Morgunblaðið - 19.07.2008, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„ÞARNA er veikt
og frelsissvipt
fólk, sem þarf
svo sannarlega á
meðferð að halda
og við metum svo
að ekki sé verið
að vinna að úr-
bótum fyrir.
Þetta er í salti
þarna, bæði á
Litla-Hrauni og á
Sogni,“ segir Sveinn Magnússon,
framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Honum finnst sárt að vita af veiku
fólki sem ekki fái næga aðstoð, hver
svo sem ástæðan sé. Séu það deilur í
kerfinu um hverjir eigi að stjórna
eða ráða þurfi að leysa þær. „Heil-
brigðisráðherra verður þá að
höggva á hnútinn,“ segir Sveinn.
Fáist ekki læknir til starfa verði
líklega að færa réttargeðdeildina
nær Reykjavík. Staðsetningin fæli
fagfólk frá því að vinna þar.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
HAFNAR eru viðræður milli Heil-
brigðisstofnunar Suðurlands (HSu)
og Landlæknisembættisins um
hvernig megi manna stöðu geðlækn-
is við stofnunina, að sögn Óskars
Reykdalssonar, lækningaforstjóra
HSu. Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær hefur staðan verið
auglýst um langa hríð en enginn sótt
um. Óskar segir hafa verið hringt í
marga lækna og staðan kynnt fyrir
þeim, en enginn viljað.
Álag þar til lausnin finnst
Staðan, sem hefur verið laus í
heilt ár, er þríþætt. Almenn geð-
læknisþjónusta við almenning og svo
sérstök þjónusta við fanga á Litla-
Hrauni og á réttargeðdeildinni að
Sogni. Deildin á Sogni fær sér-
framlög á fjárlögum en er rekin af
HSu. Þar starfar einn geðlæknir og
er hann undir nokkru álagi eins og
staðan er nú, að sögn Óskars.
Rætt var við nokkra geðlækna í
gær og virðast ástæður þess að eng-
inn tekur að sér stöðuna margvís-
legar. Sjúklingarnir á Sogni eru í
fyrsta lagi erfiðir. Þá er skortur á
geðlæknum hér á landi og sérmennt-
aðir réttargeðlæknar aðeins örfáir.
Löng bið er að sögn eftir því að kom-
ast að hjá sjálfstætt starfandi geð-
læknum og því hugsa þeir sig tvisvar
um áður en þeir taka starfinu. Stað-
setning og smæð Sogns skipir líka
miklu máli. Bæði Sigurður Guð-
mundsson landlæknir og Kristófer
Þorleifsson, formaður Geðlækna-
félags Íslands, taka undir það. Sig-
urður segir sína persónulegu skoðun
þá að réttargeðdeildin eigi að vera
nær Reykjavík og tengjast geðsviði
Landspítala mun sterkari böndum.
Kristófer segir geðlækna jafnvel ótt-
ast faglega einangrun taki þeir við
stöðu á jafnlítilli sjálfstæðri deild
eins og Sogni. Þá er af samtölum
ljóst að orðspor Sogns hefur orðið
fyrir skaða, þótt árangur af meðferð
brotamanna þar sé ótvíræður og
tugir útskrifaðra vistmanna hafi
ekki brotið af sér eftir vistina þar.
Heimildir herma að tregða hafi
verið milli stofnana að vinna saman í
málefnum fanga og ósakhæfra
brotamanna. Það standi þessum
málum fyrir þrifum. Um leið eru
rekstrarleg og læknisfræðileg rök
fyrir því að réttargeðdeildin sé sér-
stök deild, aðskilin frá geðdeild á
Landspítalanum, og málið því flókið.
Vill þverfaglega göngudeild
Tómas Zoega, yfirlæknir á geð-
deild LSH, segir rætt hafa verið um
þessi mál fyrr í sumar en ekkert
formlegt erindi borist deildinni enn.
Landlæknir segir vonast til þess
að meira komi frá geðdeild LSH til
að þjónusta Sunnlendinga almennt
og fyrrnefndar stofnanir. Einnig vill
hann göngudeildarþjónustu fyrir
fyrrverandi fanga og vistmenn á
Sogni sem þurfa eftirfylgni. Sú
göngudeild þurfi að vera nær
Reykjavík og vera þverfagleg. Undir
hvaða stofnun hún eigi að vera og
hvernig stjórn hennar eigi að hátta
sé enn óákveðið. Óskastaðan sé að sú
deild verði undir LSH, en þá verði
að koma til pólitísk ákvörðun þess
efnis, tilheyrandi aðstaða og ein-
hverjir fjármunir.
LSH þjónusti fanga og ósakhæfa
Landlæknir telur að réttargeðdeildin
eigi að vera nær höfuðborgarsvæðinu
Morgunblaðið/RAX
Hraunið Staðan felst m.a. í geð-
læknisþjónustu fyrir fanga.
RÚMLEGA 100 útlendingar sóttu
um að læra íslensku við Stofu Sig-
urðar Nordals í sumar, en einungis
var pláss fyrir 35 nemendur.
Þrjár ástæður eru fyrst og fremst
gefnar fyrir auknum áhuga útlend-
inganna á námskeiðinu: tónlistin, al-
mennt aukinn áhugi á Norður-
Evrópu auk persónulegra ástæðna.
„Ég þykist merkja það að áhugi
þeirra sem taka þátt í námskeiðunum
sé svolítið annar en fyrir tíu árum,“
segir Úlfar Bragason, rannsókn-
arprófessor við Stofnun Árna Magn-
ússonar í íslenskum fræðum, sem
stjórnað hefur námskeiðinu í 20 ár.
Úlfar segir að fyrir tíu árum hafi
fyrst og fremst miðaldarfræðingar
sótt námskeiðin og hafi þeir t.a.m.
haft mikinn áhuga á söguslóðum
Njálu og Egilssögu. Í dag þurfi aftur
á móti að fara á söguslóðir Bjarkar og
Sigur Rósar.„Það eru rosalega marg-
ir sem nefna tónlist í umsóknum sín-
um,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir,
kennari á námskeiðinu, sem segir
nemendurna vel að sér í íslenskri nú-
tímatónlist.
Sigur Rós og Í svörtum fötum
Patrick Ostellari, stærðfræði-
kennari frá Frakklandi, segir áhuga
sinn á íslenskunámi fyrst og fremst
tengjast almennri forvitni um nor-
rænu löndin, en hann hefur einnig
lært norsku, sænsku og dönsku, ís-
lenskan hafi verið rökrétt framhald.
Ástæðan liggi líka að hluta í íslenskri
menningu og hlustar Patrick til að
mynda mikið á Sigur Rós og Í svört-
um fötum.
Adam Oberlin er doktorsnemi á
þrítugsaldri frá Bandaríkjunum.
Hann lærir íslensku í tengslum við
fræðigrein sína, textafræði. Adam
hefur m.a. lært fornensku og miðhá-
þýsku og nú er komið að íslenskunni.
„Ég hef lært íslensku í Þýskalandi
fyrir þremur árum, þetta sumar hef
ég lært íslensku í sex vikur. Ég held
að þetta sé ekki svo erfitt því að ég
tala þýsku, norsku og sænsku,“ segir
íslenskuneminn á nær fullkominni ís-
lensku. Fyrir utan þetta námskeið
var hann í þriggja vikna íslensku-
námskeiði í Bandaríkjunum og kom
til Íslands í annað þriggja vikna nám-
skeið áður en hann byrjaði í nám-
skeiðinu hjá Stofu Sigurðar Nordals.
andresth@mbl.is
Fleiri útlendingar vildu
læra íslensku en fengu
Í HNOTSKURN
»Stofa Sigurðar Nordalsstendur fyrir íslensku-
námskeiðum í sumar í sam-
starfi við heimspekideild Há-
skóla Íslands og Háskólann í
Minnesota.
»Nemendur eru valdir meðprófi í íslensku á netinu og
hafa þeir sem komust inn yf-
irleitt náð 90% árangri.
»Meðalaldur þátttakenda erí kringum þrítugt og koma
þeir víðs vegar að.
Áhugasamir Aukinn áhugi er á
sumarnámskeiði í íslensku hjá
Stofu Sigurðar Nordals.
Á söguslóðir Bjarkar
mbl.is | Sjónvarp
Höggvið verði
á hnútinn
Sveinn
Magnússon
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
hefur dæmt hollenskan karlmann
til 18 mánaða fangelsis fyrir að
hafa smyglað 770,33 grömmum af
kókaíni til landsins.
Ákærði kom með áætlunarflugi
frá Amsterdam og veitti fíkniefna-
hundur í Leifsstöð honum athygli.
Eftir að leitað hafði verið án ár-
angurs á manninum og í farangri
hans var stroka af manninum sett
í jónaprófun og gaf hún jákvæða
svörun fyrir kókaíni. Grunur
kviknaði þá um að hann hefði
fíkniefni innvortis og var hann því
vistaður í opnum klefa á lög-
reglustöðinni í Keflavík undir eft-
irliti lögreglumanns, þar til sam-
tals 42 fíkniefnapakkningar höfðu
skilað sér.
Við ákvörðun refsingar var horft
til hættueiginleika efnisins og þess
að dómstólar hefðu að jafnaði
ákveðið þung viðurlög vegna inn-
flutnings kókaíns. Á móti var litið
til játningar ákærða og þess að
maðurinn var burðardýr. Þá var
ákærði dæmdur til að greiða allan
sakarkostnað málsins, samtals
rúmlega eina milljón króna.
Arnfríður Einarsdóttir kvað upp
dóminn. andresth@mbl.is
18 mánuðir
fyrir kókaín
Með 42 pakkn-
ingar innvortis
MAKRÍLL hefur veiðst talsvert við
Vestfirði undanfarið á sjóstöng.
Matthias Brill, starfsmaður Is-
angling sem gerir út 21 bát til sjó-
stangaveiða ferðamanna frá
Tálknafirði, Bíldudal og Súðavík,
sagði að síðustu tíu daga hefðu
veiðimenn sem fóru frá Tálknafirði
fengið talsvert af makríl. Hann
taldi að þeir hefðu veitt 50-70 fiska.
Eins höfðu veiðimenn frá Súðavík
veitt makríl, en færri fiska en þeir
sem fóru frá Tálknafirði.
Á heimasíðu Landssambands
smábátaeigenda segir frá tveimur
herramönnum á áttræðisaldri sem
reru til fiskjar frá Tálknafirði á
fimmtudaginn var. Þeir voru hvor
með sína veiðistöngina og ætluðu
að veiða sér þorsk. Þeir fengu í soð-
ið og ætluðu þá að snúa aftur í land,
en ákváðu að renna enn einu sinni.
Báðir settu þeir í spikfeita makríla
og þótti þessi afli tíðindum sæta á
Tálknafirði. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurgeir
Fengur Makríll er hér með sandsíli.
Makríll bítur á
við Vestfirði
HRÚTURINN Hreinn fékk nýjan leikfélaga þegar Helgi Már
Ingvarsson, lítill snáði á öðru ári, kom í heimsókn að Mjóeyri
á Eskifirði. Helgi verður tveggja ára í október og hafði gam-
an af að eltast við hrútinn. Þótt ungur sé að árum þótti hann
sýna takta sem gætu nýst vel í smalamennsku síðar meir.
Berglind S. Ingvarsdóttir á Mjóeyri sagði að Hreinn, sem er
frá Engjabakka, hefði orðið viðskila við mömmu sína og kom-
ið haltur að Mjóeyri. Nú er hann óðum að braggast og unir sér
vel með labradortík á bænum. Þau eru góðir félagar og spáss-
éra löngum um eyrina. Berglind sagði að ferðamenn frá
mörgum löndum sem hafa gist á Mjóeyri sæki mjög í að fá að
gefa Hreini mjólk úr pela og þyki það skemmtileg reynsla.
Ferðamenn sækja í að gefa heimalningnum Hreini á Mjóeyri við Eskifjörð mjólk úr pela
Ljósmynd/Helgi Garðarsson
Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill