Morgunblaðið - 19.07.2008, Síða 26

Morgunblaðið - 19.07.2008, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ kom mér á óvart að lesa grein Þór- unnar Ólafsdóttur hjúkrunarforstjóra Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins (HH) þriðjudaginn 16. júlí þar sem hún fjallar um samning heilbrigð- isráðherra og Lækna- félags Íslands um sjálfstæðan rekst- ur heimilislækna í heilsugæslu. Þórunn segir að þessi samningur sé hjúkrunarfræðingum mikið áhyggjuefni og að í honum sé heilsu- verndin ekki metin að verðleikum og að hætta sé á að uppbygging og framgangur hennar verði ekki sem skildi! Hverju hefur Þórunn Ólafs- dóttir áhyggjur af? Að heim- ilislæknar með 12 ára nám og þjálf- un að baki geti ekki skipulagt og stjórnað og sinnt heilsuvernd? Getur verið að hjúkrunarforstjóri í stærstu rekstrareiningu heilsugæslu á Ís- landi hafi ekki skilning á starfi og menntun heimilislækna og telji að fagleg stjórn í heilsuvernd eigi ekki að vera á ábyrgð þeirra sem mesta og lengsta menntun hafa? Getur ver- ið að aðaláhyggjur Þórunnar beinist að stjórnun og stöðu hjúkrunarfræð- inga í kerfinu? Getur verið að staða hjúkrunarfræðinga skipti hjúkr- unarforstjórann meira máli en til- raunir til að bæta að- gengi sjúklinga að heimilislæknum og til- raunum til að bæta þjónustu í heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu? Heilsuvernd hefur alltaf verið mjög mik- ilvægur hluti af námi og starfi heimilislækna, starf sem byggir m.a. á þverfaglegu samstarfi við hjúkrunarfræðinga. Frá upphafi heilsu- gæslunnar eins og við þekkjum hana í dag hér á Íslandi hafa heimilislæknar verið leiðandi í uppbyggingu þjónustunnar í anda heimilislækninga. Stór hluti þess þróunarstarfs hefur verið á sviði heilsuverndar og gerð sjúkraskrár, allt að erlendri fyrirmynd aðlagað ís- lenskum aðstæðum. Læknar sem starfa við heilsu- gæslu á höfuðborgarsvæðinu eru nánast undantekningarlaust sér- fræðingar í heimilislækningum og vinna í fullu starfi auk þess að sinna vaktskyldu. Heimilislæknar á Ís- landi eru með langt nám að baki, 6 ára háskólanám í læknadeild og síð- an tekur við kandídatsár, þ.e. að minnsta kosti árs starfsnám á sjúkrahúsum og í heilsugæslu og loks 5 ára framhaldsnám og sérhæf- ing í heimilislækningum. Í fram- haldsnámi í heimilislækningum eru gerðar sértækar kröfur um þekk- ingu, færni, viðhorf og skilning á heimilislækningum. Heimilislækn- ingar eru fjölbreytt svið þar sem lögð er áhersla á þau sérkenni að heimilislæknar eru að jafnaði fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigð- iskerfinu og heimilislæknar leysa úr vandamálum sem upp koma en leggja þess utan áherslu á almenna og sértæka heilsuvernd. Heim- ilislæknar veita að jafnaði samfella þjónustu yfir lengri tíma og verkefni þeirra ná yfir lífshlaup einstaklinga og fjölskyldna. Þeir fylgja skjólstæð- ingum sínum í gegnum mæðra- og ungbarnavernd og þekkja þannig vel til fjölskyldunnar og sú þekking og kynni leiða til samfellu sem kemur að góðum notum þegar þarf að sinna jöfnum höndum bráðum og lang- vinnum heilsuvanda sem upp koma í fjölskyldunni. Heimilislæknar leitast við að leiðbeina skjólstæðingum sín- um í heilbrigðiskerfinu og þurfa oft að samhæfa eftirlit og meðferð í samstarfi við annað fagfólk og því er samvinna við aðra sérfræðilækna, hjúkrunarfræðinga og annað heil- brigðisstarfsfólk mjög mikilvægt til að tryggja viðeigandi þjónustu. Ég veit að allir heimilislæknar eru mér sammála um mikilvægi heilsu- verndar og þá ekki síst þeir félaga minna sem starfa á einkareknum stöðvum eins og t.d. Lágmúlastöð- inni og Salastöðinni. Þverfaglegt samstarf við hjúkrunarfræðinga er ekki síður öflugt þar en á heilsu- gæslustöðvum sem reknar eru af heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Það er hins vegar staðreynd að þrátt fyrir að í heilsugæslunni starfi hjúkrunarfræðingar með mikla og góða reynslu þá eru þeir langflestir ekki með sérmenntun í heilsugæslu og væri óskandi að fleiri sæktu sér slíka menntun. Ég hef ekki áhyggjur af faglegri þekkingu og vitund heim- ilislækna á Íslandi né hæfni þeirra til að takast á við rekstur og stjórnun í heilsugæslu enda hafa þeir margs- annað sig á því sviði. Ég hef mun frekar áhyggjur af því að brestir geti komið í samfellu á þjónustu við skjól- stæðinga okkar sem og þverfaglegt samstarf sem mér fannst, t.d. verða raunin þegar heimahjúkrun var færð frá heilsugæslustöðvunum. Ég vildi frekar að hjúkrunarfram- kvæmdastjórinn deildi þeim áhyggj- um með mér og ynni með heim- ilislæknum að lausn slíkra mála. Heilsuvernd á faglegum forsendum Elínborg Bárð- ardóttir fjallar um heilsugæslu á höf- uðborgarsvæðinu »Heilsuvernd hefur alltaf verið mjög mikilvægur hluti af námi og starfi heim- ilislækna, starf sem byggir m.a. á þverfag- legu samstarfi við hjúkrunarfræðinga. Elínborg Bárðardóttir Höfundur er formaður Félags íslenskra heimilislækna og heimilislæknir við heilsugæsluna í Efstaleiti. ÍSLENSKA krónan hefur fallið um 165.000 prósent frá stríðs- lokum. Því voru raun- vextir lengst af nei- kvæðir á Íslandi; þeir sem söfnuðu peningum í banka töpuðu þeim, og þeir sem fengu lán í banka eignuðust pen- ingana sjálfkrafa með tímanum. Eftir einkavæðingu bank- anna hefur þetta algerlega snúist við, vextir á Íslandi hafa síðasta áratug verið þrefalt hærri hér en í nágrannalöndunum. Hér að neðan verður fjallað um nokkra ókosti þess að hafa krónuna en einnig rætt um hagstjórnarmátt krónunnar sem hefur verið helsta röksemdafærslan fyrir að halda henni. 1. Það er fátítt í heiminum í dag að aðeins 300.000 notendur standi bakvið einn gjaldmiðil, enda hlýtur slíkur gjaldmiðill að vera mjög óstöðugur. Vextir eru almennt lægri á svæðum þar sem stórir gjaldmiðlar, svo sem dalur eða evra, eru notaðir. 2. Ef frá er skilið síðastliðið ár, þá hafa íslensku bankarnir und- anfarinn áratug getað fengið erlend lán á 1-2% vöxtum. Þeir hafa endurlánað okkur Íslendingum með u.þ.b. 12% vöxtum, en viðskiptavinum sínum erlendis á 4%. Banka- menn segja að ástæða vaxtamunarins sé að þeir verði að tryggja sig fyrir gengissígi ís- lensku krónunnar. At- hugum þetta nánar: Setjum svo að banki fá að láni erlenda mynt, að verðmæti eina miljón íslenskra króna, sem hann lánar svo Íslendingi. Síðan verður 20% gengissig. Íslending- urinn borgar nú lánið að fullu, en þá hefur bankinn bara fengið tilbaka 80% af upphaflega erlenda láninu. Íslensku bankarnir segja semsagt að þeir gætu lánað Íslendingum þrefalt ódýrara ef þeir þyrftu ekki að notast við íslenskar krónur og þar með gengistryggja sig. Meðal- húsnæðisskuldir íslenskrar fjöl- skyldu eru 10 millj. kr. Ársvextir af slíku láni eru einni milljón kr. hærri á Íslandi heldur en í nágrannalönd- unum. Með öðrum orðum, á hverju ári þarf íslensk fjölskylda að með- altali að vinna fyrir 1,5 millj. kr. fyrir skatt til þess að við getum haft krónuna. Sama gildir um alla versl- un í landinu, hún þolir hvorki þessa háu vexti né gengistap af lánum. 3. Íslenska krónan er afar við- kvæm fyrir áhlaupum. Nýlega ákváðu íslensku bankarnir samtímis að selja mjög mikið magn af ís- lenskum krónum og kaupa í staðinn erlenda mynt. Það varð allt í einu feikimikið framboð á íslenskum krónum erlendis og því hrapaði verðið, m.ö.o., það varð gengisfell- ing. En við það jókst verðmæti er- lendu myntarinnar sem íslensku bankarnir höfðu keypt. Bankarnir fengu tugi milljarða í gengishagnað en þú og ég mikla kjararýrnun. Þennan leik, að ná gengishagnaði, geta bankarnir endurtekið eins oft og þeir vilja meðan við höfum ís- lenska krónu. 4. Síðan íslenska „útrásin“ hófst hefur nettó eignarstaða Íslands far- ið úr mínus 200 milljörðum í mínus 2000 milljarða (24 milljónir á fjöl- skyldu). Fyrr eða síðar lendir þetta á íslenskum almenningi þótt það hafi verið bankarnir sem stofnuðu til skuldanna. Bankaeigendurnir eru nú þegar búnir að fá margfalt tilbaka það sem þeir fjárfestu við kaup ríkisbankanna, og samkvæmt fræðunum ættu þeir að bera tapið sjálfir. En þegar kemur að skulda- dögunum fyrir 2000 milljörðunum þá munu verða efnahagsþrengingar og mikið gengishrap á krónunni. Því er eina leiðin til þess að hindra að bankarnir dragi almenning niður með sér í fallinu að losa sig við krónuna sem fyrst. 5. Ýmislegt fleira sem ekki er pláss til þess að rekja hér. Þá er að líta á kostina við að hafa krónuna en það er semsé að geta gripið til efnahagsaðgerða gegnum hana. Hér er fyrst og fremst átt við að seðlabankinn geti hækkað og lækkað stýrivexti. Síðasta áratug hafa „útrásarvíkingarnir“ stofnað til æ meiri skulda og seðlabankinn hef- ur reynt að sporna við því með því að hafa einhverja hæstu stýrivexti í heiminum. En heimurinn er mikið breyttur frá því að seðlabankar voru helstu lánadrottnar bankanna. Þegar Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivextina upp í t.d. 13% þá gátu íslensku bankarnir fengið lán með 1% vöxtum í Kína, þeim datt ekki í hug að fá sín lán í seðlabankanum. Vaxtahækkunin hafði engin áhrif; reyndar hafði hún öfug áhrif . Skýr- ingin er sú að það er lenska á Ís- landi að bankar hækka vexti sína þegar stýrivextir seðlabankans hækka þótt þeir séu ekki með nein lán í seðlabankanum (til sam- anburðar má nefna að þegar stýri- vextir seðlabanka Bandaríkjanna voru svipaðir og þeir eru hér núna voru húsnæðislán bankanna helm- ingi lægri en stýrivextirnir). Staðan var semsé þannig að lánardrottnar íslensku bankanna í Asíu höfðu óbreytta vexti, en stýrivaxtahækk- un seðlabankans gaf bönkunum tylliástæðu til vaxtahækkunar, ágóðinn af útlánum bankanna varð þannig ennþá meiri við hverja stýri- vaxtahækkun. Bankarnir gerðu því allt til þess að auka útlánin (og þar með neysluna) enn meir við hverja stýrivaxtahækkun. Lánum var hald- ið að landanum, bílalán og neyslulán voru auglýst, hringt var heim til fólks og því boðin krítarkort, fulltrúar bankanna mættu í menntaskólana og hvöttu nemendur til lántöku, o.s.fr. Hag- stjórnaraðgerðin hafði þannig þver- öfug áhrif við það sem ætlast var til. Af þessu sést að hagstjórn- armáttur krónunnar er sáralítill en ókostirnir eru miklir. Orsakasambandið milli íslensku krónunnar og rýrnunar lífskjara Andrés Magnússon skrifar um íslensku krónuna og vexti »Rakið er hvernig íslenska krónan hefur leitt til skertra lífskjara á Íslandi. Útskýrt er hví hags- tjórnarmáttur krón- unnar er enginn og hún því óþörf. Andrés Magnússon Höfundur er læknir og er greiðandi húsnæðislána á Íslandi og í Noregi HVERNIG verður á það sæst að flokkur sem fyrir áratug og áratugum átti stuðn- ing fjórðungs eða fimmta hluta kjósenda í landinu til sjávar og sveita, í borg og byggðum landsins, drattast nú áfram sem undirmálsflokkur í skoðanakönnunum? Framsóknarflokk- urinn var áður fyrr næststærsti flokkur landsins og var öfl- ugur í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. Forusta Framsókn- arflokksins þarf að líta raunsætt á vígstöð- una. „Vígstöðuna“ segi ég, því að vita- skuld er barist um völd og áhrif. Enginn velkist í vafa um að stjórn- mál einkennast af valdapólitík. En fyrir hverja og fyrir hverju er bar- ist? Í hvers þágu og upp á hvað berst Guðni Ágústsson? Fyrir hverja og upp á hvaða býti berst Valgerður Sverrisdóttir um völdin og samherji hennar Jón Sigurðs- son? Það vil ég vita í stóru og smáu. Ég hef verið stuðningsmaður Framsóknarflokksins í 64 ár. Stuðn- ingur minn hófst þegar ég var 18 ára menntaskólanemi á Akureyri á stofnári lýðveldis 1944. Þá voru skólafélagar mínir margir ann- aðhvort fæddir inn í íhaldið eða með áunna hneigð til sovétkommúnisma, sem var e.k. tískustefna meðal rót- tækra félagshyggjumanna á þessum árum. Þegar út í lífið kom eyddi ég bróðurpartinum af ævinni til þess að veita stefnu Framsóknarflokks- ins brautargengi í ræðu og riti. 26 ár sat ég á Alþingi (var atvinnu- pólitíkus) og naut þess mér til ánægju. En ég leit á mig og raunar hvern og einn alþing- ismann sem varn- armann sjálfstæðis og fullveldis Íslands á grundvelli stjórn- arskrár lýðveldisins. Enda var trúnaður við lýðveldið og fullveldi þess hyrningarsteinn framsóknarstefnunnar, eins og hún var túlkuð og skilin á minni tíð. Framsal fullveld- isréttar var bannorð. Ekki neita ég því að tíminn er hraðfleygur fugl og margt er breyt- ingum undirorpið. Það veit ég eins vel og Val- gerður Sverrisdóttir, Jón Sigurðsson, Guð- mundur Hálfdánarson, Jónas Haralz og d’her- rer! En sitthvað er líka rótfast og reist á óhagganlegum grunni. Ég geri þá kröfu til for- ustu Framsóknarflokksins að hún viti hvað er óumbreytanlegt í stefnu flokksins í öllu fjasinu um nauðsyn aðlögunar að breyttum tíma. Aðlög- un á ekki að leiða til hamskipta. Þótt tíminn sé hraðfleygur er of langt gengið að trúa því að mannleg tilvera sé eins og fljúgandi fis í sviptivindum. Ekki afneita ég for- lagatrú, en pólitísk nauðhyggja leið- ir menn afvega. Sannleikurinn er sá að með skynsemi, gætni og guðs- hjálp ræður maðurinn sínum næt- urstað. Ég vona af einlægni að for- usta Framsóknarflokksins sé fær um að tileinka sér þessa ofur- einföldu fílósófíu roskinna og reyndra manna. Hún er í fullu sam- ræmi við heimspeki alþýðumanns- ins, búandkarlsins og smáborg- arans. Hvort hún hugnast auðvaldinu og þjónum þess veit ég ekki, þ. á m. þeim sem nú valta og skalta með afgangsfé sam- vinnuhreyfingarinnar. Ingvar Gíslason sendir samherjum sínum nótu Ingvar Gíslason »Enginn velkist í vafa um að stjórnmál einkennast af valdapólitík. En fyrir hverja og fyrir hverju er barist? Höfundur er fyrrv. alþm. Framsóknarflokksins og ráðherra. Opið bréf til for- ustumanna Fram- sóknarflokksins Sími 551 3010

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.