Morgunblaðið - 25.06.2008, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 25.06.2008, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 27 MINNINGAR Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar þú fæddist, þegar mamma þín og pabbi komu með þig nýfædd- an heim til okkar og við lögðum ykk- ur saman frændurna og tókum myndir af ykkur áður en þið fluguð austur. Fyrstu skrefin þín og allar þær góðu stundir sem þið frændsystkinin áttuð, litlu prakkarastrikin og þína stóísku ró, það var alveg sama á hverju gekk, alltaf varst þú pollróleg- ur og hafðir svo skemmtilegar út- skýringar á því sem var að gerast hverju sinni. Mig langar til þess að þakka þér fyrir allt, elsku Fannar minn, fyrir það hvað þú varst góður vinur hans Snævars og Bergsteins, þú gast fengið Begga til að fara í klippingu með einni setningu þegar við vorum orðin úrkula vonar um að hann færi nokkurn tímann í klippingu. Allar minningarnar um þig, Fann- ar minn, eru góðar og hlýjar og auð- velt er að brosa og hlæja dátt yfir því hvað þið brölluðuð saman eða bara yfir því hvernig húmor þú hafðir. Við vorum ekki minna spennt yfir því þegar þú fékkst loksins hið lang- þráða bílpróf, þú komst hingað í Hafnarfjörðinn til að sækja Snævar og við komum öll út til að taka á móti þér og óska þér til hamingju með prófið en eins og þú sagðir sjálfur þá varstu bara búinn að bíða frá því að þú varst þriggja ára eftir því að fá bíl- próf. Okkur fannst gaman að fylgjast með öllum þeim breytingum sem urðu á bílnum og það var svo gaman að sjá hvað bíllinn var alltaf flottur hjá þér. Þér fannst ekkert mál að fara með okkur út og sýna okkur allt það nýja sem þú varst búinn að kaupa í bílinn. Rétt fyrir páska rættist svo gamli draumurinn ykkar Snævars að fara út til að sjá Man. United leika á heimavelli. Mér fannst svo frábært og er svo þakklát að allt gekk svo flott upp hjá ykkur og að þið gátuð farið öll saman, þú, Snævar, mamma þín og pabbi, Daníel, Bergdís og Maggi, að sjá goð- in spila. Því ef ég man rétt þá var það þann- ig að þegar þú varst lítill og ég spurði þig hvað þú ætlaðir að verða þegar þú yrðir stór stóð ekki á svörum: „Ég ætla sko að vera frægur fótbolta- kappi og spila með Man. United,“ og svo sögðuð þið báðir í kór frændur: „Við ætlum sko líka að fara á Old Trafford og sjá Man. United leika á heimavelli,“ og það gerðuð þið svo sannarlega Svo ert þú, rétt orðinn 20 ára og líf- ið allt framundan, tekinn burt frá okkur. Það var ekki fyrr en í fyrrasumar sem fyrsta greiningin kom, að þú værir með krabbamein. Strax varstu svo æðrulaus og ákveðinn í því að sigra og hafa betur í þessari baráttu. Þetta æðruleysi einkenndi þig allan tímann svo aðdáun var að. Það var alltaf svo stutt í húmorinn og svo gaman að geta fengið að hlæja með þér og sjá þig brosa þrátt fyrir sárs- aukann og veikindin. Ég trúði því alltaf að þú myndir sigra og hafa betur í baráttunni og losna alveg við meinið líka. Núna í vor, þegar læknarnir hættu meðferð- inni, þá trúði ég því að þú myndir sigra og standa uppi sem sigurveg- ari, Fannar minn. En Guð hefur ætl- að þér aðra sigra en þá sem ég vonaði að yrðu og hann hefur auðsjáanlega ætlað þér mun stærra hlutverk sér við hlið. Í mínum huga ert þú sigurvegari, Fannar minn, þú ert og munt alltaf vera hetja mín og okkar. Fannar Logi Jóhannsson ✝ Fannar Logi Jó-hannsson fædd- ist í Reykjavík 25. nóvember 1987. Hann lést á heimili sínu 11. júní síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 19. júní. Kveðjustundin kom alltof fljótt, elsku Fannar, við vitum að nú ert þú með ömmu og öfum þínum sem leiða þig og vernda og að þú lítur yfir til okk- ar. Við biðjum góðan guð um að varðveita þig og geyma um ókomna tíð elsku frændi. Elsku Þórunn mín, Jói, Þorsteinn Freyr, Daníel Ingi, Bergdís Júlía, Magnús og Sindri Steinn, við biðjum góðan Guð að varðveita ykkur og veita ykkur styrk í sorg ykkar. Minning um yndislegan og góðan dreng er ljós í lífi okkar. Veit ekki hvað vakti mig vill liggja um stund togar í mig tær birtan lýsir mína lund Íslenskt sumar og sólin syngja þér sitt lag þú gengur glöð út í hitann inn í draumbláan dag (Bubbi Morthens.) Þórey, Guðmundur Hrafn og fjölskyldan Þúfubarði 9. Eins og segir í orðum Bob Dylan að „The times they are a changing“ finnst mér best að lýsa síðustu dög- um. Tíminn líður áfram og tímarnir eru í raun að breytast fyrir framan okkur í sífellu. Ennfremur ber morg- undagurinn með sér nýjar þrautir sem þarf að leysa og nýjar áskoranir sem þarf að takast á við. Fannar tók þeim áskorunum og raunum sem hann lenti í með miklu æðruleysi eins og flestir vita, með jákvæðu hugar- fari og einstökum baráttuvilja. Styrkur Fannars er því miður ekki of algengur á okkar tímum en hann hef- ur kennt okkur með því að gefast ekki upp og halda áfram þótt bar- áttan sýnist vonlaus. Ég er svo hepp- inn að ég kynntist Fannari á annan hátt en margir aðrir og mig langar að veita smáinnsýn í minningarnar sem ég á um hann. Það var einstök upplifun að fara út til Manchester í marsmánuði með Fannari, foreldrum hans, Bergdísi systur hans, Magga kærasta hennar og Daníel bróður hans. Langþráður draumur hans um að komast á Unit- ed-leik í Leikhúsi draumanna myndi loks verða að veruleika. Það sem gerði ferðina svo einstaka upplifun er að það fyrirfinnst varla annar stuðn- ingsmaður Man. Utd á landinu sem styður við bakið á sínum mönnum af jafn miklum eldmóði og Fannar. Ferðin var stórkostleg og að sjálf- sögðu sigur okkar manna við mikinn fögnuð okkar. Fannar kom svo að sjálfsögðu drekkhlaðinn minjagrip- um og varningi tengdum liðinu. Heimsóknin hafði góð áhrif á liðið því að leið þess lá upp á við að leik lokn- um og þeir unnu svo að endingu meistaratitilinn í Englandi eins og allir vita og einnig meistaradeildina. En það var margt annað sem átti hug Fannars og meðal annars var það Corollan sem hann keypti sér skömmu eftir að hann fékk bílpróf. Það var ást við fyrstu sýn eins og skáldið sagði. Þessi bifreið er ein sú glæsilegasta sinnar tegundar á Ís- landi og þótt víðar væri leitað. Það sást aldrei blettur á bílnum og alltaf var hægt að spegla sig á húddinu enda var það mjög þægilegur kostur því hárið var alltaf fullkomið áður en við fórum á rúntinn niður Laugaveg- inn. Bíllinn vakti svo mikla lukku að Fannar var stoppaður á ljósum og var boðið gull og grænir skógar en allt kom fyrir ekki, Rollan átti hjarta hans. Það var sama hvort maður átti slæman dag, ekkert var að gerast eða við fórum að kíkja í bíó, alltaf var Fannar til í að gera eitthvað og kom að sjálfsögðu alltaf í nýbónuðum og tandurhreinum bíl. Fannar fór alltaf sínar leiðir en samt var alltaf hægt að fá hann til að gera einhverja vitleysu eins og þegar ég fékk hann til að bakka yfir hraðahindrun og bíll kom fyrir „framan“ okkur og horfði illi- lega á okkur, en þó hafði hann samt alltaf sín mörk sem enginn fékk að fara yfir og forðaði oft vinum sínum frá því að gera allskonar vitleysu. Það er endalaust hægt að halda áfram en að lokum vil ég fá að þakka þér fyrir allt sem við fengum að upp- lifa saman og það sem við gengum saman í gegnum. Þótt lífi þ́nu hér á meðal oss á jörðinni sé lokið hefur þú fengið eilífan sess í hjörtum okkar og minningarnar sem við eigum munu aldrei hverfa og þær eru ófáar. Ég tel það minn æðsta heiður að geta kallað þig vin minn og félaga. Þín verður afar sárt saknað en minningarnar eru hins vegar ein- staklega hlýjar. Með orðum Bubba: Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. Þinn vinur og frændi, Snævar. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Jón G. Bjarnason                          ÞAÐ ríkir hörð sam- keppni um flugfarþega á Íslandi og ekki hvað síst núna þegar virðist kreppa að í fjárhagi al- mennings og hátt elds- neytisverð að sliga fólk og fyrirtæki. Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir hvað flugfarþegar eru að kaupa í farmiða og hvað þau fyrirtæki sem selja miðann standa fyrir. Fyrirtækið Ice- land Express kallar sig lágfargjaldaflugfélag, en er ekki flugrekandi, sem sagt handhafi flug- rekstrarleyfis frá Flug- málastjórn Íslands. Það þýðir að Iceland Express býr ekki við þær kvaðir eða skyldur sem almennt tíðkast um þau fyrirtæki sem kalla sig flugfélög. Þeg- ar þú kaupir farmiða með Iceland Ex- press ertu í raun að kaupa farmiða með erlendum flugfélögum. Flugfélög sem fljúga undir merkjum Iceland Ex- press eru t.d. svissneska flugfélagið FlyHello og breska félagið Astreus. Þau eru bæði með útgefin flugrekstr- arleyfi í sínu heimalandi, FlyHello í Sviss og Astreus í Bretlandi. Engir flugmenn sem vinna hjá þessum fé- lögum starfa samkvæmt íslenskum kjarasamningi. Á síðustu árum hefur orðið vakning í umræðu um starfsmannaleigur og kjör manna sem starfa á þeirra vegum. Um margra ára skeið hafa ýmis flugfélög nýtt sér slíkar leigur, enda sparar það fyrirtækjunum oftar en ekki ómakið að skila lögbundnum sköttum og gjöldum til okkar sameiginlega sjóðs, ríkissjóðs. Með verktakasamningi fellur það í hlut viðkomandi verktaka, flugmanns í tilviki flugfélaga, að skila lögbundnum gjöld- um af sínum tekjum, eins og lífeyrissjóðs- gjöldum, trygg- ingagjöldum og tekju- skatti. Hjá fyrirtækjum sem selja flugsæti til og frá Íslandi starfa a.m.k. tugir jafnvel hundruð flugmanna sem fyr- irtækin og viðkomandi flugmenn kalla verktaka en eru í raun launþegar. Þarna er brotalöm sem verður að laga, því það kemur á endanum niður á samkeppnishæfni fyr- irtækjanna. Þau fyr- irtæki sem hafa allt sitt uppi á borðinu og leggja sig fram við að greiða það sem þeim ber verða á endanum undir í ósanngjarnri sam- keppni. Stéttarfélag flugmanna á Íslandi (FÍA) hefur sent tekju- og lagaskrifstofu fjár- málaráðuneytisins formlegt erindi þar sem óskað er svara um fram- kvæmd skattalöggjafarinnar hvað þessi mál varðar. Stjórnvöld þurfa að svara því hverjar eru skattalegar skyldur íslenskra flugfélaga og ann- arra þeirra sem standa að slíkum rekstri. Þ.e. fyrirtækja sem eiga, leigja eða reka loftför skráð á Íslandi eða utan lands, eða þau sem leigja loftför til verkefna fyrir íslenska aðila með eða án flugmanna. Með von um betri tíð. Flugfélög án flugmanna Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar um rekstur flugfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson»Hjá fyr- irtækjum sem selja flug- sæti starfar fjöldi flugmanna sem kallaðir eru verktakar en eru í raun laun- þegar. Þarna er brotalöm sem verður að laga. Höfundur er atvinnuflugmaður og formaður Félags íslenzkra atvinnu- flugmanna. Einstaklingur sem eftir dráp hvítabjarn- ar fyrir 34 árum stakk upp á því og síðan ítrekað, að leit- ast yrði við að fanga birni, sem hingað rækjust og kynnt sér sérstaklega björg- unaraðgerðir, mætti vera ánægður að þetta sé reynt, þó fyrst 5 björnum síð- ar. Aðferðir við að fanga dýr eru vel þekktar og t.d. alger rútína í þjóðgörðum Bandaríkjanna. Það sem fyrst og fremst þarf er vilji, byssa og búr. Þetta hefur allt vantað sérstaklega viljann. Aðgerðin á Skaga má um margt gagn- rýna en virtist einkennast af þeim viðhorfum að við ferfætta mann- ætu væri að ræða. Afsakanir voru, mótsagnakenndar og skýringar ótrúverðar, sama hvað kurteis Dani segir. Reynt er að smala dýr- inu með bíl í átt til byssumanns eins og getur gengið með búfénað til sveita. Dýr sem aldrei áður hef- ur bíl séð eða í bílvél heyrt, fælist eðlilega og er síðan skotið áður en byssumaður sem er fluttur hingað með miklum tilkostn- aði kemst í færi. Ísland þráir mjög að komast í heimsfrétt- irnar og tekst það. Tvö alfriðuð dýr (nema á Íslandi!) eru drepin á tveimur vik- um. Alls hafa 9 birnir verið drepnir á Íslandi á sl. 45 árum. Kannski vinnst við þessi 2 síðustu dýr að menn skilji, einkum lögreglan og nátt- úrufræðistofnanir að dýrin eru ekki hingað komin gagngert til að leita uppi og éta Ís- lendinga þrátt fyrir tóman maga og því eitthvað hægt að halda ró sinni. Óþarfi er að læsa alla Skagabúa inni. Umhverfisstofnun hefur nú sennileg lærst að Hvítabirnir munu koma hingað öðru hvoru og Um- hverfisráðuneyti skil- ist að við höfum einhverjum al- þjóðlegum skyldum að gegna. Það er þó glæta í þessu en dauf, ráðherra hefur skipað nefnd til að kanna möguleika á fanga dýr en verkefnið því miður falið þeim sem til þessa hafa talið öll tormerki á því og hvað mest hvatt til dráps. Vonandi lærist eitthvað fyrir næstu bjarndýrsheimsókn. Enn um hvítabjarnardráp Birgir Guðjónsson skrifar um viðbúnað við komu hvítabjarna hingað til lands Birgir Guðjónsson »Dýrin eru ekki hingað komin gagngert til að leita uppi og éta Íslend- inga þrátt fyrir tóman maga og því eitthvað hægt að halda ró sinni. Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.