Morgunblaðið - 08.07.2008, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.07.2008, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Það er í rauntil hábor-innar skammar að þjóð, sem er jafnháð náttúrunni um af- komu sína og jafn- stolt af náttúru lands síns og Íslendingar, skuli ekki eiga almennilegt náttúruminja- safn. Eins og rifjað var upp í Morgunblaðinu í gær er saga Náttúrugripasafns Íslands sorgarsaga. Þegar Safnahúsið við Hverfisgötu var reist 1906 fékk safnið þar inni ásamt Landsbókasafni, Þjóðskjala- safni og Forngripasafni sem síðar varð Þjóðminjasafn. Öll uxu þessi söfn út úr Safnahús- inu, sem nú er Þjóðmenning- arhús. Öll fengu þau glæsilegt framtíðarhúsnæði – nema Náttúrugripasafnið. Því var úthýst úr Safnahúsinu 1960 og safnið kúldraðist síðan í meira en fjóra áratugi í alls- endis ófullnægjandi húsnæði við Hlemm. Gripir í eigu safnsins eyðilögðust í geymslu úti í bæ og tvisvar var safnkosturinn við Hlemm hætt kominn vegna vatnsleka. Safninu hefur nú verið lokað og pakkað saman. Í fyrra var stofnað nýtt safn með lögum, Náttúruminja- safn Íslands. Drög að stefnu- mótun fyrir safnið hafa nú verið send menntamála- ráðherra. Næstu skref eru að velja safninu stað og hefja þarfagrein- ingu fyrir safnhús. Dr. Helgi Torfa- son safnstjóri seg- ir í viðtali í Morgunblaðinu í gær að hann dreymi um að taka megi fyrstu skóflustungu að nýju safnhúsi árið 2011 og opna það 2012 eða 2013. Í blaðinu í gær kemur sömuleiðis fram að þrír staðir fyrir safnið komi til greina: í Vatnsmýrinni við hlið Öskju, náttúrufræðihúss Háskóla Ís- lands, á Urriðaholti í Garðabæ og í Laugardal. Eðlilegasta staðsetningin virðist vera í Vatnsmýrinni. Þar hafa Sam- son Properties nú boðið safn- inu lóð, þar yrði safnið í nábýli við Háskóla Íslands og sömu- leiðis í nágrenni við önnur höf- uðsöfn landsins í miðborginni. Að sjálfsögðu á að sýna safni um náttúru landsins sama sóma og söfnum um myndlist, bókmenntir og sögu þjóðarinnar. Það er næsta stóra verkefni í uppbyggingu safna, sem þjóðin getur verið stolt af. Ástandið í efnahagslífinu nú gefur ekki tilefni til að setja strax kraft í fjármögnun slíks safns, en hægt er að hefja undirbúningsvinnu þannig að allt sé tilbúið fyrir fram- kvæmdir þegar betur árar. Það er til skammar að Íslendingar eigi ekki almennilegt náttúruminjasafn} Næst á dagskrá: Náttúruminjasafn Til stendur aðhefja við- ræður milli Sviss og Evrópusam- bandsins um af- nám tolla og heim- ildir um heildstæðan inn- og útflutning á landbúnaðar- afurðum í haust. Á ráðherra- fundi Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, í síðustu viku kom fram að þegar þessum viðræðum lyki hygðust Sviss- lendingar bjóða öðrum EFTA-ríkjum sambærilegan aðgang að sínum markaði. Nú er í gildi full fríverslun milli EFTA-ríkjanna, sem eru auk Íslands Noregur, Liecht- enstein og Sviss, með iðn- aðarvörur og sjávarafurðir. Gangi þessir samningar við Sviss eftir bætast landbún- aðarvörur við. Fyrir liggur að frumvarp um afnám hindrana í vegi inn- flutnings á landbúnaðarvör- um frá ríkjum ESB bíður af- greiðslu Alþingis í haust. Það er því jákvæð þróun í átt að frekari fríverslun með land- búnaðarvörur að eiga sér stað. Í þessu felst ekki ógnun við ís- lenska framleiðslu heldur miklu frek- ar sóknarfæri. Markvisst hefur verið unnið að því undanfarin ár að gera landbúnaðinn bet- ur í stakk búinn til að mæta aukinni samkeppni frá er- lendum framleiðendum. Ís- lenskar landbúnaðarafurðir eru að verða vel samkeppn- ishæfar. Lykillinn að því eru fyrsta flokks gæði og lægri framleiðslukostnaður. Það ber að uppræta ákveð- inn tvískinnung sem ríkt hef- ur í stefnu stjórnvalda í frí- verslunarmálum. Á meðan Íslendingar hafa gagnrýnt hömlur á viðskipti með sjáv- arafurðir og ríkisstyrki til sjávarútvegs hefur sú stefna verið framkvæmd hér á landi í landbúnaði. Mikill ávinningur felst í frjálsum viðskiptum með landbúnaðarvörur eins og aðrar vöru á heimsmarkaði. Er ekki kominn tími til að Ís- lendingar fái að njóta þess? Í fríverslun felst sóknarfæri fyrir íslenska framleiðslu} Jákvæð þróun E r það ekki alltaf svo, þegar illa árar og harðnar á dalnum, að á endanum lærum við af þreng- ingunum, finnum nýjar leiðir til þess að bjarga okkur, sjáum valkosti, sem vissulega voru fyrir hendi, en við einfaldlega þorðum ekki að veðja á, eða höfðum ekki ímyndunarafl til þess að sjá, að auðvitað væri þessi leið ágætisvarða á leið okkar út úr ógöngunum? Er það kannski svo, að hin alþjóðlega láns- fjárkreppa sem hrjáð hefur heim allan og okkur á Íslandi líka, í hartnær ár, er að verða að annars konar kreppu – olíukreppu? Er það hugsanlegt að olíukreppan, sem enginn sér fyrir endann á, nú þegar menn eru farnir að tala um 300 dollara fyrir tunnuna, í stað þeirra 200 dollara, sem þótti yf- irgengilegt svartsýnisraus, fyrir ekki svo mörgum vik- um, sé einmitt sú tegund af kreppu, sem við Íslendingar getum fært okkur í nyt? Ég ætla leyfa mér að vera í hópi þeirra sem eru þess- arar skoðunar. Við búum yfir dýrmætum auðlindum, sem eru hvergi nærri fullnýttar – það eru íslensku fallvötnin og jarð- gufa. Verði árangur djúpborana hér á landi eitthvað í líkingu við væntingar sérfræðinganna, eigum við að vera á grænni grein í orkukrefjandi heimi. Þetta er okkar faldi fjársjóður, sem við höfum aðeins gert að raunveru- legum verðmætum að hluta. Auðvitað munu öfgamenn á sviði umhverf- isverndar reka upp ramakvein, við það að ég leyfi mér að fullyrða, að með því að sýna póli- tískt þor og taka ákvarðanir um frekari virkjanir og samningagerð um frekari stór- iðju hér á landi, væru stjórnvöld að vinna þjóðinni mikið gagn og gera það sem þeim er kleift, til þess að koma okkur út úr þeirri blindgötu, sem að óbreyttu blasir við. en það verður bara að hafa það. Ekki gera ekki neitt, sagði einhver og mælti skynsamlega. Með því að gera eitt- hvað, tökum við áhættuna af því að vera að gera mistök, en með því að gera ekki neitt, erum við meðvitað að ákveða varanlega stöðnun, jafnvel hrun. Hvor kosturinn er betri að þínu mati, lesandi góður? Við getum fengið miklu betra verð fyrir raforku okkar nú, en við fengum þegar við vorum að byrja að laða erlent áhættufé til landsins. Við getum boðið upp á endurnýjanlega, umhverfisvæna orku, sem hlýtur jú að vera afar sexí valkostur fyrir fjárfestana, þegar þeir bera hann saman við notkun á kolum eða ol- íu. Við erum í mjög góðri stöðu til þess að semja um hátt raforkuverð, miklu hærra en samið var um í núgildandi raforkusamningum. Ný virkjun kostar um það bil tvo milljarða dollara og nýtt álver aðra tvo. Við eigum að geta laðað hingað til lands milljarða dollara í áhættu- fjárfestingar. Hver þorir að taka af skarið? agnes@mbl.is Agnes Bragadóttir Pistill Ekki gera ekki neitt Útlitið dökkt en höf- um séð það svartara FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is S ama er við hvern er talað eða hvaða opinberu skýrslur og greinargerðir eru lesnar, öllum ber sam- an um að atvinnuleysi fari hratt vaxandi á næstu mánuðum og misserum. Sem dæmi um það má nefna að Seðlabankinn telur að at- vinnuleysi verði nálægt sögulegu há- marki í lok árs 2010. Dregið hefur úr mannfrekum framkvæmdum og hækkandi rekstrar- og fjármagns- kostnaður er mörgum fyrirtækjum orðinn þungur í skauti. Eftirspurn eft- ir vinnuafli hefur því minnkað og þó að framkvæmt sé víðs vegar um landið dugar það ekki til að viðhalda þeirri gríðarlegu þenslu sem hefur verið á vinnumarkaðnum. Gangi spár eftir munum við sjá at- vinnuleysi aukast mikið og á skemmri tíma en nokkru sinni fyrr í þrjá ára- tugi. Gæti það farið úr 1% í 3%. Það jafngildir því að atvinnulausum fjölgi úr tvö þúsund manns nú í ríflega fimm þúsund á einu ári en til samanburðar búa um 5.000 manns í Fjarðabyggð. Þó að útlitið sé dökkt er samt rétt að minna á að við Íslendingar höfum séð það svartara í seinni tíð, þurfum ekki að fara svo langt aftur í tímann. Fyrir um fjórum árum var atvinnu- leysið um 3,5% og upp undir 5% fyrir 14 árum eða svo. Aðstæðum nú er einnig líkt við haustið 2001 þegar at- vinnuleysi fór á fáum mánuðum úr 1% í 2,4% í janúar 2002. Við getum verið fljót að gleyma, ekki síst hinum kröppu tímum, og vilj- um frekar orna okkur við minningar um góðærið. Fleiri búast við fækkun Síðasta árið hafa atvinnuleysistölur verið einhverjar þær lægstu í 20 ár. Marga mánuði í röð hefur atvinnu- leysið mælst undir 1% en allt bendir til að sú gósentíð sé að baki, sem fyrr segir. Bráðabirgðatölur sýna að at- vinnuleysið fari úr 0,9% í maí í 1,2% í júní. Í júlí og ágúst er árleg lægð á vinnumarkaði vegna sumarleyfa en frá komandi hausti reikna flestir með að lausum störfum fækki og fyrirtæki grípi til frekari uppsagna. Það sem af er árinu hafa hópupp- sagnir verið á níunda hundraðið og margar þeirra eiga að taka gildi í haust, m.a. hjá starfsfólki Icelandair og Flugþjónustunni á Keflavíkur- flugvelli. Nýleg könnun Samtaka at- vinnulífsins (SA) sýndi í fyrsta sinn að fleiri fyrirtæki byggjust við fækkun starfsmanna en fjölgun. Þannig reikn- uðu 26% stjórnenda fyrirtækja með að þurfa að fækka fólki, 16% ráðgera fjölgun en 58% reikna með óbreyttum starfsmannafjölda. Horfurnar eru breytilegar eftir atvinnugreinum. Út- lit er fyrir mesta fækkun starfa í sam- göngum, ferðaþjónustu og flutningum og einnig í byggingastarfsemi. Af samtölum við vinnumiðlanir má ráða að staðan í dag sé þokkaleg og svipuð þeirri, sem var fyrir um ári. Þannig eru um 480 laus störf skráð á vegum Vinnumálastofnunar en voru um 500 í lok júní 2007. Á vef fjármála- ráðuneytisins, starfatorg.is, eru nú um 100 auglýsingar um opinber störf, voru um 75 á sama tíma fyrir ári. Á vefnum job.is eru nú um 250 störf aug- lýst laus til umsóknar en í einhverjum tilvika getur hér verið um sömu störf- in að ræða sem auglýst eru á fleiri en einum stað. Undir lok þessa árs er reiknað með að atvinnuleysi verði komið upp undir 2% og ekki batnar það á næsta ári. Spár um ástandið á vinnumarkaði eru misvísandi, allt frá 1,6% upp í 3,8% at- vinnuleysi. Þess ber að geta að hin bjartsýnislega spá er frá greining- ardeild Landsbankans og var unnin í lok síðasta árs, en sú svartsýnasta er frá sjálfu fjármálaráðuneytinu síðan í vor. Gangi hún eftir gæti fjöldi at- vinnulausra farið í 6.700 manns en í dag eru um tvö þúsund manns án vinnu, samkvæmt tölum Vinnu- málastofnunar. Þetta er sláandi aukn- ing en því miður virðist allt benda til að tölur í þessum dúr eigi eftir að líta dagsins ljós.        #    8 !  !  ! A            H H   ' '     3 3 "3 ! ' ' '' ' 'H ' '" '( ')II" II( II) III $"3 Spár um atvinnuleysi 1,6% Landsbankinn 2,2% ASÍ 3,2% Vinnumálastofnun 3,8% Fjármálaráðuneytið HVERNIG VIÐRAR ÁRIÐ 2009? ››

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.