Morgunblaðið - 25.06.2008, Page 41
Einkalíf Madonnu og kynferðislegt hispursleysi
hafa mótað stóran hluta af ímynd söngkonunnar
hæfileikaríku og margi telja hana hafa lagt sín
lóð á vogarskálarnar til að vinna bug á fordómum
samfélagsins í garð þeirra sem ekki halda sig
innan þrengstu siðgæðisramma.
Veik fyrir listamönnum
Í upphafi ferils síns átti Madonna Dan Gilroy
fyrir kærasta en þau stofnuðu saman hljómsveit-
ina Breakfast Club. Í byrjun 9. áratugarins átti
hún í ástarsamböndum við Stephen Bray laga-
höfund og hljómplötuframleiðanda, listamanninn
Jean-Michel Basquiat, útgáfumanninn Mark
Kamins og tónlistarmanninn John „Jellybean“
Benitez.
Fyrsta hjónabandið
Madonna byrjaði samband með leikaranum
Sean Penn árið 1985 og giftist honum seint sama
ár. Lá við skilnaði hjá þeim árið 1987 en í lok árs
1988 skildu þau loks að borði og sæng og fengu
lögskilnað 1989. Um endalok hjónabandsins á
Madonna að hafa sagt að á þessum tíma hafi fátt
annað komist að hjá henni en listamannsferillinn.
Kvennagull og klámstjörnur
Næstur í röðinni var það alræmda kvennagull
Warren Beatty sem Madonna kynntist við tökur
á myndinni um Dick Tracy árið 1989. Árin 1990
og 1991 var Madonna í tygjum við Tony Ward,
tvíkynhneigða fyrirsætu og klámmyndastjörnu
og síðar tók við 8 mánaða samband við tónlistar-
manninn sem er best er þekktur undir nafninu
Vanilla Ice.
Barn með einkaþjálfaranum
Körfuboltakempan fjölhæfa Dennis Rodman
var unnusti Madonnu um miðjan 10. áratuginn
og í september 1994 lágu leiðir Madonnu og lík-
amsræktarþjálfarans Carlos Leon saman í Mið-
garði í Nýju Jórvík. Varð Carlos bæði einkaþjálf-
ari Madonnu og unnusti um skeið. Með honum
eignaðist Madonna sitt fyrsta barn, dótturina
Lourdes Mariu Ciccone Leon sem fæddist í októ-
ber 1996.
Seinna hjónaband
Guy Ritchie kynntist Madonna árið 2000
gegnum sameiginlegan vinskap þeirra við söngv-
arann Sting og konu hans, leikkonuna Trudie
Styler.
Þau Guy og Madonna eignuðust soninn Rocco
í ágúst 2000 og giftust í desember sama ár. Árið
2006 ættleiddu þau drenginn David Banda frá
Malawi.
Og stelpurnar
Þá eru ótalin ástarsambönd Madonnu við
kvenfólk en hún hefur verið orðuð við bombur á
borð við fyrirsætuna Naomi Campbell og leik-
konuna Söndru Bernhard.
Allar fréttir um þessi sambönd hafa hins vegar
verið hálfpartinn undir rós og kannski að megn-
inu til getgátur æsifjölmiðla.
Þá hafa ýmsar litríkar persónur, bæði kven-
kyns og karlkyns, tekið upp á að halda því fram
að hafa átt í lengri eða styttri ástarsamböndum
við Madonnu.
Líflegt einkalíf
Dennis Rodman
Naomi Campbell
Warren Beatty Vanilla Ice
Sandra BernhardSean Penn
/ SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI
CHRONICLES OF NARNIA kl. 8 - 10 B.i. 7 ára
SPEED RACER kl. 5:40 LEYFÐ
PROM NIGHT kl. 8 B.i. 16 ára
CHORNICLES OF NARNIA kl. 8 B.i. 7 ára
HAROLD & KUMAR kl. 8 LEYFÐ
NEVER BACK DOWN kl. 10:10 B.i. 14 ára
CHRONICLES OF NARNIA kl. 8-10:50 B.i. 7 ára
ZOHAN kl. 8 B.i. 10 ára
THE INCREDIBLE HULK kl. 10:20 B.i. 12 ára
,,Biðin var þess virði”
- J.I.S., film.is
,,Ljúfir endurfundir”
- Þ.Þ., DV
SÝND Í ÁLFABAKKA
STELPURNAR ERU MÆTTAR
Á HVÍTA TJALDIÐ
SÝND Í KRINGLUNNI
eeeee
K.H. - DV
eeee
24 stundir
eee
H.J. - MBL
EDWARD NORTON ER HULK
Í EINNI FLOTTUSTU HASARMYND SUMARSINS.
eeee
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
- Viggó,
24stundir
SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI
SÝND Í KEFLAVÍK
- S.V., MBL
eee
SÝND Í KEFLAVÍKSÝND Á SELFOSSI SÝND Í KEFLAVÍK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 41
NÝR íslenskur einleikur, Kinkir–
Skemmtikraftur að sunnan verður
frumsýndur á föstudaginn í Herðu-
breið á Egilsstöðum. Verkið er hug-
arsmíð Benónýs Ægissonar, fjöl-
listamanns og fjallar um Kinki Geir
Ólafsson söngvara og mannkyns-
fræðara sem á milli rómantískra
kertaljósalaga er umhugað um að
leiðrétta ranghugmyndir lands-
byggðarfólks um póstnúmerið 101.
Af augljósum ástæðum er Benóný
spurður hvort fyrirmyndina að
Kinki sé ekki að finna í krúner-
söngvara Íslands, hinum eina og
sanna Geir Ólafs en því neitar Ben-
óný alfarið.
Þráir að hitta allar
landsbyggðarkonur
„Það skaltu aldrei fá mig til að
viðurkenna. Kinkir er frumgerðin
sjálf en er að vísu krúner eins og
Raggi Bjarna og fleiri og sver sig í
ætt við þá. Hann myndi til dæmis
aldrei troða upp í gallabuxum.“
Benóný segir að hugmyndin að
einleiknum hafi flögrað um hann
um nokkurt skeið en hann líti nú á
sjálfan sig frekar eins og umboðs-
mann söngvarans og nú sé hann
einfaldlega að koma honum á fram-
færi við landsbyggðina. „Þetta er
blanda af einleik, uppistandi og tón-
leikum og tekur um 70 mínútur í
flutningi. Kinki flytur nýja slagara
eftir mig en svo fá eldri perlur að
fljóta með“.
Önnur sýning á einleiknum verð-
ur á Hótel Héraði á Egilsstöðum 28.
júní en þá liggur leiðin til Ísafjarðar
á einleikjahátíðina Act Alone.
Ég hvet allar landsbyggðarkonur
að taka vel á móti Kinki. Hann þráir
mikið að hitta þær allar, segir Ben-
óný að lokum. hoskuldur@mbl.is
Kinkir? Annar listhneigður en öllu
alræmdari maður kemur í hug.
Kinkir Geir
Ólafsson
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
HÁVÆR orðrómur er farinn á kreik um að hjónaband
þeirra Madonnu og Guys Ritchies sé á enda. Götublaðið
Daily Mirror, tímaritið Now og slúðurfréttamiðillinn
BANG Showbiz hafa flutt fréttir þessa efnis og vitna í
heimildamenn í innsta hring í lífi þeirra hjóna.
Samkvæmt BANG hafa söngkonan og kvikmyndaleik-
stjórinn ákveðið að enda sjö ára hjónaband sitt eftir að
Madonna lýkur tónleikaferðalaginu Sticky and Sweet í
nóvembermánuði. Heimildarmaður segir þau hafa „vaxið í
sundur“ og að nóg sé komið, en að þau muni skilja í góðu.
Það er auðvitað óskandi að ekkert sé til í fréttum af vand-
ræðum þeirra Madonnu og Guys og allt í lukkunnar velts-
andi hjá þeim hjónum. Hins vegar hefur það loðað við
Madonnu að hún hefur átt frekar litríkt einkalíf.
Búið spil
hjá Madonnu
og Guy?
Reuters
Allt búið? Leikstjórinn og poppsöngkonan munu vera að undirbúa skilnað.