Morgunblaðið - 08.07.2008, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Mér er minnisstætt þegarflautuleikarinn snjalliJames Galway kom hing-
að til lands til að leika á listahátíð
fyrir nokkrum árum og blaðakona
af Morgunblaðinu fór spennt til að
taka við hann viðtal. Hún sneri
aftur úr því viðtali miður sín yfir
því hver mikill dóni Galway hefði
verið, frekur og afundinn, snúið út
úr öllu og ef hann svaraði ekki
með svívirðingum þá svaraði hann
út í hött.
Hún varð svo vitni að því aðþegar sjónvarpsmenn mættu
með sínar upptökugræjur birti yf-
ir honum, heillandi brosið braust
fram og hann skrúfaði frá sjarm-
anum. Af hverju, spyr kannski ein-
hver, en það gefur augaleið:
Galway vissi að blaðamaðurinn
myndi gera hið besta úr textanum
en sjónvarpsvélarnar myndu sýna
hann eins og hann er og því kaus
hann að vera annar.
Ekki er þó bara að stjarnansem maður hefur mænt á úr
fjarska getur verið óuppdreginn
dóni, heldur getur líka komið í ljós
að snilligáfa á einu sviði hefur úti-
lokað gáfur á öðrum sviðum.
Dæmi um það er rithöfundurinn
mikli Victor Hugo (1802-1885),
höfundur Vesalinganna og Mar-
íukirkjunnar í París (Notre-Dame
de Paris). Ég hef séð þá samantekt
að hann hafi skrifað tíu milljón
orð, 10.000.000 orð (orðið sem þú
varst að lesa (orð) var 217. orð
þessarar greinar, fyrirsögn ekki
meðtalin – margfaldaðu með
46.083).
Þessi afkastamikli maður vareinn helsti andans jöfur
Frakka á sinni tíð, eða í það
minnsta þar til hann opnaði munn-
inn, því samtímamenn hans eru á
einu máli um að hann hafi ekki
bara verið illa máli farinn, heldur
var hann líka grunnhygginn í
samræðum, nískur og eigingjarn,
smámunasamur tækisfærissinni.
Hugo og Galway eru dæmi-gerðir fyrir listamennina
sem við viljum ekki hitta en eins
getur verið óviðkunnanlegt að
hitta mis-lubbalega lúða, illa til
hafða, órakað og illa lyktandi. Mér
fannst það því frábærlega til fund-
ið þegar leikari mætti til að lesa
upp úr nýrri bók rithöfundar (nú-
lifandi og við góða heilsu) síðasta
haust og mín tillaga er sú að menn
geri miklu meira af því, þ.e. að fá
leikara til að leika rithöfunda. Það
myndi til að mynda gefa krassandi
sakamálasögu meiri vigt ef Ingvar
E. Sigurðsson myndi mæta á
blaðamannafundi með sína yggli-
brún, nú eða ef Margrét Vil-
hjálmsdóttir myndi kynna sig sem
höfund erótískrar ættarsögu.
Þessa hugmynd má síðan þróaáfram og fá leikara í hverju
landi þar sem bókin er gefin út til
að leika rithöfundinn. Ég sé í anda
spænska blaðamenn taka andköf
af hrifningu þegar „Arnaldur
Indriðason“ svarar spurningum
þeirra á reiprennandi spænsku,
þegar „Einar Már Guðmundsson“
les upp úr Englum alheimsins á
tærri frönsku eða „Kristín Marja“
formælir karlaveldinu á lýtalausri
rússnesku. Þó að það kosti vissu-
lega sitt að ráða góða leikara
sparast vitanlega mikið fé í flug-
fargjöldum og gistingu (míníb-
arirnir!).
Svo geta menn alltaf gert þaðsama og ég mun gera næst
þegar sendur er leikari að lesa
upp fyrir rithöfund – senda leik-
ara til að hlusta. arnim@mbl.is
Höfundurinn sem óuppdreginn dóni
AF LISTUM
Árni Matthíasson
»Ég sé í anda blaða-menn taka andköf af
hrifningu þegar „Arn-
aldur Indriðason“ svar-
ar spurningum þeirra á
reiprennandi spænsku.
Dóni James Galway kann ekki að koma fram við blaða-
konur Morgunblaðsins af eðlilegri smekkvísi.
Nískur Victor Hugo var ekki vinsæll meðal franskra
samtíðarmanna sinna, þótt bækurnar hans væru það.
/ ÁLFABAKKA
KUNG FU PANDA M/ÍSL. TALI kl. 4D - 6D LEYFÐ DIGITAL
KUNG FU PANDA M/ENS. TALI kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ
HANCOCK kl. 4 - 6 - 8D - 10:10D B.i. 12 ára DIGITAL
HANCOCK kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára LÚXUS VIP
WANTED kl. 5:30 - 8 - 10:20 - 10:40 B.i. 16 ára
CHRONICLES OF NARNIA kl. 5 - 8 B.i. 7 ára
INDIANA JONES 4 kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
WANTED kl. 8:30D - 10:50D B.i. 16 ára DIGITAL
KUNG FU PANDA m/ísl. tal kl. 6:30D LEYFÐ DIGITAL
CHRONICLES OF NARNIA kl. 6D B.i. 7 ára DIGITAL
SEX AND THE CITY kl. 6 - 9 B.i. 14 ára
THE BANK JOB kl. 9 - 11:10 B.i. 16 ára
/ KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, SELFOSSI OG KEFLAVÍK
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
JACK BLACK SANNAR AF HVERJU HANN ERTALINN
EINN AF FYNDNUSTU GRÍNLEIKURUNUM Í HEIMINUM Í DAG.
HEITASTA BÍÓMYNDIN Í SUMAR ER KOMIN!
SVALASTA BÍÓMYND SÍÐAN THE MATRIX
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
,,Mörg hasaratriðin eru afar vel útfærð og
leynast inn á milli góð gamanatriði...”
- V.J.V., topp5.is/Fréttablaðið
eee
,,Brjálaður hasar, brútal ofbeldi,
skemmtilegir leikarar og góður húmor.
Þarf meira?”
- Tommi, kvikmyndir.is
eee
AKUREYRI OG SELFOSSI
SÝND Í KRINGLUNNI, ÁLFABAKKA,
SÝND Í ÁLFABAKKA
,,Ljúfir endurfundir”
- Þ.Þ., DV
SÝND Í KRINGLUNNI
eeeee
K.H. - DV
eeee
24 stundir
eee
H.J. - MBL
STELPURN
Falleg og sjarmerandi 3ja herbergja íbúð á 1. hæð í 7 íbúða húsi á ein-
stökum stað í gamla vesturbænum. Íbúðin skiptist í flísalagðan gang, eld-
hús með fallegri eldri innréttingu og borðkrók, (nýlegar borðplötur og
eldavél), 2 rúmgóð herbergi og stofu.
Endurnýjað flísalagt baðherbergi Parket á
gólfum. Tvöfalt verksmiðjugler. Sérlega
falleg og björt íbúð. Verð 24,9 m.
Íbúðin verður sýnd milli kl. 18-19 í dag.
Allir velkomnir.
Ljósvallagata 8
Opið hús
EINS og bent er á í pistlinum hér að ofan þá borgar sig
ekki að treysta því að eftirlætislistamennirnir þínir séu
sérstaklega vinalegir í eigin persónu. Því fékk Miad
Jarbou að finna á eigin fési fyrir tæpum tveimur árum
þegar hann deildi klósettskálaröð með rapparanum Em-
inem og lífverði hans á skemmtistað einum. Vinur
Jarbou heilsaði Eminem og þegar lífvörðurinn bað hann
að láta stjörnuna í friði þá svaraði Jarbou því til að þeir
væru ekki að stofna til illinda, það væri bara svalt að
hitta Eminem. Að svo búnu steig Eminem fram og „rak
hnefa sinn á ofbeldisfullan hátt“ í andlit Jarbou. Orðin
innan gæsalappa eru úr stefnu ákæruvaldsins á hendur
rapparanum (á ensku eru þau „drove his fist in a violent
punching manner“, orðalag sem hlýtur að teljast glæpur
gegn enskri tungu) sem loks nú, tveimur árum síðar, er
lögð fram á hendur rapparanum, sem gæti loks þurft að
taka út refsingu fyrir höggið ef saga Jarbou reynist
sönn. Ekki kom þó fram hvort Eminem hafi verið búinn
að þvo sér um hendurnar. asgeirhi@mbl.is
Eminem ákærður
Ofbeldisfullur? Eminem kemst í kast við lögin.