Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er þriðjudagur 5. ágúst, 218. dag- ur ársins 2008 Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. (Jóh. 14,20.) Ólympíuleikarnir hefjast brátt íBeijing í Kína og Víkverji bíður spenntur. Jafn spenntur og þegar jólin nálgast. Yfir leikunum nú hvílir sú mara sem mannréttindamál í Kína eru en Víkverji hefur ákveðið að láta það ekki trufla sig og hann ætlar að njóta leikanna til fulls. x x x Eitt af því sem er svo aðlaðandivið Ólympíuleikana er hversu mörgum íþróttagreinum ægir þar saman. Keppt er í nánast öllu á milli himins og jarðar, og síðan er leik- unum skipt á milli þess hvort um er að ræða sumar- eða vetrargreinar. Víkverji nýtur þess að horfa á allar greinar á Ólympíuleikum, meira að segja hestaíþróttir. Það er meira að segja þannig að knattspyrna, sem yfirleitt er eftirlætisíþrótt Víkverja, er sú íþrótt sem minnsta athygli fær á Ólympíuleikum. Víkverji horfir mun frekar á sund, fimleika, hand- bolta, körfubolta og frjálsar íþróttir. x x x Ágústmánuður, sem nú er geng-inn í garð, er sannkölluð veisla fyrir íþróttaáhugamenn. Ekki er nóg með að Ólympíuleikarnir fari fram í ágúst heldur byrjar enski boltinn um miðjan mánuð. Eflaust er hægt að deila endalaust um hvort enska deildin sé besta deild heims eður ei en Víkverji minnir á að und- anfarin ár hafa ensk lið ávallt leikið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú síðast voru þau tvö. Það dugir Vík- verja sem vottorð um gæði enska boltans og Víkverji hefur í 25 ár ver- ið þeirrar skoðunar að enska deildin sé sú skemmtilegasta, hvað sem gæðum knattspyrnunnar líður. x x x Með þetta í huga þykir Víkverjaþað sérstakt krydd í íþrótta- mánuðinn ágúst að hingað til lands mun koma eitt sterkasta lið enska boltans og spila Evrópuleik. Aston Villa á sér glæsta sögu og N-Írinn Martin O’Neill hefur verið að byggja upp mjög öflugt og skemmtileg lið í Birmingham. Víkverji verður fyrst- ur manna á völlinn. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 loftkastalar, 8 afkomandi, 9 gervallur, 10 skip, 11 japla, 13 æða yfir, 15 vinna, 18 heims- hlutinn, 21 hrós, 22 kyrr- sævi, 23 ránfugls, 24 við- skotaillur. Lóðrétt | 2 lítils björns, 3 maðkur, 4 stór steinn, 5 geng, 6 hæðum, 7 þrjóska, 12 meis, 14 bók- stafur, 15 vers, 16 ilmur, 17 ferðalög án mark- miðs, 18 skellur, 19 hittu, 20 líffæri. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 gegnt, 4 gegna, 7 ilmur, 8 leifa, 9 fet, 11 apar, 13 vill, 14 eyðni, 15 gróf, 17 tómt, 20 hrá, 22 eimur, 23 kuggs, 24 parts, 25 finna. Lóðrétt: 1 geiga, 2 gemla, 3 torf, 4 gölt, 5 geiri, 6 aðall, 10 eiður, 12 ref, 13 vit, 15 greip, 16 ólmar, 18 ólgan, 19 tuska, 20 hrós, 21 áköf. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 dxe4 5. Rxe4 Be7 6. Bxf6 gxf6 7. Rf3 a6 8. Bd3 f5 9. Rg3 h5 10. h4 c5 11. dxc5 Da5+ 12. c3 Dxc5 13. Dd2 Dc7 14. O– O–O Rc6 15. Hhe1 Bd7 16. Rg5 Re5 17. Bxf5 O–O–O 18. De2 Bf6 19. Rxf7 Bb5 20. Rxd8 Bxe2 21. Rxe6 Dc4 22. Rxe2 Dxa2 23. Rc5+ Kb8 24. Be6 Da5 25. b4 Dc7 26. f4 Be7 27. fxe5 Bxc5 28. bxc5 Dxc5 29. Kc2 Dxe5 30. Rd4 Dg3 31. Bd5 Hc8 32. Bf3 Dxh4 33. Hb1 Hc7 34. He8+ Ka7. Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Búdapest í Ungverjalandi. Hin fjórtán ára Yifan Hou (2557) hafði hvítt gegn ungverska alþjóðlega meistaranum David Berc- zes (2458). 35. Bxb7! Df2+ svartur hefði orðið mát eftir 35…Hxb7 36. Rc6#. 36. Kd3 Dg3+ 37. Ke2 og svart- ur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Ítölsk tækni í Las Vegas. Norður ♠G1072 ♥G1073 ♦D82 ♣72 Vestur Austur ♠K94 ♠865 ♥95 ♥K862 ♦1054 ♦ÁK73 ♣G10854 ♣63 Suður ♠ÁD3 ♥ÁD4 ♦G96 ♣ÁKD9 Suður spilar 3G. Landsliðsmenn Ítala eru fastagestir á bandarísku stórmótunum. Fjór- menningarnir Lauria, Versace, Fan- toni og Nunes spiluðu með Cane og Seamon í sveit í Spingold-keppninni í Las Vegas og komust í undanúrslit, en lutu þá í lægra haldi fyrir Welland og félögum. Spilið að ofan er frá 8-liða úr- slitum. Lauria og Versace hnekktu 3G, en Fantoni tókst að ná í níu slagi. Út- spilið var ♣10. Fantoni tók á ♣D, spil- aði ♥D og átti slaginn, svo ♠D og átti þann slag líka. Skemmtileg byrjun. Svo kom ♠Á og meiri spaði. Vestur er í vanda og reyndi að bjarga sér með ♦10. Fantoni lét ♦D úr borði og níuna undir kóng austurs – áttan í borði er máttug. Austur kom sér tímabundið út á laufi, en lenti fljótlega inni á tígli aft- ur og komst þá ekki hjá því að gefa fría svíningu í hjarta. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Áskorunin við nýjar hugmyndir er að enginn vill vera fyrstur. Þess vegna virðist allur heimurinn treysta á þig núna, fyrsta merkið í dýrahringnum. Aðrir hika – ekki þú. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú ert ekki jafn jarðbundinn og vanalega. Kannski af því að þú veist að jörðin undir þér er jafn breytileg og vatn. Þú stendur á þröskuldi þess er verða vill. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það er ekkert sem segir að þú ættir ekki að geta orðið ástfanginn. Reyndu að greina það hvers vegna og hvernig þú spyrnir á móti ástinni. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú vilt ekki vera í kastljósinu strax, en vilt ekki heldur vera í skugg- anum. Þú finnur þægilegan stað þar sem þú getur deilt því sem þú hefur að gefa. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þótt vinnuaðstæður þínar séu flókn- ar er svarið einfalt. Farðu nákvæmlega eftir bókinni og þú neglir það. Fólk býst ekki við neinu hefðbundnu frá þér. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er aftur orðið of mikið að gera hjá þér. Reyndu að ná jafnvægi í fé- lagslífinu jafnt sem einkalífinu til að geta haldið áfram að framleiða. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú átt í vandræðum og tekur stjórn- ina í þínar hendur. Þú getur leyst þetta mál og tíu önnur fyrir sólarlag. Notaðu heiðarlegan vin sem viðmið. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú ert vitrari en aldur þinn segir til um, en það þýðir ekki að þú viljir nýta þér viskuna. Þú ert mjög unglegur á marga vegu og fólki finnst það heillandi. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Lífið hefur gengið svo skemmtilega hratt fyrir sig að und- anförnu að þú ert hissa að þurfa að bíða eftir þeim sem þú þarfnast. En bíddu, þessi manneskja er vel þess virði. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Fólk keppir um ást þína og vill vera í fyrsta sæti í hjarta þínu. Þetta er mikið hól en líka mikil vinna fyrir þig að passa upp á að allir fái jafna athygli. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Fólk sem þú hittir fer í taug- arnar á sumum en veitir þér innblástur. Þú elskar að láta skemmta þér og ert umburðarlyndur við fólk sem er ólíkt þér. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Hvað gerir hluti heilaga? Athyglin sem þeir fá. Þú eyðir einbeittri athygli í hluti, fólk og hugmyndir sem þú dáir og það gefur því eins konar geislabaug. Stjörnuspá Holiday Mathis 5. ágúst 1675 Brynjólfur Sveinsson biskup lést, nær sjötugur. Hann hefur verið talinn einna merkastur Skálholtsbiskupa í lútherskum sið. 5. ágúst 1873 Rúmlega 150 Íslendingar lögðu af stað frá Akureyri til Vesturheims með skipinu Queen, þeirra á meðal Stefán Guðmundur Guðmundsson, 19 ára, sem síðar nefndist Steph- an G. Stephansson. Fjórum dögum síðar birtist fyrsta kvæði hans á prenti í Norð- anfara. Það hét „Kveðja“. 5. ágúst 1956 Hraundrangi, 1075 metra klettatindur í Öxnadal, var klifinn í fyrsta sinn. Banda- ríkjamaður og tveir Íslend- ingar komust á tindinn sem hafði verið talinn ókleifur. 5. ágúst 1958 Hvalavaða var rekin á land í Friðarhöfninni í Vest- mannaeyjum. Um tvö hundruð marsvín voru skorin en hundr- að rekin á haf út tveimur dög- um síðar vegna þess að þjóðhátíðin var að hefjast. Vestmannaeyingar „eru slíkri heimsókn óvanir,“ sagði í Morgunblaðinu. 5. ágúst 1974 Langeldur var tendraður á Arnarhóli, á síðasta degi þjóðhátíðar í Reykjavík, með blysi sem hlaupið hafði verið með frá Ingólfshöfða. Lagt var af stað þaðan 1. ágúst. 5. ágúst 1985 Kertum var fleytt á Tjörninni í Reykjavík til að minnast þess að 40 ár voru liðin síðan kjarn- orkusprengju var varpað á Hi- roshima í Japan. Kertafleyt- ing hefur síðan verið árlega. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá… Í sumarbústaði systur sinnar fagnar í dag Guðjón Þór Rafnsson, listamaður, fimmtugsafmæli sínu. Hann er nýfluttur heim til Íslands ásamt sænskri konu sinni eftir um 30 ára dvöl í Svíþjóð, þar sem þau bjuggu lengst af í Lundi. Börnin hans þrjú búa þó áfram hið ytra. Þau hjónin ráku í 14 ár Waldorfsskóla fyrir börn í erfiðleikum í Lundi. „Við stofnuðum hann, byggðum húsið og vorum í stjórn skólans,“ segir Guðjón, sem fannst starfið afar gefandi. Með skól- anum í Svíþjóð hefur afmælisbarnið starfað við að- aláhugamál sitt, myndlist. Hann hyggst einbeita sér að henni á Íslandi og getur að líta margar áhugaverðar myndir á heimasíðu hans, gudjonthor.com. „[Eiginkonunni] líkar mjög vel við Ísland. Hún elskar að fara í sund og heita vatnið hérna. Við höfum verið að tala um þetta öðru hvoru og svo ákváðum við bara að prófa þetta,“ útskýrir hann aðspurður um af hverju þau hjón fluttu aftur til Íslands. „Það er oft að maður er að tala um hlutina en svo verður þetta að engu. Það er um að gera að prófa áður en það er orðið of seint.“ Uppáhaldsstaður Guðjóns er Snæfellsnesið, þangað sem hann hefur ferðast ótal mörgum sinnum. Síðast fór hann í sumar þegar bróðir eiginkonu hans kom í heimsókn og eyddi hópurinn helginni á hestbaki og í jökulferðir. | andresth@mbl.is Guðjón Þór Rafnsson, listamaður, fimmtugur Fluttur heim eftir 30 ár ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.