Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2008 31 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 564 0000 eeee 24 stundir SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND HÁSKÓLABÍÓI „ÞETTA ER BESTA BATMAN-MYNDIN, BESTA MYNDASÖGUMYNDIN OG JAFNFRAMT EIN BESTA MYND ÁRSINS...“ -L.I.B.TOPP5.IS "EINFALDLEGA OF SVÖL,THE DARK KNIGHT MUN SÓPA AÐ SÉR ÓSKARSVERÐLAUNUM. ÓTRÚLEGAR BARDAGASENUR OG ÓVÆNTAR FLÉTTUR Í HANDRITINU GERA MYNDINA FRÁBÆRA." -ÁSGEIR J. - DV "ÞETTA ER BESTA BATMAN-MYNDIN, BESTA MYNDASÖGUMYNDIN OG JAFNFRAMT EIN BESTA MYND ÁRSINS..." -L.I.B.TOPP5.IS GAGNRÝNENDUR HALDA VART VATNI YFIR ÞESSARI MYND! EF ÞÚ SÉRÐ EINA MYND Á ÁRINU ÞÁ ER ÞETTA MYNDIN! SÝND HÁSKÓLABÍÓI -bara lúxus Sími 553 2075NÝJASTA GRÍNMYND MIKE MYERS SEM FÆRÐI OKKUR AUSTIN POWERS MYNDIRNAR HANN ER SNILLINGUR Í ÁSTUM eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - T.V. - Kvikmyndir.is eee - L.I.B, Topp5.is/FBL SÝND Í SMÁRABÍÓI M. ÍSL. TALI MYNDIN SEM ER BÚIN AÐ SLÁ ÖLL AÐSÓKNARMET Í USA! GAGNRÝNENDUR HALDA VART VATNI YFIR ÞESSARI MYND! EF ÞÚ SÉRÐ EINA MYND Á ÁRINU ÞÁ ER ÞETTA MYNDIN! STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI FYRR OG SÍÐAR. 45.000 MANNS Á 13 DÖGUM. EIN BESTA MYND ÁRSINS! MYNDIN SEM ER BÚIN AÐ SLÁ ÖLL AÐSÓKNARMET Í USA! GAGNRÝNENDUR HALDA VART VATNI YFIR ÞESSARI MYND! EF ÞÚ SÉRÐ EINA MYND Á ÁRINU ÞÁ ER ÞETTA MYNDIN! FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „FINDING NEMO“ OG „RATATOUILLE“ eeee Yfirburða snilldarleg bresk- bandarísk gaman-, söng- og dansræma byggð á svellandi ABBA-lögum, frábærlega fjörug, fyndin, fjölskrúðug og kynþokkafull. - Ó.H.T, Rás 2 eee “Hressir leikarar, skemmtilegur fílingur og meiriháttar tónlist!” - T.V. - Kvikmyndir.is SÝND SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! The Love Guru kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára WALL • E m/ísl. tali kl. 3:30 D - 5:45 D LEYFÐ WALL • E m/ísl. tali kl. 3:30 D - 5:45 D LÚXUS LEYFÐ Mamma Mia kl. 5:30 - 8D - 10:30D B.i. 12 ára Mamma Mia kl. 8D - 10:30D LÚXUS B.i. 12 ára The Strangers kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Hellboy 2 kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Kung Fu Panda ísl.tal kl. 3:45 D - 5:50 D LEYFÐ Sýnd kl. 4, 8 og 10:10 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 “…einhver besta teiknimynd sem ég hef séð.” – kvikmyndir.is “…ein besta mynd sumarsins…” –USA Today “…meistarverk.” – New York Magazine www.laugarasbio.is Sýnd kl. 7 og 10 Sýnd kl. 4 og 6:10 m/ íslensku tali JÖRÐIN er auð og mengun grúfir yfir endalausum sorpbreiðum sem teygja sig til himins, hvergi neitt kvikt að sjá, fyrir utan þann lífseiga en óvinsæla frumbyggja kakka- lakka, og um breiðurnar ekur vél- mennið Wall-E. Hann er gamalleg vélpressa á skriðbeltum með sjón- varpsmyndavélar í augna stað og gengur fyrir sólarrafhlöðum. Wall-E hakkar í sig úrgang og hleður í hauga, hann var skilinn eftir til að taka til eftir okkur óþverrann þegar jörðin var orðin óbyggileg. Þá sá auðhringurinn BnL (Buy N Large) sér leik á borði og fór með jarðarbúa út í geiminn í risavöxnu geimskipi þar sem allt er falt til að uppfylla neysluvenjur jarðarbúa sem auð- hringurinn hafði komið þeim upp á. Ruslfæði og hóglífi er búið að gera þá að stórum börnum sem borða og sofa og eru fullkomlega ánetjuð let- inni og hóglífinu, jafnt sem vélmenn- unum og hátækninni sem annast þá. Í upphafi myndarinnar er Wall-E einn og yfirgefinn við sína sorphirðu, en þótt hann sé forrituð maskína hefur hann tilfinningar. Honum leið- ist einveran en er geðgóður og lús- iðinn eins og róbótum sæmir, en jafnframt feiminn og kjarklítill. Wall-E á sín gull sem hann tínir saman við vinnuna og safnar í dóta- kassa og kennir margra grasa. Fyrir utan myndbönd með gömlum og rómantískum dans- og söngvamynd- um lúrir hann á gömlum kveikjara, Rubic-kubbi, og nýjasta uppgötv- unin er lítil en lifandi planta, sem á eftir að breyta öllum hans högum. Líkt og rannsóknarvélmennið Eva, sem kemur einn grámyglulegan veð- urdag utan úr geimnum og Wall-E heillast af hennar sindrandi bláa tölvuskjá og svifléttu hreyfingum. Tölvuteiknimyndaframleiðandinn Pixar hefur jafnan boðað gott og Wall-E er engin undantekning, þvert á móti er hún umhugsunar- og athyglisverðasta teiknimynd í ára- tugi, listilega tvinnuð saman úr gam- ansamri og notalegri ástarsögu og óvæntri og grjótharðri gagnrýni á mannkynið og þá sérstaklega subbu- lega framkomu okkar gagnvart um- hverfinu. Við verðum að yfirgefa Móður Jörð, það sér ekki til sólar og úrgangurinn, afleiðing neysluþjóð- félagsins, er í heilu skýjakljúfunum og óvirk kjarnorkuver gnæfa yfir sorpeðjuna eins og viðeigandi leg- steinar á þessum allsherjarruslab- ing. Sökudólgurinn er samviskulaus markaðsöfl, BnL; sleppir ekki af okkur takinu en annast allar þarfir, stórar sem smáar. Allsherjarveldi sem ræður ríkjum yfir mannkyni, strengjabrúðum farlama af leti og ómennsku. Ádeilan hittir ekki síður í mark en ábúðarmiklar heimildarmyndir sem gírugir stjórnmálmenn skreyta sig með, þótt það sé fátt annað en gott um þær að segja. Wall-E er aftur á móti frábær afþreying ætluð hinum almenna bíógesti, þá einkum stór- fjölskyldunni, og á örugglega eftir að ýta við áhorfendum, vekja þá til umhugsunar um mikilvægi grænu byltingarinnar og umhverfismála á harðnandi dalnum. Frábær Gagnrýnandi segir m.a. að Wall-E sé „… umhugsunar- og athyglisverðasta teiknimynd í áratugi …“ Volli og Eva KVIKMYND Sambíóin, Smárabíó, Laugarásbíó Teiknimynd með íslenskri og enskri tal- setningu. Leikstjóri: Andrew Stanton. Leikstjóri ísl. talsetningar: Júlíus Agn- arsson. Aðalraddir: Atli Rafn Sigurð- arson, Inga María Valdimarsdóttir, Hjálm- ar Hjálmarsson, Guðmundur Ólafsson. 95 mín. Bandaríkin 2008. Wall-E bbbbm Sæbjörn Valdimarsson BANDARÍSKI leikarinn Morgan Freeman slasaðist alvarlega í bíl- slysi í norðurhluta Mississippi í fyrrinótt. Á tímabili var óttast um líf leikarans, en seint í gærkvöldi bárust fréttir þess efnis að hann væri ekki í lífshættu. Freeman, sem er 71 árs gamall, handleggsbrotnaði, auk þess að meiðast á bæði hálsi og öxlum. Kona sem var með Freeman í bíln- um var einnig flutt á spítala, en engar fregnir af ástandi hennar hafa borist. Líklegt var talið að Freeman þyrfti að gangast undir aðgerð í gærkvöldi, og að það tæki hann þrjá til fjóra mánuði að ná sér. „Hann ber sig vel, en hann er samt sem áður nokkuð kvalinn,“ sagði Bill Luckett, lögmaður og vinur Freemans, við blaðamenn fyrir utan sjúkrahúsið í Memphis í Tennessee í gær, en Freeman dvelur þar. Sagði brandara Bílslysið varð kl. 23.30 að stað- artíma á sunnudagskvöldið, eða um kl. 4:30 aðfaranótt mánudags að íslenskum tíma. Það átti sér stað skammt frá bænum Charle- ston í Mississippi þar sem Free- man býr. Ekki er vitað hvernig slysið bar að, en bifreiðin sem Freeman ók fór margar veltur áð- ur en hún hafnaði í skurði. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu bendir ekkert til þess að Freeman hafi neytt áfengis eða fíkniefna áð- ur en hann settist undir stýri. Bæði hann og farþegi hans voru í bílbeltum, en klippa þurfti þau út úr bifreiðinni. Freeman var með meðvitund þegar að var komið, og sagði meira að segja nokkra brandara meðan á björgunar- aðgerðum stóð. Einn sá besti Morgan Freeman er af mörgum talinn einn fremsti kvikmyndaleik- ari samtímans. Hann hlaut Ósk- arsverðlaun fyrir leik sinn í mynd- inni Million Dollar Baby árið 2005, en hann hefur einnig verið til- nefndur fyrir leik sinn í Street Smart, Driving Miss Daisy og The Shawshank Redemption. Á meðal annarra helstu mynda sem hann hefur leikið í má nefna Seven og Unforgiven. Þá leikur hann í stór- myndinni The Dark Knight sem sýnd er við miklar vinsældir í kvik- myndahúsum hér á landi um þess- ar mundir. jbk@mbl.is Betur fór en á horfðist Morgan Freeman er ekki í lífshættu eftir alvarlegt bílslys í fyrrinótt Reuters Virtur Leikarinn Morgan Freeman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.