Morgunblaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 33
✝ Þráinn Pálssonfæddist á Enni á Höfðaströnd 13. nóvember 1940. Hann lést á heimili sínu 10. júlí síðast- liðinn eftir stutt veikindi. Hann var sonur hjónanna Svanhvítar Jóhann- esdóttur frá Ós- brekkukoti, Ólafs- firði, f. 8. júní 1910, d. 10. júlí 2001 og Páls Þorleifssonar frá Hrauni á Höfða- stönd, f. 16. október 1903, d. 17. maí 1979. Systkini Þráins eru Hugljúf, gift Óttari Skjóldal, þau eiga 1 dóttur, Jóhannes, d. 2005, kvæntur Sigfríði Vigfúsdóttur og eiga þau 3 börn, Ingi, kvæntur Brynju Erlendsdóttur, þau eiga 3 börn og Auðbjörg, gift Árna Indr- iðasyni, þau eiga 2 syni. Þráinn kvæntist hinn 17. októ- ber 1975 Auði Aðalsteinsdóttur frá Akureyri, f. 26. nóvember 1949, dóttur hjónanna Andreu Steinar, f. 6. maí 1993, Birgir Þór, f. 16. október 1995 og Stein- þóra Jóna, f. 28. september 1998. c) Emma Geirsdóttir, f. 14. febr- úar 1972, gift Kristjáni V. Grét- arssyni, f. 14. mars 1964, búsett í Grindavík. Synir þeirra eru Agn- ar Már, f. 11. mars 1994 og Stefán Örn, f. 27. desember 1996. Dóttir Kristjáns er Eygló Sigríður, f. 21. janúar 1989. Þráinn var búsettur í Enni á Höfðaströnd til ársins 1975 þá fluttist hann til Akureyrar og starfaði lengst af við smjörlík- isgerðina Akra og svínabú Bún- aðarsambands Eyjafjarðar. Árið 1986 fluttust Þráinn og Auður til Hveragerðis. Þar vann hann við garðyrkjustörf fyrstu árin og síð- ar við fiskeldi. Árið 1994 fór Þrá- inn að vinna við ullarmat og vann við það í 10 ár. Síðustu fjögur ár- in vann hann við garðyrkjustöð- ina við dvalarheimilið Ás. Útför Þráins fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Margrétar Þorvalds- dóttur og Aðalsteins Þórólfssonar, d. 2007. Dóttir Þráins og Auðar er Andrea Margrét, f. 5. desem- ber 1966, gift Guð- jóni Sigurðssyni, f. 27. október 1964, bú- sett í Grindavík. Dætur þeirra eru Þórdís Jóna, f. 25. mars 1984, sambýlis- maður Helgi Einars- son, sonur þeirra Bergur Ísak, f. 22. maí 2008, Snædís Ósk, f. 21. maí 1985, dóttir hennar Selma Líf, f. 17. ágúst 2006 og Árdís Sif, f. 19. október 1991. Stjúpbörn Þráins eru a) Aðalsteinn Dagsson, f. 15. ágúst 1965, kvæntur Selmu D. Ás- mundsdóttur, f. 26. mars 1966, búsett á Akureyri, sonur þeirra Ágúst Svan, f. 15. ágúst 1988. b) Ómar Geirsson, f. 30. maí 1969, kvæntur Aksonsuda Sangmee, f. 19. ágúst 1974, búsett í Þorláks- höfn. Börn hans eru Guðveigur Lífstraumar iða hver öðrum mót frá efsta kvisti að dýpstu rót. En yfir öllu er hvolfsins hylur. Svo hljótt við jurtirnar suðrænn þylur. Þær breiða ylinn, sem eldstjarnan gaf yfir þá jörð, sem þær spretta af. Með nýrri sjón yfir hauður og haf sá horfir, sem blómin skilur. (Einar Benediktsson.) Auður. Nú ertu farinn, elsku afi minn, eft- ir stutta en erfiða baráttu við krabba- mein. það er ótrúlegt að hugsa til þess að koma til Hveragerðis og þú munir ekki vera þar. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til ykkar og þú fórst að spila á píanóið og syngja eða fórst út með Selmu Líf og þið fóruð að gefa hænunum að borða. Já, alltaf fannstu eitthvað skemmti- legt að gera, enda alveg hrikalega stríðinn og skemmtilegur. Þú hefur alltaf verið mér svo góður og ynd- islegur, eða þið amma auðvitað. Það var alltaf svo gaman þegar þú hringdir í mig austur, alltaf var húm- orinn góður og gátum við hlegið endalaust. Eins þótti mér alltaf ákaf- lega vænt um þegar þið amma komuð í heimsókn til mín á sumrin alla leið austur og var þá alltaf gaman hjá okkur. Eins hefurðu alltaf verið ynd- islegur við Selmu Líf dóttur mína og ég veit að þú varst montinn með okk- ur barnabörnin og barnabarnabörnin það fór sko ekki á milli mála. Já, við vorum rosalega heppnar að hafa átt svona æðislegan afa og þín verður sárt saknað, elsku afi, og mun minn- ing þín lifa í hjörtum okkar. Hvíldu í friði, elsku afi. Þínar, Snædís Ósk og Selma Líf. Elsku afi, nú ertu látinn og við sjáum þig ekki meir. Það er svo sárt að hugsa til þess. En svona er lífið. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar ömmu, það var svo hlýtt og notalegt. Þú varst ekki fyrr kominn heim en þú fórst að gera eitthvað, úti eða inni. Garðurinn var í miklu uppá- haldi hjá þér, þú hugsaðir svo vel um hann og varst svo stoltur af honum. Enda er hann algjör paradís eins og heimilið ykkar ömmu. Þú bakaðir mjög góðar kökur, djúpsteikti fisk- urinn var í miklu uppáhaldi sem þú gerðir, einnig þótti okkur svo gaman að fara með þér í fjárhúsið og gefa kindunum. Þú áttir svo fallegar hæn- ur og smíðaðir fallegan hænsnakofa. Alltaf fengum við svo gott að borða eða drekka þegar við komum til þín, elsku afi. Þú og amma hugsuðuð svo vel um okkur. Elsku afi, það var svo gaman hjá okkur í jólaboðunum, þá hittum við frændsystkinin og fullorðna fólkið spjallaði saman. Elsku afi, við vitum að Guð passar þig fyrir okkur og vakir yfir þér. Við munum hugsa til þín og geymum minningar um þig í hjörtum okkar. Elsku afi, takk fyrir hlýjuna og ást- úðina. Elsku amma, Emma, Andrea, Óm- ar, Steini, Kristján, Guðjón, Akson- suda, Selma og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð. Megi Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni vekja hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þín afabörn, Guðveigur, Birgir og Steinþóra. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Elsku Auður og fjölskylda, vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Kári og fjölskylda. Látinn er kær vinur okkar, Þráinn Pálsson frá Enni í Unadal í Skaga- firði. Þeir kynntust ungir piltar, Þráinn og Ögmundur eiginmaður minn þeg- ar þeir unnu báðir í sláturhúsinu á Króknum. Milli þeirra tókst strax djúp vinátta sem hélst alla tíð þótt oft yrði langt milli funda. Ólíkir voru þeir um margt en afar tilfinningarík- ir báðir og áttu sameiginlega ástina á landinu, náttúru þess og sögu. Ég minnist heimsókna í Enni með- an Þráinn bjó þar, hve hann naut þess að sýna okkur jörðina og bú- stofninn, ekki síst geiturnar sem hann lagði sérstaka rækt við. Þarna var hann kóngur í ríki sínu. Alltaf var jafngott að sækja þau hjón heim, Auði og Þráin, eftir að þau settust að í Hveragerði, það besta ævinlega falt, hlýja og væntumþykja í fyrirrúmi. Það varð ekki langt milli þeirra vinanna, rúm tvö ár, og sami sjúk- dómur lagði báða að velli. Í veikind- um Ögmundar kom enn í ljós hve vænt Þráni þótti um æskuvin sinn svo vel sem hann fylgdist með hon- um. Í samtölum mínum við Þráin eftir að hann greindist með krabbamein dáðist ég að æðruleysi hans og vissu um hvað tæki við eftir dauðann. Ég vona sannarlega að þessir tveir skag- firsku smaladrengir gangi nú saman á ódáinsökrum eilífðarinnar. Innilegar samúðarkveðjur færi ég Auði, börnunum og fjölskyldunni allri frá okkur Helgu og Ólafi. Ragna Ólafsdóttir. Látinn er langt um aldur fram Þráinn Pálsson. Hann starfaði í garð- yrkjustöð Áss frá því í apríl 2004. Ég kynntist honum þó fyrr því Auður kona hans hefur unnið í Ási í áratugi. Einnig hitti ég Þráinn þá sjaldan sem bæjarfulltrúar Hveragerðisbæjar heimsóttu ullarþvottaverksmiðjuna en þar vann Þráinn um langt árabil. Það var aldrei asi eða læti í Þráni. Hann vann sín verk af samviskusemi og alúð. Hann var svo sannarlega í essinu sínu í garðyrkjustöðinni því hann hafði mikinn áhuga og yndi af allri ræktun. Garðurinn í Heiðar- brúninni ber þess glöggt vitni en þau Þráinn og Auður fengu viðurkenn- ingu Hveragerðisbæjar fyrir falleg- asta garðinn fyrir nokkrum árum. Að líta út í garð úr stofunni er eins og að líta út í fallegan blómagarð suður í Evrópu. Þráinn tók einnig til hend- inni í eldhúsinu og hann var sérstak- ur snillingur í pönnukökubakstri. Hann bakaði nokkur hundruð pönnu- kökur fyrir 17. júní ár hvert sem voru seldar ásamt öðrum kaffiveitingum í grunnskóla bæjarins, íþróttafélaginu til styrktar. Aldrei taldi hann það eft- ir sér að hjálpa til með þessum hætti. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Þráni og haft hann í vinnu í Ási. Auði og allri hans stórfjölskyldu votta ég mína dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykk- ar og söknuði. Gísli Páll, framkvæmdastjóri Áss. Þráinn Pálsson MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 33 Atorkumikill fram- kvæmdamaður er fall- inn frá. Hann skilur eftir sig djúp spor í byggingarsögu Reykjavíkur. Ungur haslaði hann sér völl við húsasmíðar og öðlaðist snemma meistararéttindi á því sviði. Í byrj- un vann hann fyrst og fremst við mótauppslátt húsbygginga og var annálaður dugnaðarforkur. Á þeim árum voru steypumót slegin upp með timburborðum en flekar og kranar lítt eða ekki notað. Reyndi því mjög á krafta og útsjónarsemi smiðanna. Hann og félagi hans Ólafur Haukur Árnason voru taldir meðal bestu húsasmiðanna. Síðar hófst samvinna þeirra og Björns L. Sigurðssonar húsasmíða- meistara sem einnig var í þessum hópi afkastamikilla og góðra smiða. Þeir unnu síðan saman í eina tvo áratugi við að byggja og selja íbúð- arhúsnæði, einkum fjölbýlishús, og má ætla að þeir hafi byggt á annað hundrað íbúðir á Reykjavíkursvæð- Magnús G. Jensson ✝ Magnús GuðjónJensson fæddist 29. júní 1933. Hann lést á heimili sínu 6. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogs- kirkju 16. júlí. inu. Á þeim árum var verðtryggingin ekki komin til sögunnar. Söluverð íbúðanna var því fast og á verð- hækkunartímum féll því ávinningurinn í hlut kaupenda. Lánsfé var af skornum skammti og eigi heldur unnt að leita eftir er- lendu lánsfé, en eins og allir vita er nú um stundir talið að erfið- leikar efnahagslífsins hér á landi stafi m.a. af því að Íslendingum bjóðist ekki er- lent lánsfé. Segja má með réttu „öðruvísi mér áður brá“. Þeir fé- lagar byggðu hagkvæm hús með vel hönnuðum íbúðum sem þeir sjálfir áttu þátt í að móta og síðan reisa með eigin höndum og ígrundun. Íbúðirnar voru yfirleitt seldar til- búnar undir tréverk og kaupendur gátu því sjálfir lokið gerð þeirra. Þeir félagar skiluðu samfélaginu miklu af sínu eigin hug- og verks- viti. Því miður kom heilsuleysi í veg fyrir enn lengra samstarf þeirra fé- laga en Magnús hélt ótrauður áfram á eigin vegum í mörg ár. Magnús var einarður og hafði fastar skoðanir á hlutunum. Hann var fljótur að sjá aðalatriði hvers máls og lét ekki sitja við orðin tóm. Hann kom hlutum í framkvæmd. Hann var mikill félagsmálamaður og vann sem slíkur að ýmsum góð- um málum. Hann starfaði í nefnd- um á vegum Reykjavíkurborgar og lét þar gott af sér leiða. Hann trúði á mikilvægi einstaklingsframtaksins og var virkur í starfi Sjálfstæðis- flokksins í mörg ár. Magnús var ákafur laxveiðimaður og unni ís- lenskri náttúru. Hann og fjölskylda hans áttu gott húsnæði við Með- alfellsvatn og voru þar löngum stundum. Við hjónin áttum ótal samveru- og gleðistundir með hon- um og Kristínu konu hans. Við get- um vermt okkur við þær góðu minningar. Þær munu lifa. Við vottum Kristínu og allri fjöl- skyldunni samúð við fráfall Magn- úsar. Blessuð sé minning hans. Sigrún og Grétar Áss. Þegar kemur að kveðjustund góðs vinar finnst okkur hún ávallt ótímabær. Svo er nú þegar við kveðjum Magnús G. Jensson. Um leið fer hugurinn af stað og minn- ingarnar um allar þær góðu stundir sem við áttum saman í kiwanisstarf- inu. Ferð frá Lúxemborg til Móna- kó, ekið gegnum fögur héruð Frakklands og Þýskalands. Nokkr- ar ferðir vestur á Ísafjörð með við- komu á Illugastöðum, í góðra vina hópi. Maggi að elda að sínum hætti og Höbbý að halda utanum hlutina. Ferð í Landmannahelli og veiði í Frostastaðavatni og þá ekki síst all- ar veiðiferðir okkar félaganna síð- sumars í Veiðivötn sl. 10 ár. Við vorum búnir að bóka hús 25. ágúst nk. til að fara í hina árvissu ferð í Veiðivötn, en Maggi fer nú í önnur veiðilönd. Það eru margar minningarnar um góðar og skemmtilegar ferðir, en samskiptin við Magga voru á svo mörgum sviðum. Það var gott að leita ráða hjá honum þegar eitthvað var að húsinu, þar kom maður ekki að tómum kofunum, hann var reyndur maður og úræðagóður. Það var gott að starfa með honum að fé- lagsmálum, hann hafði skýra skoð- un og setti hana fram á ákveðinn hátt en var ávallt tilbúinn að ræða aðrar tilögur og sættast á þá skoðun sem vitrænust virtist vera. Í þessum kraftmikla manni sló hjarta sem vildi hjálpa þeim sem minna máttu sín í þjóð- félaginu. Það væri að æra óstöð- ugan að reyna að telja upp allt það sem Maggi lagði á sig í vinnu fyrir Kiwanisklúbbinn Heklu gegnum þau mörgu ár sem hann starfaði þar. Að leiðarlokum þökkum við Erla allar þær góðu stundir sem við átt- um saman. Höbbý, börn og fjöl- skylda þið eigið alla okkar samúð, en minningin um góðan dreng lifir með okkur um ókomna framtíð. Og er þú lætur hinsta sinn úr höfn við hljóðir þökkum okkar gömlu kynni. Og þegar góðra drengja nefnast nöfn, mun nafn þitt jafnan oss í fersku minni. (Þ.H.) Þorsteinn og Erla. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.