Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 17
heilsa MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2008 17 Morgunblaðið/Ómar Lífgjöf Sigríður Ósk Lárusdóttir hvetur fólk að leggja inn í Blóðbankanum enda er það með verðmætustu gjöfum. Allir heilbrigðir ein-staklingar á aldrinum 18til 60 ára geta orðiðblóðgjafar og getur fólk gefið blóð til 65 ára aldurs. Það eru þó ýmsar heilsufarsástæður sem koma í veg fyrir það að allir á þessu aldursbili geti gefið blóð. Sigríður Ósk Lárusdóttir deild- arstjóri hjá Blóðbankanum segist ekki hafa tölu yfir það hversu margir geta í raun gefið blóð og hjá Landlæknisembættinu fengust þau svör að eflaust væru hvergi í heiminum til tölur yfir það. Fólk á lyfjum má ekki gefa blóð Ísland fylgir alþjóðareglum varðandi það hverjir ekki mega gefa blóð og segir Sigríður að Blóðbankinn á Íslandi sé í sumum tilfellum jafnvel varkárari en al- þjóðareglur segja til um. „Sum- staðar mega t.d. einstaklingar sem taka skjaldkirtilslyf gefa blóð en það mega þeir ekki gera hér,“ segir hún. Þeir sem taka lyf vegna heilsu- fars, t.d. hjarta-, þunglyndis-, blóðþrýstings-, flogaveiki-, asma- og krabbameinslyf, mega ekki gefa blóð. „Ástæðan er sú að það er ekki hægt að vinna þessi lyf úr blóðinu og það er erfitt að vita hver kemur til með að fá blóðið,“ útskýrir Sigríður. Þá mega lík- amlega fatlaðir einstaklingar ekki gefa blóð, ekki samkynhneigðir karlmenn og ekki ófrískar konur. Sigríður segir að nokkur óánægja sé á meðal fólks vegna reglunnar er varðar samkynhneigða þar sem alnæmi greinist nú ekkert síður á meðal gagnkynhneigðra. Hún bendir á í því samhengi að árið 2007 hafi fjórir gagnkynhneigðir einstaklingar greinst með HIV- smit á Íslandi en þrír samkyn- hneigðir. Til að geta tekið við hugs- anlegum áföllum þarf Blóðbankinn að eiga að lágmarki 560 einingar af blóði en einn einstaklingur get- ur þurft á allt að 100 einingum að halda. „Til að halda birgðunum stöðugum þurfum við á 70 manns að halda á hverjum einasta degi í blóðgjafir,“ segir Sigríður. Sum- artíminn er erfiðastur. Það er ekki einungis vegna þess að fólk er mikið á ferðalögum heldur einnig það að margir fá ofnæmi og þegar fólk tekur ofnæmislyf má það ekki gefa blóð. Íslendingar á aldursbilinu 18 til 65 ára voru í byrjun þessa árs 199.331 talsins og líkt og áður segir gefa í kringum 9000 manns blóð árlega. Ef litið er til allra reglna varðandi heilsufar blóðgjafa er því spurning hversu margir geta í raun heimsótt Blóðbankann reglulega. valaosk@gmail.com Þarfnast 70 blóðgjafa á hverjum degi Á hverju ári þurfa um 4.000 einstaklingar á blóðgjöf að halda hér á landi en aðeins 3% Íslendinga gefa blóð árlega. Það eru þó ekki allir sem geta gefið blóð þótt þeir glaðir vildu. Vala Ósk Bergsveinsdóttir heimsótti Blóðbankann. Í HNOTSKURN »Í kringum 9.000 manns gefablóð einu sinni eða oftar á ári hérlendis. »Um 4.000 manns þurfa áblóðgjöf að halda árlega. »Engar tölur eru til um þaðhversu margir geta í raun gefið blóð hér á landi. »Einn einstaklingur geturþurft allt að 100 einingar af blóði. EF KONUR ganga í rangri tegund brjóstahaldara geta brjóstin lask- ast. Vefmiðill BBC news skýrir frá því, að brjóstahaldarar sem veita lélegan stuðning, geti valdið því að viðkvæm liðbönd í brjóstunum teygist. Brjóstasérfræðingar hjá háskól- anum í Portsmouth segja brjóst hreyfast um allt að 21 sentímetra, upp, niður og til hliðanna, þegar konur stunda líkamsrækt. Flestir brjóstahaldarar hindri aðeins lóð- réttu hreyfinguna, og flegnir íþróttatoppar veiti ekki nægan stuðning. Wendy Hedger, ein sérfræðing- anna, segir að flestar konur eigi sína uppáhaldstegund brjóstahald- ara og kaupi enga aðra. „Þær sneiða hjá íþróttabrjóstahöldurum sem eru kræktir að aftan. Þeim finnst að alvöru íþróttabrjóstahald- ari sé toppur sem smeygt er yfir höfuðið. Það er ekki endilega rétt.“ „Konur kaupa líka oft brjósta- haldara til daglegra nota í vitlausri stærð, þrátt fyrir að haldararnir valdi þeim óþægindum. Þjóðfélagið er fullt af fordómum um ákveðnar brjóstastærðir. Konur vilja oft ekki vera skilgreindar sem of stór- eða flatbrjósta. Svo eru alltaf þær sem einfaldlega gera sér ekki grein fyr- ir því að brjóst þeirra hafa ekki sömu lögun og áður, og kaupa sér sömu stærðir ár eftir ár.“ Brjóst skaðast í röngum brjóstahaldara Reuters Risabrjóstahaldari Það þarf ekki lítinn barm til að fylla út í þetta nærhald. E N N E M M / S IA • N M 3 48 14 Frábært sértilboð fyrir áskrifendur Morgunblaðsins Costa del Sol Frábærar haustferðir í október Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferðir, býður áskrifendum sínum frábær tilboð í spennandi haustferðir í október til eins allra vinsælasta sólaráfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol á Spáni. Í boði eru vikuferðir, með möguleika á framlengingu, 4., 11. eða 18. október. Fjölbreytt gisting bæði íbúðir og hótel á ótrúlegum kjörum. Costa del Sol býður allt það helsta sem maður getur óskað sér í fríinu, og miklu, miklu meira til. Gríptu þetta einstaka tækifæri til að njóta lífsins á þessum vinsæla áfangastað á frábærum tíma í haust. Vikuferð frá aðeins kr. 49.990 Áskr. verð Alm. verð Þú sparar Arcosur Principe Spa - íbúðir 2 fullorðnir og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku 49.990 82.790 32.800 2 í íbúð í viku 59.990 92.535 32.545 Principito Sol - íbúðir 2 fullorðnir og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku 54.990 88.460 33.470 2 í íbúð í viku 64.990 101.835 36.845 Hotel Cervantes **** m/hálfu fæði 2 í herbergi m/hálfu fæði í viku 79.990 118.445 38.455 Hotel Melia Costa del Sol **** m/hálfu fæði 2 í herbergi m/hálfu fæði í viku 89.990 133.660 43.670 Innifalið í verði er flug, skattar, gisting, rútuferðir til og frá flugvelli og gististaða og íslensk fararstjórn. Ath. flogið er í beinu leiguflugi til og frá Jerez og ekið þaðan með rútu til gistastaða á Costa del Sol (liðlega 2,5 klst). Ótrúlegt verð! Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Þú spa rar allt að 43.670 kr. á mann Þú mætir með miðann sem fylgdi Morgunblaðinu 2. ágúst til Heimsferða, Skógarhlið 18, eða á einhverja af umboðsskrifstofum þeirra. Einnig er unnt að bóka tilboðið á www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.