Morgunblaðið - 08.07.2008, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 8. J Ú L Í 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
185. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
ÍÞRÓTTIR
FLUGELDASÝNING
FJÖLNIS Í KÓPAVOGI
REYKJAVÍKREYKJAVÍK
Stemning hjá
Mugison í Berlín
Engin
sætuefni
25% minni sykur
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
S
A
41
26
8
03
.2
0
0
8
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
ÞEGAR sumarfrístímanum lýkur í haust er hætt við að
margir missi vinnuna. Horfur á vinnumarkaði eru með
þeim hætti að atvinnuleysi gæti á skömmum tíma farið úr
1% í rúm 3%. Í dag eru um tvö þúsund manns án atvinnu
en gangi svartsýnustu spár eftir, upp á 3,8% atvinnuleysi á
næsta ári, jafngildir það að um 6.700 manns verði atvinnu-
lausir.
Atvinnulausum gæti því fjölgað um allt að fjögur þúsund
næsta árið eða svo. Er hér miðað við vinnuafl í landinu upp
á tæplega 180 þúsund manns en erlendu starfsfólki gæti
átt eftir að fækka verulega vegna minnkandi eftirspurnar
á vinnumarkaðnum.
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir
Þúsundir án atvinnu
Útlit fyrir mestu aukningu atvinnuleysis í þrjá áratugi Atvinnulausum gæti
fjölgað um 4.000 næsta árið Atvinnuleysistryggingasjóður fitnaði vel í góðærinu
Útlitið dökkt | Miðopna
gott atvinnuástand hafa varað lengur fram á þetta ár en
spáð var. Síðan muni atvinnuleysið birtast hratt með
haustinu og líkast til hraðar en menn hafi séð í þrjá ára-
tugi. Breytingin verði meiri en margir geri sér í hugarlund.
Þó að klipið hafi verið af framlagi í Atvinnuleysistrygg-
ingasjóð, með því að láta hluta tryggingagjalds launa
renna í Fæðingarorlofssjóð hefur sjóðurinn fitnað vel í
góðærinu.
„Góðu heilli eigum við vel til mögru áranna,“ segir Giss-
ur en eigið fé sjóðsins nemur nú um 13 milljörðum króna.
Hann segir sjóðinn „þola“ um 2,3% atvinnuleysi áður en
fer að ganga á eigið fé. Þó beri að hafa í huga að launa-
greiðslur geti átt eftir að minnka samfara minnkandi um-
svifum á vinnumarkaði.
ÞÆR VONIR sem bundnar voru við
átak til lækkunar lyfjakostnaðar á
Landspítalanum í vetur eru brostn-
ar, að minnsta kosti í bili, enda hafa
gengisbreytingar sett verulegt strik
í reikninginn og leitt til umtals-
verðrar útgjaldaaukningar.
Björn Zoëga, annar starfandi for-
stjóra Landspítalans, telur að ætla
megi að spítalinn fái kostnað vegna
falls krónunnar bættan, forsendur
fjárlaga hafi ekki gert ráð fyrir
gengisbreytingunum undanfarið.
Lyfjakostnaður Tryggingastofn-
unar (TR) sveiflast mjög eftir gengi
krónunnar sökum þess að verð á
meirihluta lyfja er skráð í erlendri
mynt, einkum evru og danskri
krónu, að því er fram kemur í nýrri
skýrslu TR um lyfjakostnað á árinu.
Evran sé að meðaltali 7% dýrari á
tímabilinu en á sama tíma í fyrra.
Segir þar einnig að kostnaður hafi
aukist mest vegna flogaveikilyfja,
geðrofslyfja, þunglyndislyfja og
lyfja við ofvirkni. | 4
Lyfin hækkað
mikið í verði
Kemur niður á rekstri Landspítalans
Morgunblaðið/Frikki
Dýrara Ofvirknislyfið Rítalín er
meðal lyfja sem hafa hækkað.
Í HNOTSKURN
»Lyfjakostnaður Trygg-ingastofnunar á fyrsta árs-
fjórðungi ársins í ár nam 2.583
milljónum króna, um 308 millj-
ónum króna meira en í fyrra.
»Aukningin er 14 af hundr-aði á milli ára.
ÁRBÆJARSAFN býður á hverju sumri upp á örnámskeið fyrir börn á aldr-
inum 8-12 ára í ýmsum þjóðlegum handverkum, s.s. glímu, flugdrekagerð
og ullarvinnslu. Í gær fengu krakkarnir að spreyta sig á að tálga, undir
leiðsögn Bjarna Þórs Kristjánssonar, og skáru þau út hina fínustu flugna-
spaða sem koma sér eflaust vel gegn vespunum í sumar.
Lipurt handbragð í Árbæjarsafni
Morgunblaðið/G. Rúnar
Tálga forláta flugnaspaða
Þrjú af tíu vöndum sem gengu í
Evrópusambandið 2004 hafa tekið
upp evru. Sex lönd hafa annaðhvort
ekki uppfyllt Maastricht-skilyrðin
um efnahagslegan stöðugleika eða
talið ástæðulaust að hefja þetta
ferli vegna aðstæðna í efnahagslíf-
inu. Slóvakíu er heimilt að taka upp
evruna í byrjun næsta árs.
Ströng skilyrði fyrir upptöku
evru gera ríkjum erfitt fyrir í þessu
ferli. » 14
Morgunblaðið/Golli
Gjaldmiðill Evran er eftirsóttur
en ekki auðfenginn gjaldmiðill.
Ekki auðsótt mál að upp-
fylla skilyrði evruaðildar
Íslendingum býðst nú að læra að
smíða sinn eigin Fender-raf-
magnsgítar.
Gunnar Örn Sigurðsson, gítar-
smiður- og viðgerðarmaður, hélt í
vetur námskeið hjá Iðnskólanum í
Reykjavík þar sem fólk á öllum
aldri mætti og smíðaði sinn eigin
Stratocaster eða Telecaster. Nem-
endurnir voru hæstánægðir með
gítarana og stefnan er tekin á ann-
að námskeið í haust. » 16
Lærðu að smíða
rafmagnsgítar
Fender Konur og karlar smíðuðu
rafmagnsgítara frá grunni.
SIGURBJÖRG ÓF landaði í
gær á Siglufirði afla úr Bar-
entshafi. Verðmætið var um
170 milljónir
króna, sem
er að sögn
Friðþjófs
Jónssonar
skipstjóra
met í einni
veiðiferð.
Aflinn var 614 tonn af þorski og
40 tonn af ýsu, en þær tölur
miðast við óslægðan fisk.
Friðþjófur segir jafnframt að
nægan fisk sé að fá á miðunum í
Barentshafi. Veiðiferð Sigur-
bjargar tók 33 daga, þar af 24 á
veiðum og níu daga á siglingu.
Áhöfnin unir líklega vel við sinn
hag eftir túrinn, enda var hlut-
ur hvers háseta á bilinu 1,7-1,8
milljónir króna.
hsb@mbl.is onundur@mbl.is
Veiðiferð-
in gaf 170
milljónir
Atvinnulausir í júní 2008
2.136
Miðað við 3,2% spá 2009
5.696
Vinnumálastofnun