Morgunblaðið - 19.07.2008, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigurbjörg Elí-asdóttir fæddist
á Siglufirði 19. des-
ember 1961. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Siglufjarðar
12. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Aðalheiður
Þorsteinsdóttir, f.
26.3. 1925, d. 13.1.
2000 og Elías Bjarni
Ísfjörð, f. 30.8. 1927,
d. 12.9. 1988. Systk-
ini Sigurbjargar
eru: 1) Kristján Sig-
urður, f. 7.8. 1950, kvæntur Lilju
Eiðsdóttur. 2) Þorsteinn, f. 23.8.
1951. 3) Rafn, f. 29.7. 1953, kvænt-
ur Unu Þóreyju Sigurðardóttur.
4) Gísli Jón, f. 20.2. 1956, vinkona
hans er Anna Kristinsdóttir. 5)
Dagmar, f. 11.6. 1957, gift Jaques
W. Loxton. 6) Heiðar, f. 17.4. 1959,
kvæntur Önnu Júlíusdóttur. 7)
Sólrún, f. 9.5. 1960, gift Ómari
Geirssyni. Einnig átti hún þrjú
hálfsystkini, þau eru: 1) Árni Þor-
kelsson, f. 20.9. 1945. 2) Jóna Þor-
kelsdóttir, f. 1.7. 1947, gift Hall-
dóri Sigurðssyni. 3) Sverrir
Eyland Gíslason, f. 8.2. 1963,
kvæntur Sigurrós Sveinsdóttur.
Maður Sigurbjargar er Frið-
finnur Hauksson, f. 20.10. 1957.
Foreldrar hans eru Guðný Frið-
finnsdóttir, f. 8.10. 1932 og Hauk-
ur Kristjánsson, f. 29.2. 1928, d.
7.1. 1997. Börn Sig-
urbjargar og Frið-
finns eru: 1) Elías
Bjarni Ísfjörð, f.
20.1. 1981. 2)
Guðný, f. 20.10.
1984, sambýlis-
maður Daði Már
Guðmundsson, f.
21.1. 1981. Sonur
hans er Heimir Már,
f. 13.10. 2004. 3) Að-
alheiður Jonna, f.
22.12. 1991. 4) Þór-
ey Vala, f. 7.8. 1998.
Sigurbjörg, eða
Sibba eins og hún var alltaf köll-
uð, ólst upp í stórum systkinahóp
á æskuheimili sínu á Siglufirði.
Snemma varð hún sjálfstæð,
stofnaði sitt eigið heimili og hóf
störf við fiskvinnslu. Seinna
fékkst hún við önnur störf, s.s.
heimilishjálp og ræstingar. Síð-
ustu ár rak hún veitingastaðinn
Bíó Café ásamt fjölskyldu sinni og
vinafólki.
Sibba var afar félagslynd og
vinamörg, naut sín best í góðra
vina hópi og var jafnan hrókur
alls fagnaðar. Félagsstörf voru
henni hugleikin, þá sérstaklega
innan Knattspyrnufélags Siglu-
fjarðar, og tók hún þátt í þeim af
mikilli ósérhlífni.
Útför Sigurbjargar fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Hún litla systir mín, Sigurbjörg
Elíasdóttir, eða Sibba eins og hún var
oftast kölluð er látin langt um aldur
fram aðeins 46 ára, eftir stutta en
snarpa baráttu við hinn illvíga sjúk-
dóm krabbamein. Eftir sitjum við
með brostið hjarta og skiljum ekki af
hverju hún, sem elskaði ekki bara
hann Friðfinn sinn og börnin fjögur
takmarkalaust, heldur elskaði lífið og
naut þess að vera til, er látin. Hún
þessi sólargeisli sem var síbrosandi,
segjandi brandara, leikandi og syngj-
andi, jafnvel fárveik gat hún gert grín
af sér og öðrum, en svo eins og hendi
væri veifað var hún farin. Ósköp er ég
samt fegin að hafa hitt hana í stutta
stund áður en hún kvaddi.
Ég vil þakka allar þær góðu stundir
sem við áttum, þá gleði að hitta hana
og fjölskylduna og fylgjast með þeim í
gegnum lífið, var frábært. Sibba syst-
ir var ekki bara lífsglöð og góð mann-
eskja heldur var hún líka dugleg og
drífandi. Ég á eftir að sakna hennar
mikið. Hafðu þökk fyrir allt og allt,
elsku litla systir.
Við fjölskyldan sendum Friðfinni,
Elíasi, Guðnýju, Heiðu Jonnu og Þór-
eyju Völu innilegar samúðarkveðjur.
Jóna, Halldór og börn.
Það er með miklum og sárum trega
að ég skrifa þessar línur í minningu
um Sigurbjörgu systur mína, er lést
laugardaginn 12. júlí sl. Hún var
yngst okkar systkinanna og oft kölluð
„jólabarnið“ innan fjölskyldunnar
vegna þess hve nálægt jólum hún
fæddist. Stóð hún fyllilega undir því
nafni og meira til, því hún var sann-
kallaður sólargeisli í skammdegi lífs-
ins. Hún var alltaf til í að ærslast og
grínast og með sínum hvella, bráð-
smitandi hlátri gat hún fengið hvern
sem er til að brosa. Það var stundum
nóg að hún skellti upp úr yfir ein-
hverju sem henni datt í hug, og maður
hló ósjálfrátt með. Og svo allar gam-
ansögurnar og stundum ágætar eft-
irhermur og maður var óðara kominn
með krampa í magann af hlátri. Það
kom manni því lítið á óvart að hún
skyldi fara að búa með Friðfinni
Haukssyni, svo keimlíkir gleðipinnar
sem þar tóku höndum saman um
sambúð, það var helst að maður hefði
áhyggjur af því að þau hlægju sér til
óbóta. Ástæðulaust var þó að hafa
þessar áhyggjur því þrátt fyrir ærsla-
ganginn, hláturinn og gleðina voru
þau alvörugefin og djúpt þenkjandi
hjón og gerðu sér vel ljós vandamál
samtímans en voru svo sem ekkert að
velta sér upp úr þeim vandamálum.
Samheldni, vinnuskipulag og sam-
vinna var mikil hjá þeim og tók maður
sérstaklega eftir því er þau hófu
rekstur Bíósins.
Sigurbjörg var góður vinur vina
sinna, traust, fórnfús og hjartahlý.
Það var gott að tala við hana, trúa
henni fyrir sínum leyndustu hugsun-
um og ekki vantaði stuðninginn frá
henni ef eitthvað bjátaði á. Ég og mín
fjölskylda áttum svo sannarlega hauk
í horni þar sem Sigurbjörg var og
börnin mín sáu eitthvað miklu meira í
henni en bara frænku sína.
Keppnismanneskja var hún mikil,
lék knattspyrnu með KS í nokkur ár
og hélt með Liverpool. Síðustu vetur
sat hún á skólabekk og ekki var
keppnisandinn fyrirferðarminni þar
en í boltanum.
Fjögur efnileg börn hafa misst
móður sína; Elías Bjarni, Guðný, Að-
alheiður Jonna og Þórey Vala. Sig-
urbjörg var þeim góð móðir og góður
vinur, en góðir vinir eru börnum
nauðsynlegir, sérstaklega þegar ung-
lingsárin hellast yfir með öllum sínum
vandamálum. Það, að ræða málin við
börnin sín á jafnréttisgrundvelli, er
vanmetinn þáttur í uppeldi barna,
setja sig inn í hugarheim þeirra, en
þar var Sigurbjörg listamaður og við
hlið hennar í þeirri listgrein var Frið-
finnur, hennar stoð og stytta er nú,
eftir að hafa staðið sem klettur við
hlið hennar í veikindunum, sér á eftir
sinni elskuðu konu, félaga og góðum
vini.
Ég og fjölskylda mín erum full
samúðar í garð Friðfinns og
barnanna en jafnframt full þakklætis
fyrir að hafa fengið að kynnast Sig-
urbjörgu og eiga smáþátt í hennar allt
of stutta lífi. Sagt er að hláturinn
lengi lífið, hann gerði það kannski
ekki fyrir Sigurbjörgu, en hlátur
hennar hefur örugglega lengt líf okk-
ar sem eftir sitjum og fyrir það erum
við henni þakklát.
En mikið rosalega á ég eftir að
sakna þín, Sibba litla.
Kristján Elíasson og fjölskylda.
Hvað getur maður eiginlega sagt
þegar svona fréttir berast? Hún
Sibba, mín góða vinkona og mágkona,
er dáin einungis 46 ára gömul. Mér
eru efst i huga þau orð sem ég hef svo
oft heyrt: „Þeir sem Guðirnir elska
deyja ungir.“ Vil ég með þessum orð-
um til hennar kveðja hana og minnast
þeirra dýrmætu og ógleymanlegu
stunda í lífi okkar, þar sem við vorum
snemma samferða á lífsleiðinni. Sibbu
kynntist ég sem unglingur i gagn-
fræðaskóla og man alltaf hennar
smitandi og uppörvandi hlátur og
hvað var gaman hjá þeim vinkonum á
böllum í skólanum. Hún, Hadda og
Helga voru alltaf stuðboltarnir á
svæðinu og dönsuðu eins og dívur.
Leiðir okkar lágu enn frekar saman
er við urðum barnshafandi á sama ári
og eignuðumst prinsana okkar, þá
Elías og Hauk. Við bjuggum þá á móti
hvorri annarri á Hvanneyrarbraut-
inni og léku drengirnir okkar sér
saman. Við áttum þar frábærar
stundir í kaffi og hlátursköstum, enda
hvergi leiðinlegt þar sem Sibba var
annars vegar. Ekki datt mér þá í hug
að þessi stúlka og hann Finni bróðir
minn yrðu eitt, eins og mér fannst þau
alltaf vera. Alltaf var það þannig að
þau voru nefnd saman, Sibba og Finni
eða Finni og Sibba, eins og þau væru
ein og sama persónan. Það er svo
yndislegt að sjá svona sambönd þar
sem ást, virðing og hlýja skín i gegn-
um einstaklingana. Enda var gleði
mín mikil yfir því að hann Finni minn
skyldi eignast svona frábæra konu.
Upp frá því voru þau mér mínir bestu
vinir, gengu í gegnum súrt og sætt
með mér og voru mér ómetanleg
hjálp. Þau tóku börnunum mínum
sem sjálfsögðum hlut á þeirra heimili
og alltaf voru þau velkomin þar, daga
sem nætur. Ég minnist allra ógleym-
anlegu stundanna á Túngötu 10 þar
sem mikið var setið og drukkið kaffi.
Að sjálfsögðu var Sibba skellandi í
kökur, hægri vinstri eins og góðri bú-
konu sæmir, enda afar gestkvæmt á
heimilinu þar sem allir voru ávallt vel-
komnir og gleðin og hláturinn fyllti
alltaf andrúmsloftið. Ég minnist einn-
ig opnun þeirra á Bíókaffi þar sem við
„ítalska stórfjölskyldan hennar“, sem
við fjölskyldan hans Finna vorum fyr-
ir henni, vorum viðstödd. Þrátt fyrir
að Sibba eigi stóra og góða fjölskyldu
vorum við alltaf hennar fjölskylda líka
og hún alltaf ein af okkur. Elsku
Sibba, ég kveð þig með sárum sökn-
uði, með þessu texta við lagið sem við
sungum oft saman:
„Leaving on a boat / for beyond the
other side of the ocean.“ Elsku Finni
minn, Elías, Gunna, Heiða og Þórey
Vala ég votta ykkur mína dýpstu
samúð og megi Guð gefa ykkur styrk í
sorg ykkar og til að halda minning-
unni um ástina ykkar og okkar allra á
Sibbu. Einnig vil ég bera kveðju frá
börnunum mínum Hauk, Elsu Petru,
Viktoríu og Gullu tengdadóttur.
Selma.
Sibba var yngsta systir Kristjáns
pabba míns, og því næst mér í aldri af
systkinum hans, þrátt fyrir 14 ára
aldursmun okkar á milli.
Ég man fyrst eftir henni þegar hún
sem unglingur passaði okkur systk-
inin. Það var alltaf hlegið með Sibbu,
enda var hlátur hennar skemmtilega
smitandi – ég velti því oft fyrir mér
sem krakki hvort hún hefði kannski
fæðst brosandi.
Síðar meir, þegar ég varð ungling-
ur, var hún mér sem systirin sem ég
átti aldrei. Við æfðum saman knatt-
spyrnu með meistaraflokki kvenna
hjá KS, ég deildi með henni leynd-
armálum og fékk að blása þegar ég
var ósammála foreldrum mínum. Hún
varð mín trúnaðarvinkona.
Sibba eignaðist 4 börn, og varð ég
að sjálfsögðu barnapían þeirra, dæm-
inu snúið við. Það var alltaf glatt á
hjalla hjá þeim Sibbu og Finna, og
alltaf heitt á könnunni.
Hún reyndist mér ómissandi þegar
foreldrar mínir voru fjarverandi
vegna vinnu sinnar og ég sá um heim-
ilið og mig vantaði aðstoð við elda-
mennskuna, ja, eða hún aumkaði sig
yfir okkur systkinunum og bauð okk-
ur í frægu fiskbollurnar sínar með
bleiku sósunni. Því þrátt fyrir barna-
fjöldann, var alltaf pláss fyrir fleiri við
borðið.
Síðar meir þegar ég eignaðist dótt-
ur mína Telmu Dögg, þá stóð nú ekki
á Sibbu að endurgjalda alla pössun-
ina, og tók henni opnum örmum nokk-
ur sumur, enda vissi Telma lítið betra
en að eyða sumrinu á Siglufirði.
Ein skemmtilegasta helgarferð
mín erlendis, var þegar ég, Sibba og
Lilja mamma mín fórum til Dublin.
Ég held að hlátur okkar hafi ómað um
alla borgina, því Sibba sá alltaf húm-
orinn í öllum aðstæðum. Þegar ég
renni yfir myndirnar frá þeirri ferð,
þá kalla þær svo sannarlega á hlátur
frekar en grátur.
Þrátt fyrir að ég hafi búið í Reykja-
vík síðustu ár, þá var alltaf yndislegt
að koma á Siglufjörð, og stoppa við í
Túngötunni og síðar Fossveginum.
Þar var oftast á boðstólnum gúllas-
súpa a la Finni og faðmlag og hlátur a
la Sibba.
Síðastliðin hvítasunnuhelgi var allri
fjölskyldu Sibbu erfið, þegar veikindi
hennar komu í ljós. Ég átti mjög erfitt
með að trúa því, vildi ekki gera mér
grein fyrir alvarleikanum, „Sibba er
keppnismanneskja“, hugsaði ég, hún
mun berjast, sem hún gerði svo sann-
arlega, en á örskömmum tíma varð
hún að játa sig sigraða fyrir þessum
ósanngjarna og sársaukafulla sjúk-
dómi og kveðja þennan heim.
Það er sumt sem maður saknar
Vöku megin við
Leggst út af á mér slokknar
Svíf um önnur svið
Í svefnrofunum finn ég
Sofa lengur vil
Þegar svefn minn verður eilífur
Finn ég aldrei aftur til.
(Nýdönsk.)
Það er stórt hol í hjarta mínu, þeg-
ar ég kveð hana Sibbu frænku, hol
sem ég mun fylla af góðum minning-
um um þessa yndislegu konu, sem öll-
um vildi vel og öllum þótti vænt um.
Elsku Finni, Elli, Gunna, Heiða og
Þórey Vala, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð.
Brynhildur Þöll Kristjánsdóttir
og fjölskylda.
Elsku Sibba,
hér sitjum við skvísurnar sem hófu
nám ásamt þér í Grunnmenntaskól-
anum í janúar 2007.
Ekki óraði okkur fyrir því í vor
þegar við útskrifuðumst að við sætum
hérna fjórum mánuðum seinna að
skrifa minningargrein um þig.
Við vorum tíu konur á ólíkum aldri
fullar tilhlökkunar að takast á við
námið, kanna getu okkar og ekki
skemmdi það að þú sást ætíð til þess
að kennslustundirnar væru fullar af
húmor, skemmtilegar, fræðandi og
það voru þær. Þarna strax náðum við
að tengjast sterkum vináttuböndum.
Minnisstæðast er okkur í byrjun
kennslustundar þegar kennarinn
spyr: „Hvar er Sibba? Var þá svarað:
„Hún kemur eftir smá“ Og brást það
ekki, því skömmu síðar komst þú tipl-
andi á kúrekaskónum og sagðir: „Af-
sakið hvað ég kem seint.“ Þetta var
eitthvað sem að þú hafðir gantast með
í byrjun skólans að mæta of seint og
stóðst þú við það.
Ekki var langt liðið á skólann hjá
okkur þegar var farið að skipuleggja
útskriftarferð. Að vori var stefnan svo
tekin til Akureyrar það sem við nut-
um þess að láta dekra við okkur í einn
dag þar sem líkaminn var tekinn í
gegn frá toppi til táar. Síðan lá leið
okkar í jólahúsið þar sem við keyptum
okkur óséða jólapakka, keyrðum síð-
an til Siglufjarðar þar sem beið okkar
dýrindiskvöldverður sem hann Finni
þinn hafði lagt sig allan fram við að
elda handa okkur. Síðan voru opnaðir
jólapakkarnir, mikið var hlegið og
skemmtum við okkur langt fram á
nótt.
Þessar minningar munu lifa með
okkur um ókomna tíð.
Elsku Sibba, það voru forréttindi
að hafa fengið þennan tíma með þér.
Við kveðjum þig með söknuði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Finni, Elli, Gunna, Daði,
Heiða, Þórey og aðstandendur, megi
Guð veita ykkur styrk á þessum erf-
iðu tímum.
Agnes, Anna Hermína, Dagný,
Elín, Guðrún, Hallfríður,
Lilja, Svanfríður og Valdís.
Þegar maður heyrir af andláti fólks
á besta aldri þá staldrar maður alltaf
við. Mann setur hins vegar hljóðan
þegar einhver nákomin deyr. Þannig
var okkur öllum innanbrjóst þegar við
fréttum af andláti vinkonu okkar, Sig-
urbjargar Elíasdóttur eða Sibbu.
Hún hafði barist við erfið veikindi og í
þeim notið dyggrar aðstoðar fjöl-
skyldu sinnar og vina. Í þeirri baráttu
kom glögglega í ljós hversu samrýmd
þau Finni voru.
Fréttin um andlát hennar hefur
verið okkur öllum erfið og hennar
verður sárt saknað. Stundirnar sem
við, leikhópurinn Fílapenslar, áttum
með þeim voru frábærar. Það eru eig-
inlega ekki til orð til að lýsa því
Sigurbjörg Elíasdóttir
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ELÍNBORG SIGURÐARDÓTTIR,
Aðallandi 1,
Reykjavík,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 10. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Gunnar Albertsson,
Sigurður Albertsson, Erlendsína Sigurjónsdóttir,
Olga Albertsdóttir,
Alla Berta Albertsdóttir, Kristján Pálsson,
Mikael G. Mikaelsson,
Ellý Helga Gunnarsdóttir, Sverrir Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
KLARA GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR,
Lækjargötu 34e,
Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ,
föstudaginn 4. júlí.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Þórður Jóhann Karlsson, Málmfríður Þórhallsdóttir,
Karl Ómar Karlsson, Fríða Guðjónsdóttir,
Rúnar Ægir Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.