Morgunblaðið - 25.06.2008, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 21
Sólarsýn Segja má, að hann hafi verið sólarmegin í lífinu þessi áhorfandi á leik Fram og Breiðabliks en flestir völdu hina stúkuna, sem sneri undan sól.
Kristinn Blog.is
Ármann Kr. Ólafsson | 21. júní
Lengri sólardaga
og lengri helgarfrí
… Ef tekinn er upp sum-
artími færist hið nátt-
úrulega hádegi frá um
hálf tvö til um hálf þrjú á
daginn. Þetta þýðir að í
raun mundi þjóðin vakna
fyrr á sumrin og byrja
daginn fyrr. Það þýðir líka að sólarinnar
nýtur lengur þegar fólk kemur úr vinnu
og það verður hlýrra fram eftir deginum
yfir sumarið. Þetta gæfi okkur því betra
tækifæri til þess að njóta sumarsins og
skapaði án efa betri sumarstemningu
með öllu sem því fylgir, svo sem auknum
möguleikum á frekari samverustundum
með fjölskyldunni.
Þessu til viðbótar hafa landsmenn
verið minntir á það síðustu daga að
breyting á sumartíma er mikilvægari fyr-
ir suma íbúa þessa lands en aðra …
… Ég hef alltaf verið fylgjandi því að
gera breytingar í þessa veru og því mun
ég fylgja málinu eftir strax eftir að þing
kemur saman í haust. …
Meira: armannkr.blog.is
Hallur Magnússon | 24. júní
Er hugur Geirs
Haarde á Íslandi?
Ég er ekki viss um að
hugur Geirs Haarde for-
sætisráðherra sé alltaf á
Íslandi frekar en hugur
Seðlabanka Evrópu. Þótt
Geir hafi hrokkið í gírinn
í síðustu viku með rík-
isstjórnina og gripið til jákvæðra að-
gerða gagnvart Íbúðalánasjóði og fast-
eignamarkaðnum þá hefur doðinn og
aðgerðarleysið undanfarna mánuði bent
til þess að hugur hans hafi verið ann-
ars staðar. Geir Haarde þykist ekki
bera neina ábyrgð á efnahagsástandinu
á Íslandi. Hugur hans er annars staðar.
Hugur hans er erlendis því hann sér
engar aðrar ástæður fyrir ástandinu á
Íslandi en aðstæður erlendis. Einu
skiptin sem hugur Geirs virðist vera á
Íslandi er þegar hann er í útlöndum að
tjá sig um málefni Íslands – eins og
núna í Lundúnum. Ekki einu sinni viss
um að hugurinn sá á Íslandi heldur
frekar í Lundúnum …
Meira: hallurmagg.blog.is
Jón Guðmundsson | 24. júní
Alls ekki
slæmar fréttir
Af umræðu undanfarinna
mánaða má telja að ýmsir
telji verðhækkanir elds-
neytis vera slæmar frétt-
ir. Svo er þó ekki.
Sjálfur man ég vel eftir
olíukreppunni á áttunda áratugnum. Þá
fór olíuverð einnig upp úr öllu valdi, og
þó að fjölmiðlar telji verð nú vera met-
hátt þá skortir þá augljóslega þekkingu
og vilja til að uppfæra verð áttunda ára-
tugarins til verðlags dagsins í dag. Ég er
hræddur um að yrði það gert myndi nú
heyrast hljóð úr horni …
Meira: mannvitsbrekka.blog.is
ÉG HEF nú næstum lokið
öðru embættistímabili mínu í
þessu óvenjulega og fagra landi
eftir að hafa verið sendiherra
Breta á Íslandi síðan árið 2004.
Alls hef ég búið hér í átta ár, og
tel mig því færan um að segjast
skilja land og þjóð.
Sambandið milli Bretlands og
Íslands hefur eflst og ég tel það
nú betra en nokkru sinni. Eini
skugginn sem borið hefur á vin-
áttuna er hvalveiðarnar. Ég skil
sjónarmið Einar K. Guðfinnssonar, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra, og Kristjáns
Loftssonar, og mér er ljóst hversu mjög mál-
ið brennur á sumum Íslendingum, einkum
íbúum einangraðra fiskveiðisamfélaga sem
kvótaskerðing kom verst niður á. En ég skil
ekki hvernig nokkur maður getur trúað því að
hvalveiðar þjóni hagsmunum Íslands þegar
upp er staðið, eða hvernig nokkrum getur yf-
irsést álitshnekkirinn sem ímynd Íslands bíð-
ur erlendis af völdum hvalveiða.
Mér þykir lítið vit í þeirri ákvörðun að
veiða 40 hrefnur í atvinnuskyni þrátt fyrir
bann Alþjóðahvalveiðiráðsins og það jafnvel
þótt fáir snæði hvalkjöt reglulega, eða yf-
irhöfuð.
Það þarf engan snilling til að sjá að úti í
heimi líta menn svo á að hvalveiðar geti skað-
að orðspor Íslendinga sem þjóðar sem stend-
ur ekki á sama um umhverfi sitt. Og ekki að-
eins ríkisstjórnir og erindrekar hafa gefið í
skyn andstöðu við hvalveiðar. Þegar Ísland
tilkynnti árið 2006 áform um að veiða hrefnu
og langreyði í atvinnuskyni vakti það sterk
viðbrögð í mínu heimalandi, sem leiddu til
mótmæla um alla heimsbyggðina með Breta í
fararbroddi, en alls tók meira en milljarður
manna þátt í mótmælunum. Varla höfðum við
öll rangt fyrir okkur.
Ég spjallaði nýlega við tuttugu námsmenn
á aldrinum nítján til tuttugu ára. Þau vöktu
máls á hvalveiðum og spurðu mig álits. Ég
spurði þau þá hvort eitthvert þeirra hefði ný-
lega borðað hvalkjöt. Ekkert þeirra hafði
gert það, og ekkert þeirra hafði hugsað sér
það í framtíðinni. Ég sagðist hafa
fengið svipuð viðbrögð frá 50 eða
60 námsmönnum á síðasta ári
(einn þeirra sagðist borða hval-
kjöt reglulega). Yfirgnæfandi
meirihluti unga fólksins sem ég
talaði við skilur ekki hvers vegna
nokkurn skyldi langa að borða
hvalkjöt. Eftir því sem ég best
veit er það ekki einu sinni á mat-
seðli eldra fólks.
Stuðningsmenn hvalveiða veifa
við og við að mér tölfræði og töl-
um og vitna í vísindalegar heim-
ildir sem eiga að sanna að hvalir
hafi minnkað fiskistofna. En engum hefur enn
tekist að útskýra fyrir mér hvers vegna fiski-
stofnar heimsins voru í mestum blóma þegar
mest var af hvölum.
Er það mögulegt að í það minnsta einhver
hluti fisksins sem hvalir nærast á séu teg-
undir sem menn borða ekki? Ákveðnar teg-
undir sem hvalir éta gætu jafnvel verið þær
sem mest éta af tegundunum sem við viljum
veiða. Hvalveiðar gætu þannig jafnvel skaðað
suma fiskistofna.
Íslenskir sjávarlíffræðingar eru með þeim
bestu í heiminum og ég þarf ekki að predika
yfir þeim um það hversu flókið vistkerfið er.
Samt þrjóskast þeir við að halda fram þeim
einfölduðu og meingölluðu rökum að hvalir éti
fiskinn okkar og þess vegna þurfi að veiða þá,
ef ekki út af einhverju öðru.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til-
kynnti á síðasta ári að hann myndi ekki út-
deila kvóta fyrir hvalveiðar þar til ljóst væri
hvort markaður sé til staðar fyrir kjötið og
útflutningsmál komin á hreint. Ákvörðun
hans var fagnað víðs vegar um heiminn.
Framsýni hans og viska voru lofuð og Ísland
fékk gríðarmikla jákvæða umfjöllun alls stað-
ar að. Sendiráð mitt fékk mikið af bréfum og
tölvupósti þar sem menn tjáðu gleði sína og
létti yfir þessum fréttum, og ég ímynda mér
að það hafi sendiráð Íslands víða um heim
líka fengið. Sumir gætu jafnvel hafa bókað
sumarfrí á Íslandi í kjölfar þessara frétta, en
70.000 þeirra ferðamanna sem heimsóttu Ís-
land á síðasta ári voru breskir.
Að auki fóru 104.000 manns, eða um fjórð-
ungur þeirra sem heimsóttu Ísland, í hvala-
skoðun á síðasta ári. Hvalaskoðunariðnaður-
inn hefur blásið nýju lífi í svæði sem hafa
barist í bökkum árum saman. Húsavík er af-
bragðsdæmi um það sem hvalaskoðun getur
gert fyrir svæði á landsbyggðinni. Þegar ég
heimsótti bæinn fyrir nokkrum vikum varð
ekki á vegi mínum neinn sem hugðist vinna
fyrir sér með hvalveiðum.
Þetta leiðir mig að þeirri niðurstöðu að lítið
fjárhagslegt gagn sé í hvalveiðum í atvinnu-
skyni, ef nokkuð, og erfitt er að líta framhjá
því hvernig þær ógna velgengni hvalaskoð-
unar og vistvænnar ferðamennsku á Íslandi.
Hins vegar er byggðinni meðfram strand-
lengjunni hagur í heilbrigðum hvalaskoðunar-
iðnaði og hann getur greinilega séð henni fyr-
ir öruggum tekjum til lengri tíma.
Því var nýlega haldið fram að kjöt af lang-
reyðum sem veiddar voru árið 2006 hefði rat-
að til Japans, þrátt fyrir að japönsk stjórn-
völd hafi ekki virst meðvituð um það. Þetta
átti að sanna að það væri markaður fyrir
kjötið. Ég tel það fremur örugga sönnun fyrir
því að markaður sé ekki til staðar að það
skuli líða tvö ár frá því að dýrið er veitt og
þangað til kjötið er sent af stað, og enn eigi
eftir að votta að það sé hæft til manneldis.
Það er í fullri vinsemd sem ríkisstjórn mín
segist enga réttlætingu sjá fyrir þeirri
ákvörðun að veiða 40 hrefnur. Sú ákvörðun
hefur valdið mörgum vonbrigðum, bæði Bret-
um og Íslendingum, þar með talið meðlimum
ríkisstjórnar ykkar. Margir ungir Íslendingar
furða sig á þessari ákvörðun. Í þeirra augum
er hún róttæk stefnubreyting sem getur að-
eins skaðað ferðamannaiðnaðinn, hvalastofn-
inn, alþjóðlega hagsmuni Íslands og orðspor.
Ég er sammála þeim.
Eftir Alp Mehmet » „...ég skil ekki hvernig nokkur
maður getur trúað því að
hvalveiðar þjóni hagsmunum Ís-
lands þegar upp er staðið...“
Alp Mehmet
Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi.
Hví í ósköpunum að veiða hvali?
Sigurður Hreiðar | 24. júní 2008
Einbýlishús með tvær
aukaíbúðir er þríbýlishús
Í Fasteignaauglýsinga-
blaði Morgunblaðsins var
textaauglýsing um fast-
eignir á Kýpur og sagt
m.a. að „allir tala ensku á
Kýpur“. – Öllu má nú að
manni ljúga, sosum. Ég
staldraði við á téðri eyju fyrir tæpum
áratug og mikið rétt og víst, í því þéttbýli
þar sem ég hafði svefnstað komst maður
jú býsna vel af með því að nota ensku, en
um leið og komið var út í dreifðari byggð-
ir dugði ekkert mælt mál nema gríska.
Fasteignaauglýsingablað Fréttablaðs-
ins sló því upp á forsíðu að til sölu væri
einbýlishús með tvær aukaíbúðir. Mér er
spurn: Vita fasteignasalar ekki hvað ein-
býli þýðir? … Einbýlishús er ekki lengur
einbýlishús þegar búið er að innrétta í
því fleiri íbúðir. Einbýlishús með þremur
íbúðum er ekki lengur einbýlishús, það
er orðið þríbýlishús og hananú!
Meira: auto.blog.is