Morgunblaðið - 25.06.2008, Síða 17
|miðvikudagur|25. 6. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Ég ætla að keppa á honumGammi, sem er hestur frápabba mínum, en ég er aðvinna í því að eignast svo-
lítið í honum. Annars á ég hest með
ömmu minni sem heitir Vinur og
hann er í mesta uppáhaldi hjá mér.
Svo á ég líka veturgamla hryssu sem
heitir Alma en ég skírði hana eftir
tuskuhestinum mínum,“ segir Ylfa
Guðrún Svafarsdóttir sem verður
yngsti keppandinn á Landsmóti
hestamanna á Hellu í næstu viku.
Þar mun hún etja kappi við sér mun
eldri krakka því þau elstu í þeim
flokki verða þrettán ára á þessu ári.
„Ég var harðákveðin í því í vor að
keppa á Landsmótinu og ég er auð-
vitað mjög ánægð með að hafa kom-
ist inn í úrtökukeppninni fyrir barna-
flokkinn. Það er eiginlega mesti
sigurinn,“ segir Ylfa sem keppir fyrir
Fák.
„Við Gammur ætlum að gera okk-
ar besta en tamningamaðurinn Auð-
unn Kristjáns sem er vinur okkar,
hefur verið að leiðbeina mér svo ég
verði sem best undirbúin. Ég þarf að
sýna fet, tölt, brokk og stökk.“
Þó þetta sé fyrsta alvöru keppnin
hjá Ylfu tók hún þátt í firmakeppni í
fyrra og öðrum smærri mótum.
Fyrir fjórum árum þegar Lands-
mótið var á Hellu og Ylfa aðeins fjög-
urra ára, mætti hún þangað klædd í
búning sem breytti henni í hestinn
Jarp, enda segir Ásta Björnsdóttir
móðir hennar að hún hafi sífellt verið
að bregða sér í hestlíki.
Ylfa er ekki aðeins hrifin af hestum
heldur nánast öllum dýrum, enda ber
hún nafn úlfynju.
„Við eigum tvo hunda, eina kisu og
fullt af hestum. Bráðum fáum við
kanínur, en mig langar ekki í hæn-
ur,“ segir þessi unga og efnilega
hestakona sem veit alveg hvað hún
vill í framtíðinni. „Ég ætla að verða
tamningakona og dýralæknir.“
khk@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Úti í guðsgrænni Ylfa í veðurblíðunni með tuskuhestinn Ölmu í félagsskap tveggja reiðskólahesta í Fáki.
Harðákveðin í
að keppa á
Landsmótinu
Hún er dýrasjúk og hefur verið á hestbaki frá því hún
man eftir sér. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti metnað-
arfulla stelpu sem er á leið inn á keppnisvöllinn á
Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu.
YLFA er svo heppin að þó hún búi í Reykjavík er hesthús við hlið íbúðar-
hússins. Hún ólst því upp með hestunum í garðinum og getur farið á hest-
bak nánast hvenær sem henni hentar yfir veturinn. Móðir hennar segir
Ylfu sjá um að halda heimilisfólkinu við efnið, hún reki þau á bak með sér
nánast daglega, sama hvernig viðrar. Hún hefur riðið út frá því hún var sex
ára og er sífellt að sækja í sig veðrið og prófa betri og betri hesta. Og hún
hefur heilmikið skap, eins og góðri hestakonu sæmir.
„Ég datt einu sinni af baki á honum Gammi af því að hann fældist. Ég
varð mjög reið og ætlaði aldrei aftur á hestbak, alla vega ekki aftur á hann.
En mér var runnin reiðin seinna um daginn.“
Heldur fjölskyldunni við efnið
„KONUR eiga að vera náttúrulegar í sumar
og draga fram það fallega í andlitinu,“ segir
Sigríður Þóra Ívarsdóttir, förðunarmeistari
hjá Snyrtiakademíunni.
„Gott er að undirstrika
umgjörðina á augunum,
nota ljósa og matta
augnskugga. Svo er mik-
ið um bleika liti eins og í
fyrra.“
Snyrtiakademían
kynnti nýlega förð-
unarlínuna GloMinerals
sem að sögn Sigríðar
Þóru hefur tröllriðið
förðunarheiminum und-
anfarið. „Minerals-vörur eru unnar úr stein-
efnum sem brotin hafa verið niður í smæstu
agnir. Vörurnar innihalda fjölda vítamína og
grænt te og sólarvörn.“ Hún segir þær því
sefandi og græðandi fyrir húðina og að lýta-
læknar noti þessar vörur til að vinna á örum
og öðrum ummerkjum lýtaaðgerða. „Mun-
urinn á Minerals-vörum og öðrum er að
ekkert talkúm er notað í vörurnar en það
stíflar húðholur og þurrkar upp húðina.“
Sigríður Þóra sýndi dæmi um létta dag-
förðun fyrir sumarið. „Farðinn sem ég nota
er laus og heldur því húðholum opnum.
Hydration mist sem ég spreyja á eftir förð-
unina er undravara sem ætti að vera í hverri
snyrtibuddu í sumar því með því að spreyja
örlitlu misti öðru hverju yfir daginn helst
andlitið frísklegt.“ gudrunhulda@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bleikt og
frísklegt
Dagförðun Í sumar eiga konur að draga fram náttúrulega fegurð sína segir Sigríður Þóra.
Sigríður Þóra
Ívarsdóttir
Hyljari notaður eftir þörfum. Laus Mine-
ral farði, GloLoose base, er byggður upp
á húðina. Brúnn augnskuggi settur á
augabrúnir.
Delight augnskuggi settur yfir augnlok
og að augabrúnum og Charming augn-
skuggi notaður til að skyggja. Brúnn
eye-liner dregin meðfram efri og neðri
augnháralínu. Ein umferð af svörtum
maskara sett á augnhárin.
Paradise kinnalitur settur á kinnarnar.
Ljósbleikur varalitablýantur og Pink gin-
ger gloss látin á varirnar.
Að lokum er Hydration mist úðað á and-
litið sem verður til þess að efni farðans
virkjast, förðunin helst lengur á og verð-
ur vatnsheld.
Dagförðun að
hætti Sigríðar Þóru