Morgunblaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 9 FRÉTTIR STANGVEIÐI Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÞETTA hefur verið ofboðslega gam- an enda besta byrjunin í Grímsá í mörg ár,“ sagði Jón Þór Júlíusson leigutaki í gærkvöldi en þá hafði fyrsta holl sumarsins lokið veiðum með 18 laxa. Hann sagði fiskana mjög vel haldna, mun betur en síð- ustu ár og meira af stærri fiski, 70 til 80 cm. „Laxinn er þegar orðinn vel dreifður um ána, fiskur hefur þegar veiðst í efsta hylnum og víða í ánni. Það er bara blússandi hamingja.“ Jón Þór og faðir hans Júlíus Jóns- son lentu í óvæntu ævintýri opn- unardagana. „Ég veiddi annan lax sumarsins í Strengjum, á litla Fran- ces-keilutúpu. Þetta var gullfallegur 82 cm hængur sem ég merkti og sleppti aftur. Sólarhring síðar var pabbi að veiða við efsta Streng og setti í þennan flotta lax og þegar hann landaði honum eftir 20 mínútur og ætlaði að setja í hann merki, þá brá honum við að sjá merkið sem ég setti í hann daginn áður.“ Feðgarnir veiddu því sama laxinn með sólar- hrings millibili. „Laxinn hefur verið búinn að jafna sig og verið að leggja í hann upp ána. Við feðgarnir veidd- um hann því báðir. Þetta sýnir enn og aftur að þessir fiskar eru of verð- mætir til að rota þá,“ sagði Jón Þór. Besta opnun síðan 1998 Ekki var Pétur Pétursson leigu- taki Vatnsdalsár síður ánægður með fyrsta hollið hjá sér en 17 löxum var landað á þremur dögum. Sá stærsti var 95 cm og enginn undir 80 cm. „Þetta er besta opnun síðan 1998,“ sagði Pétur. „Ég hef aldrei séð jafn mikið af laxi í Hólakvörninni og er þar núna og þó að aðstæður séu í raun skelfilegar til veiða, sól og áin heit, þá er veiðin samt þetta góð! Sjö af löxunum hafa veiðst fyrir ofan Flóðið og það er afar góðs viti.“ Ellefu laxar veiddust í opnun Langár og síðan bættust 19 við, þar af 15 á mánudaginn. Þá hafa fyrstu laxarnir veiðst á efsta svæðinu í Stóru Laxá og í Soginu. Feðgar veiddu sama laxinn Tvíveiddur Jón Þór Júlíusson togast á við hænginn í Strengjum í Grímsá. Daginn eftir veiddi faðir hans fiskinn aftur, aðeins ofar í Strengjunum. JÓN Ólafsson frá Kirkjulæk í Fljótshlíð lést aðfaranótt 24. júní, á Jónsmessunótt. Jón fæddist á Kirkjulæk 16. septem- ber 1955. Foreldrar hans voru María Jónsdóttir og Ólafur Steinsson sem er lát- inn. Eftirlif- andi eigin- kona Jóns er Ingibjörg Elfa Sigurð- ardóttir. Þau eignuðust þrjú börn en áður átti Jón eina dóttur. Jón lærði húsasmíðar en bú- skap stundaði hann á Kirkjulæk III í átján ár. Hann var grjót- hleðslumaður og smiður eftir að búskap lauk en árið 2002 opn- uðu þau hjónin veitingahúsið Kaffi Langbrók í Fljótshlíð. Jón var um árabil í Kirkjukór Fljótshlíðar, Karlakór Rang- æinga, sönghópnum Öðlingum, Samkór Rangæinga og söng- hópnum Saga Singers sem starfaði í tengslum við Njálu- setrið. Jón var einnig meðlimur í Kvæðamannafélaginu Iðunni. Þá stofnaði hann hina vinsælu hljómsveit Hjónabandið ásamt eiginkonu sinni og vinahjónum og gaf út hljómdisk árið 2006. Jón starfaði lengi í Ung- mennafélaginu Þórsmörk og var þar formaður um langt skeið. Hann reisti fyrir réttu ári meyjarhofið Móður jörð í landi sínu sem varð strax mikið að- dráttarafl fyrir ferðafólk. Jón var hagyrðingur góður og mikill áhugamaður um rímna- kveðskap, tónlist, ferðamál og framfarir í Rangárþingi. Jóni og Ingibjörgu eiginkonu hans var veittur afreksbikar Búnaðar- félags Fljótshlíðar 17. júní sl. Jón Ólafsson Andlát Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Skyrtur og blússur www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Útsalan er hafin 30%-70% afsláttur str. 38-56 Opnunartími mánud. - föstud. kl. 10.00-18.00 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík sími 568 2870 Útsala! www.friendtex.is Nú er bara hægt að gera góð kaup Mikið úrval af fallegum fatnaði Lokað í dag Útsalan hefst á morgun kl 10.00 Kringlunni • Simi 568 1822 www.polarnopyret.is 40% afsláttur STÓRÚTSALA HAFIN 30%-70%AFSLÁTTUR Laugavegi 63 • S: 551 4422 25.-27. JÚNÍ Sólgleraugu, tuskudýr, búsáhöld, kort, derhúfur, blöðrur, útidót, tennisspaðar, límmiðar, sjampó, styttur, hárskraut. Allt á 100 kr. stk. Opið kl. 12–17. ÚTIMARKAÐUR FRÁBÆRT VERÐ Langholtsvegi 42 mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.