Morgunblaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SALMAN Rush- die segist hafa slegið metið í því að árita sem flest- ar bækur á sem stystum tíma þegar hann árit- aði þúsund bæk- ur á 57 mínútum. Fyrra metið átti vínsérfræðing- urinn Malcolm Gluck. Rígurinn á milli höfundanna tveggja byrjaði þegar Gluck hélt því fram að Rushdie skrifaði aðeins- upphafsstafina sína á titilblöðin og því væri ekkert að marka það þó hann væri afkastamikill við áritanir. Met hans er 1001 bók á 59 mínútum. Rushdie neitaði þessu og segist alltaf skrifa fullt nafn, en hann hafi reyndar notið liðsinnis aðstoðarfólks sem bar í hann bækurnar og opnaði þær á réttum stað. Hann segir að hraðvirkustu áritararnir séu, auk hans sjálfs, Jimmy Carter, fyrrver- andi forseti Bandaríkjanna, og skáldkonan Amy Tan. Rushdie sló metið Salman Rushdie VIRTUSTU uppboðshús heims berjast nú um það að fá að hafa um- sjón með sölu á listaverkasafni fata- hönnuðarins Yves Saint Laurent sem lést í síðasta mánuði. Safnið er talið vera rúmlega 47 milljarða króna virði og þetta verður því stærsta sala á listaverkum í einka- eigu sem haldin hefur verið. Í safn- inu er að finna verk eftir Mondrian, Picasso, Warhol, Matisse, Goya og marga fleiri. Eigandi þess er Pierre Bergé viðskiptafélagi, lífsföru- nautur og erfingi Saint Laurents sem byggði safnið upp með honum. Tvö stærstu uppboðshús heims, Christies og Sothebys, eru líklegust til þess að ná sölunni og berjast nú sín á milli um upphæðirnar sem í húfi eru og upphefðina sem fylgir nafni hönnuðarins. Safnið selt Litir Innblásturinn fyrir þennan kjól frá YSL kom frá Mondrian. SÍÐASTA sýningarhelgi er á ljósmyndasýningu Árna Gunn- laugssonar í Sverrissal sem haldin er í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmælis Hafnar- fjarðar. Árni Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður hefur verið ötull í að mynda Hafn- firðinga en það var fyrir 50 ár- um sem hann fór að hóf að taka myndir af eldra fólki á förnum vegi í Hafnarfirði, aðallega af þeim Hafnfirðingum sem lengi höfðu átt þar heima. Á sýningunni eru um 440 ljósmyndir af eldri Hafnfirðingum, sem teknar voru á árunum 1960-92 og eru allar svart-hvítar. Safnið er opið frá kl. 11 til 17 og aðgangur er ókeypis. Ljósmyndir Síðasta sýningar- helgi í Hafnarborg Hafnfirsk sveitasæla. BERGRÚN Íris Sævarsdóttir opnar í dag sýningu á mál- verkum sínum á Hótel Djúpa- vík í Árneshreppi á Ströndum. Bergrún á ættir sínar að rekja til Vestfjarða, til dæmis á Gjög- ur við mynni Reykjarfjarðar. Verkin á sýningunni eru flest máluð á þessu ári og eru ýmist í raunsæjum ljósmyndastíl eða óhlutbundin og draumkennd. Bergrún er á síðasta ári í list- fræði við Háskóla Íslands og stefnir á háskólanám í myndlist. Sýningin, sem er önnur einkasýning Berg- rúnar, opnar kl. 13 þann 19. júlí og stendur til loka ágúst. Nánari upplýsingar á www.djupavik.is. Myndlist Önnur einkasýning Bergrúnar Bergrún Íris Sævarsdóttir Á SJÖTTU tónleikum sumar- tónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjar- götu, kemur fram kvartett brasilíska píanóleikarans og söngvarans Paulos Malagutis, en hann er starfandi tónlistar- maður í Rio de Janeiro. Auk Malagutis skipa kvartettinn þeir Sigurður Flosason á saxó- fón, Jóhann Ásmundsson á bassa og Einar Scheving á trommur. Kvartettinn mun spila fjölbreytt úrval brasilískrar tónlistar. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Leikið verður utandyra á Jómfrúartorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Tónlist Brasilísk tónlist á Jómfrúnni Sigurður Flosason Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „SÝNINGIN er um kvenpersónuna Sibille Schmidt, og það sem er að gerast í rýminu kringum hana,“ seg- ir Anna Mields sem opnar sýningu í DaLí Gallery í dag. „Hún er ein- hvers konar framtíðarímyndun með einkenni gamalla austur-þýskra staðalmynda, komin til Íslands og hrífst af því sem hún sér. Hún er kannski einhvers konar alter-egó af mér sjálfri.“ Anna Mields er 31 árs gömul. Hún bjó lengst af og stundaði nám sitt í Berlín en leið hennar lá síðan til Glasgow í framhaldsnám. Það var þar sem hún komst í kynni við ís- lenska listamenn og hélt hún hingað norður eftir í framhaldinu, en Anna hélt sína fyrstu sýningu hér á landi í janúar á Kaffi Carolínu. „Ég vinn einkum með muni og innsetningar, og hvernig hlutirnir gerast í rýminu. Ég nálgast formin í gegnum hreyfingu og hegðun innan rýmisins, hvernig hlutirnir falla, rúlla, lyftast eða hanga,“ segir Anna um hvernig hún vinnur list sína. Anna hefur síðustu vikur unnið í gestavinnustofu Gilfélagsins og læt- ur hún vel af dvölinni hérna. „Lands- lagið slær mig út af laginu. Það er svo mikið rými hérna og ég hef ýms- ar listhugmyndir sem mig langar að gera að veruleika í þessu umhverfi,“ segir hún. Sýning Önnu opnar kl. 17 í dag, laugardag. DaLí Gallery er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14 til 17 og öðrum tímum eftir hentug- leikum. Stendur sýning Önnu til 31. júlí. Ævintýri Sibille Schmidt Listakonan Anna Mields sýnir í DaLí Gallery á Akureyri Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Á góðu róli Anna lætur fara vel um sig í einu af verkunum á sýningunni. Sýningin fjallar um austur-þýska staðalmynd í íslenskum veruleika. http://artistsstudio.blogspot.com/ http://daligallery.blogspot.com/ Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞAÐ er hægt að gera bókstaflega allt á Klais orgelið,“ segir norski orgelleikarinn Bjørn Andor Drage, en hann er gestur Alþjóðlegs orgel- sumars í Hallgrímskirkju um helgina. Þetta er svar hans við spurningunni um það hvernig hægt sé að breyta litlum sætum lýrískum píanóstykkjum eftir Grieg í verk fyr- ir fyrir risavaxna drottningu hljóð- færanna, orgelið. Þessi vinsælu verk Griegs ætlar hann einmitt að leika á báðum tónleium sínum hér. „Það er hægt að umrita verk á ýmsan veg; sérstaklega á orgelið hér í Hall- grímskirkju – það er eins og heil hljómsveit og maður getur velt möguleikunum vel fyrir sér. Ég reyni að leita að nýjum og spennandi hljómi sem fer vel í eyra Vandinn er að velja úr möguleikunum.“ Minnist Messiaens og Distlers Bjørn Andor Drage ætlar að heiðra aldarafmæli tveggja tón- skálda á tónleikunum. Það eru Oli- vier Messiaen og Hugo Distler. „Mér fannst það einfaldlega við hæfi að minnast þeirra á tónleikum. En það var líka óskað eftir því að ég spilaði norska músík, og þess vegna er ég með þá báða í farteskinu, Grieg og Johan Halvorsen.“ Messiaen er sennilega eitt merk- asta orgelskáld síðustu aldar; sjálfur var hann organisti við Þrenning- arkirkjuna í París í um 60 ár. Drage spilar Joie et clarté des corps glo- rieux – Gleði og hreinleika hinna dýrðlegu líkama úr stærra verki um líkamana dýrðlegu. Hugo Distler er sennilega best þekktur af yndislegri kórtónlist sinni. „Það eru ekki svo margir sem spila orgelverkin hans, en ég hef einsett mér að spila öll org- elverkin hans á þessu afmælisári. Hér ætla ég að spila tvö verk, annað þeirra er Partíta, sem er ákaflega falleg, og er um sálminn Nú kemur heimsins hjálparráð. Hann samdi það á barokkorgel í Lübeck og gaf fyrirmæli um hvaða orgelraddir skyldi nota. Það er ekkert mál að fylgja þeim á Klais-orgelið.“ Allt þetta spilar Drage á tón- leikum á sunnudagskvöld kl. 20, en kl. 12 á hádegi í dag spilar hann Grieg, og Konsert í G-dúr eftir Bach. Orgelið getur allt Bjørn Andor Drage leikur á tvennum tónleikum í Hallgrímskirkju Í HNOTSKURN » Bjørn Andor Drage laukeinleikaraprófi frá Tónlist- arháskólanum í Ósló árið 1984. » Í dag erhann pró- fessor við há- skólana í Bodø og Tromsø og sinnir marg- víslegum öðrum list- rænum störf- um. » Þá erhann líka virkt tónskáld og þekktur fyrir spuna. » Fyrir 15 árum hljóðritaðiBjørn plötu í Hallgríms- kirkju með verkum eftir Grieg. Morgunblaðið/Valdís Thor Hljómsveit „[O]rgelið hér í Hallgrímskirkju – það er eins og heil hljóm- sveit,“ segir Bjørn Andor Drage sem leikur á það um helgina. Edvard Grieg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.