Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 11 FRÉTTIR Sumarkoma í Kraganum - Sumarhátíð sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi Dagskrá Seltjarnarnes, kl. 10.00 Morgunkaffi í Félagsheimili sjálfstæðismanna að Austurströnd 3. Álftanes, kl. 11.30 Sjálfstæðismenn á Álftanesi bjóða Hafnfirðingum og Garðbæingum í hádegissnarl í Haukshúsum. Kópavogur, kl. 16.00 Grill í Guðmundarlundi (sunnan í Vatnsendahlíð, fyrir ofan nýja hesthúsasvæðið á Kjóavöllum). Mosfellsbær, kl. 18.00 Vorhátíð við félagsheimili sjálfstæðismanna í Háholti 2. Sjálfstæðismenn í Suðvesturkjördæmi gera sér glaðan dag laugardaginn 31. maí. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins og menntamálaráðherra, og þingmennirnir Bjarni Benediktsson, Ármann Kr. Ólafsson, Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir heimsækja sjálfstæðisfólk í kjördæminu. UM FJÖGUR hundruð björgunar- sveitarmenn voru að störfum þegar mest var vegna Suðurlandsskjálft- ans á fimmtudag. Um sextíu lög- reglumenn voru á vettvangi og fjörutíu sjúkraflutningamenn komu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis- ins auk sjúkraflutningamanna frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Rauði kross Íslands sendi þá fimm- tíu sjálfboðaliða til að aðstoða þá sjálfboðaliða sem fyrir voru. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í gærdag. Farið var yfir helstu verkferla og bar ekki á öðru en menn væru almennt mjög ánægðir með hvern- ig til tókst. Á fundinum kom m.a. fram að Samhæfingarstöðin hefði verið virkjuð um leið og skjálftinn leið hjá. Stöðin var fullmönnuð á skammri stundu og aðgerðar- stjórnir almannavarnanefndar á Suðurlandi voru að störfum í Hveragerði, á Selfossi og í Þor- lákshöfn. Fyrstu verkefni Samhæfingar- stöðvarinnar voru að fá upplýsing- ar um stærð og staðsetningu skjálftans. Eftir útsendingu frétta- tilkynningar var haldinn stöðuf- undur og reglulega í framhaldinu. Stöðugt var miðlað upplýsingum til almennings í gegnum ljósvaka- miðla og vefsvæði. Eftir hvern stö- ðufund var send út tilkynning auk þess sem Rauði krossinn efldi hjálparsímann. Fimm manns voru við svörun en venjulega er einn á vaktinni. Menn á vettvangi gengu hús úr húsi og heimamenn voru teknir tali. Alls staðar að bárust fréttir af innbústjóni og strax var ljóst að mörg hús voru ónýt. Veitt var að- stoð við rýmingu á húsnæði. Fjöldahjálparstöðvar voru settar upp í Hveragerði, á Selfossi, í Þor- lákshöfn, á Eyrarbakka og Hellu. Þeim þremur síðustu var lokað fljótlega eftir opnun, þar sem eng- inn þurfti á aðstoð að halda. Allt gekk vel miðað við þær að- stæður sem unnið var við. Að sögn Víðis Reynissonar hjá almanna- varnadeild ríkislögreglustjóra gengu fjarskiptin afskaplega vel. Þakkaði Víðir nýju Tetra-kerfi sem allir viðbragðsaðilar hafa aðgang að því að fjarskiptin gengu betur en áður er sambærilegar náttúru- hamfarir hafa skollið á. Mikill kost- ur að hafa það kerfi í gær, sagði Víðir. Veita þjónustu vegna skjálfta Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sagði á blaðamannafundinum að ákveðið hefði verið að setja upp þjónustumiðstöð fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna jarð- skjálftanna. Lagði Björn þetta til á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun og var tillagan samþykkt. Að miðstöð- inni munu koma Árborg, Ölfus, Hveragerði, sveitarfélögin í Flóa og Grímsnesi, Viðlagatrygging, Rauði krossinn, landlæknir og aðr- ir, sem veita íbúum á svæðinu þjónustu vegna skjálftanna. Íbúar á jarðskjálftasvæðinu geta leitað til þjónustumiðstöðvarinnar eftir hvers kyns aðstoð í tengslum við afleiðingar skjálftans. Gert er ráð fyrir því að þjónustumiðstöðin verði á skjálftasvæðinu og starf- rækt næstu mánuði. Ekki liggur fyrir nú hvar hún verði en helst er horft til Selfoss enda mest mið- svæðis. Þjónustumiðstöðin tekur væntanlega til starfa á mánudag. Almenn ánægja með verkferla Morgunblaðið/RAX Grjóthrun Mikið grjóthrun varð í Ingólfsfjalli í jarðskjálftunum á Suðurlandi í fyrradag en upptökin voru undir fjallinu suðvestanverðu. Meðal annars fór af stað stórgrýti sem skoppaði yfir garð og inn á tún á Tannastöðum.  Tetrakerfinu þakkað að fjarskipti gengu betur en áður við náttúruhamfarir  Þjónustumiðstöð sett upp á skjálftasvæðinu og verður starfrækt næstu mánuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.