Morgunblaðið - 25.06.2008, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
IKEA biður þá sem
keypt hafa BARNS-
LIG-svefnpoka að
skila vörunni aftur
til verslunarinnar
gegn endur-
greiðslu. Þetta
kemur fram í til-
kynningu frá fyr-
irtækinu.
Tilkynningar hafa borist erlendis
frá þess efnis að botninn á renni-
lásnum getur losnað frá. Það getur
valdið því að sleðarofinn losni af og
orsaki köfnun hjá litlum börnum.
Viðskiptavinir sem keypt hafa
BARNSLIG-svefnpoka með dag-
setningarstimplunum 0745 upp í
0824 eru beðnir um að skila honum
til IKEA. Stimpillinn finnst á
merkimiða sem saumaður er innan
á svefnpokann.
Svefnpokar
innkallaðir
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
REYKJAVÍKURBORG vill leita
eftir samstarfi við aðra um rekstur
hjúkrunarheimilisins Droplaug-
arstaði, að sögn Jórunnar Frí-
mannsdóttur, formanns velferð-
arráðs Reykjavíkur. Í dag hyggst
hún leggja fram tillögu á fundi ráðs-
ins um að óskað verði eftir leyfi heil-
brigðisráðuneytisins til þess fá nýj-
an aðila til að reka hjúkrunar-
heimilið. Samstaða er um málið í
meirihluta borgarstjórnar, að sögn
Jórunnar.
Fáist leyfi ráðuneytisins kvaðst
Jórunn búast við að gerður yrði
þjónustusamningur um rekstur
Droplaugarstaða. „Við [Reykjavík-
urborg] verðum áfram ábyrg, nema
ríkið sé tilbúið að taka Droplaug-
arstaði að sér – sem það hefur ekki
verið,“ sagði Jórunn.
Grund, Hrafnista og Sóltún
Droplaugarstaðir hafa verið rekn-
ir með halla í mörg ár. Sagði Jórunn
að hann stefndi í að verða 40-50
milljónir króna á þessu ári. Við-
ræður hafa staðið yfir við heilbrigð-
isráðuneytið því borginni hefur ekki
tekist að lækka rekstrarkostnaðinn.
Jórunn sagði slæmt að horfa á eftir
skattpeningum í hallarekstur. Borg-
inni veitti ekki af þeim fjármunum til
að veita lögbundna þjónustu, en
rekstur hjúkrunarheimilis félli ekki
undir hana.
Jórunn sagði það hafa verið nefnt
m.a. við Grund, Hrafnistu og Sóltún
að taka við rekstri Droplaugarstaða.
Engar formlegar viðræður hefðu þó
farið fram eða neinar tölur verið
sýndar um reksturinn. „En við vit-
um að það er áhugi á að skoða það,“
sagði Jórunn. Hún segir alls óvíst að
nokkur sé tilbúinn að reka Drop-
laugarstaði á daggjöldum eða treysti
sér til þess. Með því að samræma
rekstur Droplaugarstaða annarri
skyldri starfsemi megi ef til vill ná
fram hagræðingu sem geri það kleift
að reka hjúkrunarheimilið á dag-
gjöldum. Stærð Droplaugarstaða sé
óhagkvæm og ef til vill eigi það stór-
an þátt í því að ekki hefur tekist að
ná niður hallarekstrinum.
Borgin á einnig hjúkrunarheimilið
Seljahlíð sem líka hefur verið rekið
með tapi. Í Seljahlíð er nú leitað
nýrra leiða í rekstrinum og stefnt í
auknum mæli að því að fara út í
íbúðaform með mikilli heimaþjón-
ustu og lofar sú breyting góðu, að
sögn Jórunnar.
40-50 milljóna kr. halli
Borgin vill leita nýrra leiða við rekstur Droplaugarstaða Viðvarandi halli er
á heimilinu Formaður velferðarráðs býst við þjónustusamningi um reksturinn
Ljósmynd/Droplaugarstaðir
Grillveisla Heimilisfólk á Droplaugarstöðum í grillveislu í garði heimilisins
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
„FÆÐINGARORLOFSSJÓÐUR
gerði sér ekki grein fyrir þessum
[aðstöðu]mun, að það skipti máli
hvar tæknifrjóvgunin færi fram en
það er alveg ljóst að lögin um fæð-
ingarorlof gera kröfu um forsjá,“
segir Hanna Sigríður Gunnsteins-
dóttir, lögfræðingur og sviðsstjóri í
félagsmálaráðuneytinu, spurð um
mál kvenna í staðfestri samvist sem
þar sem maki móðurinnar er ekki
lagalega séð foreldri barns, þar
sem tæknifrjóvgun fór fram erlend-
is, en fær samt greitt fæðing-
arorlof. „Strangt til tekið þurfa ein-
staklingar í þessari stöðu að
stjúpættleiða börnin,“ segir Hanna.
Skoða þarf framkvæmdina
„Við sjáum að það er ekki verið
að framkvæma lögin alveg eftir
orðanna hljóðan og því þarf að
leggjast yfir framkvæmdina.“
Maki móður barns sem hefur orð-
ið til í tæknifrjóvgun í útlöndum
telst ekki foreldri þess í skilningi
barnalaga og þarf því að stjúpætt-
leiða barnið sem er ferli sem tekur
6-8 mánuði.
Samkvæmt gildandi ákvæðum
laga um tæknifrjóvgun má aðeins
framkvæma tæknifrjóvgun ef kon-
an sem undirgengst aðgerðina er í
hjúskap, staðfestri samvist eða
óvígðri sambúð sem staðið hefur
samfellt í þrjú ár hið skemmsta
enda hafi báðir aðilar samþykkt að-
gerðina (skál. blaðam.) skriflega og
við votta. Sömu lög gera aðeins ráð
fyrir tæknifrjóvgun hérlendis.
Þarf samþykki makans
Þórir Hrafnsson, aðstoðarmaður
dómsmálaráðherra, segir að ætli
kona að fara í tæknifrjóvgun þurfi
að sýna fram á samþykki makans
áður en hún á sér stað. Aðspurður
um tilvik þar sem frjóvgun hefur
átt sér stað erlendis og maki sýnir
fram á samþykki segir Þórir að af-
staða ráðuneytisins sé að lögin geri
ekki ráð fyrir slíku.
Morgunblaðið/Ásdís
Orlof Forsjármenn nýfæddra barna
eiga rétt á fæðingarorlofi
Verða að
frjóvgast
hérlendis
FORSETI bæjarstjórnar Grindavíkur, Jóna
Kristín Þorvaldsdóttir, tók fyrstu skóflustungu
að nýjum skóla í Hópshverfi í Grindavíkurbæ en
áætlað er að hann verði tilbúinn til notkunar að
ári. Verða þar 6-8 skólastofur í 1.800 fermetra
rými, ætlaðar yngstu stigum grunnskólans.
Með Jónu í för var hópur leikskólabarna sem
síðar meir munu að öllum líkindum nema ýmis
gagnleg fræði í skólanum. skulias@mbl.is
Nýr grunnskóli rís í Hópshverfi í Grindavík að ári
Ljósmynd/Víkurfréttir
Tók fyrstu skóflustunguna að Hópsskóla
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
MYNDAVÉLAR á þilförum íslenskra fiskiskipa til
þess að hafa eftirlit með brottkasti eru ekki í skoðun
hjá sjávarútvegsráðuneytinu, að sögn Einars K. Guð-
finnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Dönsk stjórnvöld hafa nú gert samning við eigendur
nokkurra fiskiskipa um slíkt eftirlit.
Hugmyndin kom upp í tíð Árna M. Mathiesen sem
sjávarútvegsráðherra, að sögn að frumvæði LÍÚ. Hann
lýsti þá yfir vilja til að setja saman starfshóp um málið
undir forystu fulltrúa LÍÚ en starfshópurinn var að
sögn aldrei skipaður. Aðspurður segir Árni málið hafa
strandað á tæknilegum atriðum á sínum tíma. Ekki
tókst að ná nothæfu merki um gervihnött frá mynda-
vélunum, sérstaklega þegar veður
var slæmt og öldugangur mikill. Til-
raunir á vegum Tæknivals og Sam-
herja fóru fram, en lyktaði með
fyrrgreindum hætti.
Efnahagshvata framar eftirliti
„Nei, þetta er ekki í skoðun af
minni hálfu,“ segir Einar K. Guð-
finnsson sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra. „Ég er á því að sá
brottkastsvandi sem er til staðar
verði leystur með efnahagslegum hvötum frekar en
með eftirliti. Eftirlitið er bráðnauðsynlegt og þarf að
vera til staðar en ég held að því séu takmörk sett
hversu langt menn geta gengið í að auka eftirlit á sjó.“
Ekki á dagskrá að setja eftir-
litsmyndavélar á þilför skipa
Sjávarútvegsráðherra vill frekar efnahagslega hvata gegn brottkasti en eftirlit
Í HNOTSKURN
»Sjómenn geta látið allt að10% afla, t.d. undirmáls-
fisk, teljast í kvóta til hálfs.
»Einnig geta þeir látiðandvirði allt að 5% af
heildarafla renna í verk-
efnasjóð sjávarútvegsins
(80%) og til útgerðar og sjó-
manna (20%).
»Útgerðir nýta sér þetta íauknum mæli.
Einar K.
Guðfinnsson