Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þú ruglar mig aftur og aftur með sömu spurningunni um eitthvert símtal sem er algjört aukaatriði, ég vil tala um borgarmál, ekki eitthvert símtal. VEÐUR Ísrael telur sig vera frjálslynt lýð-ræðisríki. Ísraelskum stjórnvöld- um er mikið í mun að dregin sé upp slík mynd af þeim í vestrænum fjöl- miðlum.     Þetta á ekki sízt við þegar kemurað deilum Ísraelsmanna og Pal- estínumanna.     Hvers vegna gera stjórnvöld í Ísr-ael þá þvílíka reginvitleysu og að taka íslenzka ungliða, sem ætl- uðu í upplýsingareisu til að kynna sér deiluna frá báðum hliðum, úr umferð við komuna til landsins, yf- irheyra þá og krukka í fartölvurnar þeirra?     Þetta er þarflaust, vitlaust og ein-göngu til þess fallið að skapa neikvæða ímynd af Ísraelsríki hér á Íslandi.     Leiðtogar ungra jafnaðarmanna,þær Anna Pála Sverrisdóttir og Eva Bjarnadóttir, eru áreiðanlega ekki ógn við öryggi Ísraelsríkis.     En kannski hefur ísraelska leyni-þjónustan Mossad lesið of mikið í myndir, sem birtust í íslenzkum fjölmiðlum af kjánalegum mótmæl- um ungliða í Ráðhúsi Reykjavíkur þegar núverandi meirihluti í borgarstjórn tók við völdum.     Þar fóru þær stöllur fremstar íflokki við að púa niður borgar- stjórann – og önnur með Palest- ínuklút um hálsinn. STAKSTEINAR Vitlaus stefna, vond pressa SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                  *(!  + ,- .  & / 0    + -                     12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (              ! ""  #   ""  $"  $ :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? $ $   $ $ $ $ $ $ $ $ $  $ $ $ $ $ $ $ $                                *$BC                 ! "# $% !    ! ! ! ! & ' %! $! () !(*  *! $$ B *! % & ' " "& "  (    ) <2 <! <2 <! <2 % ('  "*  # +",! - DB E                 /       + ! % ,   !#   "! "! & <    87  - "# !# $% !    .!    '  !(*    - "# !# $% !    .!    '  !(*  ./ ""00  ""1  !"*  # Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR „STJÓRNVÖLD hafa verið sinnu- laus gagnvart löggæslunni. Mér kæmi ekki á óvart að okkur taki að berast fleiri svona ótíð- indi,“ segir Ög- mundur Jónas- son, formaður BSRB, um upp- sagnir á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða níu starfsmenn sem sinnt hafa vopnaleit og öryggisvörslu. „Þetta eru slæmar fréttir,“ segir Ög- mundur. Hann kveðst óttast að meira kunni að vera í pípunum bæði á Keflavíkurflugvelli og jafnvel hjá öðrum lögregluembættum. Ögmundur segir uppsagnirnar í hróplegri mótsögn við vilja þjóðar- innar. „Fólk vill að vel sé búið að lög- gæslunni í landinu. Því fer fjarri að svo sé. Síðan hljótum við að spyrja í þeirri samdráttartíð sem fyrirsjáan- leg er, hvort hyggilegt sé að ríki og sveitarfélög dragi saman seglin. Við slíkar aðstæður á hið opinbera alls ekki að rifa seglin og fækka starfs- fólki. Þetta er því slæmt hvernig sem á málið er litið.“ thorbjorn@mbl.is BSRB mót- mælir upp- sögnum „Sinnuleysi“ segir formaður BSRB Ögmundur Jónasson Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is TÆPLEGA helmingur íslensku þjóðarinnar telur að reglur, sem heimila útlendingum að setjast hér að, séu of rúmar. Tæplega 18% telja reglurnar of strangar en 37% telja þær hæfilegar. Þetta kemur fram í þjóðarpúlsi Gallup. Er þetta nokkur breyting frá árinu 2004 en þá töldu töluvert færri reglurnar vera of rúmar, eða um 28%. Háskólamenntaðir eru frekar þeirrar skoðunar að reglurnar séu of strangar en þeir sem eru minna menntaðir. Í niðurstöðum þjóðarpúlsins kemur jafnframt fram að um 40% landsmanna telja að reglur um pólitískt hæli séu of strangar. Konur telja frekar en karlar að reglurnar séu of strangar og sem fyrr er marktækur munur á afstöðu fólks eftir mennt- un en háskólamenntaðir eru líklegri til að telja reglurnar of strangar en þeir sem eru minna menntaðir. Eins er munur eftir búsetu. Þeir sem búa í Reykjavík telja síður en þeir sem búa á landsbyggðinni að reglurnar séu of rúmar. Mikill meirihluti þjóðarinnar, eða 92%, er hlynntur því að skylda útlendinga, sem ætla að setjast hér að, til að læra íslensku og hefur það lít- ið breyst frá 2004. Reykvíkingar eru síður hlynntir því að skylda útlendinga til að læra íslensku en íbúar annarra sveitarfélaga. Um 47% landsmanna telja að útlendingar sem setjast að hér á landi fái jákvæð viðbrögð og hafa litlar breytingar orðið á viðhorfi landsmanna frá 2004. Um 69% Íslendinga telja mannréttindi verð mikilla fórna og áhættu. Athygli vekur að 58% telja eigin trúarbrögð ekki verð fórna og áhættu. Telja útlendingareglur of rúmar Nokkur meirihluti landsmanna telur eigin trúarbrögð ekki verð fórna og áhættu Eftir Helgu Mattínu Björnsdóttur Grímsey | Þetta er lúxusbátur sem dásamlegt er að keyra,“ segir Óli Hjálmar Ólason í Grímsey. „Ég ætla bara að leika mér á þessum enda hættur að fiska.“ Hinn nýi Óli Bjarnason er far- þegaskemmtihraðbátur með sex góðum sætum rétt eins og um hæg- indastól sé að ræða. „Það er eins og þú sért í góðu nuddi í öldudans- inum,“ segir Óli Hjálmar, sem fékk nýja bátinn fyrir rúmum mánuði. Óli Bjarnason hinn nýi hefur svo sannarlega annað hlutverk en gömlu Óli Bjarnason EA 279, sem eru ein- hverjir aflahæstu smábátar til margra ára hér við land og bera nafn föður Óla. Frægar sögur eru til af veiðiskap aflasjómannsins Óla Hjálmars Ólasonar, sem sótti sjóinn í um 70 ár frá Grímsey. Þessi bátur gengur 35 mílur þannig að sigling milli Dalvíkur og Grímseyjar tekur klukkustund við þokkaleg skilyrði. „Ég hef verið með sómabáta í 30 ár og þekki þá vel bæði hlaðna og óhlaðna. Þessi heitir Sómi 990 og varð ég að kaupa stærðar trillu og verbúð til að fá bryggjupláss fyrir hann á Akureyri. Þetta er ótrúlega gaman og gefur lífinu lit,“ segir aflaklóin Óli Hjálmar að lokum. Aflakló Óli Óla siglir nú 70 km frá Akureyri til Hríseyjar á 20 mínútum. Óli Bjarnason hefur fengið nýtt hlutverk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.