Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 2
FRÉTTASKÝRING Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ÓTRYGGÐIR sem urðu fyrir eignatjóni í jarðskjálftunum á fimmtudag gætu fengið það bætt, jafnvel þótt þeir eigi ekki rétt á bót- um frá Viðlagatryggingu Íslands, sem bætir aðeins tjón á húseignum og innbúi af völdum jarðskjálfta, hafi eigendur tryggt það gegn bruna. Er upplýsingar sérfræðinga um umfang tjónsins liggja fyrir mun ríkisstjórnin ákveða hvernig komið verður til móts við ótryggða. Vinna við slíkt mat hófst þegar í samstarfi Viðlagatryggingar og vá- tryggingarfélaganna og ber fólki að tilkynna tjón til þeirra síðarnefndu. Ekki er hægt að meta að svo stöddu hvert tjónið er en vegna skjálftanna í júní árið 2000 hefur Viðlagatrygg- ing greitt 2,6 milljarða króna í bæt- ur og enn eru nokkur minni tjóna- mál óuppgerð. Langmesta tjónið þá varð í dreifbýli í kringum Hellu og Selfoss, samtals rúmlega 1,5 millj- arðar. Skjálftarnir nú áttu hins vegar upptök sín vestar og höfðu áhrif á mun þéttbýlla svæði en árið 2000. Mikil uppbygging hefur einnig átt sér stað í Árborg síðustu ár og verð- mætaaukning sem taka verður með í reikninginn. Lært af reynslunni Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra skipaði nefnd eftir skjálft- ana 2000 til að benda á úrbætur um tilhögun hamfaratrygginga. Sagði ráðherrann vandamálin annars veg- ar tengjast brunabótamati og hins vegar framkvæmd mats á tjónum og uppgjöri þeirra. Nefndin skilaði áliti árið 2002 og eru tillögur hennar í vinnslu. Breytingar hafa nú þegar verið gerðar í þá veru að allir tjón- þolar eiga að standa jafnir hvað varðar brunabótamat en árið 2000 voru tvenns konar aðferðir við út- reikning á slíku mati hafðar til hlið- sjónar, og það gat komið niður á tjónþolum. Þá eru verkferlar Viðlagatrygg- ingar í stöðugri endurskoðun, að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar, fram- kvæmdastjóra stofnunarinnar. „Menn læra náttúrlega af reynsl- unni,“ segir hann og bendir á að matsvinna hafi farið mun fyrr af stað á fimmtudag en í skjálftunum árið 2000. Tekjulind Viðlagatryggingar er álag sem lagt er á brunatryggingar og hefur hún burði til að bregðast við allt að 38 milljarða króna tjóni. Mestu greiðslur fyrir tjón sem orðið höfðu fyrir árið 2000 voru greiddar vegna snjóflóðanna á Vestfjörðum og flóðs á Skeiðarársandi, árin 1996 og 1997, samtals um 1,3 milljarðar króna. Geta bætt 38 milljarða tjón Skjálftar árið 2000: 2,6 milljarðar í bætur Morgunblaðið/Golli Skemmdir Eitt þeirra húsa, sem fóru mjög illa í skjálftanum 2000. 2 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurð- ardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HAFNFIRÐINGAR halda upp á það um þessar mundir, að bærinn þeirra er orðinn 100 ára og er hátíðardagskráin ákaflega fjölbreytt og forvitnileg. Meðal annars hefur verið komið á fót efnisveitu fyrir galdramenn á öllum aldri og þar spreyta þeir sig á því, sem hefur verið hent en getur orðið að dýrustu djásnum í höndum þeirra, sem þora að gefa ímyndunaraflinu laus- an tauminn. | 27 Morgunblaðið/Golli Listagaldur í Hafnarfirði Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is GEIR H. Haarde forsætisráð- herra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heimsóttu skjálftasvæðin á Suðurlandi í gær og funduðu með sveitarstjórnarmönnum, fulltrúum almannavarna- nefndar og sýslumanni Árnes- sýslu. Að sögn Geirs fengu þau mjög góða greinargerð um stöðu mála. Á fundinum var einn- ig Ragnar Sigurbjörnsson verkfræð- ingur og forstöðumaður Jarðskjálfta- stofnunar HÍ. „Ég fór síðan yfir það sem ríkis- stjórnin hefur verið að undirbúa,“ segir Geir. „Það er í fyrsta lagi þjón- ustumiðstöðin sem dómsmálaráð- herra hefur greint frá [fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna jarð- skjálftanna]. Í öðru lagi samstarf við- skiptaráðuneytisins og Viðlagatrygg- ingar um að hraða allri vinnu á þeirra vegum eins og hægt er. Í þriðja lagi ákvað ríkisstjórnin að útvega Tetra- fjarskiptatæki fyrir heilbrigðisstofn- anir. Það kom í ljós brotalöm í fjar- skiptum vegna þess að á sjúkrahús- inu á Selfossi var ekki slíkt tæki til þegar gsm-samband rofnaði. Láta ekki stranda á kostnaði Loks hefur ríkisstjórnin ákveðið að gera ráð fyrir allt að 100 milljóna króna aukafjárveitingu vegna ófyrir- séðs kostnaðar sem stofnanir ríkisins kunna að lenda í vegna þessa. Það er alveg ljóst að ýmis embætti og stofn- anir verða fyrir ýmsum ófyrirséðum kostnaði vegna þessa máls og við lát- um ekki stranda á slíku við þessar að- stæður.“ Geir kom inn á heimili í Hveragerði og heimsótti fjöldahjálparmiðstöð þar í bæ og á Selfossi. Gengu til verks af mikilli alvöru „Það sem mér finnst áberandi er að starf allra hefur gengið mjög vel og fumlaust. Menn gengu til verks af mikilli alvöru. Reynslan frá fyrri at- burðum hefur nýst vel, ef svo mætti að orði komast. Þau kerfi sem hafa verið byggð upp í kringum almanna- varnir virka mjög vel. En mér fannst ljótt að sjá það mikla tjón sem orðið hefur.“ Geir segir að þótt fólk beri sig nokkuð vel sé það samt staðreynd að ýmsir hafi orðið fyrir miklu áfalli og eigi af þeim sökum erfitt. „Starf allra hefur gengið mjög vel“ Morgunblaðið/Frikki Staðan rædd Á fundi með Ólafi Helga Kjartanssyni sýslumanni. ÞETTA er frekar að ágerast og þetta er nú orðið gott,“ sagði Jak- ob Arnarson Hvergerðingur eftir hina snörpu eftirskjálfta sem urðu í gærkvöldi. Sagði hann eftir- skjálfta fyrr um daginn hafa skap- að óþægilega tilfinningu og ekki bætti úr skák skjálftahrinan í gær- kvöldi. Fyrsti skjálftinn í þeirri hrinu varð kl. 22:05 og næsti tveimur mínútum síðar, báðir um 4 á Richter. Kl. 22:51 kom svo enn einn skjálfti upp á 3,5 stig og loks sá fjórði kl. 23:04 og var hann 4,2– 4,3 stig. Skjálftarnir urðu til þess að um tugur manna á Selfossi yfirgaf heimili sín og færði sig yfir í fjöldahjálparstöðina í bænum en þar var nánast tómt hús fyrir. Ólafur Helgi Kjartansson sýslu- maður á Selfossi var í vinnunni þegar skjálftarnir urðu og fann hann fyrir þeim. „Þetta er í sam- ræmi við spá sérfræðinga sem telja afar ólíklegt að sterkir skjálftar komi á þessu svæði,“ sagði hann. „En auðvitað er ástæða til að hafa alltaf varann á, þótt ekki sé ástæða fyrir fólk til að verða mjög óttaslegið.“ Sagði hann að á meðan ástandið versnaði ekki stæði óbreytt sú ákvörðun almannavarnanefndar að aflétta hættuástandi. Öflugir eft- irskjálftar ♦♦♦ ÁRNI Jörgensen, sem verið hefur fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, hefur verið ráðinn útlitsritstjóri blaðsins frá og með 2. júní. Ráðning útlitsritstjóra er í samræmi við þá áherzlu í nýrri útgáfustefnu blaðsins, sem kynnt verður í næstu viku, að leggja sérstakan metnað í útlit, stíl og framsetningu Morgunblaðsins. Árni verður ásamt nýjum ritstjóra, Ólafi Stephensen, og Karli Blöndal aðstoðarritstjóra leiðandi í ritstjórn- arlegum ákvörðunum á blaðinu. Árni Jörgensen hóf störf á Morg- unblaðinu 16. júní 1973 og varð fulltrúi ritstjóra 1. maí 1984. Hann hefur alla tíð haft forystu um breytingar á út- liti og framsetn- ingu blaðsins og tekið að sér margvísleg störf á ritstjórninni. Eiginkona Árna er Margrét Þóra Þorláksdótt- ir. Þau eiga tvö börn, Þórunni og Þorra, og fyrir átti Árni dótturina Freyju. Ráðinn útlitsritstjóri Morgunblaðsins Árni Jörgensen TVEIR snarpir eftirskjálftar upp á 4 stig á Richter urðu í gærkvöldi um tíuleytið 3 km norður af Hvera- gerði og náðu áhrif þeirra allt til höfuðborgarsvæðisins. Tæpri klukkustund síðar komu tveir skjálftar enn, sá síðari allt að 4,3 á Richter. Að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar sýslumanns á Sel- fossi stendur enn óhögguð ákvörð- un um að aflétta hættuástandi. Áfallahjálparteymi Rauða kross- ins aðstoðuðu fjölmargt fólk í gær á skjálftasvæðunum vegna áfalls af völdum meginskjálftanna á fimmtudag og voru sumir einstak- lingar í miklu áfalli. Eftirskjálftar gærdagsins voru allnokkrir og reyndu mikið á taugarnar í fólki. Til dæmis um það varð einn öfl- ugur eftirskjálfti á miðjum fræðslufundi um áfallahjálp í grunnskólanum í Hveragerði og flúði helmingur fundargesta út undir bert loft, jafnvel þótt skóla- byggingin hefði verið metin örugg. Reyna mjög á taugar fólks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.