Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BERGUR Sig- urðsson, fram- kvæmdastjóri Landverndar, segir úrskurð umhverfis- ráðherra um Bakka fordæm- isgefandi. Ekki sé því útséð um að orkuflutn- ingar og orkuöfl- un fyrir álverið í Helguvík verði lát- in sæta sameiginlegu umhverfis- mati, þótt álverið sjálft standi þar utan. „Ég tel einsýnt í ljósi þessa nýja úrskurðar að orkuöflun og orkuflutningar um Reykjanesskag- ann fari í sameiginlegt mat. Málum af þessu tagi ber í framtíðinni, í ljósi hans, að beina inn í sameig- inlega skoðun. Í raun þýðir þetta að við fáum líka heildstætt mat fyrir Helguvík.“ Umhverfismati virkjana fyrir Helguvík er enn ólokið. FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is NIÐURSTÖÐUR umhverfis- ráðherra um sameiginlegt umhverf- ismat álvera og tengdra fram- kvæmda, annars vegar í Helguvík (3. apríl) og hins vegar á Bakka við Húsavík (31. júlí), eru andstæðar. Margir hafa lýst undrun sinni vegna hinnar síðari, um Bakka, og telja þá fyrri hafa átt að gefa fordæmi. En af hverju eru niðurstöðurnar þá ólíkar? Úrskurðurinn um Bakka er fyrsta beiting sameiginlegs mats, for- dæmalaus. Hins vegar virðist for- dæmisgildi úrskurðarins um Helgu- vík takmarkað. Þar réðst niðurstaðan af því að ákvörðun var haldin formgalla og þar að auki segir í niðurlagi hans að hann sé ekki for- dæmisgefandi um aðrar mats- skyldar framkvæmdir tengdar Helguvík. Er hann fordæmisgefandi um önnur álver, ef hann er það ekki einu sinni um sama álver síðar meir? Fólgin í áliti sem kom eftir á Skipulagsstofnun tók ekki sér- staka og sjálfstæða ákvörðun um sameiginlegt mat í Helguvík, heldur var hún eingöngu innifalin í áliti stofnunarinnar á umhverfismatinu, sem eðlilega var gefið eftir að um- hverfismatinu var lokið. Landvernd kærði og ráðuneytið áleit þetta formgalla, því ákvörðunina hefði átt að tilkynna áður en umhverfismatið var gert. Þennan galla var ekki hægt að láta bitna á framkvæmdarað- ilunum, sem voru búnir að fram- kvæma matið í góðri trú. Úrskurð- urinn um Helguvík byggðist því að stórum hluta á meðalhófsreglunni. Ákvörðun eftir á, um sameiginlegt umhverfismat, þótti of íþyngjandi. Reyndar töldu sumir að Skipulags- stofnun hefði tekið ákvörðunina vor- ið 2006, í áliti um matsáætlun Helgu- víkur. Kærufrestur væri útrunninn og vísa ætti kærunni frá. Umhverfismati framkvæmdanna fyrir norðan er hins vegar ekki lokið. Einungis tvær frummatsáætlanir af fjórum lágu fyrir þegar ákvörðun Skipulagsstofnunar var kærð. Svo virðast fáir vita hvernig hið sameiginlega umhverfismat allra framkvæmda bætir ferlið. Einna helst hefur verið vísað til „gegn- særra ferlis“ og sammögnunaráhrifa framkvæmdanna, sem verði betur ljós. Samt er það lögfestur hluti um- hverfismats sérhverrar mats- skyldrar framkvæmdar að meta eigi möguleg sammögnunaráhrif hennar með öðrum framkvæmdum. Formsatriði ráða niðurstöðunni Álverin á Bakka og í Helguvík fá mis- munandi meðferð í umhverfiskerfinu Morgunblaðið/Hafþór Bakki Álverið og virkjanirnar verða fyrst til að fara í gegnum sameiginlegt mat. Kárahnjúkavirkjun og Fjarðaál urðu þess heiðurs ekki aðnjótandi. KIRKJURÁÐ hefur ákveðið að kirkjujörðin Mosfell í Mos- fellsdal verði skilin frá prestsbústaðnum í kjölfar ráðn- ingar nýs sókn- arprests í Mos- fellsprestakalli í haust. Prests- setrinu verður formlega skipt í tvær fasteignir og mun jörðin ekki lengur fylgja embættinu, sem aug- lýst hefur verið laust til umsóknar frá 15. október. Að sögn Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, upplýsingafulltrúa Biskupsstofu, stendur ekki almennt til að taka jarðir af prestaköllum, heldur er þetta sérstakt tilfelli þar sem Mosfellsprestakall er hið eina á höfuðborgarsvæðinu sem prests- setur fylgir. „Þarna þjónar prest- urinn fyrst og fremst í þéttbýli og það þótti eðlilegt að í svo stóru og annasömu prestakalli þyrfti prest- urinn ekki líka að sjá um umsýslu jarðarinnar, eins og hefur verið,“ segir Steinunn. Prestssetrið sjálft mun áfram standa að Mosfelli og er sóknar- presti skylt að sitja það og hafa um- sjón með því, en jörðin mun héðan af heyra undir fasteignasvið Kirkjuráðs. Ekki liggur fyrir hvernig jörðin verður nýtt, að sögn Steinunnar, en ekki stendur til að selja hana þótt til greina komi að hún verði leigð. unas@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Mosfell Kirkjustaður síðan á 12. öld en þessi kirkja var vígð 1965. Mosfelli skipt upp í tvennt Jörðin verður skilin frá prestssetrinu Steinunn A. Björnsdóttir MIKIL þornun í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi gæti orðið þess valdandi að stór hluti unga af gargandarkyni komist ekki á legg. Gargöndin er sjaldséður fugl á höfuðborgarsvæðinu en tölu- vert var um gargandarvarp við Bakkatjörn á vordögum. „Tjörnin hefur þornað statt og stöðugt vegna þurrviðris. Ég man samt ekki eftir því að hafa séð tjörnina svona litla áður,“ segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, líffræðingur hjá Nátt- úrufræðistofnun. „Ef tjörnin þornar mikið þá minnkar ætið. Þetta er mjög óheppilegt. Tjörnin er sund- og baðstaður máva og álfta. Álftirnar nærast þó aðallega á grasbakkanum þarna, svo þornunin kemur sér líklega ekki illa fyrir þær.“ Nokkrar andartegundir verpa við tjörnina. Þeirra á meðal er gargönd. „Það eru 4-5 kollur þarna með unga og það er hætt við því að þær missi ungana. Þegar tjörnin minnkar auðveldar það líka mávum að drepa ungana því þeir eru berskjaldaðir.“ Að sögn Kristins heyrir dýralíf við tjörnina þó ekki sögunni til. Daltjörn, skammt frá Bakkatjörn, hefur margsinnis þorn- að upp en líf hefur alltaf glæðst þar að nýju þeg- ar hún fyllist á ný. „Ég hef ekki trú á því að þessi þornun verði til frambúðar,“ segir Kristinn. thorbjorn@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Þurrkur skaðar fuglalíf Bakkatjarnar „Óttast hefur verið að hraður vöxtur bankanna innanlands og utan, sem var að mestu fjármagn- aður með erlendu lánsfé, gæti grafið undan styrk þeirra nú þegar kostnaður við lántöku hefur auk- ist,“ segir í greininni. Kynti undir þúsund punkta álagi Þessi ótti hafi kynt undir um þúsund punkta skuldatryggingarálagi þessa dagana, sem gæfi al- mennt til kynna að hrun væri mjög líklegt. Fátt í niðurstöðum uppgjöranna hafi hins vegar bent til slíks, þrátt fyrir vaxandi tap af útlánastarfsemi og samdrátt hagnaðar. Á breska fjármálavefnum This Is Money er engu að síður rætt um vaxandi áhyggjur af stöðu íslensku viðskiptabankanna. Þannig er bent á að um 300 þúsund Bretar eigi sparifé á reikningum íslenskra banka erlendis, þ.e. Icesave Lands- bankans og Kaupþing Edge. Talsmenn bankanna hafi ítrekað gefið út yfirlýsingar um styrk sinn, og málið hafi meira að segja gengið svo langt að forsætisráðherra landsins hafi þurft að sannfæra fólk í fjármálageiranum um góða stöðu mála. Haft er eftir rekstrarstjóra Icesave að móður- félagið, Landsbankinn, sé algerlega tryggt og ástæðulaust að hafa áhyggjur. Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is HÆTTA á gjaldþroti eða alvarlegum vanda ís- lensku bankanna þykir hafa fjarað út eftir að þeir birtu uppgjör sín nú í síðustu viku. Lánsfjár- kreppan setti vissulega mark sitt á afkomu Glitn- is, Kaupþings og Landsbankans, sem ásamt erf- iðari fjármögnunarskilyrðum dró úr hagnaði milli ára. Fjárhagslegur styrkur, kjarnastarfsemi og helstu tekjulindir skiluðu þó sínu. Á þetta bendir blaðamaður Financial Times í grein á vef blaðs- ins. Þurfa ekki að óttast gjaldþrot  Financial Times segir uppgjör íslensku bankanna sýna að engin hætta sé á ferðum  Breskir viðskiptavinir Icesave og Kaupþing Edge nær jafnmargir Íslendingum Virkjanir í Helguvík eftir Bergur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.