Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2008 15 MENNING RITHÖFUNDURINN Salman Rushdie íhugar nú að höfða mál á hendur fyrrverandi lífverði sínum sem hefur gefið út bók um starf sitt með Rushdie. Lífvörðurinn, sem heitir Ron Evans, skrifaði bókina On Her Majesty’s Service þar sem hann lýsir þeim tíma þegar hann gætti rithöfundarins í kjölfar líf- látshótana í hans garð eftir að hann hafði skrifað hina umdeildu Söngva satans árið 1988. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC sagði Rushdie að bókin væri uppfull af lygum og að hann væri alvarlega að íhuga að höfða mál. Evans þessi, sem hefur einnig starfað sem lífvörður Johns Majors, segir meðal annars frá því í bókinni þegar lífverðirnir lokuðu Rushdie inni í skáp vegna þess að þeim þótti hann svo pirrandi, og fóru svo á barinn. Þá segir hann frá því að Rushdie hafi rukkað lífverðina um leigu þegar þeir dvöldu á heimili hans á næturnar. Þessum ásökunum, sem og ýms- um fleiri sem fram koma í bókinni, vísar rithöfundurinn alfarið á bug. Rushdie í mál við lífvörð? Ósáttur við nýútkomna bók Reuters Umdeildur Salman Rushdie. FIMMTU tónleikarnir í Sum- artónleikaröð Listasafns Sig- urjóns verða haldnir í kvöld kl. 20.30. Á þeim flytja Þórunn El- ín Pétursdóttir sópran og Anna Rún Atladóttir píanóleikari fjölbreytta efnisskrá með lög- um frá ólíkum tímabilum og heimshornum, sem öll eiga það sameiginlegt að lýsa hug- arheimi og veruleika barna. Meðal höfunda eru Atli Heimir Sveinsson, Edvard Grieg, Leonard Bernstein og Jóhann G. Jóhannsson. Tónleikarnir standa í klukkustund og miðaverð er 1.500 kr. Hægt er að kaupa miða við innganginn eða í síma 553-2906. Tónleikar Lög um börn og fyrir börn Atli Heimir Sveinsson LESTUR sakamálaleikritsins Dauði trúðsins eftir Árna Þór- arinsson í leikgerð Hjálmars Hjálmarssonar hefst á Rás 1 kl. 13 í dag. Verkið verður flutt á virkum dögum til föstudags- ins 29. ágúst, en alls er um 19 þætti að ræða. Dauði trúðsins er stærsta verkefni Útvarps- leikhússins á þessu ári, en yfir 40 leikarar leika í þáttunum. Með helstu hlutverk fara Hjálmar Hjálmarsson sem leikur Einar, Jóhann Sigurðarson er Ólafur Gísli, Sigurður Hrannar Hjaltason er Ágúst Örn afleysingaljósmyndari og Guðrún S. Gísladóttir er hin dularfulla Viktoría. Útvarp Dauði trúðsins hefst í dag Árni Þórarinsson SIGURJÓN Bergþór Daða- son klarinettuleikari og Kristján Karl Bragason píanóleikari halda tónleika í Safnaðarheimili Keflavík- urkirkju, Kirkjulundi, í kvöld, þriðjudagskvöldið 5. ágúst. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. Á efnisskrá verða verk fyr- ir klarinett og píanó eftir tón- skáld á borð við Schumann, Haydn, Bozza, Poulenc og Denisov. Aðgangseyrir að tónleikunum er 1.000 krónur og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Tónleikar Píanó og klarinett í Keflavíkurkirkju Sigurjón Bergþór Daðason Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SEX erlend skáld og tólf íslensk lesa í ljóðapartíum á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins og taka þátt í umræðum í Norræna húsinu á Fjórðu alþjóðlegu ljóðahátíð Nýhils 22.-24. ágúst. Kristín Eiríksdóttir er listrænn stjórnandi hátíðarinnar og segir hún öll erlendu skáldin sem sækja hátíðina heim vera mjög spennandi. „Þetta er fólk sem hefur gengið mjög vel í sínum heimalöndum. Það verður til dæmis mjög áhugavert að sjá Þjóðverjann Ann Cotten. Hún yrkir sonnettur á mjög sérstakan hátt, annars er engin leið að gera upp á milli skáldanna, þau eru öll sérstök.“ Eru einhverjir sameiginlegir þræðir í skáldskap erlendu skáld- anna og þeirra íslensku? „Það verður einmitt mjög fróðlegt að rannsaka þetta á hátíðinni. Við gefum út veglega bók með þýð- ingum íslensku skáldanna yfir á enska tungu og íslenskum þýð- ingum á erlendu skáldunum. Þegar bókin kemur út verður þetta verð- ugt rannsóknarefni. Mér finnst þó áberandi hjá ungum skáldum í Norður-Evrópu, að fólk er að vinna mikið með formið. Daninn Morten Søkilde setur sér til dæmis mjög strangar reglur með formið. Hann vinnur líka með sonnettuformið en setur sér mörk með notkun sér- hljóða og slaga í línu. Samt finnst mér mikil tilfinning í ljóðunum hans. Hann setur sér þannig reglur sem henta honum. Pólitík og andóf Tvö skáldanna eru mjög pólitísk, Sureyyya Evren kemur frá Tyrk- landi, en hann er öflugur í útgáfu- starfsemi og er anarkisti. Ida Börjel kemur frá Svíþjóð, og hún er með mjög snarpa ádeilu á neyslumenn- ingu Vesturlanda. Þetta eru allt þræðir sem ég tel hægt að finna hjá ungskáldum í Reykjavík.“ Hvert eru ung skáld að sækja sér viðfangsefni? Eru ljóð að verða per- sónulegri og innhverfari? „Þetta er misjafnt. Fólk er að vinna með formið eins og ég sagði, en það er líka pláss fyrir það per- sónulega og einkalega, sem er áhugavert, því þetta eru algjörar mótsagnir.“ Atómskáldin rufu gömul form, en þó virðist skáldum enn vera þörf á að sækja í festu eða form. Eða eru þetta einungis aðferðir við að hemja sig? „Það virðist liggja í augum uppi, að í upplausn sækir maður í form. Mér finnst samt mega kafa dýpra í það og skoða hvað það er. Það sem er þó mikilvægast er að fólk er að fara sínar eigin leiðir með formið. Þetta eru engin skólabókardæmi og endurgerðir, heldur er fólk að setja sér eigin reglur.“ Alþjóðleg ljóðahátíð Nýhils verður haldin í fjórða sinn dagana 22.-24. ágúst Formið og reglan kalla á ungu skáldin Morgunblaðið/Þorkell Skáld Kristín Eiríksdóttir er listrænn stjórnandi ljóðahátíðarinnar. Hún segir fólk setja sínar eigin reglur á hátíðinni. BRÆÐRABYLTA, stuttmynd Gríms Hákonarsonar, vann verð- laun á tveimur kvikmyndahátíðum á dögunum. Hún var annars vegar valin besta stuttmyndin á Phila- delphia International Gay & Lesbian Film Festival og hlaut hins vegar áhorfendaverðlaunin á Palm Springs Gay & Lesbian Film Festival. Með verðlaununum í Philadelphia hlýtur Bræðrabylta jafnframt tilnefningu til IRIS-verðlaunanna, sem eru eins- konar Óskarsverðlaun fyrir kvik- myndir um samkynhneigð, og eru afhent í Cardiff í Wales á hverju ári. Frá þessu var greint á heimasíðu Lands & sona, logs.is. Bræðrabylta fær tvenn verðlaun Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins Ljóðapartí, föstudags- og laugardagskvöld, frá kl. 20 til 23. Ólöf Arn- alds leikur tónlist á föstudagskvöldinu, en útskriftarnemar í „Fræðum & framkvæmd“ við Listaháskóla Íslands munu ramma inn dagskrána með óvæntum uppákomum bæði kvöldin. Norræna húsið Málþing sunnudag, um óháða útgáfustarfsemi og ljóðabókaútgáfu á al- þjóðavísu. Þátttakendur í umræðum verða þau Sureyyya Evren og Nina Søs Vinther. Dagskrá Erlendu skáldinNina Søs Vinther (Danmörk), Ida Börjel (Svíþjóð), Hanno Millesi (Austurríki), Ann Cotten (Þýskaland), Sureyyya Evren (Tyrkland), Morten Søkilde (Danmörk). Íslensku skáldin Kristín Svava Tómasdóttir, Kári Páll Óskarsson, Ingólfur Gíslason, Eiríkur Örn Norð- dahl, Haukur Már Helgason, Kristín Eiríksdóttir, Linda Vil- hjálmsdóttir, Jón Örn Loðm- fjörð, Örvar Þóreyjarson Smárason, Ófeigur Sigurðsson, Una Björk Sigurðardóttir og Ragnar Ísleifur Bragason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.