Morgunblaðið - 19.07.2008, Side 22
lifun
22 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Frikki
Leynir á sér Þetta er fjórða sumarið sem þau Sigríður Þóra Árdal og Bergsteinn Björgúlfsson nota hýsið. Nú síðast
á ættarmóti þar sem fimmtán manns komu sér fyrir og höfðu það kósý.
V
ið erum hestafólk
og höfum gaman
af allri útiveru.
Bergsteinn vinnur
þannig vinnu að
það er eiginlega
ekkert hægt að
skipuleggja sig og panta gistingu
með fyrirvara og þegar hann á
lausa stund, þá þurfa hlutirnir að
gerast hratt,“ segir Sigríður Þóra
Árdal og á þar við manninn sinn
Bergsteinn Björgúlfsson kvik-
myndagerðamann.
Svefnpláss fyrir 3,5
Þau fréttu af gömlu Camper-
pallhýsi sem safnaði ryki í Mosfells-
dal. Eigandinn væri meira en til í að
selja. Bergsteinn fór til að kíkja og
sneri heim með gripinn, alsæll og
yfir sig hrifinn. „Ég var ekki eins
hrifin,“ segir Sigríður. Kaupin voru
handsöluð fyrir 100 þúsund krónur.
„Ég hafði enga trú á þessu og
kannski eins gott að ég fór ekki með
að skoða. En það var margt jákvætt
í þessu eins og gaseldavél, vaskur,
miðstöð, ísskápur og svefnpláss fyr-
ir 3,5. Bergsteinn myndi segja 5.“
Í fyrstu ferðinni voru þau sex,
með börnum og Skímu. „Við sváfum
uppi í rúminu, bræðurnir Bjarmi og
Sindri í borðkróknum og Birta á
dýnu á gólfinu. Skíma var inni í bíl.
Sú ferð var algjört púsluspil. Ég
var voða neikvæð í upphafi en fljót-
lega varð mér ljóst að þetta var al-
gjör snilld. Allt virkaði og var not-
hæft og okkur leið vel í þessu, fyrir
utan lyktina og gamalt plast sem
var í hverju skoti og yfir öllu. Og
þegar maður hefur svona viðkvæmt
fegurðarskyn, þá var ljóst að það
var brýnt að gera eitthvað í mál-
inu.“
Eins og leg
„Ég var ekki viss um hvernig ég
vildi útfæra þetta og „gúglaði“ og
„breinstormaði“. Íslenskt veður
getur verið svolítið miskunnarlaust
og því var markmiðið að þarna yrði
notalegt og gott að vera,“ segir Sig-
ríður Þóra sem er grafískur hönn-
uður. Hún valdi af mikilli natni
skærbleikan lit, appelsínurauðan og
blóðrauðan sem hún notaði inn í
skúffurnar og skápana. „Þá er eins
og maður sé að opna eitthvað lif-
andi,“ segir hún. Á netinu fann hún
mynstur sem hafði verið tattúverað
á maga barnshafandi konu. Sama
mynstur prýðir nú stærstu skúffu
hýsilsins. Smám saman varð það
ljóst að þetta yrði blanda af ind-
verskum glamúr og svona sígauna-
stemningu. „Þetta átti bara að vera
hlýlegt, eiginlega eins og leg …
svona eftir á að hyggja … gull-
skreytt. Glamúrleg á hjólum!“ segir
hún brosandi og enn eitt nafnið hef-
ur fæðst á gripinn sem hingað til
hefur verið kallaður Hamingju-
hýsillinn, Indverska vændishúsið
og Útihúsið.
Meistarapróf á eBay
Sigríður og Bergsteinn segjast
helst ekki vilja eyða óþarfa pen-
ingum. „Við erum sammála um það,
látum okkur ýmislegt nægja og ger-
um gott úr hlutunum.“ Þegar mið-
stöðin, dyntótt og sérlunduð, gafst
loks upp, þá kom lagni þeirra hjóna
á uppboðsvefnum eBay sér vel.
Bergsteinn fann þar gamla miðstöð
sem kostaði hingað komin 3.000
Glamúrleg
á hjólum
„Varstu búin að sjá matjurtagarðinn?“ segir Sigríður
Þóra og teymir blaðamann og ljósmyndara stolt út í
garð. Sólin er í rólegum dansi við skýin og hefur betur
öðru hverju. Af hringlaga matjurtagarði er ljóst að
hér býr fólk sem er ríkt af hugmyndum. Katrín Brynja
Hermannsdóttir fékk að snarla hamingjunasl og líta
inn í hýsil sem hlýtur að teljast algjörlega einstakur.
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Hraustlegur húðlitur á velvið í sól og sumri. Sól-kysst hörund, rjóðar kinn-
ar og glansandi varir – sumarförð-
unina ætti að hafa sem
náttúrulegasta. Þess vegna er
sólarpúðrið líka vinsælt yfir
sumartímann og segir Helga Em-
ilsdóttir, förðunarfræðingur hjá
Bobbi Brown, að ekki eigi síður að
hafa húðlitinn í huga við val á sól-
arpúðri en farða.
„Mér finnst alltaf best að velja
meðaldökkan lit af sólarpúðri og
jafnvel ljósari ef húðin er
mjög föl,“ segir Helga.
„Það er betra að geta
frekar byggt litinn upp smám
saman og náð þannig eðlilegri
skyggingu. Ljósari lit fylgir síðan
líka sá augljósi kostur að hann
hentar ekki síður vel yfir vetr-
artímann.“
Sólarpúður á þá ekki að setja á
eins og venjulegt púður, heldur á
að nota það til skyggingar og
byggja upp lög af litnum eftir því
sem við á. Dusta jafnvel létt yfir
hálsinn og niður á bringuna ef lík-
aminn er fölur. Og galdurinn við
ásetningu sólarpúðursins er, að
sögn Helgu, að leggja mesta
áherslu á þá staði þar sem áhrifa
sólarinnar gætir fyrst. „Liturinn á
Morgunblaðið/Frikki
Hraustlegt útlit Förðunin á að vera náttúruleg og létt yfir sumartímann
líkt og á þessari fyrirsætu sem Helga farðaði með vörum frá Bobbi Brown.
Afríkusól Sólarpúðrið Soleil
d’Afrique og litaða dagkremið Voile
de Soleil, setur Yves Saint Laurent
á markað í takmörkuðu upplagi.
Touche Blush kinnalitur nr. 6 er
einnnig frá YSL.
að vera sterkastur á kinnbein-
unum. Síðan er áferðin höfð ljósari
upp með gagnaugunum, meðfram
hárrótinni og við kjálkabeinið.
Þannig er andlitið rammað inn og
svo er dustað léttilega yfir höku og
Með sólkysstar kinnar
tíska