Morgunblaðið - 08.07.2008, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KARÓLÍNA AÐALBJÖRG JAKOBSDÓTTIR
frá Kollavík,
Þistilfirði,
lést föstudaginn 27. júní á dvalarheimilinu Nausti,
Þórshöfn.
Útförin fer fram frá Svalbarðskirkju fimmtudaginn
10. júlí kl. 14.00.
Kristjana Vilborg Ketilsdóttir, Skarphéðinn J. Olgeirsson,
Jakobína Björg Ketilsdóttir, Hreinn Geirsson,
Jón Ketilsson, Jakobína Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar,
BRYNHILDUR JÓNSDÓTTIR
garðyrkjukona,
lést sunnudaginn 6. júlí á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði.
Björk Snorradóttir,
Steingrímur E. Snorrason,
Snorri P. Snorrason,
Kristján Snorrason.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR BEN ÞORBJÖRNSSON
vélvirki,
Pósthússtræti 1,
Keflavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn
4. júlí.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn
10. júlí kl. 14.00
Maja Sigurgeirsdóttir,
Ásta Ben Sigurðardóttir, Erlingur Bjarnason,
María Ben Erlingsdóttir, Eyjólfur Ben Erlingsson.
✝
Elskuleg móðir okkar,
SIGRÍÐUR EGILSDÓTTIR,
Austurbyggð 17,
Akureyri,
lést fimmtudaginn 3. júlí.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Sigþór Bjarnason,
Ingibjörg Bjarnadóttir,
Egill Bjarnason,
Þórdís Bjarnadóttir,
Sigurður Bjarnason.
✝
Elskulegur sonur okkar og bróðir,
ANDRI MEYVANTSSON,
lést að morgni sunnudagsins 6. júlí.
Þórunn Ólafsdóttir, Meyvant Einarsson,
Sindri Meyvantsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi,
MAGNÚS G. JENSSON,
Klukkurima 5,
Reykjavík,
andaðist á heimili sínu sunnudaginn 6. júlí.
Kristín G. H. Sveinbjörnsdóttir,
börn, barnabörn
og barnabarnabörn.
✝ Hilmar ÞórBjörnsson fædd-
ist á Ísafirði 1. apríl
1929. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
laugardaginn 28.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Björn Eyjólfsson, f.
3. nóvember 1888,
d. 31. maí 1951, og
Ingibjörg Guð-
mundsdóttir, f. 3.
apríl 1895, d. 14.
mars 1979. Hálf-
systkini Hilmars samfeðra eru:
Elsa Sigurgeirsdóttir, f. 29.6.
1932, d. 31.8. 1987, Thelma Sig-
urgeirsdóttir, f. 5.4. 1934, Sig-
urgeir V. Sigurgeirsson, f. 30.7.
1942, Halldór Sigurgeirsson, f.
26.9. 1948.
Hilmar Þór kvæntist 1. janúar
1953 Sigurveigu Magnúsdóttur, f.
13. júlí 1928, d. 7. júní 1998. Hilm-
ar og Sigurveig eignuðust þrjá
syni, þeir eru: 1) Magnús Þór, f. 9.
ágúst 1950. Börn hans eru: Ólafur
Þór, f. 21. april 1970, Erling Örn,
f. 30. apríl 1971, Gunnar Már, f.
30. apríl 1971 og Sigurveig, f. 8.
janúar 1981. 2) Björn Ingþór, f.
19. desember 1953, kvæntur
Birnu Katrínu Ragnarsdóttur, f.
15. ágúst 1961 börn þeirra eru
Ragnar, f. 2. september 1990 og
Daði, f. 2. október 1995. Börn
Björns eru: Hilmar Þór, f. 18. des-
ember 1976, Pálmar
Geir, f. 22. mars
1980 og Gunnar
Ingi, f. 26. desember
1981. 3) Hilmar Þór,
f. 16. júlí 1960,
kvæntur Þórunni
Arinbjarnardóttur,
f. 19. október 1965,
sonur Hilmars og
Þórunnar er Ar-
inbjörn Kristján, f.
6. maí 1995. Dóttir
Hilmars er Edda, f.
18. ágúst 1986.
Hilmar Þór ólst upp
í Hafnarfirði. Hann lauk gagn-
fræðaprófi frá Flensborgarskól-
anum í Hafnarfirði, síðan lá leið
hans í Stýrimannaskólann í
Reykjavík, og útskrifaðist þaðan
sem stýrimaður. Hann stundaði
sjómennsku í nokkur ár, bæði á
togurum og við síldveiðar. Hilmar
tók síðar við bifreiðarekstri föður
síns sem hafði rekið Bifreiðastöð
Hafnarfjarðar. Árið 1967 stofnaði
Hilmar Þór verktakafyrirtækið
Fjarðarvélar, sem hann rak og
stjórnaði í nokkur ár. Árið 1973
stofnaði Hilmar Þór ásamt öðrum
útgerðarfélagið Portland, sem
gerði út skuttogarann Otur HF5
og var framkvæmdastjóri þess.
Hilmar Þór var félagi í Odd-
fellowreglunni í um 40 ár.
Útför Hilmars Þórs verður
gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Í dag kveðjum við Hilmar í hinsta
sinn, hans verður sárt saknað.
Hilmar var einstaklega ljúfur og
góður maður og mikið snyrtimenni.
Það var mjög gott að heimsækja
Hilmar, settumst niður og fengum
okkur kaffi og það var rabbað um
daginn og veginn. Og á jóladag var
jólaboð hjá honum þar sem öll fjöl-
skyldan hittist og gaman að sjá
hvað hún stækkaði með hverju
árinu sem leið.
Sumarið 2004 ákváðum við að
fara í sumarfrí til Benidorm og
hringdum í Hilmar og vorum eitt-
hvað að tala um að við værum að
fara til Spánar, hann varð svo
spenntur að hann skellti sér bara
með okkur. Þar kynntist Arinbjörn
afa sínum miklu nánar, var með
honum þar í tvær góðar vikur. Við
nutum þess að labba um í sólinni,
röltum um í bænum eftir matinn,
þetta var mjög notaleg ferð. Hilmar
hafði ekki komið til Spánar síðan
Otur var smíðaður þar 1973, þá
hrönnuðust upp gamlar minningar
þaðan, sem hann hafði gaman af að
segja okkur frá.
Við áttum margar góðar stundir
saman, bæði hér í bænum og í
Skorradalnum, þar sem hann var
með sumarbústað. Arinbjörn var
bara lítið kornabarn þegar hann fór
í sína fyrstu ferð þangað. Þegar
hann varð eldri fékk hann að veiða í
vatninu og fara út á bátinn hans afa
Hilmars. Á seinni árum fannst mér
Hilmar hafa meira og meira gaman
að því að rifja upp gamla tíma, sög-
ur frá því þegar hann var strákur
og ungur maður í Hafnarfirði. Hann
sagði okkur margar skemmtilegar
sögur frá þeim tíma, og ekki má
gleyma að sjómennskan fyrr og nú
bar oft á góma, og skoðaðar gamlar
togaramyndir (tóbaksmyndirnar).
Hilmar ljómaði allur þegar gamli
tíminn var ræddur, og bersýnilega
honum mjög kær.
Þetta eru minningar sem við
munum aldrei gleyma, og komum
til með að rifja upp um ókomna tíð.
Hilmar mun alltaf eiga sinn stað í
hjörtum okkar, og það er ekki sjálf-
gefið að hafa átt svona góðan afa og
tengdaföður.
Viljum við þakka Hilmari fyrir
allt og allt.
Þórunn og Arinbjörn Kristján.
Það var fallegur og sólbjartur
laugardagsmorgun, þegar tengda-
faðir minn fékk hvíldina, eftir stutt
en erfið veikindi. Það er erfitt að
horfa upp á og sjá hvað þú þjáðist
og ekkert hægt að gera, en aldrei
kvartaðir þú heldur barðist hetju-
lega fram á síðasta dag.
Það koma margar minningar upp
í hugann á stundum sem þessum.
Ég kynntist þeim sómahjónum
Hilmari og Sísí fyrir um 20 árum,
Hilmar Þór Björnsson
✝ Hilmar Jóhann-esson fæddist
29. september 1934
á Akureyri. Hilmar
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 24. júní
2008.
Foreldrar hans
voru Snjólaug Jó-
hannsdóttir og Jó-
hannes Guðjónsson.
Bræður hans eru
Erlingur Guð-
mundsson og Svav-
ar Jóhannesson.
Fyrri kona: Sigurlína Axels-
dóttir, f. 11.2.1941 - d. 23. 11.
1975. Synir þeirra: 1) Jóhann
Grundtvig, f. 1961, kvæntur
Anne Irmeli Turunen. Börn
þeirra: Íris Anna Linnea og
Markús Hilmar. 2) Haukur, f.
1963. Dætur hans: Berglind og
Katrín.
Seinni kona:
Hrafnhildur Jak-
obína Grímsdóttir,
f. 3.2. 1937.
Hilmar lærði raf-
eindavirkjun og
vann við það alla
tíð. Hann flutti árið
1961 til Ólafs-
fjarðar og rak þar
verkstæði til
dauðadags.
Hilmar var mikill
félagsmálamaður
og lét mikið að sér
kveða á þeim vett-
vangi. Hann var í Rótarýklúbbi
Ólafsfjarðar frá árinu 1962, var
stofnfélagi í Golfklúbbi Ólafs-
fjarðar og starfaði í áratugi í
Norræna félaginu í Ólafsfirði.
Hilmar lést á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri 24. júní 2008.
Útför hans fer fram frá Ólafs-
fjarðarkirkju í dag kl. 14.
Elsku Hilmar afi,
það voru sorgarfréttir sem okk-
ur systkinunum bárust aðfaranótt
þriðjudagsins 24. júní. Síðan þá
höfum við hugsað mikið um þig.
Þegar við vorum pínulítil var það
fastur hluti á hverju sumri að
heimsækja þig og ömmu á Ólafs-
firði. Þrátt fyrir að þar hafi oft
verið þröngt á þingi þá var þar
ávallt glatt á hjalla. Það var ekki
síst þín vegna sem við hlökkuðum
alltaf til þess að fara norður. Þú
varst alltaf í góðu skapi og það var
ekki hægt annað en að smitast af
gleði þinni. Það er erfitt að hugsa
til þess að næst þegar við förum
norður þá verður þú ekki þar, far-
inn frá okkur alltof snemma.
Við viljum þakka þér fyrir að
hafa verið svona mikilvægur hluti
af lífi okkar. Við viljum þakka þér
fyrir að hafa veitt okkur svona
margar góðar minningar. Við vilj-
um þakka þér fyrir að hafa verið
svona góður maður.
Við munum ávallt muna eftir
þér, Hilmar afi.
Helgi Már, Sigrún og
Þórir Hrafn.
Óvæntar fregnir af skyndilegu
fráfalli fólks fá menn til að leiða
hugann að „dauðans óvissa tíma“
eins og sálmaskáldið okkar, Hall-
grímur Pétursson, komst að orði.
Þetta á ekki síst við þegar lífs-
glaður og að því er virtist heil-
brigður maður, eins og Hilmar Jó-
hannesson, vinur minn, kveður svo
snöggt sem raun ber vitni, maður
sem virtist eiga eftir að njóta lífs-
ins á sinn einstæða hátt í mörg
ókomin ár. Mig langar til þess að
minnast hans með nokkrum orð-
um.
Við Hilmar kynntumst fyrst
þegar ég kom heim í Ólafsfjörð frá
námi og vann þar í nokkur ár. Ég
var þá m.a. formaður fræðsluráðs.
Stjórnandi gagnfræðaskólans,
Kristinn G. Jóhannsson, og
fræðsluráð beittu sér fyrir ýmsum
nýjungum í skólamálum. Þar á
meðal var nemendum gefinn kost-
ur á að sækja skipulega verklega
fræðslu á verkstæði sem þá voru
starfrækt í bænum, t.d. bifvéla-
verkstæði, netaverkstæði, radíó-
verkstæði o.s.frv. Hilmar tók að
sér að leiðbeina þessum ungu nem-
endum á síðastnefnda sviðinu. Ég
minnist viðræðna sem við áttum
um þessa starfsemi og hve hann
tók þessu jákvætt og lagði sig
fram um að miðla nemendunum af
mikilli þekkingu sinni og reynslu á
sviði rafeindatækni. Hann var þá
tiltölulega nýfluttur til Ólafsfjarð-
ar og annaðist þá þegar viðhald á
radartækjum, fisksjám, talstöðvum
o.s.frv. fyrir bátaflotann. Þetta var
auðvitað ómetanlegt fyrir sjávar-
pláss sem var í framþróun og ör-
um vexti á þeim árum. Hilmar var
þar réttur maður á réttum stað
eins og mig minnir að ég hafi sagt
við hann, þegar við ræddum sam-
an.
Atvikin höguðu því þannig
mörgum árum síðar að Hilmar
kvæntist frænku minni Hrafnhildi
Grímsdóttur, en við erum systk-
inabörn, móðir hennar Guðrún og
faðir minn, Jón Ellert voru systk-
ini.
Þau Hrafnhildur og Hilmar
höfðu bæði misst maka sína,
kynntust og gengu í hjónaband.
Ég kynntist þá Hilmari innan fjöl-
skyldunnar og er skemmst frá því
að segja að þau samskipti gátu
vart verið ljúfari. Við systkinin
Guðrún og Þórleifur minnumst
þess að við komum alltaf á árum
áður í boð á jóladag til Gunnu
frænku og Gríms á Brekkugötu 19,
foreldra Hrafnhildar. Sama alúðin
einkenndi heimsóknir til Hrafn-
hildar og Hilmars á Brekkugötuna
síðar þótt vík væri milli vina eftir
að við bræður fluttumst suður.
Okkur Rúnu eru minnisstæðastar
tvær ferðir sem við fórum með
þeim Hilmari og Hrafnhildi og
fleiri vinum úr Ólafsfirði „austur
fyrir tjald“ til Rússlands, Póllands,
Hilmar Jóhannesson