Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR M annslíkaminn er 80 prósent vatn. Svo var mér kennt í barna- skóla. Ég skildi aldrei al- mennilega hvernig þetta gat staðist. Ég meina, holdið og beinin og líffærin og höfuðið og sjálfið: var ég bara vökvi? En ég skrifaði þetta samvisku- samlega niður og lærði sem barn: Mannslíkaminn er 80% vatn. Það er margt annað í heiminum sem er 80 prósent. Einhvers staðar las ég til dæmis að kjúklingar í Dan- mörku séu 80% kjöt og 20% vatn og að kjöt á ýmsum stöðum öðrum sé 80% hreint og 20% sýkt. Eitthvað svo- leiðis. Og gott ef ekki margar umönn- unarstéttir landsins, kvennastéttir, sem halda uppi heilbrigðis- og velferð- arstofnunum landsins, vinni 80% vinnu á slítandi vöktum. Umönnunarstéttum var einmitt lof- að langtum betri kjörum fyrir síðustu kosningar. Það var meira að segja eitt fárra loforða sem skilaði sér inn í út- vatnaðan stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar: Laun umönnunarstétta skyldu leiðrétt. Nú veit ég ekki hvernig allt þetta hefur verið reiknað inn í formúluna, en í kringum eins árs afmælið sitt á dögunum lét ríkisstjórnin þau boð út ganga að það hefði ekki tekið hana nema eitt ár að uppfylla eða svo gott sem 80% af stjórnarsáttmálanum. Svona yfirlýsing hljómar vissulega eins og einhver eins árs standi á bak- við hana. Finnið þið, lesendur góðir, fyrir þessum 80% efndum? Eða eruð þið kannski í 20% hópnum, rétt eins og umönnunarstéttirnar, ungt fólk á hús- næðismarkaði, ellilífeyrisþegar, Þjórsá – og allir hinir? Ég hef verið að reyna að finna út hvernig ríkisstjórnin komst að þessari niðurstöðu í reikningum efndanna. Ég hef þrengt niðurstöðuna niður í nokkra valmöguleika: a) Leikskólakrökkunum sem boðið var að borða súkkulaðiköku í Ráð- herrabústaðnum á eins árs afmælinu var fengið það verkefni að reikna þetta út fyrir ríkisstjórnina. Þau eru ekki komin lengra í prósentureikningi. b) Ef ríkisstjórnin sjálf reiknaði þetta út þá kann hún ekki að reikna. Eitt ár er þá feikinóg á valdastólum og kominn tími á öldungadeildina. c) Ríkisstjórnin veit að þetta stenst ekki en finnst smart að gefa svona yf- irlýsingu út á afmælinu og veit að enginn flettir raunveruleikanum upp. d) Stjórnarsáttmálinn var einhver sá útvatnaðasti í sögunni (80% vatn) og því hefur það takmarkaða þýðingu að lýsa því yfir að 80% sáttmálans hafi verið efnd, í yfirlýsingu sem er 80% útþynnt. Eitt af því sem ég hafði persónu- lega gaman af í stjórnarsáttmálanum var að ríkisstjórnin boðaði að Askja og Hveravellir skyldu friðuð. Askja var friðuð árið 1978 og Hveravellir ár- ið 1960. Þau stórvirki fyrri ára hljóta að koma sterk inn í yfirstandandi út- reikningi 80 prósentanna og vega upp á móti hinu. Þegar stjórnarsáttmálanum var hespað af á óvanalega stuttum tíma voru fáir sem nenntu að fara í saum- ana á honum. Það var einfaldlega öll- um svo létt að sjá ný andlit við stjórn- völinn. Meira að segja þeirri sem hér skrifar var létt. Núna hlyti nýr með- reiðarsveinn Sjálfstæðisflokksins að vilja koma inn af stökum metnaði, ferskleika og festu – og eitthvað hlyti þó að breytast til muna. Loforðin og auglýsingarnar dundu á landsmönnum vikum saman fyrir kosningar – og tútnuðu alveg sér- staklega út hjá Samfylkingunni. Lof- orðin voru svo meira eða minna horfin þegar stjórnarsáttmálinn leit dagsins ljós, þremur vikum síðar. Eitt stærsta málið í kosningabarátt- unni var ábyrg efnahagsstjórn. Lofað var alvöru aðgerðum til að koma á efnahagslegum stöðugleika og bæta hagstjórnina í landinu. Mesta verðbólga sem mælst hefur í nær 20 ár, hæstu vextir í heimi, lam- andi viðskiptahalli, skuldasöfnun og óstöðugleiki og fullkomið aðgerðaleysi PISTILL » Þegar stjórnarsáttmál- anum var hespað af á óvanalega stuttum tíma voru fáir sem nenntu að fara í saumana á honum. Það var einfaldlega öllum svo létt að sjá ný andlit … Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir Ert þú líka 80 prósent? ríkisstjórnarinnar allt síðasta ár: Hvernig reiknast þetta inn í prósentur framkvæmdanna? Útvötnuðum prósentum fylgja hins vegar líka góðar hliðar, eins og Árni Þór Sigurðsson benti á í þinginu í vik- unni. Á einu ári er ríkisstjórnin að eigin sögn búin með 80% starfa síns. Samkvæmt þessu getur hún þá farið frá eftir 3 mánuði, stolt og hreykin, búin að skila sínu. Þá getur hún boðið í 100% afmæli og farið á eftirlaun. Það er vissulega dýrt að setja þessa ríkisstjórn á eftirlaun, eins og einnig var bent á í vikunni, en það er samt eitt af því sem þjóðin þarf á að halda. Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Guðfríður Lilja Gréttarsdóttir les pist- ilinn HLJÓÐVARP mbl.is Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÞEGAR við tölum við bandamenn okkar fjöllum við ekki eingöngu um auðlindirnar [á norðurslóðum] held- ur einnig ýmsar aðgerðir Rússa þar. Okkur er kunnugt um þessar aðgerð- ir, ræðum um þær við Rússa og höf- um bent þeim á að þær bæti ekki ástandið,“ sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráð- herra í Reykjavík í gær. Rice kom við á Íslandi í gærmorg- un á leið sinni frá Svíþjóð þar sem hún sótti fund um málefni Íraks. Ráðherrann átti viðræður við Ingi- björgu Sólrúnu í Höfða eftir að Ólaf- ur F. Magnússon borgarstjóri hafði boðið hana velkomna og sýnt henni húsið. Síðan snæddi Rice hádegis- verð með Geir H. Haarde forsætis- ráðherra í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu áður en hún hélt för sinni áfram vestur um haf síðdegis. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar áttu ráðherrarnir viðræður um margvís- leg alþjóðamál á borð við Afganistan og Miðausturlönd, einnig valdeflingu kvenna í heiminum, efni sem væri þeim báðum hugleikið. Íslendingar myndu leggja fram fé til að koma á fót vefsíðu sem yrði notuð til að efla samskipti Hóps leiðtoga úr röðum kvenna, samtaka sem Rice stofnaði fyrir nokkrum árum. Rice sagði að samskipti Bandaríkj- anna og Íslands byggðust á sameig- inlegum gildum. Varnarsamstarfið hefði verið nútímavætt með því að Ís- lendingar hefðu sjálfir tekið yfir eigin varnir en Bandaríkin hefðu ítrekað með ótvíræðum hætti að þau myndu áfram efna skuldbindingar sínar um að tryggja öryggi landsins. NATO- ríki hefðu tekið að sér eftirlit með loftrými Íslands, Frakkar væru nú með flugvélar hér og Bandaríkja- menn myndu senda sína flugsveit í haust. „Við höfum rætt um Afganistan og mikilvægt framlag Íslendinga þar. Ég met mikils þá ákvörðun ykkar að endurskoða stöðugt framlag ykkar þar í landi. Atlantshafsbandalagið hefur gert átakið í Afganistan einn af helstu þáttunum í þeirri stefnu sinni að víkka út varnarsvæði sitt. Ákveðið var á fundi NATO í Búkarest að sinna málefnum Afganistans til langs tíma. Afgönsku þjóðinni var heitið að þar yrði byggt upp traust og gott lýð- ræðisríki. Ríki sem aldrei framar yrði bækistöð hryðjuverkamanna.“ Valdefling kvenna lykilatriði Hún ræddi valdeflingu kvenna í heiminum, hún væri grundvallarat- riði, ekkert samfélag gæti virkað sem skyldi ef helmingur þess væri á ein- hvern hátt sviptur hlutdeild í ákvörð- unum þess. En þannig væri ástandið því miður í stórum hluta heimsins. Morgunblaðið minnti Rice á mikl- ar umræður um olíu á hafsbotni á norðurslóðum og árásargjörn um- mæli og hátterni Rússa á svæðinu að undanförnu. Hún var spurð hvort vænta mætti aukins áhuga meðal ráðamanna í Washington á öryggis- málum á norðurslóðum. „Bandaríkin hafa áhyggjur að því sem er að gerast á norðurslóðum,“ svaraði ráðherrann. „Ég ræddi þessi mál ítarlega við norska ráðherra þeg- ar ég var nýlega í Ósló og fyrir nokkrum dögum var fundur á Græn- landi í Heimskautaráðinu í boði Dana. Þar var aðstoðarutanríkisráð- herra okkar, John Negroponte, með- al fulltrúa. Það er ákveðin spenna vegna auð- lindanna á norðurslóðum. Við Banda- ríkjamenn leggjum þunga áherslu á að virða beri alþjóðalög á svæðinu og þarna ætti alls ekki að vera svæði sem menn deildu hart um. Norður- slóðir gætu reyndar orðið svæði sam- starfs. Við hugum vandlega að þess- um málum og ég hlakka til að sjá skýrslu Negroponte um fund Heim- skautaráðsins,“ sagði Condoleezza Rice. Morgunblaðið/G.Rúnar Gaman að sjá þig! Geir H. Haarde forsætisráðherra heilsar Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með virktum við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í Reykjavík áður en sest var að snæðingi í gær. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af stefnu Rússa á norðurslóðum Condoleezza Rice segir skuldbind- ingar um varnir Íslands í fullu gildi Sögufrægt hús Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Condoleezza Rice í Höfða. Ljósmynd/Gunnar Vigfússon „ÉG kynnti fyrir Rice ályktun Al- þingis frá því í gær, sem samþykkt var einróma, um Guantanamo- búðirnar,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í gær á blaðamanna- fundinum í Höfða með bandaríska utanríkisráðherranum. Í þings- ályktuninni eru Bandaríkjamenn hvattir til að loka þegar í stað búð- unum. „Alþingi fordæmir ómann- úðlega meðferð á föngum í búðum Bandaríkjamanna í Guantanamo- flóa á Kúbu og felur ríkisstjórninni að koma þeirri afstöðu á framfæri við bandarísk stjórnvöld,“ segir í tillögunni. „Við ræddum þetta mál og utan- ríkisráðherrann afhenti mér álykt- unina,“ sagði Rice aðspurð á blaða- mannafundinum. „Ég andmæli því kröftuglega að verið sé að brjóta mannréttindi í Guantanamo, eins og gefið er í skyn í ályktuninni. Forsetinn [George W. Bush] kysi sjálfur að geta lokað þessum búðum en vandinn er hvað gera skuli við hættulega menn á staðnum. Bandaríkin hafa reynt að senda mennina aftur til landanna sem þeir koma frá og það hefur oft tek- ist. Því miður eru dæmi um að þess- ir sömu menn hafi aftur staðið and- spænis okkur á vígvellinum. Nýlegt dæmi er maður sem látinn var laus en tók síðar þátt í sprengjuárás í Írak þar sem saklausir Írakar létu lífið. Okkur ber líka skylda til að sjá til þess að mönnum, sem eru í Gu- antanamo vegna hryðjuverka sem þeir hafa framið, sé ekki sleppt lausum á almenning. Ég mæli eindregið með því að áð- ur en fólk kveði upp dóma um Gu- antanamo kynni það sér skýrslu sem þingmannanefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, gerði. Það yrði athyglisverð lesning fyrir þingmenn ykkar og ég mun afhenda ykkur hana,“ sagði Condo- leezza Rice. Segir mann- réttindi ekki brotin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.