Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Höf.: Þórunn Sigurðardóttir) Nú þegar leiðir skilja í bili viljum við þakka Hreini fyrir samfylgdina. Stellu og allri fjölskyldunni vottum við okk- ar dýpstu samúð. Elísabet Erla, Reynir og fjölskylda. HINSTA KVEÐJA ✝ Hreinn Pálssonfæddist á Sauð- árkróki 5. júní 1937. Hann lést á heimili sínu 25. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Páll Ögmunds- son, bifreiðarstjóri á Sauðárkróki, f. 29. júlí 1914, d. 10. október 1995, og Sigurbjörg Sveins- dóttir, versl- unarmaður, f. 26. mars 1919. Systkini Hreins eru Elsa, Magnús og Krist- ín. Eiginkona Hreins er Stella E. Kristjánsdóttir, f. 15. nóvember 1937. Foreldrar hennar voru Kristján Bjarnason, vélstjóri, f. 23. september 1906, d. 31. mars 1998, og Ingiríður Finnsdóttir, f. 25. janúar 1906, d. 16. febrúar 1985. Börn þeirra eru 1) Sigurður Óttar, kona hans er Guðrún Arn- ardóttir. Börn hans eru Elísabet Ýr, Einar, Hrefna Kist- ín og Stella Vigdís. Börn Guðrúnar eru Örn Snorrason og Stefán Jóhannsson. 2) Páll. Sonur hans Davíð Björn. 3) Íris Björg og maður hennar Marc Vin- cenz. 4) Hreinn Ingi, kona hans er Hildur Hrund Hallsdóttir og börn þeirra Íris Marí og Aníta Hrund. Barn Hildar er Axel Jóns- son. Hreinn var prentari og vann í Gutenberg, Hilmi, Prentun og Steindórsprenti. Þá rak hann Gúmmístimplagerðina og Prent- smiðjuna Roða. Útför Hreins fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, þriðjudaginn 5. ágúst, og hefst athöfnin klukk- an 13. Kallið er komið. Elsku Hreinn minn, það er ótrúlegt að þessi leið sam- veru hér á jörðinni sé á enda. Búin að vera vinnufélagi, elskulegur eigin- maður og besti vinur minn öll þessi ár. Ég átti því láni að fagna að ferðast á síðustu árum með þér ásamt börnum okkar og barnabörn- um. Og yndislegu tímarnir í sumar- húsi okkar í Miðdal ásamt fjölskyld- um okkar eru mér ógleymanlegir. Það er hægt að halda endalaust áfram með allar þessar góðu minn- ingarnar. Við erum öll rík að hafa átt samleið með þér. Ég veit að það hef- ur verið takið vel á móti þér þegar að þú komst yfir móðuna miklu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Ástarkveðja. Þín eiginkona, Stella. Þegar sólin skein við Skagafirði einn sumarfagran morgun og grasið á Nöfunum á Sauðárkróki bærðist létt í andvara hafsins fæddist Sig- urbjörgu Sveinsdóttur og Páli Ög- mundssyni sonur sem síðar var skírður Hreinn. Fæðingin átti sér stað í húsum afa og ömmu Hreins að Aðalgötu 7 á Sauðárkróki. Þar höfðu afi hans, Ögmundur Magnússon söðlasmiður, og föðurbróðir hans, Magnús Ögmundsson skósmiður, verkstæði sín. Hreinn var heima- gangur á þessu heimili og mótuðust þar skoðanir hans á því hvað máli skipti í lífinu og í hverju hamingjan væri fólgin. Ögmundur og Magnús voru vandvirkir og samviskusamir iðnaðarmenn en jafnframt afar hóf- værir og máttu ekki vamm sitt vita. Iðulega var nokkuð fjölmennt á heimilinu en amma hans, Kristín Pálsdóttir, var ástrík kona með hlýj- an faðm sem ekkert mátti aumt sjá. Hreini blandaðist ekki hugur um að heimilið var hornsteinn hamingjunn- ar og myndin af afa hans og frænda, sem stunduðu iðju sína heima við, hefur án efa mótað hann. Hreinn nam prentiðn og var eins og hann átti kyn til afar vandvirkur og hógvær. Eftir að hafa unnið að prentlistinni á annarra vegum í nokkur ár keypti hann Gúmmí- stimplagerðina og stofnaði síðar meir Prentsmiðjuna Roða. Í anda afa síns og föðurbróður rak hann síðan um tveggja áratuga skeið stimpla- gerð og prentsmiðju sína heima við. Ég naut þeirrar gæfu að alast upp við það að ganga sem unglingur til vinnu með föður mínum við prentun og stimplagerð. Þar lærði ég þá gömlu aðferð að slá letur í haka og steypa í blý sem síðan var annað hvort prentað með eða notað til að steypa stimpla. Föður mínum var af- ar umhugað um að allir prentgripir sem frá honum færu væru vandaðir – annað hreinlega gekk ekki. Þótt faðir minn tæki prentáferð blýsins á vönduðum pappír í bók fram yfir offsetprentun fylgdi hann þróun tím- ans og tileinkaði sér nýja tækni. Ég er hins vegar ekki í vafa um að mesta gleði hafði hann af því að beita fornu handverki eins og við upphleypta gyllingu og annað það, sem nú er að mestu aflagt og sumt á góðri leið með að glutrast niður í verkkunnáttu okkar. Við feðgarnir vorum samrýndir og átti ég margar gleðistundir með for- eldrum mínum bæði í leik og starfi. Faðir minn var mér afar hjálpsamur og ráðagóður. Þegar sonur minn, Davíð, átti við langvarandi veikindi að stríða á öðru ári og faðir minn var hættur störfum, bauðst hann til að passa Davíð. Það var mér mikið gleðiefni að sonur minn skyldi fá að kynnast föður mínum vel því allt of fá börn fá að kynnast náið æðruleysi og umhyggju hinna rosknu þar sem efnishyggjan ræður ekki för. Faðir minn glímdi við krabbamein í tæp tvö ár. Hann barðist af kappi við sjúkdóminn fullur lífsvilja. Hon- um duldist þó ekki hvert stefndi og lagði því kapp á að nýta hverja stund eftir því sem heilsan leyfði. Undir það síðasta naut hann þess best að fara í sumarbústað sinn í Laugardal og dytta að honum í faðmi fjölskyldu og vina. Elsku faðir minn, hvíl í friði. Páll Hreinsson. Þá er elsku pabbi minn farinn til æðri máttar. Þrátt fyrir að ég vissi í hjarta mínu að þetta væri yfirvof- andi þá er maður aldrei undir þetta búinn. Það verður skrítið að ganga inn á Asparteiginn og sjá hann ekki koma á móti sér með opinn faðminn. Ég er búinn að búa lengi erlendis en með nútíma tækni gátum við verið í góðu sambandi. Ég talaði mikið við hann síðustu vikurnar og voru það trúlega innilegustu samtölin sem við höfum átt. Ég geymi þau í mínu hjarta en erfitt verður að geta ekki tekið upp símann og hringt. Elsku mamma, sorg þín er mikil en þið vor- uð búin að vera saman síðan 1955. Þið voruð nánast eins og eitt. Það var aldrei talað um Hrein án þess að Stella kæmi á eftir. Pabbi fæddist 5. júní 1937 á Sauð- árkróki á heimili Ögmundar afa síns og Kristínar Bjargar ömmu. Hann varð því aðeins 71 árs gamall. Hann dvaldi á Sauðárkróki til 12 ára aldurs er hann flutti til Reykjavíkur til pabba síns. Hann hóf prentnám í Iðnskóla Reykjavíkur 1958 og starfaði við það stærstan hluta ævi sinnar. Árið 1969 stofnaði hann Gúmmístimplagerðina og byrjaði að framleiða gestabækur úr íslenskri gæru. Væri gaman að vita hvað margir Íslendingar hér- lendis og erlendis hafa ritað nöfn sín í eina af hans bókum. Þessar bækur hafa trúlega farið í nokkrar heims- reisur. Árið 1972 keypti hann versl- unina Roða og var hún fyrst á Laugavegi 74, en síðar var hún á Hverfisgötu 49 ásamt prentsmiðj- unni Roða sem hann stofnaði 1984. Hann var mjög virkur í félagslífi. Var stofnandi Kiwanis klúbbsins Geysis í Mosfellsbæ og ritari hans 1976–1977 og síðar forseti 1980– 1981. Einnig var hann stofnandi Kiwanis-klúbbsins Mosfell 1999 og forseti hans 2002–2003. Árið 1964 byggði hann sumarbú- stað í Miðdal í landi Hins íslenska prentarafélags og man ég sem krakki hvað þar var yndislegt að vera og í minningunni er þar alltaf sól og gott veður. Foreldrar mínir ferðuðust mikið síðustu árin og var húsið þeirra á Spáni unaðsreitur. Þar hittist öll fjöl- skyldan 1997 og hélt upp á 60 ára af- mæli beggja. Þá bjó ég í Ameríku, Íris systir í Sviss en Palli og Ingi á Íslandi en Ingi þá nýkomin heim eft- ir nám í Þýskalandi. Hafði því fjöl- skyldan ekki verið saman í fjölda ára og var því glatt á hjalla og mikið sungið en pabbi var annálaður söng- maður enda af skagfirsku bergi brot- inn. Elsku mamma, Palli, Íris og Ingi og fjöskyldur. Ég og fjölskylda mín hugsum mikið til ykkar og biðjum al- mættið að vera með ykkur. Elsku pabbi, hvíldu í friði Sigurður Óttar og fjölskylda. Eftirfarandi ljóð var upprunalega ort á enskri tungu, hinum megin á hnettinum, í Sjanghæ, Kína, sama dag og Hreinn vinur minn fór yfir móðuna miklu. Bjarni Sigtryggsson var svo vina- legur að þýða ljóðið mitt, Til Hreins Pálssonar, á íslensku og vil ég þakka honum fyrir það. Upphaflega útgáfu má finna á vef Morgunblaðsins. Söngur prentsvertunnar „Allt er þetta í fingrunum falið,“ segir Hreinn. „Viðkvæmir taugaendar mætast í naglrótinni. Hér – þar sem handleggur endar, rétt við úlnliðinn, tekur höndin við. Hér byrjar listin – framlenging hugarins. Þá kemur pappír, bezti vinur mannsins; Stökkur og hreinn, gerður úr viði – veit- ir skjól, gefur ávöxt, nærir líf, ber visku fortíðar – sum brunnin, horfin í grafhýsum Konstantínópels, eða blaktandi handan Þingvalla í svölum kalda vindbarins mýr- lendis – Visk sögunnar, vafið fræjum beiti- lyngs og víðis. Og prentsins svarta blek, hin leynda töfrablanda, sem bindur okkur saman, hugur að fingri, fingur að pappír, blek að orði; og sömu leið til baka – til hug- ans.“ Staf eftir staf eftir staf. Hendur Hreins hreyfast fyrst – og hik- laust fram – heiðarleika og traust þær bjóða og vensl: Handtak hans er þétt og hlýtt – fingur sem minna á greinar eikur – hnýttir reynslu, veðraðir af visku og prent- sins list. Hann þrýstir hönd, með hinni klappar létt á öxl – og ég er velkominn í fjölskyldunnar hús. Í Mosfellssveit með snjó og gufustróka er skjól í ævintýralandi Um kaldar nætur söngur, ljóð og vín og hangikjöt; allt þetta yljar sálarrót. Og stundum, stundum – í álfaborgum er dans- að unz dagur rennur nýr. Hreinn mælir: „Þú finnur hverja heims- ins sögu ritaða í bók – í leðurbandi, gyll- ingu, og minninganna ilm við þeirra ryk. Frá hillunni þær heilla þig til lestrar eins og stjörnu logaglit.“ Og ljúfust bíður tón- listin í nótnaheftum eftir því að vakna við fimra fingra leik – á flautu, trompet, harm- óníku og gítar; jafnvel rámar sjómanns- raddir syngja, svo að Esjan raular með. Er norðurljósin sveiflast á svörtum nætur- himni með silkimjúku hvísli má heyra úr fjöru hafmeyjanna ástarljóð – við lágan hvalablástur. Lágrómur fjalla og Lagar- fljótsormsins dimma raul. Þannig hljóma raddir jarðar – söngur vinds í Asparteigi – skráð með fingrum, þrykkt og sungin, bjóða upp í dans. „Jenni vinur minn sagði: Klíptu mig svo ég viti hvort ég lifi,“ sagði Hreinn og hló. Hreinn vekur mig þannig til vitundar með fingrunum, sem heilsað hafa og innsiglað vináttu víða um lönd. Á Íslandi varstu minn Marco Polo, Hreinn, leiddir okkur upp á Snæfellsjökul – alla leið á tindinn, þar sem Jules Verne hóf sína leyndardómsleit að miðju jarðar. Þar sem heimurinn virtist lít- ill en Ísland stórt. Og í miðju þessa alls stóðst þú, með fingur meistara prentsmiðj- unnar – Út yfir hafið endalaust að sjá lærði ég af þér að lifa. Nú sakna ég þín góði vinur – ég sé þig í bliki stjarnanna – í flauels- dökku blekmyrkri næturhiminins. Meira: www.mbl.is/minningar Marc L. Vincenz, Sjanghæ, Kína – 26. júlí, 2008. (Þýðing: Bjarni Sigtryggsson.) Vinur okkar, Hreinn Pálsson, fæddist í júní á bjartasta tíma ársins og hann kvaddi þennan heim á björt- um og hlýjum sumardegi. Í hugum okkar er minningin um nærveru hans einungis björt og hlý. Hreinn er sá fyrsti er fellur frá af vinahópnum er varð til haustið 1962, eða fyrir tæplega fimm áratugum síðan, en þá störfuðum við allir sem prentarar í prentsmiðjunni Hilmi. Mikil og góð tengsl mynduðust einnig með fjölskyldum okkar, tengsl sem haldist hafa æ síðan. Margs er að minnast frá ferðalög- um jafnt um byggð sem óbyggðir, leikhúsin voru stunduð í áratugi og fylgdi jafnan góð veisla í kjölfarið. Ekki má gleyma sumarbústaðaferð- unum, en þá var mikið spaugað, hlegið dátt, sungið og kveðnar skag- firskar stemmur ásamt ótal öðrum uppátækjum. Það sem við viljum þó sérstaklega minnast er sú kátína og glaðværð sem Hreinn var ávallt reiðubúinn að gefa af sér og miðla öðrum, nú er hlátur hans þagnaður en minningin lifir. Elsku Stella og aðrir ástvinir, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Enn komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ókunnur). Ágúst og Þrúður, Sæmundur og Guðrún, Víðir og Jóhanna. Fyrir nær hálfri öld kom ungur og snaggaralegur maður, ættaður frá Sauðárkróki, í Ríkisprentsmiðjuna Gutenberg til náms í prentun. Þetta var Hreinn Pálsson, sem við kveðj- um í dag. Hreinn var orðinn fjöl- skyldufaðir, kvæntur Stellu Krist- jánsdóttur og þá var elsti sonurinn fæddur. Með okkur Hreini tókst strax góð vinátta, sem spannar þessa hálfu öld. Margs er að minnast frá liðnum árum. Hreinn var alltaf dug- legur og vinnusamur. Fljótlega voru þau Stella búin að festa kaup á íbúð við Bakkastíg í vesturhluta Reykja- víkur, ekki langt frá þar sem ég bjó. Ekki liðu mörg ár þar til við ákváðum að sækja um lóðarskika í sumarbústaðalandi prentara í Mið- dal í Laugardal. Við höfðum góða samvinnu við undirstöðugerð vænt- anlegra húsa, teikningar og efnis- kaup, svo og alla flutninga. Um miðj- an maí 1965 reistum við húsagrindurnar sama daginn. Oft var glens og fjör, enda vorum við lán- samir að fá aðstoð hjá ættingjum og vinum. Þó svo að við værum á kafi í eigin smíðavinnu gáfum við okkur að félagsmálum og vorum við um árabil stjórnarmenn í sumarhúsafélaginu. Þar var þörf á að endurbæta margt og vinna að framfaraverkefnum. Stærsta og mikilvægasta verkið var að koma svæðinu í bílvegasamband við þjóðvegakerfið. Bílaeign jókst mjög á þessum árum. Við Hreinn ásamt samstjórnarmönnum okkar, Friðriki Ágústssyni og Sæmundi Árnasyni skipulögðum og unnum að vegagerð og brúarsmíði á Ljósárnar. Við nutum góðrar aðstoðar frá þá- verandi ábúanda í Miðdal, Hauki Þorsteinssyni. Þessi framkvæmd var mikið stórvirki og var öllum til mik- illar ánægju og var tekið til þess hve verkið tók stuttan tíma. Hreinn var sérlega þægilegur í samstarfi, já- kvæður og djarfhuga. Í Miðdal höfðum við Hreinn og Stella margar ánægjustundirnar. Ljúft var að heyra Hrein taka lagið. Hann hafði háa og tæra söngrödd og hafði yndi af góðri tónlist. Hann söng í kórum um langt árabil. Eins og ég nefndi var Hreinn mjög duglegur. Hann byggði einbýlishús í Mos- fellsbæ með góðum garði og gler- gróðurhús áfast húsinu. Síðar festa þau kaup á litlu raðhúsi í La Marina á Spáni. Þar áttu þau góðar stundir. Hreinn og Stella voru alltaf fallega samhent í lífi og starfi. Þau ráku prentsmiðju, stimplagerð og versl- un.Síðustu ár fór heilsuleysi að sækja á Hrein. Eins og alltaf sýndi hann hugprýði og markmið hans var að hafa alla hluti í lagi. Hann vann við að endurbæta fasteignirnar og umhverfið. Sumarhúsið var orðið eins og um nýtt væri að ræða og ný og glæsileg verönd var komin. Síðasta verkið var að smíða götugrindverk. Hreinn var sárþjáður en hugurinn var sterkur. Þrekleysið bar hann ofurliði. Blessuð veri minning hans. Jón Otti Jónsson. Hreinn Pálsson ✝ Ástkær móðir okkar,tengdamóðir, amma og lang- amma, SÓLVEIG GUÐRÚN JÓNASDÓTTIR, Holtagerði 3, Húsavík, sem lést á Ahu Hetman sjúkrahúsinu í Tyrklandi 21. júlí verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju fimmtu- daginn 7. ágúst kl. 14.00. Hólmfríður Þorkelsdóttir, Guðmundur Jónssson, Regína Þorkelsdóttir, Aðalsteinn Gíslasson, Jónas Þorkelsson, Hólmfríður Sveinbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.