Morgunblaðið - 19.07.2008, Page 44
44 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
„ÞEGAR þetta var sem erfiðast uppi á spítala
vorum við sammála um að um leið og við hefð-
um þol í að standa í lappirnar færum við aftur af
stað,“ segir Svala Björgvinsdóttir, söngkona
hljómsveitarinnar Steed Lord. „Við nennum
ekki að gera ekki neitt og vorkenna sjálfum
okkur.“
Hljómsveitarmeðlimir lentu í hörmulegu bíl-
slysi í apríl og voru sumir þeirra mjög hætt
komnir á tímabili. Nú er Steed Lord komin aft-
ur á ról og gott betur því bandið er á leið til
Bandaríkjanna í þriggja vikna tónleikaferðalag.
Til að hita upp fyrir Bandaríkjaförina ætlar
Steed Lord að halda tónleika á Q-bar í Ingólfs-
stræti og er von á miklu fjöri því kvöldið hefst
með heljarinnar grillveislu kl. 20 og taka DJ
Danni Deluxxx og DJ M.E.G.A. þátt í fjörinu.
Steed Lord stígur á svið á miðnætti.
Aldrei svona mikið áður
„Við höfum spilað mikið úti, en aldrei neitt
svona, ekki nema 3-4 gigg í hverri ferð í mesta
lagi,“ segir Svala, en leiðin liggur um 15 borgir
frá vesturströnd til austurstrandar og norður
til Toronto. Svala hlær þegar blaðamaður spyr
hvort hljómsveitarmeðlimir verði ekki orðnir
allverulega sjúskaðir eftir ferðalagið: „Nei nei,
ég held að þetta verði rosa gaman, við myndum
aldrei fara út í þetta ef við nenntum þessu
ekki.“
Það er heldur ekki að ástæðulausu að Steed
Lord þarf að fara svo víða. Alls staðar bíða
þeirra ólmir aðdáendur: „Mikil eftirspurn er
eftir hljómsveitinni og margir í Ameríku sem
vilja sjá okkur. Það spilar inn í að við erum
komin með umboðsmenn bæði í Bandaríkj-
unum og Evrópu en við sjáum t.d. í gegnum
Myspace-síðu hljómsveitarinnar hversu mikill
áhuginn er.“
Breytt fólk en sami hljómurinn
Ný plata er væntanleg frá Steed Lord með
haustinu á íslenskan markað og standa vonir til
að gefa plötuna út vestanhafs snemma á næsta
ári. Svala lofar góðri tónlist: „Auðvitað er tón-
listin okkar í stöðugri þróun en Steed Lord-
sándið er alltaf á sínum stað,“ segir hún.
En þótt Steed Lord-hljómurinn sé ennþá þá
sami neitar Svala því ekki að slysið í apríl hafði
mikil áhrif á meðlimi hljómsveitarinar. „Auðvit-
að breytir þetta manni algjörlega og eftir svona
slys tekur maður engu sem sjálfsögðum hlut
lengur. Við fundum það sjálf þegar við byrjuð-
um að semja og æfa að slysið hefur breytt okk-
ur öllum. En við komum sterkari út úr þessu.“
Aftur af stað
19. júlí: Q-bar
25. júlí: San Francisco
(m. Does It Offend You, Yeah?)
26. júlí: Seattle
27. júlí: Portland (m. Chromeo)
28. júlí: Los Angeles
29. júlí: Los Angeles
31. júlí: San Diego (m. Chromeo)
1. ágúst: Costa Mesa
2. ágúst; Los Angeles
5. ágúst: Atlanta
6. ágúst: Austin
7. ágúst: Dallas
8. ágúst: Toronto
9. ágúst: Chicago
Viðkomustaðir
Steed Lord
Steed Lord heldur tón-
leika á Q-Bar í kvöld til
að hita upp fyrir tón-
leikaför um Bandaríkin
Vesturfarar Meðlimir Steed Lord koma víða við á löngu og strembnu tónleikaferðalagi um
N-Ameríku. Svala ásamt Einari, Eðvarði og Erlingi Egilssonum.
www.myspace.com/steedlord
www.qbar.is
/ ÁLFABAKKA
HANCOCK kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
WANTED kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára
WANTED kl. 2 LÚXUS VIP B.i. 16 ára
THE CHRONICLES OF NARNIA 2 kl. 2 - 5 B.i.12 ára
DECEPTION kl. 3:30 - 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára
MAMMA MÍA kl. 1:30-3:40-5:40D-8D-10:20D LEYFÐ DIGITAL
MAMMA MÍA kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ LÚXUS VIP
KUNG FU PANDA m/íslensku tali kl. 1:30D - 3:40D - 6 LEYFÐ DIGITAL
KUNG FU PANDA m/ensku tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
eeee
Yfirburða snilldarleg bresk- bandarísk
gaman-, söng- og dansræma byggð á
svellandi ABBA-lögum, frábærlega fjörug,
fyndin, fjölskrúðug og kynþokkafull.
- Ó.H.T, Rás 2
eee
“Hressir leikarar, skemmtilegur fílingur
og meiriháttar tónlist!”
- T.V. - Kvikmyndir.is
Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi
SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK
OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK
eee
- L.I.B, Topp5.is/FBL
VINSÆLASTA MYNDIN
Á ÍSLANDI Í DAG!
OG AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI
SPARBÍÓ 550kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB
STÓRLEIKARARNIR HUGH JACKMAN OG EWAN MCGREGOR
FARA HAMFÖRUM Í BESTA ÞRILLER SUMARSINS.
/ KRINGLUNNI
DECEPTION kl. 8:10 - 10:30 B.i. 14 ára
MEET DAVE kl. 2 - 4 - 6 B.i. 7 ára
WANTED kl. 8D - 10:20D B.i. 16 ára DIGITAL
KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 2D - 4D - 6D LEYFÐ DIGITAL
CHRONICLES OF NARNIA kl. 2 - 5 B.i. 7 ára
INDIANA JONES 4 kl. 8 B.i. 12 ára
THE BANK JOB kl. 10:20 B.i. 16 ára