Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 19
MENNING
FAÐIR Jovica, serbneskur
listamaður sem er prestur í
serbnesku rétttrúnaðarkirkj-
unni, verður með sýningu á
íkonum í þremur kirkjum í
júní, í safnaðarheimili Háteigs-
kirkju, Skálholtskirkju og
Glerárkirkju á Akureyri.
Allir eru boðnir velkomnir á
opnun sýningarinnar í Há-
teigskirkju í dag, laugardag,
klukkan 12. Við það tækifæri verður flutt stutt lof-
gjörð á kirkjuslavnesku, ensku og íslensku. Sýn-
ingin þar stendur til 8. júní, opnar í Skálholti 9.
júní og stendur þar í viku. Fyrir norðan opnar hún
um miðjan júní.
Kirkjulist
Íkonar í þremur
kirkjum
Einn íkona Jovica
SÝNING á verkum Bjarna
Hinrikssonar verður opnuð í
sal Íslenskrar grafíkur, Graf-
íksafni Íslands, í dag laugardag
klukkan 14. Sýningin nefnist
Atlantik Diving og á henni eru
annarsvegar myndir unnar í
silkiþrykk og djúpþrykk, og
hinsvegar stafrænt prentaðar
myndir.
Að baki myndverkunum er
myndasaga sem enn er í smíðum, ferðasaga frá
sólareyjum við Afríku.
Bjarni Hinriksson lauk námi í myndasögugerð í
Frakklandi árið 1989. Síðan hefur hann fengist við
myndasögugerð og grafíska hönnun.
Myndlist
Myndasaga frá sól-
areyjum við Afríku
Bjarni Hinriksson
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
ÞETTA er atburður hins ófyrirséða
þannig að ég má ekki láta of mikið
uppi,“ segir Hulda Rós Guðnadóttir
um kynningu á verkefninu Díónýsíu
sem verður á Laugavegi 66 klukkan
18 í dag. Díónýsía er árlegur við-
burður þar sem hópar alþjóðlegra
lista- og fræðimanna starfa saman í
bæjum úti á landi.
„Díónýsía er hugsað sem fyr-
irbæri miðlunar þar sem skiptast á
staðbundin þekking og reynsla, í
ýmsum skilningi,“ segir Hulda Rós,
sem er forvígismaður Díónýsíu.
„Markmiðið er að brjóta niður hefð-
bundin mörk sem hafa skapað enn
djúpstæðari mörk í hugum okkar.
Unnið er í vinnustofum úti á landi,
þar sem fólk dvelur í tíu daga í fimm
til átta manna hópum. Áhersla er
lögð á vinnu með heimamönnum.
Við vorum í annað sinn í Borg-
arfirði eystra. Íbúarnir eru vanir því
að listamenn leiti á staðinn til að fá
ró frá skarkala heimsins, og leiti inn-
blásturs, en hafa ekki kynnst því áð-
ur að svo mikill áhugi sé á þeirra
þekkingu, reynslu og listsköpun.“
Í ár fór starf Díónýsíu einnig fram
á Hofsósi, í Vogum og Dalvík.
Margt líkt með fræði og listum
„Margt er líkt með fræði og list-
um,“ segir Hulda Rós. „Í hvoru-
tveggja er rannsóknaferli þó fram-
setningin geti verið mismunandi.
Fræði eru þó oft sett fram á mynd-
rænan hátt og list sem texti.“
Atburðurinn í dag er hugsaður
sem kynning fyrir íslenska lista-
menn, fræðimenn og hönnuði.
„Þarna verður allskonar skráning
á því sem hefur verið að gerast í vik-
unni, lifandi gjörningar og fleira.
Þátttakendur koma víða að, starfa
í ýmsum listgreinum, og það er alltaf
nokkuð ófyrirséð hvernig þau ná
saman og hvernig þau vinna með
heimamönnum á hverjum stað.“
Díónýsía er auglýst erlendis og
hér heima og getur fólk sótt um að
taka þátt. „Við fengum mjög mikið
af umsóknum frá útlöndum. En við
viljum fá fleiri umsóknir héðan.“
Afraksturinn spennandi
Hulda Rós segir að ritnefnd vinni
nú að undirbúningi bókar um verk-
efnið, þar sem listir og fræði mæt-
ast. Hún brosir þegar spurt er
hvernig gangi að fjármagna þetta
viðamikla verkefni. „Sveitarfélögin
eru aðal-styrktaraðilarnir, þau bjóða
gistingu og vinnuaðstöðu, fyrir utan
að tengja bæjarbúa við þá sem eru
að heimsækja bæina. Annars hefur
gengið erfiðlega að fá styrki hjá
menningarsjóðum í Reykjavík. Ég
veit ekki af hverju, því mörg hund-
ruð manns koma að þessu verkefni.
En ég hef mikla trú á þessu verk-
efni, afraksturinn er spennandi og
við höfum meðbyr frá þátttakendum
og bæjunum þar sem þeir dvelja.“
Díónýsía stendur í dag fyrir atburði hins ófyrirséða að Laugavegi 66
Brjóta niður mörk
Í hópunum sem hafa tekið þátt í Díónýsíu er fjölbreytilegur bræðingur
lista- og fræðimanna, enda ætlunin að skiptast á ólíkri þekkingu og
reynslu. Hér leika Frakkar á hljóðfæri við bræðsluna á Borgarfirði eystri.
Þekking í ýmsum skilningi
FYRIR fimm árum vakti það mikla
athygli og vandlætingu þegar
bresku listamennirnir Jake og Di-
nos Chapman keyptu 80 graf-
íkmyndir eftir Goya og teiknuðu
hvolpa og trúða inn á þær. Nú hafa
þeir endurtekið leikinn en ekki með
verk jafn virts listamanns. Bræð-
urnir keyptu 13 vatnslitamyndir
eftir Adolf Hitler á 115.000 pund,
um 18 milljónir króna, og hafa mál-
að á þær regnboga, brosandi andlit,
litríkar stjörnur og blóm. Verk sitt
kalla þeir If Hitler Had Been A
Hippie How Happy Would He Be.
Myndirnar 13 eru hluti af nýrri
sýningu Chapman-bræða í White
Cube galleríinu í London. Á sýning-
unni er einnig gríðarstórt verk sem
þeir kalla Fucking Hell, níu gler-
skápar sem raðað er upp þannig að
þeir mynda hakakross; í þeim gefur
að líta martraðarkenndar stríðs-
senur með þúsundum lítill fígúra
þar sem meðal annars er vísað til
framgöngu Þjóðverja í seinni heim-
styrjöldinni.
Bræðurnir segja vatnslitamyndir
Hitlers afar ómerkilegar; viðvan-
ingslegt drasl eins og finna megi í
skranbúðum víða um heim. „Þær
sýna bara að þetta var ekki góður
listamaður, og þær sýna heldur
ekki fram á að maðurinn yrði
hræðilegur harðstjóri,“ segir Jake
Chapman. Bræðurnir segjast hafa
gert myndir „betri með því að gera
þær verri.“
Máluðu ofan
í myndir
eftir Hitler
Chapmanbræður
skapa vítisverk
Víti Í verki Chapman-bræðranna má sjá
listamanninn Hitler að störfum.
NÝR tónleikastaður Fílharmóníu-
sveitar Berlínar eftir bruna í húsi
hljómsveitarinnar fyrir skömmu, er
Flugskýli 2 á Tempelhof flugvelli í
Berlín. „Í fína lagi,“ segir stjórn-
andinn Simon Rattle, „nema þegar
þyrlurnar fyrir utan taka á loft og
lenda.“
Fílharmónía
í flugskýli
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
ÞREMUR íslenskum myndlistar-
mönnum hefur verið boðið að taka
þátt í myndlistartvíæringnum Mani-
festa 7 í sumar sem haldinn verður í
Trentino-héraði í Suður-Týrol á
Ítalíu. Þetta eru Ragnar Kjartans-
son, Margrét H. Blöndal og Ólafur
Ólafsson (sem sýnir með hinni
spænsku Libiu Pérez de Siles de
Castro).
Þau munu sýna í borginni Rove-
reto, í hluta sem ber vinnutitilinn
Principle Hope undir sýningarstjórn
Adams Budak.
Í fyrra komu hingað til lands
fulltrúar frá Manifesta, funduðu
m.a. með íslensku listafólki og
stjórnendum listastofnana, fulltrú-
um menntamálaráðuneytis og borg-
ar. Budak kom stuttu síðar til lands-
ins og kynnti sér verk íslenskra
listamanna, hitti nokkra þeirra og
ákvað í kjölfarið að bjóða fyrr-
nefndum þremur til síns hluta Mani-
festa, að sögn Christian Schoen, for-
stöðumanns Kynningarmiðstöðvar
íslenskrar myndlistar, CIA.
„Hann starfar í Vín og er þekktur
alþjóðlega sem sýningarstjóri,“ seg-
ir Schoen um Budak. Hann sé afar
ánægður með að Íslendingarnir sýni
undir hans stjórn.
Milljón til verkefnisins
Miðstöðin veitti fyrir einum þrem-
ur vikum einnar milljónar króna
styrk til listamannanna þriggja (og
Libiu þar sem þau Ólafur starfa
saman að myndlist) vegna Mani-
festa. Tvíæringurinn hefst 19. júlí og
stendur til 2. nóvember.
Listamennirnir verða með þrjú
verk sérstaklega gerð með sýning-
arstaðinn í huga, „site-specific“ upp
á enskuna. Á vefsíðu Manifesta 7 er
hugmyndinni að baki sýningu Budak
í Rovereto lýst í löngu og býsna tor-
skildu máli. Í stuttu máli virðist hún
ganga út á að rannsaka mörk al-
menningsrýmis og einkarýmis og
losa um spennu milli nútímans og
hefðarinnar. Almenningsrými skoð-
að út frá kraftinum sem í því býr en
jafnframt veikleikanum sem fylgir
því að tilheyra hverjum sem er.
Ragnar Kjartansson var staddur í
leigubíl í Berlín í gær og sagðist
vera þessa dagana að æfa gjörninga-
innsetningarverk með Davíð Þór
Jónssyni tónlistarmanni sem þeir
unnu upp úr verkinu Dichterliebe
eftir Schumann. „Þýskur ljóða-
söngur, bara mjög elegant,“ út-
skýrir Ragnar. Verkið verði hálf-
gerð „Schumann-vél“.
Fyrst Guð, nú Schumann
Ragnar og Davíð Þór hafa áður
starfað saman, Davíð útsetti tónlist-
ina fyrir verkið „Guð“ sem Ragnar
er tilnefndur til Sjónlistaverð-
launanna fyrir. Ragnar segir Budak
hafa lagt einhverjar línur fyrir
sýninguna eins og gengur og gerist
og hann svo spunnið út frá því.
„Hann er dúndurkúrator þessi gæi,“
segir Ragnar eldhress, borgar leigu-
bílstjóranum og slær um sig á
þýskri tungu um leið. Enda ætlar
hann að kyrja ljóð á því fagra tungu-
máli.
Ragnar Kjartansson, Margrét Blöndal og Ólafur Ólafsson taka þátt í Manifesta 7 á Ítalíu
„Dúndur-kúrator
þessi gæi“
Guð Ragnar Kjartansson í myndbandsinnsetningunni Guð. Vinnur nú að
verki fyrir Manifesta með Davíð Þór Jónssyni tónlistarmanni.
Vefsíða Manifesta 7:
www.manifesta7.it.
Í HNOTSKURN
» Díónýsía er árlegur við-burður þar sem alþjóð-
legur hópur lista- og fræði-
manna vinnur í völdum
bæjum.
» Síðustu vikuna hafa hóparunnið í vinnustofum í Vog-
um, á Dalvík, á Hofsósi og á
Borgarfirði eystra.
» Meðal þátttakenda erudómarar úr myndlista-
keppni, sýningastjórar, nemar,
galleríeigendur, gjörninga-
listamenn og tónlistarmenn.
» Á „atburði hins ófyr-irséða“ að Laugavegi 66
klukkan 18 í dag verða sýndar
heimildir, gjörningar og fleira
frá starfi hópanna síðustu
daga.
» Markmiðið með Díónýsíuer að brjóta niður hefð-
bundin mörk lista og fræða.
♦♦♦
SKOVBO, ljósmyndasýning
dansk-bandaríska listamanns-
ins Viggos Mortensen, verður
opnuð í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur í Grófarhúsinu í
dag klukkan 14. Heiti sýning-
arinnar vísar í efni myndanna,
tré og skóga.
Mortensen hefur ákveðið að
stilla verði myndverkanna
mjög í hóf og rennur andvirði
seldra verka til Náttúruverndarsamtaka íslands.
Viggo Mortensen kemur víða við í listinni; sem-
ur ljóð, málar, tekur ljósmyndir og semur tónlist.
Kunnastur er hann þó sem kvikmyndaleikari og
var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna í fyrra.
Ljósmyndun
Skógarmyndir
Viggos Mortensen
Viggo Mortensen