Morgunblaðið - 08.07.2008, Side 28
GLÖGGIR lesendur Morgunblaðsins
hafa ef til vill tekið eftir því, við lestur
greinar um myndlistarsýninguna
Listamenn á barmi einhvers II í Kling-
&Bang galleríinu, sem birtist 4. júlí sl.,
að á mynd með greininni var einn
myndlistarmannanna sem að sýning-
unni standa ekki hann sjálfur. Nei,
þarna var stytta á ferð, nákvæm eft-
irmynd Erlings T.V. Klingenberg, en
með honum lifandi listamenn, þeir Ás-
mundur Ásmundsson og Magnús Sig-
urðarson. Svo raunveruleg er styttan
að blaðamaður hélt þar Erling sjálfan á
ferð. Ekki nóg með að styttan rugli
aðra í ríminu heldur einnig fyrirmynd-
ina, höfundinn sjálfan. Erling bað
styttuna að rétta sér hallamál á dög-
unum og e.t.v. er það í fyrsta sinn í
listasögunni sem listamaður ruglast á
sjálfsmynd og annarri manneskju.
Blaðamaður sló á þráðinn til Klingen-
berg og spurði hann, í ljósi frétta af því
að höfuð á styttu af Adolfi Hitler hefði
verið snúið af búknum í vaxmyndasafni
í Berlín, hvort nokkur hefði ráðist á
Klingenberg-styttuna og snúið af henni
höfuðið. Erling hló og sagði svo ekki
vera, a.m.k. ekki enn. Hann hafi klippt
fréttina út.
Rándýr og flókin stytta
Það er enginn hægðarleikur að búa
til slíka styttu og naut Erling aðstoðar
Ernst Bachmann við það, en hann
gerði stytturnar fyrir sögusafnið í
Perlunni. „Ég var með innilok-
unarkennd,“ segir Erling um ferlið en
hann þurfti að standa og benda í dá-
góðan tíma á meðan Ernst tók af hon-
um sérstök plastmót sem styttan var
síðan steypt í með sílikoni. Sílikonið
var svo málað og hvert hár stungið sér-
staklega í, skeggrót og allt heila klabb-
ið. Erling segir efnin sem notuð eru í
styttugerðina rándýr og auk þess liggi
mánaðavinna að baki. Styttur Ernst
séu jafnvel betri en þær sem sjá má á
Madame Tussauds söfnunum. „Ég er
kominn á hausinn,“ segir Erling kím-
inn þegar hann er spurður út í kostn-
aðinn. Styttan er til sölu, hafi einhver
áhuga á því að hafa Klingenberg í stof-
unni heima hjá sér. helgisnaer@mbl.is
Höfuðið enn á Klingenberg
Styttan af Erling Klingenberg er jafnvel betri en fyrirmyndin
Enginn hefur ráðist á styttuna ennþá, ólíkt styttunni af Hitler
Klingenberg Styttan horfir fram
yfir brúnina og bendir. Að neðan
má sjá vaxmyndina umdeildu af
Adolf Hitler.
Hann lét það ekki á
sig fá þótt hann hefði
spilað með opna buxnaklauf
… 33
»
reykjavíkreykjavík
Eric Brevig
leikstjóri Journey
to the Center of
the Earth 3D
segir í viðtali við
kvikmyndavefsíð-
una com-
ingsoon.net að Anita Briem hafi
verið sannkallaður happafundur.
Brevig hafði lengi leitað að leik-
konu sem gæti talað með íslensk-
um hreim en þegar Anita Briem
mætti í prufu fyrir myndina hafi
hann um leið vitað að hún væri
hin rétta í hlutverkið. „Frábært,
þá er það afgreitt,“ sagði Brevig
við sjálfan sig og taldi að þar með
væri málið afgreitt, en svo var þó
ekki. Töluverðan tíma tók að
sannfæra kvikmyndaverið um að
Anita væri heppileg í hlutverkið,
en prufusýningarnar fyrir mynd-
ina hafi sannfært hann og fram-
leiðendurna um að Anita væri hin
eina rétta. „Í hvert skipti sem við
spurðum áhorfendur hver væri
þeirra uppáhaldspersóna sögðu
allar stelpurnar „Hannah
(Anita) … og sömu sögu var að
segja um strákana.“
Íslenski hreimurinn
bjargaði Anitu
Hnakkavöðvarnir í Merzedes
Club héldu söngprufur fyrir lausa
stöðu bakraddasöngkonu á Tungl-
inu á laugardag og þrátt fyrir að
um mikla ferðahelgi hafi verið um
að ræða mættu um 30 söngkonur í
prufuna. Af frétt Fbl. að dæma má
leiða að því líkum að
Margrét Edda Jónsdóttir verði
fyrir valinu en Morgunblaðið ræddi
einmitt við Margréti Eddu í apríl sl.
eftir að hafa komist á snoðir um af-
burðasönghæfileika stúlkunnar. Þá
var öllum ljóst að Margrét ætti eftir
að ná langt á söngsviðinu og stutt í
að eitthvert plötufyrirtækjanna
myndi gefa út með henni plötu inn-
an tíðar. Við bíðum enn átekta.
Gæfulegt hliðarspor?
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
„ÞETTA verður rosalegt prógramm. Ég hef
sjaldan séð það eins knappt,“ segir Björn Thor-
oddsen um tónleikaferð sína um austurhéruð
Kanada. Blaðamaður náði tali af Birni í gær þar
sem hann var að ganga frá föggum sínum fyrir
ferðalagið. Framundan er reisa frá St. Johns til
bæjanna Gander, Corner Brook og Margarets-
ville, svo til Halifax og loks aftur til St. Johns.
Heitur djass á köldum slóðum
Björn segir Kanadamenn góðu vana þegar
kemur að djassi. „Staðan á djassinum þarna er
mjög góð og hár standard á þeim stöðum þar
sem ég hef verið,“ segir hann en Björn hefur síð-
ustu ár verið duglegur að spila á Manitoba-
svæðinu og í Toronto með hljómsveit sinni Cold
Front. „Hljómsveitin er skipuð Kanadamönnum
fyrir utan einn Íslending sem fær að ráða ansi
miklu,“ gantast hann.
En félagar Björns úr Cold Front verða fjarri
góðu gamni að þessu sinni. „Ég spila dúett með
gítarleikaranum Duane Andrews og leik með
hljómsveit sem hann er tengdur,“ segir Björn
sem einnig heldur einleikstónleika og námskeið
um gítarleik.
Í eina sæng með Bjögga Halldórs
En Björn fær ekki að sitja á rassinum þegar
hann snýr til baka úr Kanadaförinni. Djasshátíð
verður í Reykjavík í lok ágúst. „Þangað hef ég
fengið einn fremsta gítarleikara Japana, Kazumi
Watanabe, og svo Philip Chatharine sem nýlega
var valinn djasstónlistarmaður Evrópu. Þessum
gæjum ætla ég að flagga á hinu árlega gít-
arsjói,“ segir Björn.
Annað spennandi verkefni er samstarf Björns
og Björgvins Halldórssonar. „Við förum að
hljóðrita strax og ég kem aftur heim,“ segir
Björn og játar það á sig að ætla að djassa Björg-
vin svolítið upp. „Við leikum okkur með músík
frá 1940-50. Við erum báðir miklir aðdáendur
Django Reinhardt og gömlu músíkantanna og
ætlum að föndra á því sviði,“ bætir Björn við og
ljóstrar upp að vonir standi til að afrakstur sam-
starfsins verði klár fyrir jólin.
„Rosalegt prógramm“
Björn Thoroddsen í tónleikaferð um A-Kanada Vinnur að diski með Bó
Morgunblaðið/Valdís Thor
Ferðbúinn Björn þarf ekki meira en eina tösku af fötum til skiptana og svo auðvitað gítarinn góða.
01
(
4
/5
2 3 4 # 4 5
, $ 6 $ # $
#06
"#$ %&'
(
' 7
0
7
&8
www.bjornthoroddsen.is