Morgunblaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 190. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Bjartsýn á framhaldið
Viðræðum hjúkrunarfræðinga og
samninganefndar ríkisins var frest-
að í gær og áttu þær að hefjast aftur
nú klukkan 9.30. Haft var eftir Elsu
B. Friðfinnsdóttur, formanni Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga, að í
fyrsta sinn hefðu deiluaðilar fundið
einhvern snertiflöt. Kvaðst hún vera
bjartsýn á framhaldið en náist ekki
samkomulag fyrir fimmtudag mun
koma til yfirvinnubanns hjá hjúkr-
unarfræðingum. Taldi Elsa að það
hvetti hvora tveggju til að komast að
niðurstöðu. » 2
Betra hjá sandsílinu
„Við erum bjartsýnni á horfurnar
í ár en í fyrra,“ sagði Valur Bogason,
sérfræðingur hjá Hafrannsókna-
stofnun í Vestmannaeyjum, um
ástandið á sandsílinu en mikill brest-
ur var í viðkomu þess 2005 og 2006.
Hrygningin lánaðist hins vegar bet-
ur í fyrra. Nú er að hefjast leiðangur
til að kanna nánar ástandið á sílinu
en það er mjög mikilvæg fæða fyrir
fugl og fisk. » 6
Horfurnar ekki bjartar
Allt bendir til að atvinnuleysi hér
á landi muni aukast verulega á næst-
unni og á skemmri tíma en gerst hef-
ur í langan tíma. Talið er að það geti
hugsanlega orðið 2% undir árslok og
svartsýnustu spár gera ráð fyrir
3,8% á næsta ári. Það svarar til 6.700
manna » 18
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Veldu mig! Veldu mig
Staksteinar: Falskt öryggi?
Forystugreinar: Næst á dagskrá:
Náttúruminjasafn | Jákvæð þróun
UMRÆÐAN»
Hverjir eiga að taka pokann sinn?
Mál Ramses – hvað er til ráða?
„Vor saga geymir ýmsan
auman blett“
3
3 3
3 3 4%5& . $+ $%
6$# $$#!
3 3
3 3 3
3
3
- 7 1 &
3
3
3
3
3 89::;<=
&>?<:=@6&AB@8
7;@;8;89::;<=
8C@&77<D@;
@9<&77<D@;
&E@&77<D@;
&2=&&@!F<;@7=
G;A;@&7>G?@
&8<
?2<;
6?@6=&2+&=>;:;
Heitast 22° C | Kaldast 15° C
Fremur hæg norð-
læg átt. Léttskýjað í
innsveitum , hlýjast
suðvestan og vest-
anlands. » 10
Andri Karl gerir
upp Hróarskeldu-
hátíðina og skellir
sér að því búnu á
djasshátíð í næstu
borg. » 29
TÓNLIST»
Eftir tjald-
hælana
KVIKMYNDIR»
Hollywood kann ekki að
hrella. » 35
Þögult myndlistar
uppboð á Akureyri
til styrktar Mynd-
listarskólanum sem
skemmdist í bruna
um daginn. » 30
MYNDLIST»
Þögult
uppboð
AF LISTUM»
Það borgar sig ekki að
hitta goðin sín. » 32
MYNDLIST»
Er þetta Erling Klingen-
berg á myndinni? »28
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Lögregla lýsir eftir karlmanni
2. Aldrei saman á ný
3. Tekið til í draugahúsi
4. Gerði sér upp hjartaáföll
Íslenska krónan styrktist um 0,64%
„ÞAÐ HEFUR verið þekkt undanfarin ár að ein-
hver hluti starranna á Snæfellsnesi er alhvítur,
alveg frá Rifi og inn í Stykkishólm, jafnvel víðar.
Þetta er sá staður á landinu þar sem oftast frétt-
ist af hvítum störrum. Það eru hvítir starrar í
stofninum þar,“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson
fuglafræðingur, um starrann hvíta sem sást hér í
sjómannagarðinum í Ólafsvík á dögunum.
Gunnar Þór segir að fyrir allnokkrum árum
hafi hvítur starri komið inn í stofninn á svæðinu,
sem leiði af sér að hluti fuglanna sé albínískur.
„Hvítir starrar eru sárasjaldgæfir annars
staðar á landinu, þó hefur borið á því t.d. á
Reykjavíkursvæðinu að það komi starrar með
hvítar fjaðrir hér og þar.“ baldura@mbl.is
Sjaldséður hvítur starri
Morgunblaðið/Alfons
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
„ÉG ætla að rannsaka far laxanna, finna hrygning-
arstöðvar þeirra og athuga muninn á hrygningar-
stöðvum stórlaxa annars vegar og smálaxa hins
vegar,“ segir Kristinn Ólafur Kristinsson, meist-
aranemi í líffræði við Háskóla Íslands, þegar blaða-
maður nær honum í síma við bakka Laxár í Aðaldal.
Kristinn vinnur nú að meistaraverkefni sínu í
samstarfi við Veiðimálastofnun og Náttúrustofu
Norðausturlands. Hann hefur þegar merkt hátt í
tuttugu hrygnur neðan Æðarfossa og ætlar að
fylgja þeim eftir fram á haust, þar til hrygningu er
lokið. Rannsókninni lýkur þó ekki fyrr en næsta
vor.
„Næsta vor mun ég rafveiða á hrygningarstöð-
unum og athuga hversu vel hrygning hefur heppn-
ast á hverjum stað,“ segir hann. Þá mun hann einn-
ig taka sýnishorn af botnlagi staðanna til að athuga
hversu gróft það er.
Við þessa iðju er Kristinn innan um sportveiði-
menn í Laxá. En hvernig taka þeir honum? „Vonum
framar! Það er með ólíkindum hvað þeir taka mér
vel, eru áhugasamir og hjálpsamir,“ segir hann, en
blaðamaður hefur það fyrir satt að veiðimaður einn
sem ekki var að „fá hann“ fyrir skemmstu hafi feng-
ið þær upplýsingar hjá Kristni að nokkrar af hrygn-
unum hans væru í veiðistaðnum, en fúlsuðu greini-
lega við agninu.
Kristinn ferðast nú upp og niður með ánni og
nemur bylgjur frá fiskunum með þar til gerðum
tækjum, og skráir niður hvert leiðir þeirra liggja. Í
Laxá er veitt og sleppt, svo Kristinn hefur ekki
miklar áhyggjur af örlögum merktu fiskanna en
vonast þó til þess að veiðimenn skili örmerkinu ef
svo fer að merktur fiskur drepist í átökum við flug-
una.
Eltist við hrygnurnar
Meistaranemi rannsakar hrygningarstöðvar smá- og stórlaxa í Laxá í Aðaldal
Fylgist með ferðum laxa frá árbakkanum innan um áhugasama stangveiðimenn
Ljósmynd/Kristinn Ólafur Kristinsson
Sendir Ein af merktu hrygnunum í Laxá í Að-
aldal. Kristinn er búinn að merkja hátt í tuttugu.
Í HNOTSKURN
»Kristinn ætlar að merkja 60 hrygnurmeð örmerkjum, til að geta fylgst með
ferðum þeirra. Örmerkið er fest við bak-
uggarótina og gefur frá sér útvarpsbylgjur.
»Örmerkin eru á sérstakri tíðni svo hægter að vita hvaða hrygna er hvar.
»Örmerkin draga um 500 m við bestu að-stæður en ýmislegt getur skyggt á þau
ofan í ánni og minnkað drægið.
»Á meðal rannsóknarefna er hvort ein-hverjar aðstæður í ánni hamli betri við-
gangi laxastofnsins.