Morgunblaðið - 31.05.2008, Síða 6

Morgunblaðið - 31.05.2008, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR M annslíkaminn er 80 prósent vatn. Svo var mér kennt í barna- skóla. Ég skildi aldrei al- mennilega hvernig þetta gat staðist. Ég meina, holdið og beinin og líffærin og höfuðið og sjálfið: var ég bara vökvi? En ég skrifaði þetta samvisku- samlega niður og lærði sem barn: Mannslíkaminn er 80% vatn. Það er margt annað í heiminum sem er 80 prósent. Einhvers staðar las ég til dæmis að kjúklingar í Dan- mörku séu 80% kjöt og 20% vatn og að kjöt á ýmsum stöðum öðrum sé 80% hreint og 20% sýkt. Eitthvað svo- leiðis. Og gott ef ekki margar umönn- unarstéttir landsins, kvennastéttir, sem halda uppi heilbrigðis- og velferð- arstofnunum landsins, vinni 80% vinnu á slítandi vöktum. Umönnunarstéttum var einmitt lof- að langtum betri kjörum fyrir síðustu kosningar. Það var meira að segja eitt fárra loforða sem skilaði sér inn í út- vatnaðan stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar: Laun umönnunarstétta skyldu leiðrétt. Nú veit ég ekki hvernig allt þetta hefur verið reiknað inn í formúluna, en í kringum eins árs afmælið sitt á dögunum lét ríkisstjórnin þau boð út ganga að það hefði ekki tekið hana nema eitt ár að uppfylla eða svo gott sem 80% af stjórnarsáttmálanum. Svona yfirlýsing hljómar vissulega eins og einhver eins árs standi á bak- við hana. Finnið þið, lesendur góðir, fyrir þessum 80% efndum? Eða eruð þið kannski í 20% hópnum, rétt eins og umönnunarstéttirnar, ungt fólk á hús- næðismarkaði, ellilífeyrisþegar, Þjórsá – og allir hinir? Ég hef verið að reyna að finna út hvernig ríkisstjórnin komst að þessari niðurstöðu í reikningum efndanna. Ég hef þrengt niðurstöðuna niður í nokkra valmöguleika: a) Leikskólakrökkunum sem boðið var að borða súkkulaðiköku í Ráð- herrabústaðnum á eins árs afmælinu var fengið það verkefni að reikna þetta út fyrir ríkisstjórnina. Þau eru ekki komin lengra í prósentureikningi. b) Ef ríkisstjórnin sjálf reiknaði þetta út þá kann hún ekki að reikna. Eitt ár er þá feikinóg á valdastólum og kominn tími á öldungadeildina. c) Ríkisstjórnin veit að þetta stenst ekki en finnst smart að gefa svona yf- irlýsingu út á afmælinu og veit að enginn flettir raunveruleikanum upp. d) Stjórnarsáttmálinn var einhver sá útvatnaðasti í sögunni (80% vatn) og því hefur það takmarkaða þýðingu að lýsa því yfir að 80% sáttmálans hafi verið efnd, í yfirlýsingu sem er 80% útþynnt. Eitt af því sem ég hafði persónu- lega gaman af í stjórnarsáttmálanum var að ríkisstjórnin boðaði að Askja og Hveravellir skyldu friðuð. Askja var friðuð árið 1978 og Hveravellir ár- ið 1960. Þau stórvirki fyrri ára hljóta að koma sterk inn í yfirstandandi út- reikningi 80 prósentanna og vega upp á móti hinu. Þegar stjórnarsáttmálanum var hespað af á óvanalega stuttum tíma voru fáir sem nenntu að fara í saum- ana á honum. Það var einfaldlega öll- um svo létt að sjá ný andlit við stjórn- völinn. Meira að segja þeirri sem hér skrifar var létt. Núna hlyti nýr með- reiðarsveinn Sjálfstæðisflokksins að vilja koma inn af stökum metnaði, ferskleika og festu – og eitthvað hlyti þó að breytast til muna. Loforðin og auglýsingarnar dundu á landsmönnum vikum saman fyrir kosningar – og tútnuðu alveg sér- staklega út hjá Samfylkingunni. Lof- orðin voru svo meira eða minna horfin þegar stjórnarsáttmálinn leit dagsins ljós, þremur vikum síðar. Eitt stærsta málið í kosningabarátt- unni var ábyrg efnahagsstjórn. Lofað var alvöru aðgerðum til að koma á efnahagslegum stöðugleika og bæta hagstjórnina í landinu. Mesta verðbólga sem mælst hefur í nær 20 ár, hæstu vextir í heimi, lam- andi viðskiptahalli, skuldasöfnun og óstöðugleiki og fullkomið aðgerðaleysi PISTILL » Þegar stjórnarsáttmál- anum var hespað af á óvanalega stuttum tíma voru fáir sem nenntu að fara í saumana á honum. Það var einfaldlega öllum svo létt að sjá ný andlit … Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir Ert þú líka 80 prósent? ríkisstjórnarinnar allt síðasta ár: Hvernig reiknast þetta inn í prósentur framkvæmdanna? Útvötnuðum prósentum fylgja hins vegar líka góðar hliðar, eins og Árni Þór Sigurðsson benti á í þinginu í vik- unni. Á einu ári er ríkisstjórnin að eigin sögn búin með 80% starfa síns. Samkvæmt þessu getur hún þá farið frá eftir 3 mánuði, stolt og hreykin, búin að skila sínu. Þá getur hún boðið í 100% afmæli og farið á eftirlaun. Það er vissulega dýrt að setja þessa ríkisstjórn á eftirlaun, eins og einnig var bent á í vikunni, en það er samt eitt af því sem þjóðin þarf á að halda. Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Guðfríður Lilja Gréttarsdóttir les pist- ilinn HLJÓÐVARP mbl.is Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÞEGAR við tölum við bandamenn okkar fjöllum við ekki eingöngu um auðlindirnar [á norðurslóðum] held- ur einnig ýmsar aðgerðir Rússa þar. Okkur er kunnugt um þessar aðgerð- ir, ræðum um þær við Rússa og höf- um bent þeim á að þær bæti ekki ástandið,“ sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráð- herra í Reykjavík í gær. Rice kom við á Íslandi í gærmorg- un á leið sinni frá Svíþjóð þar sem hún sótti fund um málefni Íraks. Ráðherrann átti viðræður við Ingi- björgu Sólrúnu í Höfða eftir að Ólaf- ur F. Magnússon borgarstjóri hafði boðið hana velkomna og sýnt henni húsið. Síðan snæddi Rice hádegis- verð með Geir H. Haarde forsætis- ráðherra í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu áður en hún hélt för sinni áfram vestur um haf síðdegis. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar áttu ráðherrarnir viðræður um margvís- leg alþjóðamál á borð við Afganistan og Miðausturlönd, einnig valdeflingu kvenna í heiminum, efni sem væri þeim báðum hugleikið. Íslendingar myndu leggja fram fé til að koma á fót vefsíðu sem yrði notuð til að efla samskipti Hóps leiðtoga úr röðum kvenna, samtaka sem Rice stofnaði fyrir nokkrum árum. Rice sagði að samskipti Bandaríkj- anna og Íslands byggðust á sameig- inlegum gildum. Varnarsamstarfið hefði verið nútímavætt með því að Ís- lendingar hefðu sjálfir tekið yfir eigin varnir en Bandaríkin hefðu ítrekað með ótvíræðum hætti að þau myndu áfram efna skuldbindingar sínar um að tryggja öryggi landsins. NATO- ríki hefðu tekið að sér eftirlit með loftrými Íslands, Frakkar væru nú með flugvélar hér og Bandaríkja- menn myndu senda sína flugsveit í haust. „Við höfum rætt um Afganistan og mikilvægt framlag Íslendinga þar. Ég met mikils þá ákvörðun ykkar að endurskoða stöðugt framlag ykkar þar í landi. Atlantshafsbandalagið hefur gert átakið í Afganistan einn af helstu þáttunum í þeirri stefnu sinni að víkka út varnarsvæði sitt. Ákveðið var á fundi NATO í Búkarest að sinna málefnum Afganistans til langs tíma. Afgönsku þjóðinni var heitið að þar yrði byggt upp traust og gott lýð- ræðisríki. Ríki sem aldrei framar yrði bækistöð hryðjuverkamanna.“ Valdefling kvenna lykilatriði Hún ræddi valdeflingu kvenna í heiminum, hún væri grundvallarat- riði, ekkert samfélag gæti virkað sem skyldi ef helmingur þess væri á ein- hvern hátt sviptur hlutdeild í ákvörð- unum þess. En þannig væri ástandið því miður í stórum hluta heimsins. Morgunblaðið minnti Rice á mikl- ar umræður um olíu á hafsbotni á norðurslóðum og árásargjörn um- mæli og hátterni Rússa á svæðinu að undanförnu. Hún var spurð hvort vænta mætti aukins áhuga meðal ráðamanna í Washington á öryggis- málum á norðurslóðum. „Bandaríkin hafa áhyggjur að því sem er að gerast á norðurslóðum,“ svaraði ráðherrann. „Ég ræddi þessi mál ítarlega við norska ráðherra þeg- ar ég var nýlega í Ósló og fyrir nokkrum dögum var fundur á Græn- landi í Heimskautaráðinu í boði Dana. Þar var aðstoðarutanríkisráð- herra okkar, John Negroponte, með- al fulltrúa. Það er ákveðin spenna vegna auð- lindanna á norðurslóðum. Við Banda- ríkjamenn leggjum þunga áherslu á að virða beri alþjóðalög á svæðinu og þarna ætti alls ekki að vera svæði sem menn deildu hart um. Norður- slóðir gætu reyndar orðið svæði sam- starfs. Við hugum vandlega að þess- um málum og ég hlakka til að sjá skýrslu Negroponte um fund Heim- skautaráðsins,“ sagði Condoleezza Rice. Morgunblaðið/G.Rúnar Gaman að sjá þig! Geir H. Haarde forsætisráðherra heilsar Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með virktum við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í Reykjavík áður en sest var að snæðingi í gær. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af stefnu Rússa á norðurslóðum Condoleezza Rice segir skuldbind- ingar um varnir Íslands í fullu gildi Sögufrægt hús Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Condoleezza Rice í Höfða. Ljósmynd/Gunnar Vigfússon „ÉG kynnti fyrir Rice ályktun Al- þingis frá því í gær, sem samþykkt var einróma, um Guantanamo- búðirnar,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í gær á blaðamanna- fundinum í Höfða með bandaríska utanríkisráðherranum. Í þings- ályktuninni eru Bandaríkjamenn hvattir til að loka þegar í stað búð- unum. „Alþingi fordæmir ómann- úðlega meðferð á föngum í búðum Bandaríkjamanna í Guantanamo- flóa á Kúbu og felur ríkisstjórninni að koma þeirri afstöðu á framfæri við bandarísk stjórnvöld,“ segir í tillögunni. „Við ræddum þetta mál og utan- ríkisráðherrann afhenti mér álykt- unina,“ sagði Rice aðspurð á blaða- mannafundinum. „Ég andmæli því kröftuglega að verið sé að brjóta mannréttindi í Guantanamo, eins og gefið er í skyn í ályktuninni. Forsetinn [George W. Bush] kysi sjálfur að geta lokað þessum búðum en vandinn er hvað gera skuli við hættulega menn á staðnum. Bandaríkin hafa reynt að senda mennina aftur til landanna sem þeir koma frá og það hefur oft tek- ist. Því miður eru dæmi um að þess- ir sömu menn hafi aftur staðið and- spænis okkur á vígvellinum. Nýlegt dæmi er maður sem látinn var laus en tók síðar þátt í sprengjuárás í Írak þar sem saklausir Írakar létu lífið. Okkur ber líka skylda til að sjá til þess að mönnum, sem eru í Gu- antanamo vegna hryðjuverka sem þeir hafa framið, sé ekki sleppt lausum á almenning. Ég mæli eindregið með því að áð- ur en fólk kveði upp dóma um Gu- antanamo kynni það sér skýrslu sem þingmannanefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, gerði. Það yrði athyglisverð lesning fyrir þingmenn ykkar og ég mun afhenda ykkur hana,“ sagði Condo- leezza Rice. Segir mann- réttindi ekki brotin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.