Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ GREINARGERÐ Sem alkunnugt er sæta lif-andi tungumál breyt-ingum. Segja má að breyt-ingar séu þeim eðlislægar. Hins vegar er mismunandi, hve hratt tungumál breytast, og fer það eftir félagslegum aðstæðum hverju sinni. T.d. breyttust danska, norska og sænska mjög mikið á skömmum tíma, ekki sízt vegna þeirra áhrifa sem mál Hansakaup- manna hafði á þau; beygingarkerfi þeirra einfaldaðist og þau urðu gagnsýrð af lágþýzkum tökuorð- um. Í íslenzku hafa breytingar á beygingarkerfi og orðaforða verið mun minni. Þrátt fyrir það væri misskilningur að ætla að íslenzka hafi breytzt lítið í tímans rás. Þeg- ar íslenzkt nútímamál er borið saman við fornmál, verður að gæta þess að ýmsar breytingar leyna á sér. Mikilvægar hljóðkerfisbreyt- ingar koma ekki fram í ritmáli vegna íhaldssemi stafsetning- arinnar; þá hefur málpólitík 19. og fyrri hluta 20. aldar valdið því að sumar beygingarbreytingar hafa verið gerðar afturreka. Málbreytingar eru félagslega skilyrtar. Til að þær breiðist út, þarf viðkomandi málsamfélag að samþykkja þær. Í íslenzku nútíma- máli höfum við dæmi um af- drifaríka breytingu sem breiðist undarlega skjótt út. Hið óvenju- lega við hana er að hún nær ekki aðeins til yngri kynslóðarinnar, heldur einnig til hinnar eldri. Meira að segja gætir hennar í máli nafntogaðra ræðumanna. Ég á að sjálfsögðu við notkun sagna- sambandsins vera að + nafnháttur (nh.) í stað einfaldrar nútíðar eða þátíðar. Allt til loka 20. aldar var hún ýmsum takmörkunum háð. Þannig var sagnasambandið ekki notað með ástandssögnum (t.d. liggja, sofa, duga) og yfirleitt ekki heldur með skynjunarsögnum (t.d. hlakka til, sjá, skilja, trúa, gleyma); hið sama gilti einnig um margar aðrar sagnir ólíkrar merkingar. Vera að + nh. merkti dvöl í tíma (nútíð/þátíð) eða verknað sem stóð einmitt yfir, er setningin var sögð (nútíð), eða átti sér stað samtímis öðrum verknaði (þátíð); einnig var það haft um verknað eða atburð sem var í þann veginn að gerast (nútíð) eða gerðist rétt áður (þátíð). Í nútíð var sagnasambandið ónot- hæft, ef tal- og verknaðartími féllu ekki saman, eða ef atburður sem um var rætt var ekki í þann veginn að gerast. Af þessu leiðir að ógerlegt var t.d. að spyrja mann sem lá í sólbaði spurningar eins og Við hvað ert þú að starfa? En nú er öld- in önnur. Mjög margir nota vera að + nh., þar sem áður kom aðeins til greina að hafa einfalda nútíð eða þátíð (eða jafnvel samsetta fram- tíð). Hver kannast ekki við setn- ingar eins og Ég er ekki að skilja þetta. Þetta er að virka mjög vel. Þeir voru að standa sig illa í fyrri hálfleik. Á morgun er að létta til? Í bloggheimum finnast reyndar enn mergjaðri dæmi, sbr. eftirfarandi orð konu sem á í erfiðleikum með mataræði sitt: Mér er ekki að tak- ast að hafa stjórn á mataræðinu, ekki misskilja, ég er ekki að liggja í mat, það er ekki málið, en ég er ekki að ná að borða reglulega og rétt. Fyrir um tíu árum hefði sennilega enginn getað myndað slíkar setningar. Mikið hefur því breytzt á stuttum tíma. Til að átta sig betur á merking- arhlutverki sagnasambandsins er nauðsynlegt að athuga uppruna þess og þróun. Það var til þegar í fornmáli og var upphafleg mynd þess vera at at + nh., sbr. hann var at at hlaða skútuna (Njáls saga), Þeir höfðu verit at þrjú sumur at gera haug einn (Heimskringla I). Hér er hið fyrra at forsetning, en hið síðara nafnháttarmerki eft- irfarandi sagnar. Sagnasambandið á því rætur sínar í sögninni vera og forsetningarlið með at + þgf., sbr. físl. vera at arningu ‘vera að erja (plægja)’, vera at vefnaði ‘vera að vefa’, þar sem vera at er notað með verknaðarnafnorðunum arning og vefnaðr. Í þessu sambandi skal minnt á að nafnháttur er einn fall- háttanna svokölluðu. Hann er verknaðarnafnorð að uppruna. Síð- ar styttist vera at at + nh. og breyttist í vera at + nh., og stafar sú stytting líklega af hljóðfarslegri einföldun (haplólógíu). Nú má spyrja, hvort forsetningin at eða nafnháttarmerkið at hafi fallið brott við styttinguna. Þegar setn- ingar eins og Vertu ekki að [trufla mig] og Vertu ekki að [þessu] eru bornar saman, virðist svarið þó blasa við; styttingin fólst í brottfalli nafnháttarmerkisins. Þegar forsaga sagnasambands- ins er höfð í huga, kemur ekki á óvart að það hafi í öndverðu ein- ungis verið notað með sögnum sem táknuðu verknað eða athöfn. Nú eru hins vegar nánast engar höml- ur á notkun þess. Það hefur í för með sér að einföld nútíð og þátíð verða æ sjaldgæfari. Margt bendir til að þessari þróun verði ekki snú- ið við. Afleiðing hennar verður stórfelld einföldun á íslenzkri sagn- beygingu. Menn geta velt því fyrir sér, hvort þessi breyting á málinu er æskileg. Einföld nútíð og þátíð verða æ sjaldgæfari. Margt bendir til að þessari þró- un verði ekki snúið við. jonaxelh@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón Axel Harðarson MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi greinargerð frá Her- manni Guðjónssyni siglinga- málastjóra: „Árum saman hafa verið uppi hug- myndir um greiðari samgöngur milli lands og Eyja. Eftir miklar umræður er undirbúningur fyrir ferjuhöfn í Bakkafjöru á Landeyjasandi nú á lokastigum og gera áætlanir ráð fyrir að ferjusiglingar milli lands og Eyja hefjist haustið 2010. Vegna umfjöll- unar í fjölmiðlum að undanförnu er Siglingastofnun Íslands ljúft og skylt að lýsa hvernig staðið hefur verið að undirbúningi Landeyjahafnar og út- boði á ferjusiglingum milli Vesta- mannaeyja og Bakkafjöru. Hinn 14. júlí 2006 skipaði sam- gönguráðherra stýrihóp sem hafði umsjón með forathugun og for- hönnun ferjuhafnar í Bakkafjöru á Landeyjasandi. Í skýrslu hópsins er fjallað um þær vísindalegu rann- sóknir sem liggja til grundvallar, framkvæmdahliðina og áhrif á þróun byggðar og umhverfis. Niðurstöður stýrihópsins byggðust á samvinnu við innlenda og erlenda sérfræðinga. Í stuttu máli sýna niðurstöður at- hugana að unnt er að byggja ferju- höfn á Bakkafjöru og ferjusiglingar milli Landeyjahafnar og Vest- mannaeyja muni verða mjög til bóta fyrir mannlíf í Eyjum og styrkja inn- viði á Suðurlandi. Ferðatími á sjó styttist verulega, úr tæpum 3 klst. í rúmar 30 mínútur. Þetta verður mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í Eyj- um. Einnig er bent á möguleika á aukinni fjölbreytni atvinnulífs í Eyj- um og styrkingu samstarfs og þjón- ustu við fastalandið. Frá upphafi hefur Siglingastofnun Íslands borið hitann og þungann af margra ára vísindalegum rann- sóknum á hafnargerð í Bakkafjöru en fjölmargir aðilar hafa lagt fram vinnu við verkefnið, s.s. DHI (Dan- marks Hydraulisk Institut), jarð- fræðistofan Stapi, danska verk- fræðistofan COWI, verkfræðistofan Navís, DNV (Det Norske Veritas), Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bif- röst, Landgræðsla ríkisins, Vega- gerðin og vinnuhópur frá Vest- mannaeyjabæ og Rangárþingi. Framlag Siglingastofnunar til verkefnisins byggist á mikilli sér- fræðiþekkingu í hafnagerð, áratuga- langri reynslu og rannsóknum sem hefur hlotið verðskuld- aða athygli á al- þjóðavísu. Meðal ann- ars hafa líkantilraunir sem stofnunin nýtir við undirbúning hafn- armannvirkja borið góðan árangur allt frá upphafi. Við val á stað- setningu hafnar í Bakkafjöru og útfærslu voru skoðaðar margar hugmyndir. Gerðar voru ítarlegar rann- sóknir til að ákvarða staðsetningu og út- færslu hafnar. Stuðst var við öldu- mælingar, sýnatöku í botni, efnis- burðarrannsóknir og reynslu sjómanna úr Eyjum og Grindavík. Lagðar voru til grundvallar kröfur hvað varðar ölduhæð og strauma í hafnarmynni og ölduhreyfingu í ferjulægi. Gert er ráð fyrir að hafn- armynnið inn í Landeyjahöfn verði með því breiðasta sem þekkist hér á landi. Við ákvörðun á staðsetningu og formi hafnar var haft að í leið- arljósi að hún raski ekki náttúrulegu jafnvægi efnisburðar við ströndina heldur verði í sátt við náttúruna. Sumir hafa haft miklar efasemdir um þessa framkvæmd. Meðal annars hafa verið notuð þau rök að vísa í 40 ára gamla hafnarframkvæmd í Grímsey. Sú framkvæmd var bæði unnin af vanefnum og án undirbún- ingsrannsókna og líkantilrauna. Því er samanburður á þessum tveimur framkvæmdum hvorki sanngjarn né eðlilegur. Jafnframt rannsóknum á höfninni hefur verið lögð vinna í að leggja mat á ferju. Lagt var til grundvallar að hún væri um hálftíma að sigla milli Vestamannaeyja og Bakkafjöru, að frátafir vegna veðurs væru um 3%, að stjórnhæfni ferju væri góð, að stærð hennar miðaðist við 6 ferðir á dag og yfir 98% af tím- anum yrðu færri en 10% farþega sjóveikir. Ákveðið var að flutn- ingsgeta ferjunnar og þar með stærð hennar miðaðist við að árið 2020 yrði ferjan full af fólksbílum, farþegum og flutningabifreiðum í hæsta lagi 5% af ferðum ferjunnar og í innan við 2% tímans þyrfti að bíða næsta dags. Rann- sóknamiðstöð Háskól- ans á Bifröst var fengin til að spá fyrir um fjölda farþega, fólksbíla og flutningabifreiða. Miðað við 6 ferðir á dag var niðurstaða Rannsóknamiðstöðvar sú að ferjan þyrfti að geta borið 200 farþega, 40- 45 fólksbíla og 4-5 vöruflutningabíla. Verkfræðistofan Navis var fengin til að gera frumtillögu að ferju sem gæti flutt um 45 bíla, 250 farþega og 6 vöruflutningabíla og væri að lág- marki 15 metra breið og risti 3,5 metra. Haft var til hliðsjónar að tak- markandi þáttur Herjólfs væri talinn vera flutningsgeta fólksbíla. Heildar- flutningsgeta nýrrar ferju yfir árið miðað við núverandi Herjólf er ríf- lega tvöföld en á háannatíma sumars- ins allt að sexföld. Krafan um djúpristu ferjunnar var tilkomin vegna sandrifs sem er fyrir utan Bakkafjöru en dýpið niður á það er 5-8 metrar. Krafan um breidd var ákvörðuð út frá Herjólfi svo unnt væri að nýta ferjuaðstöðuna í Vest- mannaeyjum. Tillaga Navis gerir ráð fyrir að nýja ferjan verði búin tveimur vélum með samanlagt véla- afl um 3.000 kW og skrúfum sem væru um 80% af djúpristu skips, lengd skipsins verði um 62 metrar en flutningsgeta um 49 bílar og 250 farþegar. Farþegaþilfar yrði á einni hæð. Út frá þessum forsendum var kostnaður áætlaður og rekstr- arkostnaður metinn. Samgönguráðherra fól Sigl- ingastofnun að annast útboð á smíði ferju til siglinga milli lands og Eyja. Verkefnið var í því fólgið að verktaki létu smíða ferju sem hentaði um- ræddri siglingaleið og annaðist rekstur hennar í 15 ár. Ferjan yrði í eigu verktaka og tilboðsfjárhæðin væri sú greiðsla sem hann fengi greidda yfir allt samningstímabilið, fyrir ferjuna, ásamt rekstri hennar og þjónustu. Með því að ferjurek- andi eigi ferjuna er talið að ná megi hagkvæmari lausn ef honum er gefið færi á tæknilegri útfærslu ferjunnar með tilliti til rekstrar- og stofnkostn- aðar. Við ákvörðun á ferðatíðni ferju var horft til dreifingar farþegafjölda eftir árstíma. Í samráði við fulltrúa Vestmannaeyinga var gert ráð fyrir 4 ferðum á dag að vetrarlagi og 6-8 ferðum daglega yfir sumarmán- uðina. Ferjan átti að uppfylla kröfur útboðsgagna og skyldi fjöldi ferða vera 1900 á ári. Í framhaldinu fól Siglingastofnun Navis að gera þarfalýsingu af ferju, Ríkiskaupum að gera útboðslýsingu en stofnunin tók sjálf að sér samþættingu verk- efnisins og gerð rekstrarlýsingar. Fulltrúi frá Vestmannaeyjabæ var vinnuhópnum til halds og trausts, óskað var eftir umsögn Vest- mannaeyjabæjar á fyrirhugaðri ferju og auk þess kom stýrihópurinn að ákvörðunum. Ferjunni var lýst út frá þörfum en ekki gerð smíðalýsing. Vegna að- stæðna í Landeyjahöfn þurfti að setja takmarkanir varðandi breidd, lengd og djúpristu ferju auk stýr- isbúnaðar. Einnig voru gerðar ná- kvæmar kröfur um aðstöðu farþega. Í samráði við óskir Vestmannaeyja- bæjar voru auk ýmissa smábreyt- inga gerðar breytingar á þarfalýs- ingu ferju, þar sem hún var m.a. stækkuð í 300 farþega og 50 bíla. Ferjan átti að vera 60-70 metra löng, 15-17 metra breið og með djúp- ristu innan við 3,3 metra. Djúprista ákvarðaðist af áðurnefndu rifi utan við væntanlega Landeyjahöfn, breidd af ferjuaðstöðu í Vest- mannaeyjum og Landeyjahöfn og mati skipaverkfræðinga á nauðsyn- legri breidd vegna lekastöðugleika og djúpristu. Samanburður á nýleg- um ferjum m.a. í Danmörku sýnir að breidd ferja með þessa flutnings- getu er frá 13,5 upp í 17 metra. Hug- leiðingar um að breidd ferju þurfi jafnvel að vera 18-20 metrar eiga því ekki við rök að styðjast. Djúprista ferju ræðst af lögmáli Arkímedesar sem segir að hlutur í vökva ryðji frá sér jafnmiklu af vökva og nemur þyngd hans. Sam- spil eiginþyngdar ferju og farms er ákvarðandi um djúpristu. Mikilvægt er að vanda til verka ef ætlunin er að halda djúpristu ferju í lágmarki en nýlegar ferjur sýna svo ekki verði um villst að það er gerlegt. Herjólfur er 16 metra breiður og ristir rúma 4 metra og því mætti ætla að erfitt væri að minnka djúp- ristuna samhliða minnkun á breidd. Það er þó ekki svo, því við smíði Herjólfs var miðað við töluvert stærra farþegarými en verður í fyr- irhugaðri ferju. Með léttari vélum og yfirbyggingu úr áli frá bíladekki má auk þess draga verulega úr eig- inþyngd ferju miðað við Herjólf. Í útboðsgögnum var lögð áhersla á að vindflötur ferju yrði hafður sem minnstur til að lágmarka vindálag og auðveldara yrði að stýra henni, bógskrúfa væri nógu öflug til að snúa skipi í 25 m/s vindi og svona mætti lengi telja. Í gögnum voru engar kröfur gerðar um stærð skrúfu enda er það mál ferjurekanda að ná sem mestri nýtni úr vél og þar með sem minnstum rekstrarkostn- aði. Ferjurekanda var falið að finna skipahönnuð og skipasmíðastöð til að smíða skipið. Eftir opnun forvals í desember 2007 voru fjórir valdir til að bjóða í verkið: Nýsir, Eimskipafélagið, Samskip og Vinnslustöðin og Vest- mannaeyjabær (V&V) í nafni óstofn- aðs hlutafélags. Í byrjun janúar voru bjóðendum afhent útboðsgögn og opnun ákveðin í apríl. Einnig var þarfa- og rekstrarlýsing sett á Netið og öllum frjálst að koma með ábend- ingar um hluti sem betur máttu fara og reynt að taka tillit til þeirra eins og kostur var. Í byrjun apríl skiluðu Samskip og V&V tilboðum í verkið en Nýsir og Eimskipafélagið féllu frá þátttöku. Við opnun tilboðanna var mat lagt á ferju og rekstrafyr- irkomulag. Aðeins tilboð V&V upp- fyllti allar kröfur útboðsgagna og var þar með eitt gjaldgengt í verkið. Til- boðsupphæðin var 16,3 milljarðar króna en frávikstilboð hljóðuðu upp á 12,3 og 16,8 milljarða. Kostnaðar- áætlun var 10,2 milljarðar króna. Ferjan í tilboði V&V var 16 metra breið, um 70 metra löng og átti að rista 3,3 metra. Gert var ráð fyrir tveimur farþegaþilförum, tveimur 1900 kW dísilvélum og skrúfustærð um 2,3 metra. Flutningsgeta var 52 bílar og um 400 farþegar. Líktist ferjan mikið Herjólfi en fyrirmyndin var sótt í dönsku ferjuna Kyholm. Sú ferja er 15,2 metra breið, ristir innan við 3,2 metra og er um 70 metra löng. Flutningsgeta Kyholm er þó 100% meiri eða um 400 farþega og 96 fólks- bíla. Að áliti matsnefndar sem falið var að meta ferju, fékk hún 7 í ein- kunn af 10 mögulegum en at- hugasemdir voru gerðar við vélar og aukafarþegaþilfar sem jók vindfang ferju. Þótt boðin ferja uppfyllti kröf- ur var hún ekki talin hafa hagstæða nýtingu miðað við stærð. Hið háa tilboð sem barst frá V&V var ekki óvænt þar sem erfitt var orðið að útvega lánsfé og vextir höfðu hækkað en þetta hafði breyst frá því að ákvörðun var tekin um að bjóða verkefnið út sem einka- framkvæmd. Í skýringaviðræðum kom í ljós að 2/3 kostnaðarmunur milli verkkaupa og bjóðanda var vegna þriggja þátta: Fjármagnskostnaðar, arðsemi eigin fjár og áhættuálags. Því til viðbótar var munur á kostnaði við smíði ferju, olíutegund, launakostnaði og rekstrarkostnaði bryggju í Landeyjahöfn. Að viðræðunum loknum var ákveðið að gefa V&V færi á að endurskoða tilboð sitt sem þeir og gerðu og skiluðu inn 16. maí. Um áratuga skeið hefur Siglingastofnun Íslands haft umsjón með kostnaðaráætlunum og framkvæmd hafnarmannvirkja og smíði dráttarbáta. Í útboðsferli fyrir ferjusiglingar milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru hafa notendur ferju verið hafðir með í ráðum og öllum gefið færi á að koma með athuga- semdir við þarfalýsingu og rekstrarlýsingu fyrir ferjuna. Það er líklega í fyrsta skipti sem slíkt er gert. Rík áhersla hefur verið lögð á að vanda alla áætlanagerð enda sýnir reynslan að kostnaðaráætlanir Siglingastofnunar eru áreiðanlegar og vart grundvöllur til að draga þær í efa. Sem dæmi hafa um 70% þeirra verkefna, bæði gerð hafnarmannvirkja og smíði dráttarbáta, sem stofnunin hefur haldið utan um verið undir eða við kostnaðaráætlun. Heildarkostnaður allra verka á vegum Siglingastofnunar undanfarin ár er lægri en áætlaður heildarkostnaður sömu verka. Með tilkomu ferjusiglinga milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru skapast ný tækifæri fyrir Vestmannaeyinga. Það er löngu tímabært að sameinast um að ýta þessu verkefni úr vör og sigla því í örugga höfn. Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri. Ferja í Landeyjahöfn Hermann Guðjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.