Morgunblaðið - 19.07.2008, Síða 1
L A U G A R D A G U R 1 9. J Ú L Í 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
196. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
DAGLEGTLÍF
TAKTFAST HÓPEFLI Á
ÞRIÐJUDAGSÞRUSKI
AF LISTUM
Neyðast til að
borða fiskisúpu
LESBÓK
Ástráður Eysteinsson og Eysteinn
Þorvaldsson hafa um árabil fengist
við að þýða verk Franz Kafka á ís-
lensku. Lesbók birtir í fyrsta sinn
þýðingar á sjö örsögum Kafka og
úrval kjarnyrða hans.
Sjö örsögur eftir
Franz Kafka
„Fyrst þegar ég byrjaði að vinna
svona verk með myndböndum fannst
mér einhvern veginn að verk unnin
með minni aðferð væru betri en þau
sem voru úthugsuð,“ segir Steina
Vasulka í viðtali við Einar Fal.
Einar Falur talar við
Steinu Vasulku
Ari Trausti Guðmundsson og Ragn-
ar Th. Sigurðsson lýsa því sem fyrir
augu bar á ferð þeirra um hið
„gleymda horn Síberíu“ þar sem
gríðarlegar framfarir hafa orðið
síðustu átta árin.
Sól skín lágt á himni
og gola bítur kinn
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
og Guðna Einarsson
GEIR H. Haarde forsætisráðherra
segir að með því að ráða Tryggva
Þór Herbertsson, forstjóra fjárfest-
ingabankans Askar Capital, sem
efnahagsráðgjafa forsætisráðherra
til sex mánaða sé ætlunin að styrkja
forsætisráðuneytið enn frekar í bar-
áttunni við aðsteðjandi efnahags-
vanda.
Staða efnahags- og fjármála hér
heima og erlendis hefur valdið miklu
álagi í forsætisráðuneytinu, að sögn
Geirs. Hann telur að Tryggvi verði
mjög öflugur liðsauki og er ánægður
með að hafa fengið hann til starfa.
Geir telur að Tryggvi henti ákaflega
vel til starfans og bendir á að hann
hafi verið prófessor í hagfræði og
forstöðumaður Hagfræðistofnunar
HÍ, auk þess að vinna í bankaheim-
inum.
„Mitt hlutverk verður að aðstoða
forsætisráðherra við að leiða saman
fólk til að koma með lausnir,“ segir
Tryggvi Þór. „Ég er ekki töframaður
frekar en aðrir, en ég ætla að leggja
mitt ýtrasta af mörkum til þess að
aðstoða við að hrinda í framkvæmd
því sem er í undirbúningi, koma með
nýjar hugmyndir og almennt að að-
stoða forsætisráðherra í því hlut-
verki hans að vera ráðherra efna-
hagsmálanna.“
Verðbólgu verður að ná niður
Hann segist hafa mestar áhyggjur
af fjármálastöðugleikanum, en af
þeim þjóðhagsstærðum sem oftast
er fjallað um í fréttum hafi hann
mestar áhyggjur af verðbólgunni.
„Henni verður að ná niður, því ef hún
nær að grafa um sig þá mun það leiða
til mikillar kjararýrnunar fyrir al-
menning.“ Þá segir hann að það þurfi
að koma hagvextinum af stað aftur.
Liðsstyrkur í baráttuna
Tryggvi Þór Herbertsson skipaður
efnahagsráðgjafi forsætisráðherra
Í HNOTSKURN
»Efnahagsráðgjafi starfaðií forsætisráðuneytinu á ár-
um áður, en svo hefur ekki
verið í nokkur ár.
»Verkefni nýráðins efna-hagsráðgjafa verða m.a.
að veita almenna ráðgjöf í
efnahagsmálum, ekki síst
varðandi alþjóðlegt efnahags-
umhverfi og áhrif þess hér.
»Tryggvi Þór Herbertssoner frá Neskaupsstað. Hann
er doktor í þjóðhagfræði.
»Tryggvi hefur verið for-stjóri Askar Capital og var
áður forstöðumaður Hag-
fræðistofnunar og prófessor
við Háskóla Íslands.
Betri maður | 11
Tryggvi Þór
Herbertsson
Geir H.
Haarde
STÓRT lón er að myndast við Brúarjökul sem gengur norður úr Vatna-
jökli. Ómar Ragnarsson flaug yfir lónið í síðustu viku og þótti það hafa
stækkað mikið í sumar. Hann áætlaði að lónið væri orðið um tveir fer-
kílómetrar. Það liggur með jökuljaðrinum á 1,5 km kafla og teygir sig
allt að tvo km til norðurs frá jöklinum.
Oddur Benediktsson jarðfræðingur hjá Orkustofnun bendir á að Brú-
arjökull sé framhlaupsjökull. Mælingar hafi sýnt að undirlag jökulsins
sé lægra en landið fyrir framan og því var vitað að lón yrði til þegar
hann hopaði. Margir jöklar hopi og skilji eftir sig lón um þessar mundir.
Kringilsárrani, Hálslón og Snæfell sjást í fjarska. gudni@mbl.is
Ljósmynd/Ómar Ragnarsson
Stórt jökullón að verða til í Vatnajökulsþjóðgarði
Lón við rætur Brúarjökuls stækkar því meir sem jökullinn hopar lengra
Hundrað ára
gamlar konur
munu innan
þriggja áratuga
geta eignast
börn, að því er
vísindamenn sjá
fyrir sér að verði
raunin með hjálp
erfðatækni.
Framfarir í
erfðavísindum eru forsenda hinnar
djörfu spár sem byggist á að hægt
verði að framleiða sæði og egg-
frumur úr húðfrumum. Tilefni
þessarar framtíðarsýnar, sem
fjallað er um í vísindaritinu Nature,
er að nú eru 30 ár liðin frá fæðingu
Louise Brown, með hjálp tækni-
frjóvgunar.
Indverska amman Omkari Panw-
ar, elsta móðir sögunnar sem ný-
lega eignaðist tvíbura sjötug, væri
því í yngra lagi miðað við þessar
mæður næstu alda. baldura@mbl.is
Hundrað ára mæður
Omkari Panwar
Það er misjafnt
mávalífið. Í
Reykjavík er litið
á mávinn sem
plágu og vopn-
aðir menn gerðir
út af örkinni til
að halda honum í
skefjum. Ekki í
bænum Bridge-
water í Somerset í Bretlandi. Þar
fara menn þveröfugt að. Þetta kom
berlega í ljós á dögunum þegar sjö
slökkviliðsmenn á tveimur slökkvi-
bílum lögðu sig alla fram í á aðra
klukkustund við að bjarga mávi
sem hafði fest sig í þaki verksmiðju
einnar. Fjölförnum vegi var lokað í
alls sjötíu og fimm mínútur og um-
ferð beint annað, meðan á björg-
uninni stóð. Er nú hlúð að sárum
mávsins. baldura@mbl.is
Hetjuleg mávabjörgun
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-
LÍF, fór í loftið skömmu fyrir
klukkan ellefu í gærkvöldi til móts
við tveggja hreyfla bandaríska
flugvél með bilaðan hreyfil. Hafði
flugmaður óskað eftir aðstoð gæsl-
unnar og rofnaði samband við vél-
ina um tíma. Vélin lenti heilu og
höldnu á Reykjavíkurflugvelli
klukkan 23:29. Vélin var af gerð-
inni Beachcraft 18 og var hún á leið
frá Syðri-Straumsfirði á Grænlandi
til Reykjavíkur. | andresth@mbl.is
Lítil flugvél í vanda
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
EVRÓPUPÓLITÍKIN verður mjög
fyrirferðarmikil innan Sjálfstæðis-
flokksins á næstunni. Rótfastri
stefnu flokksins gegn ESB-aðild
verður ekki breytt á milli landsfunda
en margt bendir til að þessi mál
verði eitt stærsta viðfangsefni og
væntanlega átakamál næsta lands-
fundar flokksins, sem haldinn verður
haustið 2009.
Þetta er skoðun fjölmargra við-
mælenda Morgunblaðsins innan
Sjálfstæðisflokksins. Að mati sjálf-
stæðismanna sem talað var við er
Evrópuumræðan öll að breytast og
kaflaskil að verða í Evrópumálunum
innan flokksins.
Andstaða við aðild að ESB er
áberandi á landsbyggðinni og innan
sjávarútvegsins en í fréttaskýringu í
blaðinu kemur fram að innan sjáv-
arútvegsins séu menn farnir að
skoða gaumgæfilega hvaða áhrif það
hefði í sjávarútvegi ef evran yrði ráð-
andi. | 24
Tekist á um ESB
á næsta landsfundi
SÖFNIN Í LANDINU
síða 15 í Lesbók