjög vana-
fastur. Hann var alltaf með allt í röð
og reglu inni sem úti, hann klippti
meira að segja runnana sína eftir
hallamáli.
Skemmtilegustu stundir afa voru
án efa á Spáni og vorum við svo
heppin að dvelja þar með honum
þrisvar sinnum. Eftir slíkar ferðir
var afi alltaf dekkstur á hörund,
jafnvel þó að hann sæti nær alltaf í
skugganum. Afi var svo mikill
Spánarfari að á Marbella er meira
að segja búið að nefna bar eftir hon-
um.
Við eigum eftir að sakna þess að
sjá ekki afa á Sólvöllum, sitjandi í
stólnum sínum með pípuna. En
hann var orðinn mikið veikur og nú
vitum við að honum líður betur, þar
sem hann er kominn til Siggu
ömmu.
Arna María og Ívar Gísli.
Í dag kveð ég yndislegan afa en í
staðinn á ég hjarta sem er fullt af
fallegum minningum.
Það var alltaf gott að koma á Sól-
vellina til afa og ömmu. Á mínum
yngri árum var þetta næstum eins
og mitt annað heimili. Þarna lærði
ég að hjóla á rauða hjólinu sem
amma og afi gáfu mér, fór í ferðalög
á brjóstsykursbílnum, fór í bíltúr
með afa á „vövö“, fékk að kúra hjá
afa í ömmuholu eftir að hún dó og
svona gæti ég endalaust talið upp.
Afi minn dýrkaði sól og hita og
það var yndislegt að sjá hvað hon-
um leið alltaf vel erlendis. Ég var
svo heppin að fá að eiga vel á annan
tug fría með afa úti. Hann var úti
allan daginn í sólinni enda kom hann
líka heim eins og svertingi. Ég var
nú ekki jafn dugleg að liggja og
hann svona á mínum yngri árum,
vildi frekar leika mér úti í sjó. Þá
spurði afi mig hvort að hann ætti að
ná í sósulitinn. Hann ætlaði ekki
með mig svona hvíta heim. Síðan þá
er mér farið að líka betur við sólina
og finnst fátt betra en að flatmaga
undir henni. Ég mun eflaust nota
þennan skemmtilega frasa áfram
þegar ég fer til útlanda.
Síðasta sumar úti á Krít var frá-
bært. Það var svo gaman að fylgjast
með afa hvernig hann spáði í allt
fólkið, naut sín í sólinni og slappaði
af með okkur. Hugurinn var greini-
lega oft erlendis. Iðulega spurði
hann mig hvað væri að frétta af Alf-
onso og Olgu í Sitges.
Hann kunni ótal sögur og mikið
gátum við hlegið þegar hann sagði
okkur frá hinum og þessum gaurum,
fór með vísur og annað gamanmál.
Afi var mjög vanafastur. Það var
mjög skondið að þegar farið var til
útlanda, þá fór alltaf með heil taska
af mat fyrir afa; íslenskt lýsi, salt-
kjöt og kótelettur.
Afi var einn sá gestrisnasti sem
ég þekki. Það var alveg sama hve-
nær maður kom við hjá honum, það
var alltaf kaffi á könnunni og alltaf
til úrval af sætabrauði með. Það var
dekrað við krakkana mína líka, náð í
ís út í litla skúr, gos inn í búr og alls
kyns nammi. Það var eins og að
koma í lítið kaupfélag að koma í búr-
ið hjá afa. Þangað var sótt nesti þeg-
ar lítill gestur fór úr garði.
Síðan amma dó hefur fjölskyldan
alltaf hist hjá afa á gamlárskvöld. Þó
að afi hafi verið orðinn mjög veikur
um áramótin þá mátti ekki nefna
það að hittast annars staðar. Hann
var harður nagli. Hann kveinkaði
sér aldrei og því var honum ekki
haggað með það að halda risa veislu.
Hann bjó einn heima og sá um sig
þar til 10 dögum fyrir andlát sitt.
Elsku afi, núna ertu kominn til
Siggu ömmu.
Ég kveð þig með miklum söknuði
en trúi því að þér líði betur núna.
Blessuð sé minning afa míns.
Þín,
Sigríður (Sirrý).
Ég á erfitt með að trúa því að þú
sért dáinn, afi. En núna er víst kom-
ið að því og ég hefur kviðið fyrir því
lengi. Samt sem áður er ég ánægður
með það að þú þurfir ekki að þjást
lengur vegna veikindanna. Ég á
aldrei eftir að gleyma öllum þeim
minningum sem ég hef um þig. Þar
á meðal Spánarferðinni árið 1996,
sem var mín fyrsta utanlandsferð og
öll þau gamlárskvöld sem fjölskyld-
an hittist hjá þér og þú, afi, tókst á
móti gestum fram eftir nóttu.
Það var alveg ómetanlegt að
koma á Sólvellina og finna fyrir half
and half tóbakslykt, sem ég á alltaf
eftir að muna eftir sem lyktinni af
Sólvöllunum þar sem þú bjóst. Mér
leið alltaf vel í nærveru þinni á Sól-
völlunum, þar sem var svo heimilis-
legt og í öll þau ár sem ég kom þang-
að var allt nánast alveg eins.
Það hafði mikla þýðingu fyrir mig
að eyða síðustu dögunum með þér.
Nú veit ég að þú ert kominn á betri
stað með Siggu ömmu.
Hvíldu í friði, elsku afi, og þakka
þér fyrir allar þær minningar sem
ég geymi af þér.
Magnús Mar Vignisson.
Í sumarbyrjun árið 1963 var út-
hlutað lóðum hér við Sólvelli á Sel-
fossi. Menn kepptust síðan við að
grafa fyrir húsunum, slá upp og
steypa og flestir fluttu inn í ný húsin
vorið 1964. Þetta var á þeim árum,
þegar hver steyputörn var enn sam-
eiginlegt átak ættingja, vina og
kunningja og byggingafulltrúinn
hafði svo næmt eyra að hann var
kominn að vörmu spori, ef hann
heyrði í steypuhrærivél til þess að
fylgjast með því að steypan væri
hæfilega þykk. Allir í óða önn og
bjartsýni í hvers manns hug.
Við fengum lóð númer sjö en
Sigga og Gísli númer fimm.
Skemmst frá að segja hefur aldrei
borið skugga á þetta ágæta ná-
grenni öll þau fjörutíu og fimm árin,
sem síðan eru liðin. Fyrir það þökk-
um við nú og alla vinsemd og greiða-
semi í okkar garð. Sigga lést langt
um aldur fram árið 1987 en Gísli bjó
síðan einn í húsinu þau 21 árin, sem
hann átti ólifuð.
Þau voru bæði innfædd í Villinga-
holtshreppnum en höfðu farið vest-
ur yfir heiði í atvinnuleit og til náms
á stríðsárunum. Og þegar Gísli hafði
lokið námi sínu í iðnskóla og hjá Sig-
urði Sófusi Karlssyni pípulagninga-
meistara fluttu þau austur að Sel-
fossi í september 1950. Kaupfélag
Árnesinga hafði nýlega haft forystu
um að leggja hitaveitu frá Laugar-
dælum að Selfossi, eina þá fyrstu ut-
an Reykjavíkur og verkefnin óþrjót-
andi framundan á þessum vettvangi.
Gísla var fljótlega falin forysta fyrir
pípulagningaþjónustu KÁ og gegndi
hann henni síðan til starfsloka 1993.
Auk stöðugrar uppbyggingar hér
í þéttbýlinu við Ölfusárbrú voru
verkefnin, sem Gísli Guðjónsson
vann að á starfsferli sínum úti um
allar sveitir Árnessýslu, handaverka
hans sér því víða stað frá þessu
mesta uppbyggingarskeiði, sem
þetta hérað hefur lifað. Og vinnu-
dagurinn var oft langur en matmáls-
tímar að sama skapi stuttir því að
þeir voru nýttir til skipulagninga og
samtala við viðskiptavini fyrirtæk-
isins og heimilið þar með eins konar
skrifstofa í þágu þess um áratuga
skeið.
Stór frændgarður stóð að þeim
hjónum báðum og bæði voru þau fé-
lagslynd og frændrækin. Það voru
því oft fjölmennar gestakomur á
númer fimm og þá gjarnan glatt á
hjalla.
Eftir að Gísli var orðinn einn
varði hann miklum hluta tíma síns í
að halda áfram því ræktunarstarfi í
garði þeirra hjóna, sem Sigga hafði
hafið, ásamt því að sinna viðhaldi
hússins af einstakri nákvæmni og
elju.
Gísli Guðjónsson var samvinnu-
maður að lífshugsjón og vann að
auki að mjög mikilvægri þjónustu
við það samfélag þar sem hann skil-
aði sínu lífsstarfi.
Þau hjón nutu barnaláns og helsta
yndi Gísla seinustu æviárin var að
fylgjast með góðu gengi barna sinna
og barnabarna. Og einkar ánægju-
legt var að fylgjast með því hve vel
þau studdu hann og aðstoðuðu sein-
ustu mánuðina í veikindum hans.
Við sendum þeim og öðrum aðstand-
endum innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Gísla Guð-
jónssonar frá Kolsholti.
Svava og Óli Þ. Guðbjartsson.
Látinn er Gísli Guðjónsson pípu-
lagningameistari á Selfossi. Gísli
var frá Kolsholti í Villingaholts-
hreppi, sem heitir nú Flóahreppur,
oft var hann kenndur við þann bæ.
Fyrstu kynni mín af honum voru
þegar hann og Sigríður Magnús-
dóttir kona hans frá Flögu leigðu
hjá foreldrum mínum á Selfossi. Þá
var Gísli í Iðnskóla Selfoss, að læra
pípulagnir. Meistari hans var Sig-
urður Sófus Karlsson, sem starfaði í
Reykjavík. Eftir að Gísli hafði lokið
námi í pípulögnum fór hann að vinna
hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi,
og var þar verkstjóri, þangað til
verkstæðið var lagt niður. Eftir það
starfaði hann sjálfstætt við pípu-
lagnir. Á starfsferli Gísla var gíf-
urleg uppbygging og framfarir í
landinu. Þessi uppbygging var líka á
Selfossi og nærsveitum þar sem
starfsvettvangur Gísla var. Það var
umtalað hve duglegur og vinnusam-
ur Gísli var, hann sást seint og
snemma í vinnusloppnum, með
reykjarpípuna í munninum. Hann
var hjálpfús og fljótur til þegar
þurfti að laga eða leggja pípulagnir
hjá fólki. Gísli og Sigríður byggðu
tveggja hæða íbúðarhús á Eyrar-
vegi 16 á Selfossi ásamt systur Sig-
ríðar, Guðríði, og Jóni Hjartarsyni
eiginmanni hennar. Seinna byggðu
Sigríður og Gísli hús á Skólavöllum
5 á Selfossi og bjuggu þau þar æ síð-
an. Eftir að Sigríður kona hans lést
bjó hann þar einn. Börn hans hlúðu
vel að honum eftir að móðir þeirra
féll frá og fóru þau stundum með
honum til sólarlanda. Mér eru minn-
isstæðir bílarnir hans Gísla. Fyrsti
bíllinn sem ég sá hjá honum var
Dodge Weapon-herbíll. Síðan keypti
hann bláan Chevrolett-vörubíl, ár-
gerð 1946, X-391 er númerið á hon-
um. Gísli sagði mér að bíllinn hefði
kostað 18.000 kr. Þennan vörubíl
notaði Gísli í vinnu sinni árum sam-
an, bílnum hélt hann vel við og er
hann geymdur á býli Gríms mágs
hans í Króki. Mér fannst Gísli léttur
og skapgóður, einn samstarfsmaður
hans í mörg ár var Gestur Guð-
brandsson, þeir stríddu hvor öðrum
og hlógu svo að öllu saman. Oft vann
Gísli í miðstöðvarlögnum í húsi for-
eldra minna, og sjaldnast var pen-
ingagreiðsla tekin fyrir. Eitt síðasta
skiptið sem við hittumst hjálpaði
hann mér við að vatnstæma hitalögn
í gróðurhúsi í garði móður minnar
um haust, svo hitakerfið sem Gísli
hafði lagt frostspringi ekki. Þá var
Gísli að reykja pípu sína og sagði að
reykurinn skaðaði sig ekki því hann
sogaði reykinn ekki ofan í lungun
eins og flestir gera.
Ég votta börnum hans og fjöl-
skyldum þeirra samúð mína. Bless-
uð sé minning Gísla Guðjónssonar.
Pétur Kristjánsson
Gísli Guðjónsson
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir,
tengdafaðir, afi og bróðir,
ÁGÚST H. SIGURÐSSON,
Gútti,
verkstjóri
frá Bræðraborg, Fáskrúðsfirði,
Krummahólum 8,
sem lést laugardaginn 24. maí, verður jarðsunginn
mánudaginn 2. júní frá Bústaðakirkju kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Sigrún Júlíusdóttir,
Sigurður Ágústsson, Anna Björk Njálsdóttir,
Guðni Ágústsson, Nizel C. Agustsson,
Dagný Ágústsdóttir, Sævar Davíðsson,
Þóra Karólína Ágústsdóttir,
Ágúst Emanúel Rafnsson, Áslaug Halla Elvarsdóttir,
barnabörn
og systkini hins látna.