Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 147. TBL. 96. ÁRG. LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is BJÖRK Guðmundsdóttir, hljóm- sveitin Sigur Rós, Ólöf Arnalds og erlendir gestir munu koma fram á útitónleikum í Reykjavík laugar- daginn 28. júní næstkomandi. Ná- kvæm staðsetning tónleikanna verður kynnt síðar, en þeir verða haldnir til að vekja fólk til vitundar um umhverfismál á Íslandi. „Þótt hvorki ég né Sigur Rósar- menn séum einhverjir sérfræðing- ar um náttúruna, og engir stjórn- málamenn heldur, þá ferðumst við rosalega mikið og vitum mikið um ímynd Íslands erlendis, og hvað við erum aftarlega á merinni í þessum grænu málum,“ segir Björk um til- urð tónleikanna. „Ég fór til dæmis til Suður-Ameríku í tvo mánuði og þar sá maður fátæklinga í endur- vinnslu. Við megum ekki vera 30 árum á eftir, við verðum að vera samtaka í þessu, og helst ættum við auðvitað að vera fremst.“ Björk segir að verið sé að eyði- leggja ímynd Íslands með stöðugri fjölgun álvera hér á landi. „Ef það á að byggja álver í Helguvík verður það það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur til Íslands, og svo keyr- ir það framhjá Straumsvík. Það er bara verið að skjóta sig í fótinn og þetta er rosalega mótsagnakennt. Þetta er bæði slæmt fyrir framtíð okkar sem grænt land, en einnig upp á ferðamannaþjónustuna. Þetta er meira að segja slæmt fyrir okkur listamennina sem erum að ná árangri erlendis, það gengur mikið út á að við séum hrein, tengd náttúrunni og fleira í þeim dúr.“ Þurfum að hugsa grænt Björk segist hafa gengið með þá hugmynd í maganum nokkuð lengi að halda tónleika sem þessa á Ís- landi. „Ég hef verið að fylgjast með náttúrumálum milli landa, enda hef ég verið að túra að undanförnu. Ég hef viljað bíða þangað til ég gæti komið með eitthvert stærra inn- legg, en á einhvern annan hátt því mér hefur fundist fólk hérna heima hafa verið með svo fallega baráttu. Ég er kannski ekki eins fróð og þau, en ég get kannski komið með annað innlegg, og kynnt þetta svo- lítið erlendis. Ég ætla að fá Sigur Rós með mér í samstarf og við ætl- um líka að stofna vefsíðu þar sem við verðum með fræðslu frá bestu fræðimönnum sem við þekkjum, bæði erlendum og íslenskum, þar sem þeir kynna aðra kosti en álver. Við erum ekki á móti virkjunum, en það eru bara til svo margir aðrir góðir grænir kostir, eitthvað sem er uppbyggjandi í 100 eða 200 ár, en ekki eitthvað sem dugar bara í 20 eða 30 ár – og svo er ballið bú- ið.“ Björk segir mikilvægt að hafa já- kvæðnina að leiðarljósi í baráttu sem þessari. „Margir bardagar fyrir nátt- úrunni enda á því að verða mjög neikvæðir og fara út í skítkast. Við ætlum ekki út í það, við erum ekki að segja að þetta og hitt sé bannað, heldur frekar að spyrja „hvað með alla þessa þarna möguleika?“. 21. öldin verður ekki olíuöld heldur öld þegar við þurfum að endurvinna, hugsa grænt og hanna bæði virkj- anir og umhverfi okkar í samvinnu við náttúruna.“ Nánar verður sagt frá tónleik- unum þegar nær dregur. Björk og Sigur Rós með útitónleika í Reykjavík  Haldnir til að vekja fólk til vitundar um umhverfismál  „Erum að eyðileggja ímynd Íslands með stöðugri fjölgun álvera hér á landi“ segir Björk Morgunblaðið/Ómar Umhverfisvæn „Við megum ekki vera 30 árum á eftir,“ segir Björk. ÍBÚAR á svæðinu næst upptökum Suðurlandsskjálftans byrjuðu í gær að laga það sem hægt var að laga eftir hamfarir fimmtudagsins. Sum heimili sluppu mjög vel, á meðan allt fór á annan endann á öðr- um. Mörg hús eru talin ónýt. Á heimili Björns Sigurðssonar á Selfossi hafði nánast allt brotnað sem brotnað gat. Björn prísar sig samt sælan því dóttir hans og dótt- ursonur sluppu naumlega undan brakinu. Ættingjar, nágrannar og vinir hjálpast nú að við að koma öllu aftur í samt horf og samstaða og yf- irvegun einkennir andrúmsloftið í bæjarfélögunum á svæðinu. Margar sögur eru af fólki sem slapp naumlega frá stórslysi þegar skjálftinn reið yfir. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins fylgd- ust með því þegar uppbyggingin hófst í gær. Mörg hús eru talin ónýt Morgunblaðið/Golli Miðopna, 2, 8 og 11 ÁHYGGJUR AF RÚSSUM VIÐTAL VIÐ CONDOLEEZZU RICE FRÉTTIR >> 6 GLUNDROÐINN ER STUNDUM STÍLL DAGLEGT LÍF >> 24 LÍFIÐ ER LITAGLEÐI Sólarferð >> 48 Allir í leikhús Leikhúsin í landinu KARLMAÐUR á sjötugsaldri og tveggja og hálfs árs gamall drengur brenndust talsvert þegar eldur blossaði upp í húsbíl í Grindavík um kl. 22.00 í gærkvöldi. Þeir voru fluttir með sjúkrabifreið á Landspítalann. Barnið reyndist vera með meiri brunasár en maðurinn. Það var með nokkuð umfangsmikinn bruna, eink- um á höfði og höndum, og var lagt á gjörgæsludeild til frekari meðferðar. Maðurinn var við skikkanlega líðan, að sögn læknis. Að sögn lögreglunnar á Suður- nesjum virðist sem sprenging hafi orðið í húsbílnum þegar maðurinn og barnið voru að fara inn í hann. Björgunarsveitarmenn úr Grindavík komu fyrstir á vettvang og tókst þeim að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom. Þrír björgunarsveit- armenn voru fluttir á sjúkrahús með snert af reykeitrun. Málið er í rannsókn. Brenndust í sprengingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.