Morgunblaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 9
FRÉTTIR
Í JÚNÍ og júlí sl. var rannsókna-
skipið Árni Friðriksson við fjöl-
geisladýptarmælingar í Ísafjarðar-
djúpi, á Vestfjarðamiðum og í
Kolluál.
Rannsóknirnar eru liður í kort-
lagningarverkefni Hafrannsókna-
stofnunar en eitt af meginmark-
miðum þess er að kortleggja
veiðislóðir.
Leiðangurinn hófst á Vestfjarða-
miðum og þar voru kortlagðir um
2.500 ferkílómetrar af hafsbotnin-
um frá Grænlandssundi norður með
landgrunnskanti að Hala. Alls hafa
þá verið mældir um 9.400 ferkíló-
metrar á Vestfjarðamiðum. Vegna
veðurs var mælingum hætt á svæð-
inu og í stað þess kortlagt í Ísa-
fjarðardjúpi.
Góðar mælingar
Mjög góðar mælingar náðust af
meginhluta Ísafjarðardjúps og Jök-
ulfjarðar og þar voru kortlagðir um
500 ferkílómetrar auk þess sem
bætt var við mælingum við mynni
djúpsins og í Djúpál. Mælingarnar
voru gerðar í samráði við sjómæl-
ingar Íslands.
Í lok leiðangursins var kortlagt
um 650 ferkílómetra svæði í Kolluál
norðvestur af Snæfellsnesi.
Skipstjóri var Kristján Finnsson
og leiðangursstjóri var Guðrún
Helgadóttir.
Dýptar-
mælingar
í Djúpinu
10.550 km2 af hafs-
botninum mældir
Kanaríflakkarar 2008
15. ára afmælishátíð, Árnesi
Gnúpverjarhreppi, 11.-13. júlí
Harmonikkuball föstudagskvöld, húllumhæ.
Hljómsveit Ingvars Hólmgeirssonar, Siggi Hannesar.
Söngvari: Þorvaldur Skaptason.
Laugardagur:
Hátíðarhlaðborð Begga kl. 19.00.
Hinn frábæri Jóhannes Kristjánsson skemmtir matargestum kl. 20.30.
Happdrætti - Glæsilegir vinningar
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar kl. 23.00.
Mætum öll í Árnes.
Kanaríflakkarar
Allar gerðir
Líka í stórum stærðum
Ný sending
Óbreytt verð
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
Þú minnkar
um eitt númer
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
30%-70%
afsláttur
Léttir sumarkjólar
í sólina
Str. S-4XL
Útsala
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
GÓÐAR
GALLABUXUR Í
FERÐALAGIÐ
Str. 36 - 56
Hverfisgötu 6
101 Reykjavík,
sími 562 2862
Sumarútsalan
2008
er
hafin
LAGERSALA
OUTLET
LAUGAVEGI 51
ENN
LÆKKA
VERÐIN
t í s k u h ú s
Rauðarárstíg 1, sími 561 5077
Útsala hefst
í dag 8. júlí
Laugavegi 63 • S: 551 4422
STÓRÚTSALA,
NÚ ENN MEIRI AFSLÁTTUR
ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR
„EINS og þetta snýr að okkur í lög-
reglunni, þá virðist þurfa betri upp-
lýsingagjöf til ökumanna á þessum
stað,“ segir Árni Friðleifsson, varð-
stjóri hjá umferðardeild lögreglunn-
ar á höfuðborgarsvæðinu, um hraða-
hindrunina á Fjallkonuvegi í
Grafarvogi, þar sem ekið var á átta
ára dreng á föstudag. Í Morgun-
blaðinu í gær sagði yfirverkfræðing-
ur hjá Reykjavíkurborg hraðahindr-
anir geta veitt falskt öryggi og reynt
væri að fara aðrar leiðir til að
tryggja öryggi gangandi vegfar-
enda. Því væri hraðahindrunin ekki
merkt sem gangbraut. Eldri gang-
brautum hefði verið leyft að halda
sér en nýjar væru ekki settar upp.
Þekkt fyrirbæri
„Það er þekkt fyrirbæri, því er
ekki að neita,“ segir Árni og kveðst
skilja þessi sjónarmið. „Það hefur
komið fyrir að vegfarendur gangi
beint út á gangbrautir án umhugs-
unar. Hins vegar má ekki gleyma því
að ökumönnum er alltaf lögð sú
ábyrgð á herðar að aka varlega. Það
er stóra málið.“ Þetta sé vandratað-
ur vegur, gangandi og akandi um-
ferð eigi einfaldlega mjög illa saman.
Ljósmyndari átti leið um Suðurhóla í
Breiðholti í gær og rakst þá á nýlega
gangbraut sem einnig þjónaði sem
hraðahindrun og var merkt sem slík.
Því virðist á reiki hvaða háttur er
hafður á.
onundur@mbl.is
Hindrun eða
gangbraut?
Bæði?Við Suðurhóla í Breiðholti er
bæði hraðahindrun og gangbraut
steypt saman í eitt umferðarmann-
virki.
Falskt öryggi sagt þekkt fyrirbæri
Morgunblaðið/Júlíus