Morgunblaðið - 25.06.2008, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 25.06.2008, Qupperneq 44
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 177. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Hópuppsögn Icelandair  Fastráðnum starfsmönnum Ice- landair mun fækka um 240 í haust. Þar af eru 138 flugfreyjur og 64 flug- menn. Framkvæmdastjóri segir um að ræða tímabundna ráðstöfun til að styrkja fyrirtækið, bregðast verði við breyttu rekstrarumhverfi. » 13 Farþegum mun fækka  Sökum aðhaldsaðgerða Icelandair má búast við að farþegum, sem eiga leið sína um flugstöðina í Keflavík, fækki frá og með haustinu. » 2 Hart deilt á Mugabe  Öryggisráð SÞ gaf út ályktun á mánudag þar sem ofbeldið í Sim- babve er fordæmt. Utanríkis- ráðherrar Norðurlandanna styðja ályktunina, nauðsynlegt sé að stöðva ofbeldisölduna. » 14 Eftirlit ekki á dagskrá  Ekki stendur til að setja mynda- vélar á þilför íslenskra fiskiskipa til að hafa eftirlit með brottkasti. Dæmi um þess lags eftirlit þekkjast í Dan- mörku. » 12 Vinnu ekki lokið  Störfum við Kárahnjúka er langt í frá lokið. Um 700 manns verða þar að störfum í sumar. Borunum er lok- ið en unnið er við frágang og að fjar- lægja vinnubúðir. » 8 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Playstation-kynslóðin Staksteinar: Flugstoðir og Birnirnir Forystugreinar: Harðnar á dalnum? UMRÆÐAN» Ég játa sekt mína Að ljúga með þögninni Vandi Grensásdeildar – vandi þjóð- arinnar $'  '  '$ '! '!$ '!! 5  -6( 0  ,  - 7   " $%  $'$  '!  '  '$ '!  '$$ / 83 (  $'  '  ' $' '$ '$ 9:;;<=> (?@=;>A7(BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA(88=EA< A:=(88=EA< (FA(88=EA< (4>((A%G=<A8> H<B<A(8?H@A (9= @4=< 7@A7>(4,(>?<;< Heitast 17° C | Kaldast 8° C Fremur hæg norð- austlæg átt eða breyti- leg en norðaustan 5-8 m/s með suðurströnd- inni. Víða bjart. » 10 Árni Matthíasson segir síðasta fyrir- lestur hins dauðvona Randys Pausch alls ekkert tilfinn- ingaklám. » 40 BÓKMENNTIR» Síðasti fyr- irlesturinn MYNDASÖGUR» Arthúr er kominn úr sumarfríinu. » 38 Hrekkjótt leynifélag leikur spillta banka- menn á kaffihúsum og skylmist á götum í miðborg Reykja- víkur. » 39 LEIKLIST» Spilling og skylmingar TÓNLIST» Undirbúningur kominn af stað í Laugardal. » 36 BÓKMENNTIR» Nick Cave gefur út bók byggða á lagi. » 37 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Hvolpurinn afhentur eiganda 2. „Hann sló mig í andlitið“ 3. Reynt að drekkja konu á hátíð 4. Madonna að skilja  Íslenska krónan styrktist um 0,18% YLFA Guðrún Svafarsdóttir keppir á Landsmóti hestamanna á Gadd- staðaflötum í næstu viku en hún verður yngsti keppandinn þar, aðeins átta ára gömul. Mun hún því etja kappi við sér mun eldri knapa. | 17 Átta ára stúlka keppir á landsmóti Langyngsti keppandinn í ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftir Sigurð Boga Sævarsson „MARGT fer um hugann þegar ég fæ símhringingu og er beðinn að fara í Svínahraun til að breyta tölum á skilt- inu þar. Margir eiga um sárt að binda eftir hvert bana- slys, sem mörgum mætti þó afstýra. Reynslan sýnir okk- ur að með umfjöllun, fræðslu og öflugu hraðaeftirliti lögreglu fækkar slysum. Engin forvörn er betri,“ segir Reynir Sveinsson, skiltagerðarmaður í Garðabæ. Tuttugu ferðir fyrsta árið Slysaskiltið, sem er rétt fyrir ofan svonefnda Drauga- hlíðarbrekku, var sett upp 2001. Þá létust 19 í umferðinni hér á landi, þar af sjö um sumarmánuðina þrjá. Á þess- um tímapunkti líðandi árs hafa alls átta látist í umferð- inni og Reynir var einmitt að breyta merkingum því til samræmis þegar blaðamaður hitti hann í Svínahrauni. „Árið 2002, fyrsta heila árið sem skiltið var uppi, fór ég tuttugu ferðir í Svínahraun og þremur fleiri árið eftir. Verst var árið 2006 en þá fórst 31, þar af sex í ágúst. Það var erfiður tími, enda varð í kjölfarið ákveðin vitundar- vakning meðal þjóðarinnar í umferðarmálum,“ segir Reynir. Hann lætur senn af störfum sem umsjónar- maður skiltisins. Telst svo til að á þeim sjö árum sem hann hefur gegnt starfinu séu ferðir hans í Svínahraun orðnar 118 talsins. Reyni finnst mörgu vera ábótavant í umferðarmenn- ingu landans. „Ef ökumenn fylgdu settum reglum og ækju í sam- ræmi við aðstæður myndi slysum fækka að mun,“ segir Reynir sem starfaði allmörg ár í lögreglunni og síðar við tryggingar. Hann þekkir umferðarmál því frá ýmsum hliðum og telur starf Rannsóknarnefndar umferðarslysa hafa skilað miklum árangri. 118 ferðir í Svínahraun Reynir Sveinsson, sem haft hefur umsjón með slysaskiltinu við Draugahlíðar- brekku síðustu sjö árin, segir að slysaárið 2006 hafi verið langverst Ljósmynd/Sigurður Bogi Ný tala „Með umfjöllun, fræðslu og öflugu hraðaeftirliti lögreglu fækk- ar slysum,“ segir Reynir Sveinsson. ÞETTA sýnir enn og aftur að þessir fiskar eru of verðmætir til að rota þá,“ segir Jón Þór Júlíusson en hann og faðir hans, Júlíus Jónsson, veiddu sama laxinn. Laxveiðin í Grímsá fór afar vel af stað en opnunarhollið veiddi 18 laxa. Jón Þór veiddi meðal annars 82 cm langan hæng í Strengjunum og setti plastmerki í fiskinn áður en honum var sleppt. „Sólarhring síðar var pabbi að veiða við efsta Streng og setti í þennan flotta lax og þegar hann landaði honum og ætlaði að setja í hann merki, þá brá honum við að sjá merkið sem ég setti í hann dag- inn áður,“ segir Jón Þór. | 9 Feðgar veiddu sama laxinn með sólarhrings millibili Tvítekinn Jón Þór Júlísson hampar laxinum er hann veiddist í fyrra skiptið. STEFÁN Jóhannsson frjálsíþróttaþjálfari segir að það sé engin tilviljun að Ásdís Hjálmsdóttir spjót- kastari sé búin að tryggja sér keppnisrétt á Ólympíu- leikunum. Hún sé geysilega öguð, vinnusöm og hæfi- leikarík. „Það skipti engu máli þótt hún færi í uppskurð. Það var bara hvílst í tvo til þrjá daga og svo var farið að æfa á nýjan leik,“ sagði Stefán við Morgunblaðið. „Þegar þeir opnuðu handlegginn á mér vissu þeir í raun ekkert hvað var að. Það var bara giskað á það en síðan sáu þeir hvers kyns var,“ sagði Ásdís Hjálms- dóttir sem gekkst undir stóra aðgerð á olnboga í vet- ur en náði samt þessum glæsilega árangri um síðustu helgi. | Íþróttir Hún er öguð og vinnusöm Ásdís Hjálmsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.