Morgunblaðið - 01.08.2008, Side 4

Morgunblaðið - 01.08.2008, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Í DRÖGUM að nýrri lögreglusam- þykkt fyrir Reykjavíkurborg, sem lögð var fram í borgarráði fyrr í sum- ar, eru nokkur nýmæli frá gildandi lögreglusamþykkt, m.a. þau að svo- nefndir „auglýsingabílar“ verða bannaðir nema með leyfi bygginga- fulltrúa. Þar er um að ræða bann við óleyfilegum auglýsingaskiltum á al- mannafæri sem hingað til hefur ekki náð til yfirgefinna bíla með auglýs- ingaskiltum. Í bréfi skrifstofu borg- arstjórnar til borgarráðs segir að auglýsingabílum hafi fjölgað og þeir séu til lýta í umhverfinu auk þess sem þeir trufli umferð. Drögin boða einnig víðtækara bann frá því sem áður var við að leggja stórum bílum á götum eða almennum bílastæðum. Nú er aðeins bannað að leggja trukkum á nóttunni í þessi stæði en nýju drögin gera ráð fyrir að bannið gildi allan sólarhringinn. Mið- að er við 4 tonna heildarþyngd í stað 5 tonna áður, en samkvæmt eldri lög- reglusamþykkt var miðað við 3,5 tonn. Þessi breyting er gerð að feng- inni reynslu. Þá er reiknað með að lögreglustjóri geti að fengnum tillögum borgar- stjórnar takmarkað eða bannað um- ferð stórvirkra vinnuvéla, vörubíla eða annarra ökutækja á einstökum götum ef slík umferð er álitin hættu- leg eða til sérstakra óþæginda fyrir aðra umferð eða íbúa. Borgin gefi út leyfi í stað garðyrkjustjóra Þá er boðuð sú breyting að Reykja- víkurborg komi sem leyfisveitandi vegna samkomuhalds á grænum svæðum borgarinnar o.fl. í stað garð- yrkjustjóra borgarinnar áður. Sam- kvæmt nýju drögunum er gert ráð fyrir að sótt verði um leyfi til upplýs- ingamiðstöðvar borgarinnar sem síð- an setji málið í réttan farveg innan borgarkerfisins með því að leita um- sagnar garðyrkjustjóra. Þannig geti borgarbúar leitað á einn stað með um- sóknir í stað þess að snúa sér til ein- stakra embættismanna borgarinnar. Ástæða endurskoðunar lögreglu- samþykktarinnar nú er reglugerð dómsmálaráðuneytisins frá 2007 um lögreglusamþykktir en þar segir að einstakar lögreglusamþykktir sem settar hafi verið fyrir setningu reglu- gerðarinnar skuli gilda í sex mánuði eftir gildistöku hennar, nema ný lög- reglusamþykkt hafi verið gerð fyrir hlutaðeigandi sveitarfélag á tíma- bilinu. Í nýju drögunum er fjallað um meðferð skotvopna sem er samhljóða gildandi lögreglusamþykkt og fyrr- nefndri reglugerð dómsmálaráðu- neytisins. Samkvæmt reglugerðinni er meðferð skotvopna óheimil á al- mannafæri en óheimil í þéttbýli skv. gildandi lögreglusamþykkt. Nýju drögin boða þá stefnu að takmörkun- in nái ekki einungis til þéttbýlis, þar með talið heimahús og atvinnufyrir- tæki, heldur einnig til svæða utan þéttbýlis sem opin eru almenningi. Um staðsetningu, opnunartíma, af- greiðslutíma áfengis, veitingastaða o.fl. gilda málsmeðferðarreglur borg- arráðs um veitingastaði. Auglýsinga- bílarnir óvelkomnir Morgunblaðið/Árni Sæberg Lögreglusamþykkt Borgin er ekki hrifin af bílum sem þessum. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson Akureyri | Rauð hjörtu blasa nú við vegfarendum í hverju einasta umferðarljósi á Akureyri og allt er klárt fyrir hátíðina Ein með öllu … og allt undir. Uppátækið hefur komið brosi á varir þeirra sem eru stopp á rauðu ljósunum og Margrét Blöndal, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segir að fjöldi brosa, ekki bara fólks, muni verða árangurskvarð- inn í ár: „Við erum að fara yfir síðasta tékklist- ann,“ sagði Margrét þegar blaðamaður náði af henni á harðahlaupum. „Við erum að redda meira heyi í Dynheima og ætlum að finna gamla speg- ilinn til að skapa réttu stemninguna í húsið þegar diskótekið hefst [í kvöld – innsk. blm.]. Iðnaðar- safnið er klárt og búið að líma Valash miða á flösk- urnar.“ Eins og greint hefur verið frá í Morgun- blaðinu svífur nú andi 9. áratugarins yfir bænum, þannig að verslanir á Akureyri virðast fastar í tímaskekkju. Í búðinni Sirka verður Dallasþema, í Centro hafa verið „leggings“ verið sérsaumaðir, starfsmenn bláu könnunnar eru í búningum og glitlistmunir frá 9. áratugnum prýða nú galleríin. „Þetta er algjört ævintýri. Ég get ekki séð að þetta gæti verið yndislegra og ég er orðin mjög spennt fyrir að hátíðin hefjist. Þetta er svolítið eins og á jólunum, allt í einu klukkan 6 þá detta jól- in inn og þá getur maður ekki verið annað en glað- ur.“ Mikill mannfjöldi í miðbænum Umferðin til bæjarins hefur verið talsverð und- anfarna daga, en Daníel Guðjónsson yfirlögreglu- þjónn segir það ekki alveg ljóst hvort það sé vegna verslunarmannahelgarinnar eða góða veðursins. Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn seg- ir mikinn mannfjölda kominn í bæinn en allt geng- ið vel hingað til: „Veðrið hefur verið ljómandi gott og ekkert hefur plagað okkur, allir brosandi og góðir.“ Aðspurður segir Ólafur það verða lítið mál að fara í lögreglubúningana frá 9. áratugnum, en það verður hluti af þemanu í bænum yfir helgina. „Þeir eru svo einfaldir, að það er nú lítið mál. Þetta er bara gamli góði hátíðarbúningurinn. Einhverjir okkar hafa reyndar bólgnað út og einhverjir bún- ingar skroppið saman. En margir okkar eiga bún- ingana enn og við munum sýna okkur í miðbæn- um. Það er líka gaman að ganga þar núna og spjalla við fólk í góða veðrinu.“ „Algjört ævintýri“ „Hjartastopp“ Rauð hjörtu eru nú í hverju umferðarljósi á Akureyri.  Árangurinn mældur í brosum á Einni með öllu í ár  Lögreglumenn fara í hátíðarbúning frá 9. áratugnum Seyðisfjörður | Heldur hefur dregið úr makrílveiði á miðunum austan við land síðustu daga. Góð makrílveiði í sumar hefur verið góð búbót fyrir út- gerðirnar því makríll er utan kvóta hjá Íslendingum. Makríll hefur mest veiðst sem meðafli með síld en í sum- ar hefur hann oft verið 40 til 60% aflans, að sögn Karls Jóhanns Birg- issonar, rekstrarstjóra útgerðar hjá Síldarvinnslunni hf. Dregið hefur úr veiðunum síðustu daga og hlutfall makríls minnkað. Makríllinn er ofarlega í sjónum og hefur reynst best að láta tvö skip veiða saman með svokölluðu tvíbura- trolli. Skip Síldarvinnslunnar, Börk- ur og Birtingur, eru á miðunum og fleiri skip sem leggja upp hjá fyr- irtækinu. Aflinn er bræddur í verk- smiðjunum á Norðfirði og Seyðis- firði og þar hefur verið mikið að gera. Til að auka afköst skipanna við veiðar hefur Súlan EA verið í hlut- verki flutningaskips. Hún flytur afla frá veiðiskipunum á miðunum og að verksmiðjunum á Norðfirði og Seyð- isfirði. Myndin var tekin í fyrradag þegar unnið var við löndun úr Súl- unni á Seyðisfirði. Íslendingar eru ekki aðilar að samningi strandþjóða um skiptingu makrílkvótans. Karl Jóhann segir mikilvægt að sinna þessum veiðum til að fá vopn upp í hendurnar gagn- vart hinum þjóðunum. Þegar Ís- lendingar fái makrílkvóta geti út- gerðirnar veitt makrílinn seinna á haustin, þegar hann henti betur til manneldisvinnslu. Fleiri þjóðir hafi áhuga á þessum stofni. Karl getur þess að rússnesk veiðiskip séu að nálgast miðin og þau séu að veiðum. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Dregur úr makrílveiði hjá íslensku veiðiskipunum ENN er óvíst hvort lundi verð- ur veiddur til 15. ágúst í Vest- mannaeyjum eins og venjan er eða hvort haldið verður í júní- ákvörðun bæj- arráðs um að stytta veiði- tímabilið til 31. júlí. Fyrr í vikunni samþykkti bæj- arráð að framlengja tímabilið aftur til þess 15. vegna góðra horfa hjá lundastofninum, auk þess sem lítið hefur veiðst hingað til. Endanlegri ákvörðun hefur hinsvegar verið slegið á frest eftir að ábendingar um pysjudauða bárust frá Nátt- úrustofu Suðurlands. Að sögn Gunnlaugs Grettissonar, forseta bæjarstjórnar, tekur nú við fjögurra daga rannsóknarvinna, en farið var í könnunarleiðangur um veiðisvæðin í gær. „Við tökum ábendingar Náttúrustofu alvarlega en hlustum líka á bjargveiðimenn- ina og þeir ætla núna að bíða og sjá hvernig fram vindur. Þeir hafa sýnt mikla ábyrgð og gott frumkvæði í þessu máli,“ segir Gunnlaugur. Lokaákvörðun verður tekin á þriðjudag þegar niðurstöður rann- sóknanna liggja fyrir. unas@mbl.is Lundinn rannsakaður yfir þjóðhátíð Lundinn stendur höllum fæti. FÉLAGAR í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna (LSS) samþykktu á fundi sínum á Keflavíkurflugvelli í gær að ganga að tilboði Flugmála- stjórnar um aukagreiðslur fyrir ýmsa þjónustu á vellinum, með sam- komulagi sem rennur út í árslok. Forsaga málsins er sú að þegar bandaríska herliðið hélt af landi brott 2006 gerði Flugmálastjórn samning við LSS um að greiða sem svarar 20 yfirvinnutíma á mánuði fyrir þau störf sem herliðið greiddi áður fyrir með staðaruppbót. Felur samkomulagið nú í sér að greiddir verða 10 tímar fram að áramótum. Afstýrðu röskun á flugi VEGNA innsetningar í embætti for- seta Íslands í dag verður svæði í miðborginni lokað í fimm og hálfa klukkustund eða frá hádegi og til 17.30 síðdegis. Um er að ræða Kirkjutorg við Skólabrú, Templ- arasund við Vonarstræti og Kirkju- stræti við Pósthússtræti og er veg- farendum því góðfúslega bent á að finna sér aðrar leiðir, segir í til- kynningu frá lögreglunni. Þeir sem hyggjast nýta sér bílastæði í mið- borginni eru sömuleiðis beðnir að hafa þetta hugfast svo komast megi hjá óþægindum. Götum lokað í miðborginni Í lögum um lögreglusamþykktir frá 1988 segir að þær skuli fjalla um allsherjarreglu, reglu og velsæmi á og við almannafæri og allt sem lýtur að því að draga úr hættu og óþæg- indum. Þær kveða á um að greiða skuli fyrir umferð og tryggja öryggi fólks. Þær fjalla einnig um friðun og vernd mannvirkja og opinna svæða og hvernig stuðla megi að góðri um- gengni og hreinlæti á almannafæri. Einnig er fjallað um afgreiðslutíma veitingastaða og skemmtanahald. Brot gegn lögreglusamþykkt varða sektum. Sama gildir um brot á reglum sem settar eru samkvæmt lögreglusamþykkt. Ef kenna má yf- irsjón barns skorti á hæfilegri umsjá foreldris eða þess sem gengur barninu í foreldrisstað skal refsa þeim fyrir yfirsjónina. Samkvæmt lögreglusamþykkt Reykjavíkur eru áflog og óspektir bannaðar á almannafæri og enginn má sýna af sér ósæmilega háttsemi eða trufla umferð. Þá er bannað að valda ónæði eða raska næturró fólks. Lögreglusamþykktir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.