Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                                       ! " # $ % & ' ( (  ) *     +*,-- Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is KÓPAVOGSBÆR stendur nú í ströngu við að breyta göngum fyrir gangandi vegfarendur undir Reykjanesbraut í Kópavogi í göng fyrir bílaumferð. Í göngunum verða akstursbrautir í báðar áttir og gangvegir sitthvorumegin. Göngin munu tengja saman Digranesveg vestanmegin þeirra og Skógarlind austanmegin. Að sögn Þórs Jónssonar, upplýsingafulltrúa Kópavogsbæjar, er meginmarkmið ganganna að létta á umferð sem nú safnast inn á Fífuhvammsveg en er á leið inn í Lindir, hverfin þar fyrir ofan eða lengra í vestur. „Þannig að sú umferð sem nú safnast öll inn á Fífuhammsveg getur sneitt þar hjá,“ segir Þór og telur þetta muni breyta miklu fyrir umferðina á svæðinu. Þá muni akandi vegfar- endur komast hjá hringtorgunum norðan Smáralindar. Göngin munu að sögn Þórs létta umferð þar tölu- vert. Vegagerðin kostar framkvæmd- irnar og samkvæmt samningi við verktaka er stefnt að verklokum 15. nóvember 2008. Kostnaður við gangagerðina er áætlaður 242 millj- ónir króna. Létt á Fífu- hvammsvegi Göngum undir Reykjanesbraut í Kópa- vogi breytt í göng fyrir bílaumferð Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Vestmannaeyjar Gríðarlegur fjöldi var í brekkunni og að loknum brekku- söng voru tendruð 134 rauð blys sem lýstu upp Herjólfsdal. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is UM ÞRETTÁN þúsund manns voru á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Eru það um það bil þremur þúsundum fleiri gestir en undanfarin ár og var hátíðin í ár sú stærsta í sög- unni. „Þessi var alveg stórkostleg í alla staði. Dagskráin lukkaðist afar vel og hátíðin var stórslysalaus. Við erum því afar ánægð með árangurinn. Það er alveg öruggt að hátíðin í ár var sú fjölmennasta í sögunni,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum. Að sögn Elliða breytti rign- ingin um helgina engu fyrir skemmt- anahaldið. „Brekkusöngurinn tókst vel og brekkan iðaði af lífi. Það hrís- last alltaf um mann gæsahúð þegar blysin eru tendruð og menn syngja saman „Lífið er yndislegt.“ Að sögn Elliða hefur þjóðhátíðin verið að breytast undanfarin ár. „Gestirnir taka nú mun meiri þátt í hefðum heimamanna, eins og að snæða reyktan lunda, kjötsúpu og virkja stemmninguna í tjöldunum. Gestirnir kunna orðið betur að halda þjóðhátíð,“ segir Elliði. Á samráðsfundi lögreglustjóra með fulltrúum gæslu, mótshaldara og sálgæslu kom fram að þjóðhátíð hefði gengið vel og fá mál komið upp. Gríðarlegur fjöldi var á hátíðarsvæð- inu í brekkusöngnum sl. sunnudags- kvöld og að honum loknum voru tendruð 134 rauð blys sem lýstu upp Herjólfsdal, eitt fyrir hvert ár sem þjóðhátíð hefur verið haldin. Pylsur með rauðkáli slógu í gegn á Akureyri Um það bil 8.000 gestir sóttu hátíð- ina Eina með öllu á Akureyri. Voru því rúmlega 20.000 manns í bænum þegar best lét. „Það urðu engin meiriháttar óhöpp og menn voru al- mennt friðelskandi og spakir,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjar- stjóri á Akureyri. Hátíðin endaði með vel sóttum tónleikum á Akureyrar- velli og flugeldasýningu. Sigrún segir að hádegistónleikar í Iðnaðarsafni á sunnudeginum hafi einnig verið vel sóttir en þar var m.a boðið upp á „Ey- firðinginn,“ en það er pylsa með öllu og rauðkáli. Ruku pylsurnar út. Sig- rún segir að annar bragur hafi verið á hátíðinni í ár. Minna hafi verið um lík- amsárásir og færri fíkniefnamál komu upp í ár en áður. Góður andi í Neskaupstað Um 5.000 manns sóttu fjöl- skylduhátíðina Neistaflug í Neskaup- stað. Hátíðinni var þjófstartað á fimmtudaginn þegar keppt var í drullubolta, auk þess sem allir gátu mætt með hljóðfærin sín og tekið þátt blúsdjammi í Blúskjallaranum. Aðrar smærri útihátíðir voru haldnar víða um land. Heppnuðust þær al- mennt vel, eftir því sem næst verður komist. Fjölmennasta þjóðhátíðin  13.000 manns í Herjólfsdal  Friður á Akureyri  Neistaflug fyrir austan Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Neskaupstaður Fjölskylduhátíðinni Neistaflugi í Neskaupstað lauk með tilkomumikilli flugeldasýningu. Um 5.000 manns voru í Neskaupstað. Í HNOTSKURN »Þjóðhátíðin í Eyjum er arf-ur frá þjóðhátíðinni 1874. Eyjamenn komust ekki upp á fastalandið vegna veðurs þeg- ar átti að fagna þúsund ára af- mæli þjóðarinnar á Þingvöll- um og héldu því sína eigin þjóðhátíð. »Þjóðhátíðarlag er fasturliður og fyrsta þjóðhátíð- arlagið er talið vera Setjumst að sumbli frá árinu 1933 eftir Oddgeir Kristjánsson, með texta eftir Árna úr Eyjum. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Akureyri 8.000 manns lögðu leið sína norður á Eina með öllu-hátíðina. Há- tíðinni var slitið með stórtónleikum á Akureyrarvelli. EIN ALVARLEG líkamsárás átti sér stað á þjóðhátíð í Eyjum og var þolandi fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur vegna kjálkabrots. Sex aðrar líkamsárásir voru tilkynntar yfir hátíðina, allar minniháttar. Nokkur þjófnaðarmál komu upp og var þar aðallega um að ræða að greipar voru látnar sópa úr tjöldum hátíðargesta. Samtals komu til kasta lögregl- unnar í Vestmannaeyjum sautján fíkniefnamál á hátíðinni frá fimmtu- degi, en mikil áhersla var lögð á að hafa eftirlit með þessum málaflokki. Eru það mikil umskipti frá árinu 2005 þegar upp komu á fimmta tug mála. Nú var um að ræða amfetamín, kókaín, kannabis og sýru, en efnin fundust bæði á fólki en einnig á víða- vangi þar sem neytendur höfðu kast- að þeim frá sér, er þeir urðu varir við lögreglu. Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk ekki vitneskju eða upplýsingar um kynferðisbrot á hátíðinni, en þol- endur brotanna bíða oft með að til- kynna þau. Því er ekki vitað hvort slík brot hafi átt sér stað eða ekki. thorbjorn@mbl.is Kjálka- brotinn í Eyjum 17 fíkniefnamál og nokkuð um þjófnaði TVÆR konur leituðu á neyðar- móttöku sjúkra- hússins á Akur- eyri vegna kynferðisofbeldis um helgina. Ekki liggur fyrir hvort um nauðganir er að ræða eða ann- ars konar kyn- ferðisbrot. Samkvæmt upplýsingum frá neyðarmóttöku Landspítalans í Fossvogi hafði enginn þolandi kyn- ferðisofbeldis leitað þangað um helgina. „Í fyrstu sýn virðist áróður gegn nauðgunum vera að skila sér. Í samanburði leituðu hingað í kringum tuttugu þolendur um verslunarmannahelgina 2001,“ segir Eyrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur á neyðarmóttöku. Að sögn Eyrúnar er það oft þannig að margir þolendur bíða með að til- kynna brotin og leita síðan til Stígamóta. thorbjorn@mbl.is Í neyð fyrir norðan Eyrún Jónsdóttir ÓHÆTT er að segja að loftbrú hafi verið mynduð milli Vest- mannaeyja og lands eftir hádegi í gærdag þegar þoku létti af fjalls- tindum í Eyjum, en tafir urðu á flugi framan af vegna veðurs. Flugfélag Íslands áætlaði að fljúga á þriðja tug ferða. Flugfélag Vest- mannaeyja gerði ráð fyrir að fljúga á annað hundrað ferðir á Bakkaflugvöll, en um 3.000 manns biðu eftir flugi frá Eyjum í gær- morgun. Þá fór Herjólfur þrjár ferðir í gær og nótt. Loftbrú milli lands og Eyja LEIÐRÉTT Orð féllu út Í frétt um málefni Orkuveitu Reykjavíkur sl. laugardag féll út hluti setningar sem höfð var eftir Kjartani Magnússyni. Rétt er setn- ingin svona: „Það var á dagskrá fyrrverandi stjórnar að setja stór- aukið fé úr sjóðum OR í útrásar- verkefni REI. Það var ein af fyrstu ákvörðunum nýrrar stjórnar að stöðva slíkar fyrirætlanir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.