Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FJÖLMARGIR hafa hlaðið Alex- ander Solzhenítsyn lofi frá því hann lést af völdum hjartabilunar á heimili sínu í Moskvu á sunnudag, 89 ára að aldri. Á námsárum sínum lagði hann stund á stærðfærði við háskólann í Rostov við Don en las svo síðar bók- menntir í Moskvu. Þar meðtók hann boðskap kerfis- ins um yfirburði Sovétríkjanna, af- stöðu sem hann tók ekki til endur- mats fyrr en í gúlaginu, þangað sem hann var sendur til átta ára vistar í vinnubúðum fyrir, að því er talið er, að fara sem hermaður í Rauða hernum niðrandi orðum um Stalín og stjórn hans á heraflanum í síðari heimsstyrjöldinni. Í ljósi aðstæðna og oft á tíðum bágra ytri skilyrða hlýtur Solzhen- ítsyn að teljast afkastamikill höf- undur. Bækur hans hafa verið þýddar á tugi tungumála og að sögn The Daily Telegraph hafa þær selst í yfir 30 milljónum eintaka. Hann eignaðist þrjá syni með síðari eiginkonu sinni Natalíju, þá Jerm- olai, Ignat og Stephan. Upplifði gúlagið Minning Við heimili skáldsins í gær. TVEIMUR Hollendingum var í gær bjargað úr hlíðum K2, næsthæsta fjalls heims, og þeir fluttir á sjúkra- hús í Pakistan, eftir að ellefu félag- ar þeirra týndu lífi í hlíðum þess. Slysið er eitt það mannskæðasta í sögu fjallsins, en níu fórust þegar flóðið hrifsaði með sér klifurreipi þeirra, tveir höfðu áður hrapað til bana á uppleiðinni. Hluti þeirra níu sem flóðið tók með sér fraus í hel í hlíðum fjallsins. baldura@mbl.is Reuters Þak himins K2 er 8.611 metra hátt. Harmleikur á tindi K2LÍNURITIÐ að ofan er byggt á gögnum úr nýrri skýrslu heil- brigðisstofnunarinnar Centers for Disease Control and Prevention (CDC), sem rannsakar fjölda HIV- smitaðra vestanhafs. Samkvæmt greiningu hennar eru HIV-smitaðir fleiri en áður var áætlað. Árið 2006 var fjöldi smit- aðra alls 56.300, eða hátt í 40 pró- sentum fleiri en eldra matið sem hljóðaði upp á um 40.000 tilfelli. Má rekja endurmatið til þess að notast er við nýja aðferðafræði þar sem greint er á milli nýlegra og eldri tilfella HIV-smits, sem stund- um komast ekki upp fyrr en mörg- um árum eftir smit. Þrátt fyrir að endurmatið bendi ekki til þess að smittilfellum hafi fjölgað í heild – þeim hefur fækkað hjá gagnkynhneigðum og með sprautun hjá fíklum – telja sérfræð- ingar CDC þennan fjölda óviðun- andi. Áhyggjuefnin eru mörg, m.a. sú staðreynd að smittilfellum hjá samkynhneigðum og tvíkynhneigð- um körlum hefur fjölgað síðustu ár.     0 6228 6/9 7.9 719   /80722: 1.0122 ./0222   ! !                                -                /2;222    <=%-    ,- *  *  > /2 ?          0  @-*    *    ,      ABA  ,          !  "# $ % &% ' ' ( &  )&& !# ' !& (  * $+,-"# $ '  &' & % )&&  ' . C     <=%  * $    .4556228;                                 <=%          !  & /' (*. + * !! *01    !  & ' 234 +  ' &1 !  52346                   !!  " #     !$%& '   ()     6228/797.9 * +,+ Ýmis áhyggjuefni Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ALEXANDER Solzhenítsyn var úthrópaður svik- ari í fjölmiðlum Sovétríkjanna og ári síðar svipti alræðisstjórnin hann ríkisborgararéttinum. Þetta var árið 1974 og honum gert að yfirgefa Sovétríkin. Þaðan hélt hann vestur á bóginn og settist loks að í Vermont í Bandaríkjunum. Svona voru viðtökurnar þegar Solzhenítsyn gaf út fyrsta bindið af þremur í stórvirkinu „Gúlag- eyjaklasinn“, þar sem ítarlega var farið yfir mann- réttindabrot í Sovétríkjunum eftir októberbylt- inguna 1917 og fram til ársins 1956, ársins sem Níkíta Khrútsjov braut blað í sögu kommúnism- ans með gagnrýni á valdatíð Jósefs Stalíns og grimmilegar pólitískar ofsóknir undir lok fjórða áratugarins, þegar hundruð þúsunda andstæðinga Sovétleiðtogans voru tekin af lífi. Lýsingarnar í gúlaginu voru meira en margir kommúnistar þoldu, enda þar farið af nákvæmni yfir uppbyggingu gúlagsins, nets alræmdra vinnu- búða í Sovétríkjunum, þaðan sem milljónir manna áttu ekki afturkvæmt. Solzhenítsyn hafði reyndar áður skrifað um gúlagið í skáldsögunni Dagur í lífi Ívans Denísovítsj, þar sem söguhetjan var fangi og tímaramminn einn langur dagur í gúlaginu. Því verki var vel tekið og átta árum eftir útkomu sögunnar, nánar tiltekið árið 1970, hlaut hann Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Solzhenítsyn hafði þá fallið úr náðinni hjá alræðisstjórninni eftir vinsældir Dags í lífi Ívans Denísovítsj, á tímum „þíðunnar“ eftir valdatöku Khrútsjovs 1953, og treysti hann sér ekki til að veita verðlaununum viðtöku í Stokkhólmi, af ótta við að fá ekki að snúa aftur heim. Og ekki nóg með það. Árvökul augu liðsmanna sovésku leyniþjón- ustunnar, KGB, fylgdust með hverri hreyfingu hans og svo fór loks að honum var sem fyrr segir gert að yfirgefa Sovétríkin, þá 55 ára að aldri. Áfangastaðurinn var Vestur-Þýskaland þangað sem hann var fluttur eftir að hafa verið numinn brott af heimili sínu, en rök hafa verið færð fyrir því að það hafi verið Júrí Andropov, þáverandi yfirmaður KGB, og síðar leiðtogi kommúnista- flokksins sem hafi lagt til við Leoníd Brezhnev, þá- verandi flokksleiðtoga, að skáldið yrði sent úr landi, líkt og Stalín hafði látið reka Leon Trotskíj úr landi nokkrum áratugum áður. Við tók tveggja áratuga útlegð þar sem Solzhen- ítsyn naut almennrar viðurkenningar fyrir and- stöðu sína við ógnarstjórn alræðishyggjunnar, þótt sú afstaða hafi ekki grundvallast á eiginlegri lýðræðisást heldur fremri á þrá þjóðernissinnans eftir afturhvarfi til fyrri arfleiðar. Þráin eftir þjóðararfinum Solzhenítsyn fannst þannig lítið til vestræns lýð- ræðis koma og þess taumlausa neyslukapphlaups sem einkennir samfélög Vesturlanda. Hann var því samkvæmur sjálfum sér þegar hann sneri úr útlegðinni og fór hörðum orðum um stjórn Borisar Jeltsíns, þáverandi forseta, og það sem hann áleit vera nakta birtingarmynd siðlausr- ar gróðahyggju: „Það er þó alveg víst, að þessum leiguþýjum stendur á sama hvort fólkið í landinu lifir eða deyr,“ skrifaði hann í „Rússland í dauða- teygjum“, skáldsögu sem kom út 1998, þegar sí- starfandi andófsmaðurinn átti eitt ár í áttrætt. Með skrifum sínum hafði Solzhenítsyn gífurleg áhrif á afstöðu milljóna manna til Sovétríkjanna og þeirra blóðfórna sem þjóðskipulag einræðisins út- heimti. Ísland var engin undantekning í þessu til- liti og má nefna að tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins lögðu til að Solzhenítsyn yrði boðin búseta hér á landi eftir að fréttist af útlegð hans. Afhjúpaði hrylling alræðisins  Rithöfundurinn og sagnfræðingurinn Alexander Solzhenítsyn látinn, 89 ára  Lýsingar hans á gúlaginu mótuðu afstöðu milljóna manna til Sovétríkjanna Reuters Sagnamaður Solzhenítsyn á gamals aldri. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is SÍVAXANDI þörf fyrir innflutta olíu er einhver mesta ógnin sem steðjað hefur að bandarísku samfélagi, á tím- um þegar ýmsir óttast að olían kunni að vera að renna til þurrðar. Þetta er skoðun Baracks Obama, forsetaframbjóðanda demókrata, sem kynnti orkustefnu sína á kosn- ingafundi í Michigan í gær, um sjötíu árum eftir að flokksbróðir hans, Franklin D. Roosevelt, fór að hafa áhyggjur af birgðastöðunni heima. Bandaríkjamenn voru þá helsta olíuvinnsluríkið en flytja nú inn um tvo þriðju þess sem þeir nota. „Þið heyrið mig sjaldan taka svona til orða, en í þetta sinn gæti ég ekki verið meira sammála þeirri skýringu öldungadeildarþingmannsins Johns McCain fyrir nokkrum vikum,“ sagði Obama og hélt áfram: „Hann sagði, „Hin hættulega þörf okkar fyrir inn- flutta olíu hefur skapast á síðustu ár- um, og á rætur í þeim mistökum stjórnmálamanna í Washington að hugsa ekki til lengri tíma þegar þeir íhuga framtíð landsins.““ Obama skaut því næst á McCain, með þeim orðum að hann hefði gert lítið í þessum málum á þingi. Róttækar hugmyndir Hugmyndir Obama eru óneitan- lega róttækar. Hann vill að þjóðin þurfi ekki lengur að flytja inn olíu frá Miðausturlöndum og Venesúela inn- an tíu ára. Til að ná þessu fram boðar forsetaframbjóðandinn 150 milljarða dala fjárfestingu í orkuinnviðum næsta áratuginn, samtíma því sem stutt verði við framtak einkageirans, svo skapa megi fimm milljón störf í landinu, nái hann kjöri í haust. Almennt má segja að andstætt þjóðum Vestur-Evrópu hafi Banda- ríkjamenn verulega vanrækt að stuðla að hófsamlegri eldsneytis- eyðslu ökutækja og boðar Obama að hann muni stuðla að smíði milljón tengiltvinnbíla sem komist 150 mílur á galloninu, eða 64 km á líterinn, inn- an sex ára. Til að setja þetta markmið í samhengi hyggjast General Motors og Toyota setja slíkar bifreiðar á markað 2010, í takmörkuðu magni þó, en alls eru um 250 milljónir bif- reiða í umferð á vegum vestanhafs. Til samanburðar var fjöldi þeirra um 60 milljónir árið 1960. Olíuþörfin ein mesta ógnin Barack Obama kynnir orkustefnu sína Reuters Í ræðustól Obama ræðir orkumálin á kosningafundinum í Michigan. Í HNOTSKURN »Í síðari heimsstyrjöldinnisáu Bandaríkjamenn bandamönnum fyrir sex af hverjum sjö olíutunnum sem herirnir notuðu, eins og fræði- maðurinn Michael T. Klare hefur bent á. »Það var þá sem FranklinD. Roosevelt forseti fór að hafa þungar áhyggjur af áhrif- um notkunarinnar á birgða- stöðuna heima fyrir, þar sem olíuvinnsla náði hámarki í upp- hafi áttunda áratugarins. SEXTÁN kínverskir lögreglumenn týndu lífi í sprengjuárás í borginni Kashgar í Xinjiang-héraði, skammt frá landamærunum að Tadsjikistan, í norðvesturhluta Kína í gær. Að sögn sjónarvotta óku tveir menn sendibifreið inn í hóp lög- regluþjóna sem voru úti við í æfinga- hlaupi, áður en þeir vörpuðu svo sprengjum að hópnum. Fjórtán lét- ust á staðnum og sextán særðust. Mennirnir tveir tilheyra þjóðar- brotinu Uighur, minnihlutahópi í Kína, sem berst fyrir aðskilnaði. Kínastjórn hefur grunað aðskiln- aðarsinna úr þeirra röðum um að undirbúa árásir í kringum Ólympíu- leikana sem hefjast í Peking á föstu- daginn kemur. Uighur-þjóðarbrotið byggir Xinjiang-hérað í norðvestur- hluta Kína, sem Uighur-menn kalla reyndar Austur-Túrkistan. Þeir eru múslímar, nánar tiltekið súnnítar. baldura@mbl.is Mannskæð árás í Kína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.