Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til 20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða. Stóra sviðið Ástin er diskó - lífið er pönk Lau 31/5 kl. 20:00 Ö Fös 6/6 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 Ath. pönkað málfar Gaukshreiðrið Athyglisverðasta áhugasýningin 2007/2008 Kúlan Skoppa og Skrítla í söngleik Lau 31/5 kl. 11:00 U Lau 31/5 kl. 12:15 Ö Sun 1/6 kl. 11:00 U Sun 1/6 kl. 12:15 Ö Sun 1/6 kl. 14:00 Ö síðasta sýn. Síðustu sýningar! Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Dauðasyndirnar-guðdómlegur gleðileikur (Litla sviðið) Lau 31/5 kl. 20:00 U Sun 1/6 kl. 20:00 U Fim 5/6 kl. 20:00 U Fös 6/6 kl. 20:00 Ö Lau 14/6 kl. 20:00 Sun 15/6 kl. 20:00 síðasta sýn. Takamarkaður sýningarfjöldi Gítarleikararnir (Litla sviðið) Aukasýning 4.júní Kommúnan (Stóra sviðið) Aðeins sýnt í mai LADDI 6-TUGUR (Stóra svið) Sun 1/6 kl. 20:00 Mið 4/6 kl. 20:00 síðasta sýn. Síðasta sýning 4.júní. Sumarnámskeið Sönglistar Mán 16/6 kl. 10:00 Mán 23/6 kl. 10:00 Mán 30/6 kl. 10:00 Mán 7/7 kl. 10:00 Mán 14/7 kl. 10:00 Mán 21/7 kl. 10:00 Hvert námskeið er ein vika Útgáfu tónleikar Bubba Morthens (Stóra sviðið) Leikfélag Akureyrar 460 0200 | midasala@leikfelag.is Wake me up - LeikhópurinnBRAVÓ (Samkomuhúsið) Sun 1/6 aukas kl. 20:00 U Alveg brilljant skilnaður (Samkomuhúsið) Lau 31/5 aukas kl. 19:00 U Lau 31/5 aukas kl. 22:00 Ö Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Mammamamma (Hafnarfjarðarleikhúsið) Sun 1/6 kl. 20:00 Ö síðasta sýn. síðustu sýningar Möguleikhúsið 5622669 / 8971813 | moguleikhusid@moguleikhusid.is Langafi prakkari (Möguleikhúsið/ferðasýning) Sun 1/6 kl. 14:00 F þingborg Lau 7/6 kl. 14:30 F Frú Norma 4711166 | norma@frunorma.is Soffía mús á tímaflakki (Sláturhús - Menningarsetur ) Lau 14/6 frums. kl. 16:00 F Sun 15/6 kl. 16:00 F Þri 17/6 kl. 16:00 F Þri 17/6 kl. 18:00 F Fim 19/6 kl. 18:00 F Verkið er sýnt í Sláturhúsinu - Menningarsetur, við Kaupvang, Egilsstöðum Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Þorkell Sigurbjörnsson - Afmælistónleikar Mið 4/6 kl. 20:00 Iðnó 562 9700 | idno@xnet.is Hvanndalsbræður Tónleikar Fös 13/6 kl. 21:00 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is Saga til næsta bæjar (Á Sögulofti) Sun 1/6 kl. 20:00 draugasögur Sun 8/6 kl. 20:00 lífsreynslusögur Sun 15/6 kl. 20:00 gamansögur Sun 22/6 kl. 20:00 úrslitakvöld Landskeppni sagnamann BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 31/5 kl. 15:00 U Lau 31/5 aukas. kl. 20:00 Sun 1/6 aukas. kl. 15:00 Fim 5/6 aukas. kl. 15:00 Fim 5/6 aukas. kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 15:00 Lau 14/6 kl. 20:00 Sun 15/6 kl. 16:00 Lau 28/6 kl. 15:00 Lau 28/6 kl. 20:00 Þrjár tilnefningar til Grímunnar Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Lau 7/6 kl. 20:00 U Sun 8/6 kl. 16:00 U Lau 14/6 kl. 15:00 U Lau 21/6 kl. 15:00 U Lau 21/6 kl. 20:00 U Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Act alone á Ísafirði (Hamrar/Edinborgarhúsið) Mið 2/7 kl. 20:00 steinn steinarr/búlúlala - öldin hans steins Fim 3/7 kl. 12:00 örvænting, það kostar ekkert að tala í gsm hjá guði, álfar, tröll og ósköpin öll, kínki skemmtikraftur að sunnan, lífið hans leifs, englar í snjónum Fös 4/7 kl. 12:00 munir og minjar, súsan baðar sig, ég bið að heilsa, sinfóníuhljómsveit sex strengja, fragile, aðventa Lau 5/7 kl. 13:00 eldfærin, jói, langbrók, blúskonan einleikinn blúsverkur, völuspá, superhero Sun 6/7 kl. 14:00 chick with a trick, vestfirskir einfarar, aðrir sálmar Leiklistarhátíð Búlúlala - Öldin hans Steins (Tjöruhúsið Ísafirði/Ferðasýning) Lau 21/6 kl. 20:00 F snjáfjallasetur Forleikur (Hótel Ísafjörður/Ferðasýning) Fös 6/6 kl. 21:00 einarshús bolungarvík Lau 7/6 kl. 21:00 vagninn flateyri Pétur og Einar (EinarshúsBolungarvík) Lau 31/5 frums. kl. 16:00 Sun 1/6 kl. 16:00 Lau 7/6 kl. 20:00 Fim 19/6 kl. 20:00  Vináttulandsleikur Íslands og Wales fór fram á Laugardalsvelli á miðvikudaginn. Frammistaða ís- lenska liðsins þótti ekki upp á marga fiska en sama verður ekki sagt um frammistöðu söngkon- unnar Védísar Hervarar sem söng þjóðsöngva þjóðanna áður en leikar hófust. Védís afgreiddi íslenska þjóðsönginn eins og sönnum at- vinnumanni sæmir en meiri athygli vakti túlkun hennar á velska söngn- um sem er að sjálfsögðu sunginn á móðurmáli Wales-búa. Velskan hef- ur löngum þótt sérstakt tungumál, ekki síst með tilliti til sam- hljóðaklasa sem oft má finna í tungumálinu og erfiðs framburðar. Svo góðum tökum náði Védís Her- vör á ljóðlínum þjóðsöngsins að á eftir vatt sér að henni liðsmaður velska hópsins og hóf að þakka henni fyrir á velsku, fullviss þess að Védís væri hálf-velsk. Eini ljósi punktur landsleiksins  Ekki er laust við að töluvert von- leysi ríki á tónleikamarkaðnum um þessar mundir. Nú í vikunni var sagt frá því mikla tapi sem varð á Bítlatónleikunum í Háskólabíói í mars en fjöldi hljóðfæraleikara hef- ur enn ekki fengið greitt fyrir vinnu sína. Dræm miðasala mun vera á tónleika Paul Simon og fróð- legt verður að sjá hvernig tónleikar James Blunt í Höllinni um miðjan næsta mánuði fara, en dýrustu sæt- in kosta tæpar 15 þúsund krónur. Smærri tónleikahaldarar hafa átt auðveldara með að bregðast hratt við harðnandi árferði og/eða of- framboði á markaðnum og dæmi eru um að dansleikir með erlendum skífuþeyturum hafi verið blásnir af með mjög stuttum fyrirvara vegna dræmrar miðasölu. Tónleikahald í öldudal ÞAÐ ER heilmikið um íslenskt „vörupot“ (e. product placement) í kvikmyndinni Journey to the Cent- er of the Earth 3D, sem íslenska leikkonan Anita Briem fer með eitt aðalhlutverka í. Með product place- ment er átt við að vörur og vöru- merki sjást í mynd með áberandi hætti. Áður hefur verið sagt frá því að 66°Norður hafi komið vörum inn í myndina en við má bæta að Ice- landair er jafnframt vel staðsett. Bláa lónið og Iceland Spring drykkjarvatnið eru með í markaðs- herferð í kringum myndina en vörur þeirra birtast þó ekki í myndinni. Iceland Naturally bauð leikstjóra myndarinnar, Eric Brevig, til Ís- lands í fyrra og ákvað Walden Media í kjölfarið að senda hóp hing- að til að taka upp upphafsatriði myndarinnar. Þetta markaðs- setningarverkefni varð því í raun til þess að hluti myndarinnar var tek- inn upp hér. Iceland Naturally er samstarfs- verkefni ríkisins og 13 fyrirtækja sem eiga hagsmuna að gæta á mörkuðum N-Ameríku og var það þeirra verk, í samvinnu við Film in Iceland, að koma á samstarfi við kvikmyndafyrirtækið Walden Media sem framleiðir kvikmyndina, þróa hugmyndina og koma á sam- starfi við íslensku fyrirtækin. Ísland staðsett Film in Iceland og Iceland Nat- urally höfðu samband við fjölmörg fyrirtæki til að fá íslenskar vörur og voru þær notaðar við tökur í kvik- myndaveri í Kanada. Tilgangurinn var sá að staðsetja vörumerki og Ís- land frekar í myndinni með tökum á Íslandi, kynna Ísland og samstarfs- aðila í gegnum markaðsvinnu í kringum myndina og vinna með Walden Media í kynningu fyrir skóla. Iceland Naturally (IN) vinnur nú með fyrrnefndum, íslenskum fyr- irtækjum að kynningu á kvikmynd- inni með Warner Bros. sem sér um markaðsmál fyrir myndina. IN leggur til vinninga í kynning- arherferðum sem verða m.a. á vef- síðunum Google og YouTube. Auk þess stendur til að kynna myndina í stórverslunum Wal-Mart og Best Buy, í 1.500 búðum Dippin Dot ís- keðjunnar AMT-RAK lestafyr- irtækinu auk markaðsherferða á fjórum markaðssvæðum: New York, Los Angeles, Boston og Orlando auk Kanada. Þá verður 25 blaða- mönnum einnig boðið til Íslands. Ævintýraflug Icelandair býður auk þessa upp á og auglýsir ferðir til Íslands tengd- ar myndinni. Að sögn Hlyns Guð- jónssonar, viðskiptafulltrúa hjá Að- alræðismannaskrifstofu Íslands í New York, er þetta stórt tækifæri fyrir Ísland og fyrirtækin sem koma að þessu. Það sé ekki á hverjum degi sem verkefni af þessu tagi komi upp á borð. Framlag IN sé óverulegt miðað við þann markaðs- aðgang sem fyrirtækin fái til að kynna Ísland í N-Ameríku og kostn- aðinn sem samstarfsaðilar leggi í markaðsstarfið. Journey to the Center of the Earth 3D verður frumsýnd 11. júlí n.k. í Bandaríkjunum. Íslenskar vörur í Hollywoodmynd Ljósmynd/ Sebastien Raymond 66°Norður Eins og sjá má er Anita hlýlega klædd íslenskri flík frá 66°Norður í myndinni. Hér sést hún með Brend- an Fraser og Josh Hutchers. Icelandair, Bláa lónið og Iceland Naturally taka svo þátt í markaðsherferðinni. Icelandair, 66°Norður, Bláa lónið og Iceland Spring taka þátt í mark- aðsherferðum sem tengjast Journey to the Center of the Earth 3D STUTTMYNDIN „Hux“ eftir Arnar Már Brynjarsson hlaut fyrstu verð- laun á Stuttmyndadögum í Reykja- vík sem lauk í fyrradag. Yfir 40 stuttmyndir bárust samkeppninnni sem var haldin í 12 skiptið. Í öðru sæti hafnaði myndin „Monsieur Hyde“ eftir Veru Sölvadóttur en í þriðja sæti var „Post it“ eftir Hlyn Pálmason. Sérstök áhorfendaverð- laun komu svo í hlut „Uniform Sierra“ eftir Sigríði Soffíu Níels- dóttur Hátíðin fór að þessu sinni fram í Kringlubíói. Hátíðin er keppni um bestu stuttmyndina og voru veitt þrenn verðlaun fyrir bestu mynd- irnar, 100.000 kr. fyrir fyrsta sætið, 75.000 kr. fyrir annað sætið og 50.000 kr. fyrir þriðja sætið. Í dóm- nefnd sátu Marteinn Þórsson, Gunnar B. Guðmundsson, og Jó- hann Ævar Grímsson. Verðlauna- myndin tekur þátt í Short Film Cor- ner á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2009. Hux sigraði á Stuttmyndadögum Stutt Veggspjald Stuttmyndadaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.