Morgunblaðið - 08.07.2008, Page 6

Morgunblaðið - 08.07.2008, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is OMEGA-3 fitusýrur sem meðal annars finnast í ríkum mæli í fiski, geta reynst öflugt vopn fyrir þá sem leita leiða til að berjast við aukakílóin. Niðurstöður rannsóknar sem Rannsóknarstofa í næringarfræði (RÍN) vann í samvinnu við er- lenda háskóla á Spáni og í Írlandi benda til þessa. RÍN heyrir undir Landspítala – háskóla- sjúkrahús og Háskóla Íslands. Þátttakendum rannsóknarinnar var skipt í nokkra hópa og hver hópur þurfti í átta vikur að fylgja ákveðnu mataræði sem annaðhvort var mjög ríkt af omega-3 fitusýrum eða fátækt af þeim. Þeir sem borðuðu fæðu ríka af omega-3 sýrum léttust að meðaltali um einu kílói meira en aðrir þátttakendur. Orkuinntaka allra þátt- takenda var þó mjög sambærileg yfir allt tíma- bilið. Þá voru þeir, er sýrurnar fengu í miklu magni, einatt lengur saddir en aðrir. Mikilvægi fisksins eykst Fiskur er jafnan mjög ríkur af omega-3 fitu- sýrum. Doktor Ingibjörg Gunnarsdóttir hjá RÍS segir að hingað til hafi fólki ávallt verið ráðlagt að borða fisk tvisvar í viku enda vitað að hann sé öflugt vopn gegn æða- og hjartasjúkdómum. „Það er ný vitneskja að omega-3 fitusýrur eða fiskur geti hjálpað til í baráttunni gegn offitu. Rannsóknir á dýrum hafa sýnt fram á þetta en ekki margar á mönnum enda eru þær mjög erf- iðar í framkvæmd. Við vorum núna með 320 manns sem fylgdu matseðlum og skiptilistum nákvæmlega í átta vikur.“ Hún segir fleiri rannsóknir þurfa til svo hægt sé að segja með fullri vissu að fiskurinn og sýr- urnar geti hjálpað til í baráttu við offitu. „Rann- sóknin bendir sterklega til þess og ýtir undir það markmið okkar að fólk eigi að borða fisk tvisvar í viku. Hún bætir við: „Þegar fólk ætlar sér í megrun má það ekki gleyma fiskinum. Fiskmáltíð ætti tvímælalaust að vera þáttur í megrunarfæði fólks, ef svo má að orði komast. Þessi rannsókn gekk vel hjá okkur en frekari rannsókna er þörf til að staðfesta niðurstöður okkar.“ Fiskurinn frábært megrunarfæði  Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að omega-3 fitusýrur séu öflugt vopn í baráttunni við aukakílóin  Þátttakendur lengur saddir en viðmiðunarhópur Í HNOTSKURN »Fiskát hefur löngum þóttgóð vörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum en hefur hingað til ekki verið talið heppilegt í megrun fólks. »Þátttakendur í rannsókn-inni voru allir þjakaðir af vægri offitu og fylgdu stífu mataræði í átta vikur undir handleiðslu umsjón- armanna. »Rannsóknin bendir til aðsýrurnar hafi megrandi áhrif á fólk. »Frekari rannsókna erþörf til staðfestingar. Olía Fitusýrurnar eru mönnum mikilvægar FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „VIÐ erum bjartsýnni á horfurnar í ár en í fyrra,“ segir Valur Bogason, sérfræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun í Vestmannaeyjum, um sand- síli í sjónum við landið en það gegnir mjög mikilvægu hlutverki sem að- alfæðutegund margra fuglategunda og nytjafiska. „Það varð nýliðunarbrestur í tvö ár, árin 2005 og 2006, en hrygningin í fyrra gekk betur og fjölgun síla er bein afleiðing af því. Árgangur 2007 lítur því vel út, þótt stofninn sé í lægð í sögulegu samhengi,“ segir Valur. Að hans sögn hefur stofninn þó ekki jafnað sig fyllilega eftir mögru árin þar á undan. Það komi þó til með að skýrast almennilega á næstunni en Valur og hans menn lögðu í morgun upp í leiðangur til að kanna miðin og rannsaka stofninn. Valur og teymi hans munu kanna ástandið við Vest- mannaeyjar, Vík í Mýrdal, Ingólfs- höfða, Breiðafjörð og Faxaflóa. Sérfræðingar töldu að sandsíli og loðna, sem er aðalfæða margra fuglategunda, væru að hverfa af mið- unum vegna hlýnunar sjávar fyrir tveimur árum síðan en það er að breytast. Ritan fullorpin í Eyjum og sjó- stangveiðimenn kvarta ekki „Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem ritan verpir í Eyjum,“ segir Sig- urmundur Einarsson skipstjóri en hann þekkir vel til fuglalífs í Vest- mannaeyjum. Sigurmundur segir skýringuna einfalda, það sé meira æti í sjónum en ritan verpir hreinlega ekki ef hún hefur nóg fyrir sig. Að sögn Sigurmundar er svartfuglinn fullorpinn og ástand á langvíustofn- inum er mjög gott. Þórir Sveinsson, formaður Sjóst- angveiðifélags Ísafjarðar, segir það vera góð tíðindi fyrir sjóstang- veiðimenn að mikið sé af síli í sjónum. „Þorskurinn bítur frekar á þegar mikið er af sandsíli því þá er hann í stuði. Hann verður gráðugur og bítur á allt sem hann sér. Þetta er því hálf- gerð matarveisla fyrir þorskinn,“ seg- ir Þórir. Hann segist hafa verið í Grindavík nýlega og orðið var við aukið síli og það séu mjög jákvæð tíð- indi. Stefán Baldvin Sigurðsson, for- maður Landssambands sjóstang- veiðifélaga, tekur undir með Þóri: „Fiskurinn er í matarhug þegar sílinu fjölgar.“ Guðrún Pálsdóttir hjá Hlunnum ehf. á Flateyri segir að það sé jákvætt að fiskurinn hafi nóg æti því þá vaxi hann og dafni sem geri hann eftirsóknarverðari fyrir seinni tíma veiði. Eitthvað hefur þó verið um að skipstjórar á línubátum hafi kvart- að yfir lítilli veiði á línu, að fiskurinn sæki ekki í línuna þegar nóg sé af æti í sjónum. Morgunblaðið/Ómar Kríuger Mikið líf var í kríunni við Skógtjörn á Álftanesi í gær og kannski hefur hún fundið þar eitthvað ætilegt. Fjær sér til Bessastaða. Smá en afar mikilvæg  Meira af sandsíli í sjónum nú eftir nokkur mögur ár  Jákvætt fyrir fuglalíf  Mjög góð tíðindi fyrir sjóstangveiði  Eitthvað um dapra veiði á línu MIKIÐ þyrluflug yfir höfuðborg- arsvæðinu vakti athygli í gær. Nokkrar þyrlur sáust fljúga þrisvar sinnum frá Reykjavík í austurátt og aftur til baka. Sigurður Pálmason, framkvæmdastjóri Þyrluþjónust- unnar, segir fimm þyrlur frá þeim og Norðurflugi hafa verið að flytja fólk af Suðurlandi til Reykjavíkur og farið þrjár ferðir hver. Hann vildi ekki gefa miklar upplýsingar um viðskiptavinina sem hann sagði ekki hafa viljað að hátt væri haft um ferðamáta þeirra. Skv. upplýsingum frá flugturni Reykjavíkurflugvallar fóru þyrl- urnar einna helst á Lyngdalsheiði að sækja fólkið. onundur@mbl.is Þyrlur sóttu tugi manna á Suðurland HAFI neytendum borist tilkynning frá ferðaskrifstofum um að verð á pakkaferðum hafi hækkað beina Neytendasamtökin því til neytenda að hafa samband við seljanda ferðar og fá nákvæman útreikning og rök- studdar forsendur fyrir hækkun. Telji neytandi þær skýringar og útreikninga ekki gildar beri að krefj- ast þess að hækkunin verði dregin til baka. Aðeins verði vikið frá megin- reglunni um skuldbindingargildi samninga með skýrum heimildum í lögum. Því skuli auglýst verð gilda nema skilmálar samningsins kveði með nákvæmum hætti á um hvernig verð geti hækkað. baldura@mbl.is Auglýst verð skuli gilda BÆJARFULLTRÚAR H-listans í Vogum hafa lagt fram bókun um að fram fari íbúakosning um nýjar raf- línur í landi sveitarfélagsins. Í bókuninni segir: „Við teljum að bæjarstjórn sé bundin af skýrum vilja íbúafundar frá 20. júní 2007 þar sem samþykkt var að leggja all- ar nýjar raflínur í landi sveitarfé- lagsins í jörð. Ef nýjar upplýsingar hafa komið fram sem breytt gætu afstöðu bæjarbúa förum við fram á að íbúar sveitarfélagsins greiði at- kvæði um málið í íbúakosningu að afstaðinni ítarlegri kynningu þar sem meðrök og mótrök eru lögð á borðið,“ segir þar meðal annars. Vilja kjósa um línurnar Hvaða síli er þetta? Þær sílategundir sem eru algeng- astar í sjónum kringum landið eru sandsíli, marsíli og trönusíli. Sand- síli og marsíli eru afar lík í útliti en trönusíli er hins vegar talsvert stærra. Fullvaxin eru sandsíli og marsíli um 20 cm á lengd en trönusíli getur orðið allt að 35-38 cm. Hvers vegna eru þau mikilvæg? Ýmsar fuglategundir mata unga sína á síli, svo sem kría og lundi, og getur afkoma þeirra ráðist af magni síla í hafinu hverju sinni. Svo er sílið mikilvæg fæða fyrir ýmsar tegundir þorskfiska, svo sem þorsk, ýsu og ufsa. Borða menn sílið eitt og sér? Aflinn fer að mestu í bræðslu eða beitu en hluti hans fer til mann- eldis. Trönusíli er til dæmis borið fram pönnusteikt á sumum stöð- um. S&S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.