Morgunblaðið - 25.06.2008, Side 40
40 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
/ KRINGLUNNI
CHRONICLES OF NARNIA kl. 3D - 6D - 9D B.i. 7 ára DIGITAL
THE BANK JOB kl. 6 - 9 B.i. 16 ára
SEX AND THE CITY kl. 3 - 6 - 9 B.i. 14 ára
SPEED RACER kl. 3D LEYFÐ DIGITAL
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, SELFOSSI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
,,Ævintýramynd Sumarsins”
- LEONARD MALTIN, ET.
,,Besta spennumynd ársins”
- TED BAEHR, MOVIEGUIDE.
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
,,Stórsigur. Aðdáendur
bókanna munu elska þessa”
- MEGAN BASHAN, WORLD MAGAZINE.
eeee
„Orðið augnakonfekt er of væg lýsing, þessi mynd er
sjónræn snilld! Ég fílaði hana í tætlur!”
Tommi - Kvikmyndir.is
eee
„Speed Racer er sannarlega sjónræn veisla sem geislar af
litadýrð.”
L.I.B - Topp5.is/FBL
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA
/ ÁLFABAKKA
CHRONICLES OF NARNIA kl. 5D - 8D - 11D B.i. 7 ára DIGITAL
CHRONICLES OF NARNIA kl. 5 - 8 B.i. 7 ára LÚXUS VIP
THE BANK JOB kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára
THE INCREDIBLE HULK kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára
INDIANA JONES 4 kl. 5:30 - 8 B.i. 12 ára
SPEED RACER kl. 5 LEYFÐ
FORBIDDEN KINGDOM kl. 8 SÍÐUSTU SÝNINGAR B.i.12 ára
,,The Bank Job er nettur, spennandi og
skemmtilegur glæpaþriller sem er
einnig sá besti sem sést hefur í áraraðir.,,
- Tommi,
kvikmyndir.is
,,EIN AF BESTU MYNDUM ÁRSINS...,,
- R. Roeper,
,,The Bank Job er besta kvikmynd sem hefur
verið framleidd í þessum
kvikmyndaflokk síðan The Italian Job.,,
- Michael Sragow,
Sun Movie Critic
,SAFARÍK KVIKMYND, BYGGÐ Á SANNSÖGULEGU
BANKARÁNI SEM KEMUR SÍFELLT Á ÓVART...,,
- Rolling stones
eee
"The Bank Job er hröð, fyndinn og snúinn..."
"Besta mynd Strathams..."
- S.V., MBL
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
BETWIXT segir frá þremur ung-
mennum, Morgan D’Amici, Ondine
Mason og Nix Saint-Michael, sem
glíma við sama vanda og ungmenni
almennt, brothætta sjálfmynd, fé-
lagslegan þrýst-
ing, vandræða-
lega kynhvöt og
ómögulega for-
eldra. Til við-
bótar við þetta,
sem gerir líf
hvers ungmennis
að helvíti sem
löngu er vitað,
bætast svo yf-
irnáttúrlegar uppákomur; það er því
líkast sem þau séu ekki af þessum
heimi og ekki bara það heldur virð-
ast þau flækt í baráttu milli ólíkra
afla, góðs og ills.
Þetta er óneitanlega prýðileg und-
irstaða forvitnilegrar bókar eða jafn-
vel bókaraðar, eins og mér skilst
reyndar að standi til með Betwixt.
Til að úr verði almennileg skemmt-
un þarf þó meira til, bókin sjálf verð-
ur að vera vel skrifuð og skipulögð
og í því bregst Töru Bray Smith
bogalistin. Víst eru skemmtilegir
sprettir í bókinni og fínar hug-
myndir, til að mynda hvernig eit-
urlyf, Dust/duft, er notað til að skilja
á milli feigs og ófeigs og eins hvernig
rokktónlist, tilfinningaþrungin og ei-
lítið tilgerðarleg, þetta eru emo-
krakkar, er notuð til að flækja ung-
mennin í átökin miklu.
Betwixt er fyrsta skáldsaga Töru
Bray Smith sem skýrir að nokkru
brestina í henni. Helst má líkja
henni við vampírubækur Stephenie
Meyer, þ.e. hvað varðar yrkisefni, en
Smith kemst ekki með tærnar þar
sem Meyer hefur hælana.
Yfirnátt-
úrlegt
Betwixt, skáldsaga eftir Töru Bray
Smith. Hodder gefur út. 402 bls. innb.
Árni Matthíasson
BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. Sail - James Patterson & How-
ard Roughan.
2. Nothing to Lose - Lee Child.
3. The Host - Stephenie Meyer
4. Plague Ship - Clive Cussler
ásamt Jack Du Brul.
5. Love the One You’re With -
Emily Giffin
6. Chasing Harry Winston - Laur-
en Weisberger
7. The Broken Window - Jeffery
Deaver
8. Odd Hours - Dean R. Koontz
9. Married Lovers - Jackie Collins.
10. Sundays at Tiffany’s - James
Patterson & Gabrielle
Charbonnet
New York Times
1. The Forgotten Garden - Kate
Morton
2. Chasing Harry Winston - Laur-
en Weisberger
3. Devil May Care - Sebastian
Faulks
4. The Road Home - Rose Tremain
5. The End of Mr. Y - Scarlett
Thomas
6. The Outcast - Sadie Jones
7. The Reluctant Fundamentalist -
Mohsin Hamid
8. The Resurrectionist - James
Bradley
9. East of the Sun - Julia Gregson
10. On Chesil Beach - Ian McEwan
Waterstone’s
1. Dead Heat - Dick Francis
2. Step on a Crack - James Patter-
son
3. Bungalow 2 - Danielle Steel
4. Quest - Wilbur Smith
5. Falling Man - Don Delillo
6. Making Money - Terry Pratc-
hett
7. Hollow - Nora Roberts
8. Hide - Lisa Gardner
9. Chameleon’s Shadow - Minette
Walters
10. Last Gospel - David Gibbins
Eymundsson
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
ÞAÐ ER siður vestan hafs að bjóða mönnum að flytja
sinn „síðasta fyrirlestur“, þ.e. að fá þá til að setja sig í
þær stellingar að þeir séu banvænir og hafi aðeins
þennan eina fyrirlestur til að koma lífsspeki sinni og
-þekkingu á framfæri. Úr því verður eðlilega oft argasta
tilfinningaklám, en líka prýðilegir og jafnvel merkilegir
fyrirlestrar, sem sannast á milljónabók Randy Pausch
„The Last Lecture“.
Randy Pausch er tæplega fimmtugur Bandaríkja-
maður, giftur þriggja barna faðir, prófessor í tölv-
unarfræði við Carnegie Mellon háskóla og virtur fyrir
fræðastarf sitt. Hann hefur þannig hlotið verðlaun fyrir
kennslustarf sitt, hefur skrifað fimm bækur um tölv-
unarfræði og er félagi í ýmsum vísindaselskap vestan
hafs.
Krabbamein og aftur krabbamein
Pausch greindist með krabbamein í brisi í ágúst 2006
sem er víst eitt það versta sem hent getur menn þegar
krabbamein er annars vegar (4% lífslíkur). Pausch
gekkst undir harkalega krabbameinsmeðferð í kjölfar
greiningarinnar, skurðaðgerðir og geisla- og lyfja-
meðferð, en í ágúst sl. varð ljóst að ekki yrði við meinið
ráðið. Þá tók við meðferð til að lengja líf hans, enda ljóst
að ekki yrði hann læknaður, en að mati lækna ætti hann
um sex mánuði eftir ólifaða. Í maí sl. kom svo í ljós að
krabbinn væri kominn víðar, meðal annars í lungu og
lifur, en meðferðin og meinið hafa gert að verkum að
hjarta og nýru eru við það að gefast upp líka.
Haustið 2007, áður en ljóst varð að ekki yrði sigrast á
krabbameininu, var Pausch beðinn að flytja „síðasta er-
indið“ á sérstökum fundi í Carnegie Mellon 8. sept-
ember.
Síðasta erindið verður síðasta erindið
Hann tók verkið að sér, en segir í viðtali að óneit-
anlega hafi þar verkefni tekið á sig sérstakan blæ þegar
í ljós kom stuttu fyrir erindið að hann væri dauðvona.
Erindinu var vel tekið, þótti fjörlega flutt, og sjá má á
YouTube að létt var yfir Pausch og hann reytti af sér
brandarana. Hann veltir sér ekki upp úr dauðanum sem
knýr svo kröftuglega á dyr hjá honum, heldur ræðir
hann um það hvernig haga megi lífi sínu sem best, hve
mikilvægt það sé að hafa eitthvað til að keppa að og hve
nauðsynlegt að sé að missa ekki sjónar á takmarkinu og
kryddar með dæmisögum úr lífi sínu. Ein af lykilsetn-
ingum hans: Við ráðum ekki spilunum sem við fáum, en
getum spilað úr þeim að vild.
Milljónabók
Úr þessum fyrirlestri varð svo til bókin „Síðasta fyr-
irlesturinn“, „The Last Lecture“ sem kom út 8. apríl sl.
og selst eins og heitar lummur vestan hafs nú um stund-
ir, en hún er meðal annars byggð á fyrirlestrinum. Þess
er eflaust ekki langt að bíða að hún komi út á íslensku.
Metsölu spáð.
Hægt er að lesa meira um Pausch og sjá fyrirlest-
urinn á vefsetrinu www.cmu.edu/randyslecture.
Forvitnilegar bækur: Síðasta erindi Randy Pausch
Merkileg metsölubók
Dauðvona Bandaríski vísindamaðurinn Randy Pausch.
MERKILEGT hversu oft hugsanir
skálda og hugsuða leita í sama far-
ið. Ljóðskáld glíma líkt og heim-
spekingar ævinlega við tilvist-
arlegar spurningar. Jónas
Þorbjarnarson gerir það sannarlega
og það býsna vel í bók sinni Tíma-
bundið ástand. Fyrir meira en einni
og hálfri öld þýddi nafni hans, Jón-
as Hallgrímsson, kvæði eftir Feu-
erbach sem hann nefndi Nihilismi.
Þar er verið að velta fyrir sér leift-
urskammri tilveru mannsins á jörð-
inni: „Eilífð á undan / og eftir söm /
orðinn að engu / og ósjölfur!“ Tíma-
bundið ástand fjallar um þessa
skammlífu veru okkar á jörðinni. Í
kvæðinu Óskilgreint kemst Jónas
svo að orði:
Og lífið
hvað boðar það mér annað
en mat, konur, hvíld þess á milli
lífið segir mér ekkert
af viti, maður er bara einhver
andskotinn
á seyði: loðið tímabundið ástand –
Mörg kvæði Jónasar snúast um
þessa hugsun. Hann veltir m.a. fyr-
ir sér hvort það hefði breytt nokkru
ef tíminn hefði rigsað áfram án
hans fyrir nokkuð tæpum fimmtíu
árum.
Einkenni ljóða
hans er ákveðinn
léttleiki og kát-
ína. Í kveðskap
sínum fer hann
um víðan völl því
að mörg ljóðin
eru ort í fram-
andi löndum þar
sem hann fangar
augnablik og
kenndir. Ljóð
hans eru ljóð
heimsborgara þótt skáldið neiti að
taka sig of hátíðlega. Þetta er samt
sjálflægur, huglægur og í reynd al-
varlegur kveðskapur byggður á
sterkum ljóðsegjanda enda við-
fangsefnið ég-ið í tilverunni.
Um allnokkurn tíma hefur mér
þótt Jónas efnilegt skáld. Kveð-
skapur hans í þessari bók er heil-
steyptur, myndvís og lipur. Hér er
gott skáld á ferð.
Eilífð á undan og eftir söm
Skafti Þ. Halldórsson
Jónas
Þorbjarnarson
BÆKUR
Ljóð
eftir Jónas Þorbjarnarson, JPV-útgáfa,
2008 – 61 bls.
Tímabundið ástand