Morgunblaðið - 19.07.2008, Síða 15

Morgunblaðið - 19.07.2008, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 15 ERLENT HEILÖG kona í Jammu á Indlandi, eða svokölluð sadhvi, fann apaungann Geetanjali í hofi og matar hann nú og gætir hans. Apar eru heilagir í aug- um hindúa og einn ástsælasti guð þeirra, Hanuman, hefur ásjónu apa. Apar eru algengir í þéttbýli á Indlandi og geta verið með eindæmum hrekkjóttir. AP Heilagur hrekkjapúki FRAMKVÆMDIR við Ryugyong- hótelið, 3.000 herbergja hótel í Pyongyang, hófust árið 1987, um það leyti sem undirbúningur vegna Ólympíuleikanna í Suður-Kóreu stóð sem hæst. Þeim var hins vegar hætt fjórum árum síðar og höfðu illar tungur á orði að öfund vegna nýrra mannvirkja í tengslum við Ólympíu- leikana í Seoul hefði verið hvatinn að byggingunni, sem tímaritið Es- quire valdi þá ljótustu í sögunni. Hótelið fékk viðurnefndið „draugahótelið“, en hugmyndin var að fimm veitingastaðir snerust hringinn umhverfis efstu hæðir hinnar 330 metra háu byggingar. Ljótasta byggingin Draugahótelið í N- Kóreu senn opnað Óklárað Hótelið er 105 hæðir. Reuters Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is FRAMBJÓÐANDI demókrata- flokksins, Barack Obama, býr sig nú af krafti undir 10 daga ferð til Evr- ópu og Miðausturlanda, sem fyr- irhuguð er í næstu viku. Fyrsti áfangi ferðarinnar er Jórd- anía, þar sem hann mun lenda á þriðjudag. Þá mun hann jafnframt heimsækja Ísrael, Írak og Afganist- an auk Þýskalands, Frakklands og Bretlands. Mikið fjölmiðlafár er í uppsiglingu í Bandaríkjunum vegna ferðarinnar og er ljóst að Obama muni hljóta mun meiri athygli en aðal- keppinautur hans, John McCain, hlaut í ferð sem hann fór í mars síð- astliðnum. Í för með Obama verða frétta- menn frá þremur stærstu sjónvarps- stöðvum Bandaríkjanna sem munu fylgjast með hverju fótspori fram- bjóðandans. Um 200 fréttamenn berjast jafnframt um að komast með í ferðina en 40 sæti standa til boða. Óvenjulegur leikur Það þykir óvenjulegt að forseta- frambjóðandi hætti sér til útlanda í miðri kosningabaráttu og telja margir fréttaskýrendur vestanhafs að með því taki Obama mikla áhættu. Öruggari leikur hefði verið að halda sig heima og einbeita sér að vandamálum þjóðarinnar sjálfrar. Með utanlandsferðinni er Obama sagður brjóta hefðina en í því sam- hengi hefur verið bent á að það sam- ræmist vel kosningaherferð hans, sem boði breytingar. Tilgangurinn með ferðinni er vissulega að safna atkvæðum heima fyrir og verjast jafnframt þeim orð- rómi að Obama sé of ungur og óreyndur til að valda leiðtoga- hlutverkinu. Þess verður því krafist að hann sýni öryggi í umgangi við erlenda leiðtoga auk góðrar þekk- ingar á alþjóðamálum. „Við erum meðvituð um að það verður fylgst gaumgæfilega með honum,“ sagði David Axelrod, aðalráðgjafi hans, við fréttamenn. Mikil áhersla verður lögð á heim- sókn Obama til Þýskalands þar sem hann mun halda opinbera ræðu á fimmtudag. Helstu málefni sem Obama mun ræða við leiðtogana verða málefni Íraks og Afganistans, hlýnun jarðar og önnur umhverf- ismál og útbreiðsla kjarnavopna. Obama heldur í ferðalag og heimurinn fylgist með Forsetaframbjóðandinn hyggur á ferð til Evrópu og Miðaust- urlanda í næstu viku og er það talinn áhættusamur leikur Reuters Á förum Obama leggur upp í ferða- lag og mun ræða við leiðtoga. Eftir Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur sigrunhlin@mbl.is HUNGURSNEYÐ blasir við íbúm Simbabve vegna verðbólgu, sem er nú níu milljón prósent. Í gær var verðgildi 50 milljarða dala seðils sem svarar um 25 íslenskum krónum. Það dugir fyrir einu eggi. Simbabve- dalurinn fellur svo hratt að verslanir hækka verð oft á dag. Matvæli skort- ir sárlega vegna verðtakmarkana, og verslanir sem ekki hafa sambönd í ríkisstjórninni geta aðeins boðið upp á hreinsiefni og innlent grænmeti og ávexti. Stjórnin sakar þær um að hvetja þannig sveltandi borgara til uppreisnar. Talið er að í ár verði kornframleiðsla landsins fjórðungur þess sem þarf til að fæða íbúana. Margir hafa aðeins efni á einni máltíð á dag. Menn óttast veikindi, því dýrt er að leita læknis og nánast engin lyf til. Auk þess hafa margir læknar og hjúkrunarfræðingar flúið land í von um betri kjör. Þriðjungur Simbabvebúa vinnur erlendis og sendir fjölskyldum sínum gjaldeyri. Þessir peningar eru megnið af gjald- eyri sem kemur inn í landið. Tvöfalt hagkerfi er að myndast þótt ólöglegt sé að taka við erlendum gjaldeyri sem borgun. Í yfirgefnum vöruhús- um eru reknar neðanjarðarmatvöru- búðir, og eldsneyti er aðeins hægt að kaupa með bandaríkjadölum. Einka- rekin fyrirtæki greiða laun og heimta leigu í bandaríkjadölum. Ríkisbankinn annar ekki eftir- spurn því seðlar eru á þrotum. Þýskt fyrirtæki sem útvegar pappír til að prenta þá á hefur sagt upp samningi sínum við bankann. Hugmyndir hafa heyrst um að Simbabve ætti að fá að taka upp suður-afríska gjaldmiðilinn rand. Þá hafa einnig verið uppi há- værar raddir um að efnahags- ástandið lagist ekki meðan Robert Mugabe er við völd. Tvö egg? Það verða 100 milljarðar, takk Hver er fjárhagsstaða Obama nú? Tilkynnt hefur verið að í júní hafi safnast 52 milljónir Bandaríkjadala í kosningasjóð Obama eða sem nem- ur rúmlega fjórum milljörðum króna. Á sama tíma hefur John McCain safnað 22 milljónum dala. Þeir standa þó nokkuð jafnir að vígi þar sem flokkur McCains hefur verið iðn- ari við kolann en flokkur Obama. Hver verður áherslan í Evrópu? Obama mun leggja sérstaka áherslu á heimsóknina til Þýskalands. Mikil umræða er um hvar hann muni halda opinbera ræðu sína. Fyrst lagði hann til Brandenborgarhliðið sem er mikilvægt í sögu Berlínar en þeirri bón var hafnað. S&S Atvinnuleysi í Simbabve hefur náð 80 prósentum. Menn kvarta því ekki undan því að þurfa að ganga til vinnu klukkutímum saman. Far með strætisvagni kostar vikukaup starfsmanns í verslun. Tugir manna safnast í hópa og ganga saman til vinnu af ótta við ræningja. Þeir ræna ekki fé, því það á enginn, heldur nesti sem fólkið hefur með sér. Haldið fast í nestið Reuters Grænmeti Markaður í Harare. Kílóverð upp á milljarða hefur eflaust hækkað síðan myndin var tekin í fyrradag. 3.-24. júlí í Kringlunni Bandarískur hermaður hvílist upp við skotbyrgi í Korengal-dalnum í Afganistan, 16 september Tim Hetherington, UK fyrir Vanity Fair GANGA.IS Ungmennafélag Íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.