Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Hálfsárs-uppgjörstóru við- skiptabankanna þriggja sýna vel að harðnað hefur á dalnum í íslenzku efnahagslífi, eins og fjallað er um í fréttaskýringu í Morg- unblaðinu í dag. Hins vegar sýna reikningar bankanna líka að þeim hefur tekizt að bregðast við breyttu efna- hagsástandi og standa á sterkum grunni. Það skiptir miklu máli að svo virðist sem tekizt hafi að miðla því til alþjóðlegra fjöl- miðla að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af banka- kreppu hér á landi. Í fyrradag fjallaði brezka blaðið Fin- ancial Times um uppgjör bankanna og sagði þau slá á áhyggjur af fjármálakreppu á Íslandi. Umfjöllun sem þessi er mik- ilvæg, ekki sízt í því ljósi að jafnvel virðulegt blað eins og Financial Times hefur stund- um verið reiðubúið að slá fram heldur glannalegum spádóm- um um „hrun“ á Íslandi. Hvort hér er um það að ræða að markviss upplýsinga- starfsemi íslenzkra fyrirtækja og stjórnvalda erlendis er far- in að bera árangur eða hvort erlendir fjölmiðlamenn eru farnir að kynna sér bakgrunn málsins betur skiptir ekki öllu máli; það mik- ilvæga er að hinn alþjóðlegi fjár- málaheimur fái raunsanna mynd af stöðu mála hér á landi. Þótt hér séu erfiðleikar í efnahagslífinu, eru það yfirstíganlegir erf- iðleikar. Þetta breytir ekki því að ástandið verður víða erfitt í haust; það sést vel af þeim upphæðum, sem bankarnir leggja nú í afskriftarsjóði. Undanfarna daga hafa fréttir borizt af gjaldþrotum fyr- irtækja og óvissu í atvinnu- málum starfsmanna þeirra. Meira á eftir að koma af slíkum fréttum þegar líða tek- ur á haustið. Og sjálfsagt verða bankarnir þá sakaðir um óbilgirni og að gæta fyrst og fremst eigin hagsmuna, þegar þeir vilja ekki veita fyr- irtækjum fyrirgreiðslu til að halda áfram rekstri. Í þeim efnum verður hins vegar að gera ráð fyrir að stjórnendur bankanna taki ákvarðanir eft- ir beztu vitund; haldi ekki áfram að lána í rekstur, sem á ekki framtíðina fyrir sér, en standi með fyrirtækjum sem geta spjarað sig til lengri tíma litið. Ekki má gleyma því að staða bankanna skiptir miklu máli fyrir álit íslenzks efna- hagslífs í heild út á við. Bönkunum hefur tekizt að bregðast við breyttu efna- hagsástandi} Yfirstíganlegir erfiðleikar AlexanderSolzhenítsyn var einn áhrifa- mesti rithöfundur tuttugustu ald- arinnar. Bækur hans um gúlag Stalíns mót- uðu afstöðu milljóna manna um allan heim til Sovétríkj- anna – opnuðu augu margra heima fyrir og rifu jafnframt niður glansmyndina sem margir aðdáendur Sovétkerf- isins á Vesturlöndum höfðu tekið þátt í að mála. Solzhenítsyn mátti þola út- legð á Vesturlöndum, lengst af í Bandaríkjunum, eftir að hann gaf út fyrsta bindi Gúlag-eyjaklasans á áttunda áratugnum. Gagnrýni hans á Sovétkerfið helgaðist þó síður en svo af ást á vestrænu frjálslyndi, lýðræði og kapít- alisma. Solzhenítsyn var fyrst og fremst rússneskur þjóð- ernissinni, sem hafði föður- landið og rétttrúnaðarkirkj- una í hávegum. Sem slíkur sneri hann aftur til Rússlands eftir fall Sovét- ríkjanna og gagnrýndi harð- lega þáverandi valdhafa, sem voru hallir undir Vesturlönd. Undir það síðasta mátti túlka ýmsar yf- irlýsingar hans sem stuðning við þjóðernisstefnu Vladímírs Pútín, enda sæmdi sá síðar- nefndi hann orðu fyrir verk sín. Fyrir fáeinum árum gagnrýndi rithöfundurinn NATO til dæmis harkalega og sakaði bandalagið um að vilja leggja Rússland undir sig. Gagnrýni hans á vestræna neyzluhyggju var vægð- arlaus. Undir það síðasta afneituðu margir gamlir andófsmenn í Rússlandi Solzhenítsyn og sögðust ekki kannast við manninn, sem hefði skrifað Gúlag-eyjaklasann. Áhrif hans í rússnesku menningar- lífi voru lítil undir það síðasta. Solzhenítsyns verður þó fyrst og fremst minnzt sem andófsmannsins, sem tók þátt í að fletta ofan af mannvonzku Stalíns og kerfisins, sem hann smíðaði. Sem slíkur gegndi hann mikilvægu sögulegu hlutverki. Solzhenítsyn gegndi mikilvægu sögulegu hlutverki} Föðurlandsvinur deyr O ddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og fyrrver- andi iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, tók stórt upp í sig í fjölmiðlum um helgina í um- ræðunni um fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík, þegar hún sakaði Þórunni Svein- bjarnardóttur umhverfisráðherra um sýndar- mennsku fyrir ákvörðun um að heildarmat skuli gert á umhverfisáhrifum framkvæmdar- innar. Gott ef hún kallaði það ekki líka þjónkun við háværan minnihluta í Samfylkingunni. Um það atriði hef ég ekki hugmynd og það er mér óviðkomandi hvers flokkskyns fólk er sem hef- ur skoðanir á málinu, enda er fjórlita sýnin í ís- lenskri pólitík jafn úreld og gamaldags og fyr- irgreiðslustefna þingmanna sem hafa ekki áhuga á öðru en að gera vel við sitt fólk án tillits til hagsmuna heildarinnar. Það er þá kannski best að spyrja hver skaðinn af heild- armati umhverfisáhrifa Bakkaversins gæti orðið? Jú, Val- gerður telur ákvörðun umhverfisráðherra „… slæm skila- boð send fólki og atvinnulífinu í landinu. Ekki síst fólki og sveitarstjórnarmönnum á Norðausturlandi sem hafi unnið ötullega að undirbúningi álversins í mörg ár“. (RÚV) Slæm skilaboð, er það nú allur skaðinn? Og eru það öll rökin? Ekki efast ég um að unnið hafi verið ötullega að undirbúningi álversins í mörg ár. En er það ekki sjálfsögð krafa að vel sé staðið að undirbúningi slíkra framkvæmda? Valgerður talar eins og krafan um umhverfismatið snúist um að umhverfisráðherra haldi að fúskað hafi verið við undirbúninginn og ætli nú að reiða til höggs til að hindra framkvæmdirnar á ein- hvern hátt. En þar hefur Valgerður í grund- vallaratriðum rangt fyrir sér og kjánalegt að láta líta út fyrir að eitthvað annað búi að baki ákvörðun ráðherra en það sem skynsamlegt er og sanngjarnt, allri þjóðinni til heilla. Umhverfismat snýst um það sem í orðanna hljóðan felst og umhverfisráðherra ber lögum samkvæmt að verja hagsmuni umhverfis og náttúru. Svo einfalt er það. Umhverfismatið snýst ekki um að leyfa eða banna, það snýst einfaldlega um að meta þau áhrif sem fram- kvæmdirnar koma til með að hafa á umhverfi sitt. Í því felst ekkert annað en að leita þeirra upplýsinga. Er hugsanlegt að eitthvað mis- jafnt eða miður fallegt kunni að koma í ljós? Um það hef ég auðvitað enga hugmynd, en tel mig eiga fullan rétt á að vita. Ef svo vel hefur verið staðið að und- irbúningi framkvæmdarinnar hljóta upplýsingar um áhrif hennar á umhverfið að þola dagsljósið. Er það ekki? Og hvað með það þótt Helguvík, sem illu heilli fór ekki í slíkt mat, verði á undan Bakka? Er það fyrirgreiðslupólitíkus- inn sem þar talar? Því fer fjarri að allir í þessu landi séu ál- verstrúar, en þeir sem aðhyllast hana, ekki síst stjórn- málamenn, ættu að láta af hroka í garð þeirra sem efast og krefjast sanngirni. Umhverfisráðherra sýndi fagmennsku og gerði það sem henni bar. Upplýsingarnar eiga að liggja á borðinu. begga@mbl.is Bergþóra Jónsdóttir Pistill Hvað veldur óttanum? Hvar er fóturinn minn? FRÉTTASKÝRING Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is S prengjueyðing er ekki ein- faldasta starf í heimi. Hvað þá það hættulaus- asta. Ein vanhugsuð hreyfing og voðinn er vís. Það sama gildir raunar um óbreytta borgara á sprengjusvæði – eitt ógætilegt skref og örlögin eru ráðin. Marvin Ingólfsson sprengju- sérfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands hefur hitt marga sem orðið hafa illa úti vegna sprenginga. Týnt höndum og fótum og afmyndast eftir glóandi sprengjubrot. Marvin hefur líka bjargað fólki frá því að verða fyrir slíkum hörm- ungum. Hann hefur unnið við sprengjueyðingu í Líbanon og á Sri Lanka á vegum Íslensku friðargæsl- unnar. Marvin kom nýverið heim úr annarri ferð sinni til Líbanon og seg- ir mikið verk þar enn fyrir höndum. Að dreifa sprengjum tekur ekki ýkja langan tíma – að hreinsa þær upp er margfalt tímafrekara. Heimili eða skotmark? Í stríðinu milli Ísrael og Líbanon fyrir tveimur árum beitti Ísraelsher umdeildu vopni: Klasasprengjum. Slíkar sprengjur innihalda tugi eða hundruð smásprengna sem dreifast úr stóru hylki og geta náð að eyði- leggja gríðarstórt svæði – heimili jafnt sem hernaðarskotmörk. „Klasasprengjurnar valda skaða í Líbanon enn þann dag í dag. Þær áttu að springa við lendingu en eins og algengt er með klasasprengjur gerðu margar það ekki. Sumum var kastað úr of lítilli hæð, aðrar voru gallaðar og þar fram eftir götunum. Þessar sprengjur eru því enn virkar og skapa stórhættu – jafnvel þótt stríðinu sé löngu lokið,“ segir Marvin. Hann bendir á að af þeim stafi hætta alveg þangað til þeim hafi ver- ið eytt. Það taki langan tíma. Þótt mikið hafi áunnist við sprengjueyð- inguna láti enn þrír til fjórir lífið í hverjum mánuði af þeirra völdum. Þá séu ótaldir allir þeir sem slasist. Leika sér að sprengjunum Eftir stríðið 2006 áætlaði SÞ að um 1.000.000 sprengna væru eftir í landinu ósprungin. Það er ein millj- ón sprengna sem hægt er að stíga á, taka upp og rekast utan í – í landi sem er tíu sinnum minna að flat- armáli en Ísland. Í skýrslunni Fyrirsjáanlegur skaði benda samtökin Land Mine Action á að meðal klasasprengnanna hafi verið 1800 hylki frá Bandaríkj- unum, með samtals yfir eina milljón smásprengna. Skaðinn af völdum klasasprengnanna hefði verið fyr- irsjáanlegur og afleiðingarnar í dag ættu ekki að koma neinum á óvart. Samkvæmt samhæfingarstöð SÞ fyrir sprengjuhreinsun í suðurhluta Líbanon, MACC, eru börn þriðj- ungur þeirra sem látist hafa af völd- um sprengnanna. „Krakkar taka þær kannski upp og halda að þeir geti leikið sér með þær en svo springa þær í höndunum á þeim,“ segir Marvin. „Þeir deyja yfirleitt út af þessu. Þeir sem maður sér og hafa misst útlimi eða slasast eru yfirleitt fullorðnir. Börnin lifa þetta ekki af.“ Börnunum stafar reyndar ekki einungis hætta af sprengjunum síð- an árið 2006 heldur einnig af ósprungnum sprengjum frá inn- rásum Ísraela árin 1978 og 1982. Í maí náðist tímamótasáttmáli yfir 100 ríkja um bann við notkun og framleiðslu klasasprengna. Sáttmál- anum var fagnað víða um heim. Eftir því var þó tekið að þeir sem fram- leiða, nota og eiga mest af þeim voru fjarstaddir: Bandaríkin, Rússland, Kína, Indland, Pakistan og Ísrael. Reuters Hætta Börnunum stafar enn hætta af sprengjunum síðan árið 2006 og einn- ig af ósprungnum sprengjum frá innrásum Ísraela árin 1978 og 1982.  Stríðið milli Líbanon og Ísrael ár- ið 2006 hófst þann 12. júlí með því að Hezbollah skæruliðar í Líbanon skutu að ísraelskum hermönnum og tóku tvo þeirra til fanga.  Ísrael brást hart við og hóf loft- árásir á Líbanon. Flutningaleiðum til og frá landinu var lokað og að lokum ráðist inn í suðurhlutann. Hezbollah svaraði fyrir sig með flugskeytaárásum yfir til Ísrael.  Mannréttindasamtök lýstu yfir áhyggjum af því að Ísrael myndi beita klasasprengjum á þéttbýlum svæðum í Líbanon.  Hinn 11. ágúst samþykkti Örygg- isráð SÞ ályktun 1701 sem miðaði að því að stöðva átökin. Rík- isstjórnir beggja landanna sam- þykktu hana.  Vopnahlé hófst formlega 14. ágúst. Þá hafði Ísraelsher látið klasasprengjum rigna yfir suður- hluta Líbanon seinustu 72 klukku- stundirnar.  Alls létust um 1000 Líbanar í stríðinu og yfir 150 Ísraelar. ÁRÁSIR OG SKEYTI ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.