Morgunblaðið - 19.07.2008, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 13
FRÉTTIR
ÆTTARMÓT Á SÍÐUNNI
Laugardaginn 26. júlí 2008 halda afkomendur hjónanna
Kristófers Þorvarðarsonar (1854 - 1893) bónda og pósts á Breiðabólstað á
Síðu og konu hans Rannveigar Jónsdóttur (1860 - 1939) húsfreyju,
ættarmót austur á Síðu til að heiðra minningu þeirra hjóna.
Mótið verður formlega sett í Prestbakkakirkju kl.13:00 og blómsveigur
lagður á leiði hjónanna og sr. Þorvarðar Jónssonar (1798 - 1869).
Að því loknu verður afhjúpaður minnisvarði um hjónin og gengna
afkomendur þeirra í Rannveigarlundi á skógarjörðinni Prestbakkakoti og
gróðursettar trjáplöntur í lundinn.
Kaffisamsæti og dagskrá verður síðan í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á
Kirkjubæjarklaustri.
Upplýsingar um ættarmótið er að finna á vefsíðunni www.mosar.is.
Óskað er eftir að fólk skrái þátttöku í ættarmótinu ekki seinna en 20. júlí
n.k. Þeir afkomendur sem þurfa nánari upplýsingar geta haft samband við
Rannveigu Jónsdóttur í síma 588 3475 / 863 4305,
netfang: rannveig@fa.is, eða Ólafíu Jakobsdóttur í síma 892 9650,
netfang: olafiaj@centrum.is.
KFUM og KFUK á Íslandi og Sjóvá
trygginga- og forvarnarfélag skrif-
uðu undir samstarfssamning í
Vatnaskógi í fyrradag.
Allir þátttakendur í vetrarstarfi
félaganna munu koma til með að fá
kynningu á vönduðu starfi for-
varnahúss Sjóvá og auka þannig ör-
yggi sitt og lífsgæði, þá eru öll börn
sem og starfsfólk félagsins tryggð
hjá Sjóvá sem leggja mun KFUM og
KFUK lið með ýmsum hætti.
Forvarnarstarf KFUM og KFUK
á Íslandi er fjölþætt, en rúmlega
17.000 börn og unglingar taka ár-
lega þátt í starfi félagsins.
„Áhersla KFUM og KFUK á að
elska og virða eigið líf og annarra
fellur vel að forvarnarstefnu Sjóvá
og þó mikil blessun hvíli yfir sum-
arbúðum KFUM og KFUK á Íslandi
er gott að vita til þess að jafn öflugt
og traust fyrirtæki eins og Sjóvá
sýnir félaginu það traust að gerast
bakhjarl þess,“ segir í frétta-
tilkynningu.
Forvarnarstarf sumarbúða
KFUM og KFUK og Sjóvár
Morgunblaðið/hag
Samningur Sjóvá og KFUM&K
gerðu með sér styrktarsamning.
FYRSTI keisaraskurður var fram-
kvæmdur á dögunum í sjúkrahús-
inu í Monkey Bay í Malaví sem reist
var fyrir íslensk þróunarfé.
„Til þessa hafa aðgerðir á þessu
svæði farið fram á héraðssjúkra-
húsinu í héraðshöfuðborginni Man-
gochi. Á svæðinu eru rúmlega
40.000 barnshafandi konur á hverju
ári, um 6.400 þeirra þurfa að gang-
ast undir keisaraskurð og við reikn-
um með að gera 300 keisaraskurði
árlega. Það er ákaflega kærkomið
að geta létt álaginu af héraðs-
sjúkrahúsinu, sérstaklega á fæð-
ingar- og kvensjúkdómasviði. Áður
þurfti oft að flytja konurnar til
Mangochi, sem er að minnsti kosti
klukkutíma ferðalag og mun lengra
á rigningartímanum,“ segir Guð-
brandur Þorkelsson, læknir og ráð-
gjafi við sjúkrahúsið.
Fyrsti keis-
araskurðurinn
UNGIR jafnaðarmenn (UJ) fagna
tillögu Björns Bjarnasonar dóms-
málaráðherra um að látið verði á
það reyna að taka upp evruna með
sérstöku samkomulagi við Evrópu-
sambandið þó að ljóst sé að sú leið
er ófær eins og forsvarsmenn Evr-
ópusambandsins hafa margoft bent
á.
Í tillögu dómsmálaráðherra felst
hins vegar viðurkenning á að pen-
ingaleg þjóðernishyggja er ekki
valkostur fyrir smáþjóð í hnatt-
væddum heimi eins og Samfylk-
ingin hefur raunar mörgu sinnum
bent á, segir í ályktuninni.
UJ fagna tillögu
Björns Bjarna
ÚRSKURÐARNEFND í við-
lagatryggingarmálum hefur úr-
skurðað að viðlagatrygging skuli
bæta það tjón sem varð á dælustöð-
inni í Kaldárholti í Rangárvalla-
sýslu í jarðskjálftanum fyrir átta
árum. Með niðurstöðu úrskurð-
arnefndarinnar er viðlagatrygg-
ingu gert að greiða OR um 60 millj-
ónir króna í vexti og dráttarvexti.
Auk þess gerði OR kröfu um að fá
greiddan kostnað sinn af rekstri
málsins, alls liðlega 115 milljónir.
Loksins bætur
STUTT
ÝMISLEGT fæst keypt í Melabúðinni en ef það er eitthvað sem ekki er falt
þá er það búðin sjálf. Sögusagnir hafa gengið í Vesturbænum þess efnis að
10-11 verslunarkeðjan hafi keypt Melabúðina og eru Vesturbæingar ugg-
andi yfir því enda hefur búðin verið órjúfanlegur hluti borgarhlutans sl. 52
ár.
Þegar náðist í Friðrik Ármann Guðmundsson, sem rekur búðina ásamt
bróður sínum Pétri, og orðrómurinn var borinn undir hann skellti hann
uppúr. „Melabúðin er ekki til sölu, ekki í gamla daga þegar Eiki [Eiríkur
Sigurðsson] átti 10-11 og Jón Ásgeir hefur heldur ekki hringt í mig.“
Sala stendur ekki til
Er Friðrik er spurður hver ástæðan geti verið fyrir því að sögusagnir
sem þessar komist á kreik stendur ekki á svörum. „Sögusagnir fara af stað
venjulega þegar illa gengur en það gengur mjög vel hjá okkur. Við erum
ekki til sölu og það stendur ekki til meðan við bræðurnir stöndum vaktina
og erum tilbúnir að þjóna Vesturbæingum um allt land.“
ylfa@mbl.is
Vörur falar en ekki
Melabúðin sjálf
FRÉTTASKÝRING
Eftir Skúla Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
SÝKLALYFJANOTKUN hér á
landi hefur aukist ár frá ári þrátt
fyrir að hún sé í mörgum tilfellum
óþarfi. Íslendingar nota mest allra
Norðurlandaþjóða af sýklalyfjum.
Samkvæmt tölum um sölu sýklalyfja
jókst salan hér á landi um 18% á ár-
unum 2003-2006. Víðast hvar annars
staðar í heiminum dróst hún saman.
Börn nota hlutfallslega mest af
sýklalyfjum og telur Vilhjálmur Ari
Arason heimilislæknir að aukningin
sé mest meðal þeirra. Langoftast
séu börnum gefin sýklalyf við mið-
eyrnabólgu þó að allt að 80% slíkra
tilfella lagist af sjálfu sér.
Alþjóðleg heilbrigðisvá?
Að sögn Vilhjálms er hætta á að
möguleikinn til að lækna alvarlegar
sýkingar með sýklalyfjum geti runn-
ið læknavísindunum úr greipum
vegna ofnotkunar sýklalyfja gegn
minniháttar sýkingum. Hann segir
sýklalyfjaónæmi vera vaxandi
vandamál í heiminum og að Alþjóða-
heilbrigðisstofnunin telji það verða
helstu heilbrigðisógn veraldar á
komandi áratugum.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur
jafnframt að um helmingur sýkla-
lyfjanotkunar í heiminum sé óþarf-
ur. Sýklalyf eru notuð gegn kvefi,
hálsbólgum og vægum eyrnabólgum
sem allt lagast á tiltölulega skömm-
um tíma án inngrips sýklalyfja. „Það
eru einnig vísbendingar um það í
okkar rannsókn að við séum kannski
að búa til stærra vandamál með því
að nota sýklalyfin af svona litlu til-
efni,“ segir Vilhjálmur.
Rannsókn sem Vilhjálmur gerði
ásamt Karli Gústaf Kristinssyni
lækni og fleirum á 1-6 ára börnum á
árunum 1992-2003 benti til að sýkla-
lyfjameðferð fylgdi umtalsvert meiri
hætta á endursýkingu. 30%
barnanna báru með sér bakteríur
sem ónæmar voru fyrir sýklalyfjum.
Karl segir að ónæmið þróist yf-
irleitt þannig að sýklalyfin útrými
næmum sýklum en ráði ekki nið-
urlögum ónæmra sýkla. Með brott-
hvarfi næmu sýklanna myndast
„tómarúm“ sem hinir ónæmu sýklar
geti fyllt. Þannig getur hver end-
urtekin eyrnabólgusýking orðið erf-
iðari viðureignar. Hann telur einnig
að breiðvirk sýklalyf, sem herja á
fleiri tegundir örvera og mynda
stærra „tómarúm“, séu of mikið not-
uð þegar þröngvirk lyf duga.
Skyndilausnir á öld hraðans
Ástæður ofnotkunarinnar eru
taldar margþættar. Áðurnefnd
rannsókn leiddi í ljós tengsl milli
skilnings og þekkingar fólks á sýkla-
lyfjum og afleiðingar notkunar
þeirra. Foreldrar á Egilsstöðum
voru best meðvitandi um þær afleið-
ingar sem lyfjunum geta fylgt en þar
var sýklalyfjameðferð barna fátíðust
í lok rannsóknartímabilsins. Sýnir
þetta mikilvægi fræðslu um sýklalyf.
Vilhjálmur telur að álag og hraði
nútímasamfélags þrýsti á foreldra til
að grípa til skyndilausna. Til að forð-
ast áþján barna sinna, fjarvistir frá
vinnu og fleira leggi foreldrar hart
að læknum að grípa til sýklalyfja.
Þetta er þó ekki skynsamlegt þegar
litið er til langtímaafleiðinganna.
Ofnotkun sýklalyfja
útbreidd hér á landi
Morgunblaðið/ÞÖK
Skoðun Miðeyrnabólga er algengasta tilefni sýklalyfjanotkunar barna en í 80% tilfella lagast hún af sjálfu sér.
Leiðir til ónæmis sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að
gæti orðið ein stærsta ógnin við heilbrigði fólks um allan heim
Hvergi í heiminum gangast eins
mörg börn undir rörísetningar-
aðgerð og á Íslandi. Um þriðjungur
íslenskra barna fær rör í hljóð-
himnu en á öðrum Norðurlönd-
unum er hlutfallið mun lægra og
aðeins örfá prósent í Bandaríkj-
unum. 44% barna í Vest-
mannaeyjum gangast undir rör-
ísetningaraðgerð samkvæmt tölum
frá árinu 2003.
Gerist eyrnabólga þrálát og ekki
tekst að ráða niðurlögum hennar
með sýklalyfjum eða vægari úrræð-
um er gripið til rörísetningar. Rann-
sóknir sýna að fylgni er milli notk-
unar sýklalyfja og aukins fjölda
rörísetninga. Er því talið að með
mikilli notkun sýklalyfja verði sýkl-
arnir ónæmir fyrir þeim og þannig
aukist nauðsyn aðgerðinnar.
Einar Hjaltested, háls-, nef- og
eyrnalæknir á Landspítalanum há-
skólasjúkrahúsi, segir þráláta
eyrnabólgu vera með algengari
ástæðum rörísetningar. Þegar rör
eru sett í hljóðhimnu kemst loft að
miðeyranu, vökvinn sem safnast
hefur fyrir fer og þannig minnka lík-
ur á endurteknum sýkingum.
Þriðjungur íslenskra barna fær rör í eyra
SAMFYLKINGIN í S-Þingeyjar-
sýslu og Norðurþingi fagnar heils-
hugar ákvörðun iðnaðarráðherra,
Össurar Skarphéðinssonar og ríkis-
stjórnarinnar um að framlengja
viljayfirlýsingu um hagkvæmisat-
hugun álvers við Bakka.
„Við tökum undir orð ráðherra um
línulögn og samtengingu milli Kára-
hnjúka og Kröflu til hagkvæmari og
öruggari orkunýtingar á þessum
svæðum.“
„Við hvetjum Landsvirkjun til að
hraða orkuöflun og Alcoa til að flýta
framkvæmdum enda þarfnast norð-
urland allt þeirrar uppbyggingar
sem þessum framkvæmdum mun
fylgja,“ segir í ályktuninni.
Styðja álver
við Bakka