Morgunblaðið - 25.06.2008, Síða 8

Morgunblaðið - 25.06.2008, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is HALDI einhver að framkvæmdum sé að mestu lokið við Kárahnjúka- virkjun þá er það hinn mesti mis- skilningur. Lætur nærri að um 700 manns verði þar að störfum í sumar. Það er vissulega langt frá fjöldanum þegar mest lét, hátt í 1.800 manns fyrir um tveimur árum, en engu að síður töluverður mannafli miðað við aðrar framkvæmdir á landinu þetta sumarið. Aðalverktakinn, Impregilo, er enn með um 350 manns á sínum vegum. Borun lauk sem kunnugt er í apríl sl. og eru risaborarnir þrír farnir úr landi. Tveir eru þegar komnir í önn- ur verk hjá Impregilo, annar í Kína og hinn í Sviss. Unnið er við frágang á Jökulsár- göngum, að taka niður tæki og mannvirki og fjarlægja vinnubúðir við aðgöng 1, 2 og 3, sem og aðalbúð- irnar við Laugarás. Búist er við því að síðasti mannskapur Ítalanna ljúki sér af seint í haust. Helstu virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka eru vegna Hrauna- og Jökulsárveitu austan Snæfells. Vegna gjaldþrots Arnarfells tók Landsvirkjun það verk yfir fyrr á árinu og bauð það síðan út. Ístak var ráðið til verksins og er þar nú með um 200 manns. Fljótlega verður fjölgað upp í um 250 manns. Verið er að klára að steypa inntak, sprengja jarðgöng við Kelduá og gera jarð- vegsstíflur þar og við Grjótá. Reikn- að er með að þessum framkvæmdum ljúki ekki fyrr en á næsta ári. Að sögn Sigurðar St. Arnalds, talsmanns Kárahnjúkavirkjunar, er Hálslónið að fyllast á ný, eftir að hafa lækkað um eina 27 metra í vet- ur. Þar er búist við að lónið fyllist og ekki verði þörf á að veita vatni úr nærliggjandi veitum í ár. Ekið yfir stífluna í sumar Ístak er einnig í margs konar frá- gangsvinnu á og við Kárahnjúka- stíflu. Í þeim störfum og ef eftirlits- aðilar eru taldir með eru þar um 60 manns. Verið er að leggja öryggis- net á barma Hafrahvammagljúfurs til að forða starfsmönnum frá grjót- hruni en í gilinu er verið að steypa þró til að taka við vatni úr yfirfalli Hálslóns. Þar sem búist er við því að lónið fyllist síðar í sumar getur þess- ari vinnu ekki lokið fyrr en næsta sumar. Einnig stendur yfir vinna við handrið á stífluveggnum og lagningu slitlags á veginum yfir stífluna. Til stendur að hleypa á almennri um- ferð yfir stífluvegginn frá 15. júlí til 15. ágúst í sumar. Um 700 manns við Kárahnjúka  Impregilo með um 350 manns við frágang á aðgöngum og vinnusvæði við Kára- hnjúka  Um 1.800 manns þegar mest lét en framkvæmdum lýkur á næsta ári Ljósmynd/Helgi Haraldsson Netavinna Unnið er við að klæða Hafrahvammagljúfur með öryggisnetum. „ÉG var bara að flýta mér of mik- ið,“ segir Kristinn Óskarsson, sautján ára nemi á Hofsósi, sem flaug af hestbaki um síðustu helgi. „Ég ætlaði að skutla mér af baki en hesturinn stökk í vitlausa átt og tók fæturna undan mér,“ segir knapinn, sem hljóp um of kapp í kinn í smalakeppni hestamanna- félagsins Svaða á Hofsósi á Jóns- messuhátíðinni þar. Smalakeppnin er liðakeppni þar sem keppendur fara ríðandi í gegnum þrautabraut og enda á því að stökkva af baki og hoppa sjálfir upp á stafla af brettum. Það lið sem fer í gegnum brautina á skemmstum tíma sigrar, og þarf kannski engum að koma á óvart að knapinn á þessum myndum var ekki í sigurliðinu þetta árið. „Ég tók ekki eftir hversu mikil bylta þetta var fyrr en ég sá mynd- irnar,“ útskýrir Kristinn, en að- spurður segist hann ískaldur ætla að halda áfram að ríða út sér til skemmtunar og temja fyrir sjálfan sig. Kristinn getur þakkað fyrir að ekki fór verr, en hann hlaut ekki svo mikið sem marblett við bylt- una. Þó má ætla að hann hafi lært af atburðinum að kapp er best með forsjá. andresth@mbl.is Kristinn Óskarsson, sautján ára knapi, slapp ómeiddur eftir byltu Æsingur Kristinn Óskarsson tók þátt í keppni á Hofsósi um helgina. Keppnin gekk út á að ríða þrautabraut og kasta sér af baki á brautarenda, með þessum afleiðingum fyrir Kristin. Ljósmynd/Linda Fanney Valgeirsdóttir Ómeiddur Hinn sautján ára knapi fékk ekki svo mikið sem marblett. Hann telur að hæð sín geti hafa haft áhrif, en hann er um tveir metrar en hesturinn smávaxinn. Gráni litli er tíu vetra og í eigu fjölskyldu hestamannsins. Kapp er best með forsjá VIRKJUNIN sem slík er komin á fullt við framleiðslu á rafmagni til álversins á Reyðarfirði. Fljótsdals- stöðin er í fullum rekstri síðan fyr- ir áramót og þar snúast allar vélar. Framkvæmdum í Fljótsdal er að mestu lokið, fyrir utan einhverja frágangsvinnu. Að sögn Sigurðar Arnalds hefur vélbúnaðurinn reynst mjög vel. Nú styttist í að Sigurður ljúki einnig sínum störf- um vegna Kárahnjúkavirkjunar, en hann hefur verið viðloðandi verk- efnið frá upphafi, hátt í níu ár, al- veg frá því að vinna við hönnun og umhverfismat hófst. Lengst af hefur hann verið talsmaður Lands- virkjunar á virkjunarsvæðinu og séð m.a. um að upplýsa fjölmiðla og gesti virkjunarinnar. Allar vélar virkjunarinnar á fullu Myndin blekkti Leit hætt að ísbirni „MYNDIN blekkir svolítið. Við mynduðum mann á nákvæmlega sama stað og skeyttum saman myndum. Svo það sést að þetta er ekkert óvenjulega stór skepna á myndinni,“ segir Stefán Vagn Stef- ánsson, yfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni á Sauðárkróki, um mynd- ina sem ferðamenn tóku af meintu bjarndýri við Bjarnafell á Skaga. „Við vitum í rauninni ekki fyrir víst hvað er á myndinni. Það eru engin önnur spor þarna en eftir kindur,“ segir Stefán. Hann segir að lögreglan hafi getað staðsett nákvæmlega hvar dýrið átti að vera. Þar hafi jarðvegurinn verið mjög blautur og engin ummerki um bjarndýr fundist en þar hafi hins vegar verið spor eftir kindur. Einnig fundust sporin eftir ferða- mennina sem töldu sig hafa séð bjarndýrið. Uppi á „háfellinu“ var snjór og þar voru heldur engin spor. Mikil leit var gerð úr lofti í fyrrakvöld að dýrinu. Stefán segir að þegar þær upplýsingar sem að framan greinir hafi legið fyrir hafi leit verið hætt. thorbjorn@mbl.is Rolla? Myndin mikið stækkuð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.