Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Arngrímur Sig-urjón Stefáns- son fæddist í Gröf í Svarfaðardal 15. júlí 1920. Hann andaðist 23. maí síðastliðinn. Arn- grímur var yngstur þriggja systkina, sonur hjónanna Stefáns Arngríms- sonar og Filippíu Sigurjónsdóttur, ábúenda í Gröf. Hann átti tvær eldri systur, Önnu Arnfríði sem bjó um skeið á Böggvisstöðum en síðar á Dalvík og Kristínu sem bjó á Dalvík, en þær eru nú látnar. Arngrímur kvæntist 10. októ- ber 1942 Kristjönu Margréti Sig- urpálsdóttur, f. á Eyvindar- stöðum í Saurbæjarhreppi 16. maí 1921, dóttur hjónanna Ind- íönu Einarsdóttur og Sigurpáls Friðrikssonar. Þau eignuðust alls níu börn. Börn þeirra Arngríms og Kristjönu eru: 1) Sigrún Pál- ína, f. 1943, býr á Dalvík. 2) Kol- aði jafnframt leigubílaakstur á stríðsárunum. Þar kynntist hann Kristjönu Margréti. 1947 flutti fjölskyldan til Dalvíkur og þar hóf Arngrímur störf á Bílaverk- stæði Dalvíkur þar sem hann starfaði til ársins 1990, eða í meira en hálfa öld. Árið 1952 flutti fjölskyldan í Ásbyrgi á Dal- vík. Þar komu þau hjón átta börnum á legg og bjuggu í Ás- byrgi fram á níræðisaldur er þau fluttu á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík. Arngrímur var söng- maður góður og söng með Kirkjukór Dalvíkur og Karlakór Dalvíkur um langt skeið. Auk söngsins tók Arngrímur mikinn þátt í starfi Bridgefélags Dalvík- ur og var þar í fremstu röð spila- manna um árabil og vann til verðlauna. Arngrímur þótti af- bragðs verkmaður og þekkt er snilli hans við rennibekkinn. Síð- ustu æviárin dvaldi Arngrímur á Dalbæ og bar hann starfsfólki þar afar vel söguna. Útför Arngríms fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. brún, f. 1944, býr í Reykjavík, gift Svav- ari Berg Pálssyni. 3) Drengur, f. 1945, dó skömmu eftir fæð- ingu. 4) Margrét, f. 1946, d. 2005, gift Hermanni Ægi Að- alsteinssyni. 5) Anna Kristín, f. 1948, býr í Reykjavík, maki Úlf- ar Þormóðsson. 6) Stefán, f. 1951, býr í Kópavogi, kvæntur Guðrúnu Lóu Jóns- dóttur. 7) Einar, f. 1955, býr á Dalvík, kvæntur Lovísu Maríu Sigurgeirsdóttur. 8) Örn, f. 1959, býr á Klængshóli í Skíðadal, maki Anna Dóra Her- mannsdóttir. 9) Kristjana, f. 1960, býr á Tjörn í Svarfaðardal, gift Kristjáni Eldjárn Hjartar- syni. Afkomendur Kristjönu og Arngríms er nokkuð á sjötta tug- inn, fjórir ættliðir alls. Arngrímur ólst upp við hefð- bundin sveitastörf en á átjánda ári fór hann til Akureyrar og hóf störf við vélaviðgerðir og stund- Síðustu vikuna sem pabbi lifði var ég ásamt systkinum mínum í heimsókn hjá honum og mömmu á Dalbæ. Þar fékk ég staðfest sem pabbi hafði sagt, að starfsfólkið á Dalbæ er einstakt. Þið eruð frábær, bestu þakkir, ágæta starfsfólk Dal- bæjar. Guð blessi þig, mamma mín, og styrki í missi þínum. Þegar pabbi féll frá var það í sjálfu sér nokkuð sem ég hafði búið mig undir, að ég hélt. En einhvern veginn er það alltaf of snemma. Ég hefði gjarnan viljað tala meira við hann, fræðast meira um hann og hans drauma í lífinu. En ég kveð hann sáttur og þakklátur fyrir svo margt sem hann gaf mér í vega- nesti. Þegar ég hugsa til baka til æskuáranna, þegar hann vann myrkranna á milli til að halda uppi 10 manna fjölskyldu, þá var virð- ingin fyrir pabba mikil og alla tíð síðan. Pabbi var skapríkur og jafn- framt viðkvæmur, hjartahlýr og umfram allt , heiðarlegur maður sem maður gat alltaf treyst. Að alast upp hjá slíkum manni eru for- réttindi sem móta líf manns sem einstaklings, gott veganesti. Pabbi fór aldrei til útlanda, en þekkti þó heiminn betur en flestir sem ég hef kynnst. Þegar ég fór að flakka um erlenda grund, spurði pabbi mig gjarnan út í ferðalagið og þá kom í ljós ótrúleg þekking á staðháttum í landi þar sem hann hafði aldrei stigið fæti. Pabbi var mjög vel gefinn maður og hann bætti sér upp skort á langskóla- námi með bóklestri og safnaði að sér ýmsum fróðleik. Bridge spilaði hann af stakri snilld og bæði söng og spilaði á hljóðfæri. Handverks- maður var hann góður og flestir kannast við verk hans við renni- bekkinn, þar sem hann stóð og smíðaði flóknustu hluti og blístraði á meðan eins þetta væri leikur einn. Þegar ég var sendur með síð- degiskaffið til hans austur á Sand og hafgolan hvassa fyllti vitin af sandi, var það þess virði, því maður fann þegar maður kom inn á verk- stæðið, að þar var pabbi kóngur í ríki sínu og mér leið eins og litlum prinsi. Takk fyrir allt, pabbi minn, og hvíldu í friði. Stefán Arngrímsson. Nú er röddin hans pabba hljóðn- uð. Þessi dásamlega söngrödd sem hljómaði um árabil í kirkjunni okk- ar á Dalvík og víðar. Oft fékk ég, sem lítil stúlka, að skottast með í gömlu Upsakirkju og tína flugur úr glugga meðan söngurinn ómaði. Seinna fékk ég inngöngu í kirkjukórinn og var ákaflega stolt af því að syngja með pabba og öllum góðu félögunum. Heima í Ásbyrgi var söngur í há- vegum hafður og gamla orgelið hljómaði með. Það er gott að eiga góðar minn- ingar að orna sér við. Hlýtt faðm- lag og gott veganesti var alltaf til staðar. Ég þakka pabba fyrir samfylgd- ina og bið Guð að varðveita hann og blessa. Elsku mamma mín, megi góður Guð styrkja þig og hugga. Eins og hvísl frá hörpustrengjum hljómar um hljóða nótt hin þögla bæn, og svarið endurómar svo undur rótt. Í hjartans djúpi, langt frá ljóssins sölum svo ljúft og heitt laugast gleði sál, er áður átti ekki neitt. Hve undur gott er þreyttu höfði að halla að hjarta því, er slær af kærleik alltaf fyrir alla. Hvert angurský, það svífur burt, og svipur liðins tíma ei særir neitt. Því lífið fletti blaði í bókum sínum á blaðsíðu eitt. (Hugrún.) Kolbrún Arngrímsdóttir og fjöl- skylda. Kolbrún Arngrímsdóttir. Egill: Alla tíð þótti mér vænt um að heimsækja ykkur gömlu hjónin í Ásbyrgi og borða heimabakaðar ömmukökurnar. Rölta svo yfir í sjónvarpsherbergi til þín og horfa með þér á Kung Fu-mynd þar sem þér blöskraði alltaf að aðalhetjan léti undan, gegn hópi manna. Þú varst mjög músíkalskur með ótrú- lega gott tóneyra og þér líkaði illa falskar raddir. En það sem stóð alla tíð upp úr, var hvað þú, afi minn, varst vel gefinn, tilfinninga- ríkur og virðingarverður maður. Ég sagði það fyrst við þig þegar ég var þriggja ára og skreið upp í fangið á þér og ég segi það enn, ég elska þig, afi. Elsa Hlín: Frá því ég fyrst man eftir mér, hef ég alltaf litið upp til þín eins og margir hafa gert. Þú varst svo fróð- ur og minnugur og mundir ótrúleg- ustu ártöl á ýmsum atburðum. Þess vegna var einmitt svo gaman að hlusta á þig segja frá. Ég hlakkaði alltaf svo til að koma til þín, kyssa þig og taka í höndina á þér og tala bæði um námið og íþróttirnar. Þér fannst svo gaman að heyra þegar vel gekk. Ég sagði þér það aldrei en ég hugsaði oft til þín þegar ég var að læra og vildi standa mig, meðal annars til þess að hafa góðar fréttir að segja þér. Ég á eftir að sakna þess að halda í höndina þína og heyra þig segja „ elsku vinan“. Ég sakna þín. Einar Sigurgeir: Mér fannst gaman að spjalla við þig um boltann og horfa á leiki með þér. Mér þótti það svo fyndið þegar þú lækkaðir niður í þeim sem lýstu leikjunum, því þér fannst þeir blaðra tóma vitleysu stundum. Þó svo að sjónin hafi verið orðin döpur síðustu árin hélstu samt áfram að fylgjast með boltanum og spurðir ávallt okkur systkinin hvernig gengi hjá okkur í fótboltanum. Ég veit að þér líður vel, afi minn, því nú ertu hjá Grétu þinni. Indíana: Mér þótti svo notalegt að hafa ykkur ömmu mína og afa á neðri hæðinni og það að geta trítlað niður og boðið góða nótt á hverju kvöldi. Þegar ég kom inn í herbergið þitt, varstu nær alltaf að lesa og voru þá nokkrar bækur til taks. Þú hafðir stundum orð á því að mér, Elsu, og mömmu væri oft svo kalt á hönd- unum þegar þú tókst í þær, en þú sagðir að það væri vegna þess að við værum með svo heitt hjarta. Í hvert skipti sem ég bauð þér og ömmu góða nótt, bað ég Guð að vera með ykkur og nú veit ég að þú ert hjá honum, elsku afi minn. Við systkinin eigum alla tíð eftir að sakna þín sárt, en við eigum yndislegar minningar um þig sem við varðveitum um ókomna tíð. Hvíldu í friði, elsku afi. Egill, Elsa Hlín, Einar Sigurgeir og Indíana Einarsbörn. Mig langar með nokkrum orðum að minnast afa míns Arngríms Stef- ánssonar. Ekki er langt síðan við spjölluðum síðast og var inntur eft- ir því hvernig framkvæmdirnar í húsinu okkar á Seltjarnarnesinu gengu og hvort við ættum ekki gömlu Toyotu Previuna ennþá, hvernig gengi í vinnunni og hvað við hefðum fyrir stafni. Alltaf var notalegt að koma í Ás- byrgi til ömmu og afa þar sem allar hillur voru fullar af myndum af börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum. Skeggbroddarnir eru í fersku minni þegar maður heilsaði og kvaddi og hlýlegra augntillit var ekki hægt að hugsa sér. Margar minningar á ég um afa minn í stólnum sínum horfandi á fótbolta og var áhuginn mikill. Einnig minnist ég margra kvölda í Ásbyrgi þar sem mikið var spilað og sungið. Fáir voru jafn ættfróðir og hann var og alveg ótrúlegt hvað hann gat munað afmælisdaga og hvað börnin og barnabörnin í fjölskyldunni voru að bardúsa. Afi var vel lesinn og maður kom ekki að tómum kof- anum hjá honum. Oft spjölluðum við um heima og geima og alltaf var það jafn skemmtilegt og gefandi. Afi fylgdist vel með fréttum og því sem var að gerast í þjóðfélaginu hverju sinni og eins ástandinu í heimsmálunum. Stutt var í hnyttn- ina og skemmtilegan húmor hafði kallinn. Afi var alla tíð skýr í koll- inum en líkaminn var orðinn lúinn og þreyttur síðustu árin. Í dag kveðjum við afa og langafa og gerum með söknuði en einnig með þeirri vissu að öllum líkamleg- um þjáningum er lokið. Garðar og fjölskylda Hann afi er farinn. Við systurnar eigum góðar minningar um þennan ljúfa og góða mann hann Adda í Ás- byrgi. Þegar við vorum litlar fórum við iðulega með mömmu og pabba til Dalvíkur á sumrin og meðal fyrstu minninganna um afa eru all- ar bækurnar hans, hinn stórkost- legi skemmtari með öllum tökkun- um og fótstigunum og svo blístrið hans sem víbraði svo skemmtilega. Afi var tónelskur maður og raulaði ósjaldan gömul og falleg lög fyrir munni sér sem gerði andrúmsloftið svo vinalegt. Ekki má svo gleyma hinni forláta harmonikku sem afi greip stundum í þegar gestir komu saman í Ásbyrgi. Góðar minningar um afa eigum við alltaf og geymum vel. Elsku amma, megi guð veita þér styrk á erfiðum stundum. Sif og Silja. Elsku afi minn er dáinn. Fram í hugann sækja myndir og minning- ar úr æsku. Bíltúr með afa í skód- anum, polaroid myndavél, Tommi og Jenni, Villi spæta, fjöruferðirn- ar, þar sem ég kom alltaf með fulla poka af sjávardrasli heim til ömmu, henni sjálfsagt til ómældrar ánægju. Ásbyrgi var sem mitt ann- að heimili og veitti þetta hús mér sérstaka öryggistilfinningu. Ég gat svoleiðis dundað mér tímunum saman við að skoða allt merkilega dótið sem þú áttir, með stækkunar- glerið þitt við hönd, að ógleymdu rafmagnsorgelinu sem mér fannst yfirmáta svalt og gat spilað á það tímunum saman, aftur, ömmu sjálf- sagt til ómældrar ánægju. Afi var sterkur persónuleiki og má vera að hann hafi virkað sem fremur strangur maður af gamla skólanum en hann átti enga vörn við kelirófunni sem ég var og sá ég hann bara sem gamla blíða afa í Ás- byrgi. Í seinni tíð þegar við vorum hætt að fara í bíltúra og ég var orð- in of stór til að fara í fjöruferð að tína skeljar fundum við annað sam- eiginlegt áhugamál sem var ætt- fræði og saga og gátum við því set- ið löngum stundum og rætt um þau mál. Það er kannski kaldhæðnislegt að segja, þar sem ég starfa á leik- skóla og er í kennaranámi, en ég er þakklát fyrir að hafa ekki sjálf ver- ið á leikskóla því að ég fékk í stað- inn að kynnast ömmum mínum og öfum svo óskaplega vel og mynda við þau djúp tengsl sem ég hefði kannski ella farið á mis við. Mér finnst það enn svo óraun- verulegt að afi í Ásbyrgi sé horfinn frá þessari jarðarvist og mun ég sakna hans sárt en rík er ég þó af góðum minningum um yndislegan afa. Og sólbrendar hæðir hnípa við himin fölvan sem vín: það er ég sem kveð þig með kossi, kærasta ástin mín. (Halldór Laxness.) Takk fyrir samveruna, elsku afi. Ösp. Tvær ættir stóðu að Arngrími Stefánssyni eins og títt er. Annar vegar var það Þorsteinsstaðaættin. Það fólk er í huga manna tengt við hagleikssmíðar, m.a. silfursmíði, og listhneigð, ekki síst sönghneigð. Hinum megin stóð ætt kennd við Gröf og Brautarhól. Jarðir þær voru smáar en fólkið bjargaðist vel og var jafnframt hneigt til bóka. Ættareinkenni beggja ættanna komu mjög skýrt fram í Arngrími í Ásbyrgi. Ég kynntist honum á seinni starfsárum hans á Bílaverk- stæði Dalvíkur. Þar stóð hann lengst við rennibekkinn. Og blístr- aði lágt þegar vanda þurfti smíðina. Smíðaði bolta, öxla og hjól, legur og ýmiss konar vélarhluti í skip og landbúnaðarvélar, á tímum þegar minna var gert af því að panta hluti utanlands frá. Hann var bifvéla- virki að mennt en smiður að nátt- úru og hagvirkur í besta lagi. Á sín- um tíma hafði hann stundað málmsteypu á Bílaverkstæðinu, þegar byggðar voru rafstöðvar fyr- ir bæi í Svarfaðardal og nágrenni, og þurfti mikla nákvæmni við túrb- ínugerðina. Enda fékk Arngrímur gjarnan verk sem þurfti að vanda. Á Bílaverkstæði Dalvíkur vann hann samfellt í rúm 40 ár. Áður hafði hann unnið á einum tveimur verkstæðum á Akureyri. Bókhneigð Arngríms kynntist ég líka þegar við unnum saman á verkstæðinu. Hann var augsýnilega fjölfróður maður og víðlesinn. Ef leita skyldi heimilda um t.d. svarf- dælskan fróðleik reyndist minni hans traustara en flestra annarra. Um þá hluti, líkt og annan þjóð- legan fróðleik, þótti honum gaman að ræða. Þess vegna átti ég eftir að heimsækja hann oft í herbergið hans inn af eldhúsinu í Ásbyrgi, eftir að hann hætti smíðunum – og fór þá jafnan fróðari frá honum aft- ur. Sönghneigðina fékk hann frá föður sínum í Gröf og öfum sínum á Þorsteinsstöðum. Heima í stofu átti hann gamalt orgel, og spilaði á það sálma á sunnudögum. Hann hafði ágæta söngrödd, enda eftirsóttur félagi í karla- og kirkjukórum Dal- víkur í áratugi. Hann hafði næmt eyra fyrir tónlistinni og mjög ákveðinn smekk í þeim efnum. Hins vegar flíkaði hann honum lítið út á við, enda maðurinn hógvær. Með hneigð sína og hæfileika hefði Arngrímur á yngri árum sem best getað valið sér einhverja list- iðn, eða þá tónlist, að starfi. En það er sitt hvað hæfileikar og mögu- leikar. Efni hans og aðstæður buðu ekki upp á að rækta þá þætti sem skyldi. Hann gerðist iðnaðarmaður og vann hörðum höndum. Fremur en sinna listiðn lá meira á að laga brotin drif og legur í tækjum Dal- víkinga og nærsveitunga. Einnig þannig var hann vissulega dýrmæt- ur meðborgurum sínum, líkt og for- feður hans á Þorsteinsstöðum áður. Og iðnaðarmaður með þungt heim- ili þarf fyrst og fremst að halda sér fast að vinnunni til að ná saman Arngrímur Sigurjón Stefánsson Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is                          Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.