Morgunblaðið - 25.06.2008, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 37
RITHÖFUNDURINN Nick Cave
hefur hingað til verið nokkuð í
skugganum á tónlistarsjálfi ástr-
alska söngvaskáldsins, en þessir
tveir heimar sköruðust þó töluvert í
fyrstu skáldsögu Cave, When the
Ass Saw the Angel, þar sem mörg
stef og jafnvel sum nöfnin voru
kunnugleg þeim sem höfðu hlustað
á plötur hans frá Birthday Party-
árunum. Í sumar gengur skörunin
hins vegar enn lengra þegar út
kemur 40 síðna smásaga í harð-
spjalda útgáfu byggð á titillagi nýj-
ustu plötu Cave, Dig, Lazaruz,
Dig!!! Nafn smásögunnar er hið
sama og Cave hefur lýst því yfir að
lesendur muni læra ýmislegt um til-
urð lagsins og dularfulla söguna
þar á bak við. Með fylgja ljós-
myndir, handskrifaðir lagatextar
og lítil geislaplata.
Cave er vitaskuld lítillætið upp-
málað þegar hann kynnir verkið:
„Þessi bók er forvitnilegur grip-
ur sem fjallar um undirbúning og
stórfenglega lokaútgáfu verkefnis
sem hóf líf sitt á bakhlið umslags,
örlítið brot af hugmynd sem endaði
sem klassískt rokklag og sann-
kölluð menningargersemi.“
Lítillátur Nick Cave fylgir einni
menningargerseminni eftir með
annarri klassík.
Rokklag
verður
að bók
HJÓNABAND söngkonunnar nýgiftu
Mariuh Carey er nú þegar um það bil
að slitna, eftir því sem heimildarmenn
tímaritsins Life and Style halda fram.
Segja þeir að hún og eiginmaður henn-
ar, rapparinn Nick Cannon, muni ekki
endast saman lengur en í hálft ár en
þau giftu sig í apríl.
Ástæðan mun vera sú að Cannon á
erfitt með að uppfylla allar kröfurnar
sem söngdívan gerir til hans, en hún
mun vera vön því að öllum óskum
hennar sé sinnt samstundis. Eig-
inmaður hennar er orðinn að athlægi
meðal vina hennar og samstarfsfólks
og einn þeirra sagði í samtali við tíma-
ritið: „Nick gerir allt sem Mariah segir
honum að gera, hann er eins og hund-
urinn hennar.“
Eiginmaður
eða hundur?
Ósátt Eitthvað er farið að slá í hjónabandssæluna.
BOY George hefur verið neitað um vega-
bréfsáritun í tengslum við fyrirhugaða tón-
leikaferð kappans um Bandaríkin. George
var eins og frægt er orðið gert að sinna sam-
félagsþjónustu í New York eftir að hafa logið
til um innbrot árið 2006 og líkast til er það
þetta brot tónlistarmannsins sem réð því að
honum var meinað um áritun. „Ég er í öngum
mínum yfir þessu og nú lítur út fyrir að ekk-
ert verði af tónleikaferðinni. Ég gerðist sek-
ur um glæp en ég galt fyrir hann með því að
sópa götur New York-borgar. Ég ætti að fá
að vinna mína vinnu óáreittur.“
Boy George sem heitir réttu nafni George
O’Dowd hafði meira að segja í hyggju að
spila á tónleikum tileinkuðum hreins-
unardeild New York-borgar. „Fólkið sem ég
kynntist á meðan ég sinnti minni samfélags-
skyldu sýndi mér mikla hlýju og mig langaði
bara að sýna þeim þakklæti mitt.“ Tónleika-
ferð George átti að hefjast í Aspen hinn 10.
júlí næstkomandi.
Fær ekki vegabréfsáritun
Svekktur Boy George heldur ekki tónleika í
Bandaríkjunum á næstunni.